Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 37 Ástkær faðir minn, sonur okkar, bróðir og barnabarn, SIGURBJÖRN GUÐNI SIGURGEIRSSON, sem lést laugardaginn 20. september sl., verð- ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Sigurbjörns, er bent á bankareikning sem opnaður hefur verið til styrktar Grétari Rafni, syni hans, fyrir tilstuðlan bekkjarfélaga Sigurbjörns. Reikningur nr. 528-18510350, kennitala 090899-2529. Grétar Rafn Sigurbjörnsson, Margrét E. Benónýsdóttir, Sigurgeir Ingimundarson, Barbara Þ. Kjartansdóttir, Benóný H. Sigurgeirsson, Vigdís Kristjánsdóttir, Guðlaug Íris Sigurgeirsdóttir, Yrsa Þöll Sigurgeirsdóttir, Sigtryggur Kjartan Sigurgeirsson, Sigurbjörg Runólfsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, fóstursonar, tengdasonar, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS BALDURS VALDIMARSSONAR, Hjarðarholti 15, Selfossi. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunarfólki á deild 11E á Landspítalanum Hringbraut og Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi. Vilborg Magnúsdóttir, Árný Ólína Sigurjónsdóttir, Helga Jónína Gunnþórsdóttir, Magnús Baldursson, Brynja Marvinsdóttir, Helga Árný Baldursdóttir, Tryggvi Ágústsson, Valdimar Baldursson, Ingibjörg Helga Sveinbjörnsdóttir, Ómar Þór Baldursson, Halla Baldursdóttir, Jón Valur Baldursson, Sigrún Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Guðný Guðna-dóttir fæddist í Þorkelsgerði í Sel- vogi 11. janúar 1927. Hún andaðist á heimili sínu 18. september síðastlið- inn. Guðný ólst upp í Þorkelsgerði hjá foreldrum sínum, Guðna Gestssyni, f. 25.12. 1896, d. 10.7. 1979, og Jensínu Ingveldi Helgadótt- ur, f. 15.12. 1899, d. 2.6. 1981. Systkini Guðnýjar eru: Helgi Guðnason, látinn, Gestur Guðna- son, látinn, Jens Guðnason, lát- inn, Ingimar Guðnason, maki Herta Ágústsdóttir, og Guðlaug Guðnadóttir, maki Pétur Frið- riksson. Hinn 30. október 1948 giftist Guðný Óskari Þórarinssyni, f. 4.1. 1918, d. 3.1. 1981. Þau bjuggu á Bjarnastöðum í Sel- vogi og síðan í Þorlákshöfn. Guðný og Óskar eignuðust átta börn. Þau eru: Guðni Kjartan, maki Sigfríður Óskarsdóttir, eiga þau þrjár dætur; Ragnhild- ur, maki Pálmi Ragnarsson, eiga þau sex börn; Guðný Björg, sam- býlismaður Þórður Ólafsson, eiga þau þrjú börn; Hjördís, maki Ólafur Sæ- mundsson, eiga þau fjögur börn; Þórar- inn, sambýliskona Valgerður Guð- mundsdóttir, eiga þau eina dóttur; Jensína, maki Birg- ir Guðmundsson, þau eiga eina dótt- ur, fyrir á Jensína eina dóttur; Sigurður Ragnar, maki Jónína Sigurjónsdóttir, eiga þau tvo syni; og Guðmundur, maki Sveindís Alexandersdóttir, eiga þau fjögur börn. Langömmu- börnin eru tuttugu og fjögur. Guðný flutti að Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn í íbúðir aldraðra árið 1990 þar sem hún eignaðist til margra ára sinn góða vin Guðbjörn S. Jónsson. Útför Guðnýjar verður gerð frá Þorlákskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín, þegar ég frétti að þú værir búin að kveðja þennan heim vildi ég ekki trúa því. Þú varst alltaf svo ánægð og það geisl- aði af þér gleðin, ég veit að afi hef- ur tekið vel á móti þér. Í huga minn koma ótal minningar sem ég varðveiti og geymi. Þú varst mér og börnum mínum alltaf svo góð og yndisleg í alla staði. Elsku amma mín. Ég hugsa til uppeldisára minna þegar ég og mamma bjuggum hjá þér á