Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 25             !"" ##$%&       '!'!    (  !      )  !#)     %&                                                      !     "  #      $       % &        % "    '()      % &  *    + , - . , /00. 1            +2300-+4300 (   ) *    %  +,!  54000        ! " " !   TVEIR menn og kassi nefn-ist nýtt leikrit sem frum-sýnt verður í Möguleik-húsinu við Hlemm í dag kl. 17. Höfundur leikritsins og jafn- framt leikstjóri er danski leikstjór- inn og leikarinn Torkild Linde- bjerg. Tveir menn og kassi fjallar um tvo flutningamenn sem eru að burðast inn með stóran kassa. „Þeir vita hins vegar ekkert hvert þeir eiga að fara með þennan kassa eða hvað þeir eigi að gera við hann og fara að leita að einhverjum til þess að taka við honum. Síðan fara að heyrast ýmis torkennileg hljóð úr kassanum, en hvað upp úr kass- anum kemur verður bara að koma í ljós,“ segir Pétur Eggerz sem leik- ur annan flutningamanninn. Gamanleikur í trúðsstíl Þó sýningin byggist aðallega á látbragði segir Pétur mennina tvo tala ákveðið tungumál sín á milli sem aðeins þeir skilja. „Þó er eng- inn texti í sýningunni sem áhorf- endur þurfa að skilja. Kannski má lýsa verkinu sem gamanleik í trúðs- stíl þar sem fjallað er um þann furðulega vanda sem fylgir því að vera manneskja og um óbærilegan léttleika tilverunnar. Það má segja að verkið sé svolítill ættingi ab- súrdleikhússins.“ Að sögn Péturs hefur það komið leikhópnum skemmtilega á óvart hversu sýningin höfðar til breiðs áhorfendahóps. „Við höfum verið að sýna fyrir bæði krakka og fullorðna á æfingum að undanförnu og það hefur komið okkur á óvart hvað verkið virðist höfða jafnt til allra aldurshópa sem við höfum prófað. Þannig höfum við verið með krakka í salnum allt frá leikskólaaldri og al- veg upp í efstu bekki grunnskóla. Fyrirfram héldum við að sýningin væri aðallega fyrir eldri krakkana, en hún virðist ekki síður höfða til þeirra yngstu, þannig að við getum sagt að þetta sé sýning fyrir alla fjölskylduna.“ Frjótt samstarf við danska leikstjóra Aðspurður um samstarfið við leikstjórann Torkild Lindebjerg segir Pétur að þeir Möguleik- húsmenn hafi fyrst kynnst honum þegar hann kom til Íslands árið 1995 með trúðssýningu sína Karlinn í tunnunni sem sýnd var á norrænni leikhúshátíð. „Þá fórum við fyrst að tala um að gaman væri að vinna saman, en Torkild hefur sérhæft sig í látbragðsleik eða leik án orða og trúðsleik. Sýningin núna er einmitt unnin með það í huga að vinna út frá þessum aðferðum sem hann hef- ur sérhæft sig í. Torkild kom hér fyrst á vinnufund í fyrravor og þá var kastað upp hugmyndum sem síðan hafa verið þróaðar áfram. Verkið er nánast algjörlega unnið út frá hans hugmyndum, en auðvit- að með hliðsjón af því hverjir tækju þátt af okkar hálfu.“ Þetta er í annað sinn sem Mögu- leikhúsið fær til liðs við sig danskan leikstjóra, en Peter Holst leikstýrði verðlaunasýningunni Völuspá eftir Þórarin Eldjárn sem frumsýnd var fyrir þremur árum. „Í báðum til- fellum höfum við fengið til liðs við okkur leikstjóra sem eru vanir að vinna í dönsku barnaleikhúsi, en það býr yfir mun meiri og ríkari sögu en barnaleikhúsið hérlendis. Auk þess hefur Torkild gríðarlega mikla reynslu af því að vinna með þessa leikhústegund, þ.e. ferðasýn- ingar fyrir börn og unglinga. Okkur finnst einmitt mjög mikilvægt að fá til liðs við okkur leikstjóra sem vinna eftir aðferðum sem eru nýjar fyrir okkur. Og ég get lofað því að sýningin núna verður gjörólík þeim sýningum sem fólk hefur hingað til séð hérna,“ segir Pétur kíminn. eftir Torkild Lindebjerg. Leikmynd, lýsing, búningar og leikstjórn: Torkild Linde- bjerg. Tónlist: Stefán Örn Arnarson. Módelsmíði: Justin Wallace. Leikarar: Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson. Tveir menn og kassi Hvað leynist í kassanum? Morgunblaðið/Ásdís Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson í hlutverkum flutningamannanna. Í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafs- sonar stendur nú yfir sýningin Meistarar formsins. Á sýningunni, sem kemur frá þýska Rík- islistasafninu í Berlín, má sjá verk eftir helstu módernista Evrópu ásamt lykilverkum eftir brautryðj- endur íslenskrar höggmyndalistar. Að sögn Birgittu Spur, umsjón- armanns safnsins, hefur aðsókn verið mjög mikil að sýningunni og hafa nemendur á öllum skólastig- um nýtt sér tilboð safnsins um leiðsögn og kennslugögn, sem finna má á netsíðum safnsins www.lso.is. Sýningunni lýkur á sunnudag. Þá verður leiðsögn um sýninguna kl. 14. Safnið er opið kl. 14–17. Morgunblaðið/Ásdís Vopnataska, listaverk Axel Lischke, vakti athygli ungu sveinanna sem heimsóttu Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á dögunum. Sýningunni Meistarar formsins að ljúka INGVELDUR Ýr er að hefja ný námskeið fyrir unglinga grunnskóla og framhaldsskóla- aldri, þ.e. 12–15 og 16–20 ára. Kennd er raddtækni sem hent- ar fyrir alla tegund tónlistar, bæði dægurlagasöng og klass- ískan söng. Kennt er allt sem snýr að raddbeitingu; öndun, staða, raddtækni, framkoma og tónheyrn. Lagaval er söng- leikja- og gospellög, lög úr Disney-myndum og öðrum kvikmyndum og sönglög lærð í röddum. Fengnir verða gesta- kennarar til að kenna spuna, leiklistaræfingar og framkomu. Söngnám- skeið fyrir unglinga MOZART fyrir sex er yfirskrift tón- leika Chalumeaux-tríósins og þriggja söngvara Íslensku óperunn- ar sem haldnir verða í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á laugardag kl. 16. Tónleikarnir áttu að vera um síðustu helgi en var frestað vegna veðurs. Söngvararnir þrír sem koma fram á tónleikunum eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Davíð Ólafsson bassi, en öll eru þau fastráðin við Íslensku óperuna. Chalumeaux-tríóið er skipað klar- ínettuleikurunum Kjartani Óskars- syni, Óskari Ingólfssyni og Sigurði I. Snorrasyni. Mozart fyrir sex í Laug- arborg Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Sýning Svanborgar Matt- híasdóttur er framlengd til 8. október. Sýning framlengd ♦ ♦ ♦ MYNDLISTARMENNIRNIR Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Erling T.V. Klingenberg opna sýninguna „Mökuleki“ kl. 17 á morgun, laug- ardag, í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. „Á sýningunni vinna þau saman sem andstætt kyn á og í yfirborð hefðbundinna miðla myndlistar út frá miðju síns kyns sem verkfæri aðdráttarafls. Aðdráttaraflið og möguleikar merkinga í verkunum tekst á við tálbeitu miðlanna og efn- isnotkunnar,“ segir í kynningu. Sýningin stendur til 10. október. Eitt verka Sirru og Erlings. Samsýning í Skaftfelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.