Reykjabrautinni. Alltaf varstu tilbúin að spila við mig og þá að- allega lönguvitleysu en hún ætlaði aldrei að taka enda og þá var mikið hlegið. Eftir að ég og mamma fluttum í Norðurbyggðina kom ég samt allt- af að heimsækja þig og þú komst líka til okkar og við áttum áfram góðar og ljúfar stundir. Það varð engin breyting á þótt við mamma flyttum frá þér því við vorum alltaf saman á jólum og öðr- um ánægjulegum stundum. Árið 1989 fluttir þú á Egilsbraut 9. Það var alltaf svo glæsilegt hjá þér, ég hlakkaði alltaf mikið til að fara í Þorlákshöfn og heimsækja ömmu mína en nú verða breytingar þar á þar sem komið er skarð sem ekki er hægt að fylla í, það sem sit- ur eftir eru hlýlegar móttökur og bros þitt þegar ég kom. Eftir að ég flutti til Vestmanna- eyja komst þú með mömmu, Bigga og Bryndísi í 20 ára afmælið mitt og þið voruð hjá okkur yfir helgina. Þú talaðir oft um hvað þetta hafi verið ánægjuleg ferð. Þegar ég var ófrísk að Elvari höfðum við oft samband, þér fannst ég vera svo langt í burtu. Þú vildir fylgjast með mér og spurðir alltaf hvernig ég hefði það og hvort ég færi ekki alveg örugglega vel með mig. Þannig varstu alltaf með hlý- hug í fyrirrúmi. Eftir langa og erfiða fæðingu Elvars kom ljósmóðirin til mín og sagði að amma mín hefði hringt og óskað mér alls hins besta, hún hafði haft miklar áhyggjur og ekki sofið alla nóttina. Þegar við fluttum í Mosó komst þú oft til okkar og alltaf í afmæli barna minna. Þú bjóst til heitt súkkulaði sem var mjög vinsælt. Síðast þegar þú komst í afmæli Elvars kenndir þú mér að búa til heitt súkkulaði. Þú varst alltaf svo hress og kát og glæsileg til fara. Þegar við komum í Þorlákshöfn til mömmu fór ég oft og náði í þig og Bjössa. Aníta Karen dóttir mín söng oft fyrir þig og það þótti þér gaman og oft tókstu undir með henni. Núna á seinni árum þínum varstu farin að föndra mikið, ýmist að mála, klippa servíettur eða búa til skálar og kertastjaka úr leir. Þú talaðir oft um það hvað þú hefðir gaman af að föndra, enda eru mörg listaverkin sem prýða heimilið þitt og annarra sem voru þér kærir. Þetta þótti þér svo gaman að gera og þú hafðir mikla ánægju af að gleðja aðra. Við sátum oft saman heima hjá þér og spjölluðum og þá baðst þú mig að naglalakka þig svo þú yrðir ennþá fínni en þú varst. Þú talaðir um hvað þú værir stolt af hvað barnahópurinn þinn væri orðin stór eða 25 barnabörn og 24 langömmubörn og hlakkaðir þú mikið til að fá 25. langömmu- barn þitt sem ég geng með núna. Ég man þegar þú komst til mín í sumar og sagðir mér að þú værir að fara til útlanda í haust, þú hlakkaðir svo mikið til þar sem þetta væri fyrsta ferðin þín á er- lenda grund. Þú fórst út með fjórum börnum þínum og tengdabörnum, ferðin heppnaðist vel í alla staði og þú varst mjög ánægð með ferðina. Ég sakna þín svo mikið, amma mín, það er svo sárt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að heim- sækja þig oftar og sitja hjá þér og tala við þig eins og við vorum van- ar að gera, þú varst alltaf svo ánægð og glöð þegar ég kom til þín. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér, elsku amma mín, minningu þína geymi ég og varðveiti þar til við hittumst aftur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, takk fyrir allt, þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Kveðja. Þín Guðný Elva. GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guðnýju Guðnadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. og tvær litlar mýs.“ Þetta eru orð sem koma upp í hugann eins og svo margt annað þegar ég hugsa um afa minn. Minningarnar eru svo margar, en sumar þeirra á maður fyrir sig. Ég veit að ég á eftir að sitja oft og brosa í gegnum tárin þegar ég hugsa um dýrmætar stundir sem við áttum saman tveir. Skarð afa verður aldrei fyllt, en ég og við getum haldið minn- ingu hans á loft með því að gera allt það sem hann var svo stoltur af. Hlátur, gleði, gáfur og stolt eru orð sem segja margt um hann afa minn. Hann var, er og verður sterk fyr- irmynd í mínu lífi. Blessuð sé minning hans. Þórir Brjánn. Það nálgast víst fimmtíu ár sem liðin eru frá því að ég kynntist Þóri Sigurðssyni. Þau Herborg, móður- systir mín, höfðu þá tekið saman og á æskualdri vistaðist ég hjá þeim á ferðalagi í höfuðstaðnum. Þótt ald- ursmunur milli okkar væri nokkur taldi hann ekki neðan við virðingu sína að eiga nokkuð saman við ung- linginn að sælda. Síðar naut ég þeirrar gæfu að vera á heimili þeirra um nokkurt skeið og tókst þá með okkur hinn besti kunn- ingsskapur sem síðan varð að vin- áttu sem hélst meðan ævi hans ent- ist. Við drógumst saman að taflborðinu og tókum þar margar brýnur en Þórir hafði brennandi áhuga á skáklistinni og varð hinn liprasti skákmaður þó að hann muni lítið hafa teflt fyrr en á fullorðins- aldri. Ekki var síður tekist á í pólítík- inni því að Þórir hafði gaman af að æsa upp ungan rauðliða með því að halda fram staðhæfingum sem ég áttaði mig fljótlega á, að voru ekki í samræmi við raunverulega afstöðu hans og réttlætiskennd. En ekki síst varð okkur margt að tali um músík. Ég hélt fram nikkunni en hann pí- anóinu og er skemmst af að segja að Þórir festi í mér jassbakteríuna og mun hvorugur okkar hafa læknast af henni – sem betur fer. Jonni í Ham- borg, Fats Waller og fleiri af þeim skóla voru hans menn. Þórir var afar duglegur og af- kastamikill, listfengur og vandvirk- ur. Þar um bera m.a. vitni ýmis verk hans í gerð kennslubóka, enda var hann eftirsóttur til slíkra verka. Hann var fjörugur maður, hlátur- mildur og skemmtilegur, lék jafnan á als oddi, kunni fjölda sagna og reytti látlaust af sér brandara sem voru aldrei grófir eða meiðandi. En bak við kátínu og gáska bjó einkar viðkvæm og auðsærð sál, hann var dulur og ræddi ekki um tilfinningar sínar. Mig grunaði að erfið reynsla úr bernsku eða annað mótlæti væri honum viss byrði en um slíkt talaði hann aldrei. Fyrir kom, framan af ævi, að mótstreymi í daglegu lífi varð honum erfitt af slíkum sökum. Þegar svo bar við reyndist Herborg, sú yndislega kona, honum vel. Hún var mesta gæfan í lífi hans. Þau bjuggu sér fagurt heimili og nutu saman hins mesta barnaláns. Miss- irinn þegar hún dó fyrir aldur fram var mikill og sár. Við leiðarlok þakka ég langa og lærdómsríka samferð. Ég og fjöl- skylda mín vottum afkomendum og vandafólki Þóris innilegustu samúð. Angantýr Einarsson. Menn telja stundum skammt á leikinn liðið er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fögur stjörnuaugu skína er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. (Davíð Stef. frá Fagraskógi.) Þórir Laxdal Sigurðsson átti bernskuár sín í Fjörunni á Akureyri. Umhverfið er hlýlegt og fagurt, Poll- urinn, oft spegilsléttur, fram undan, Vaðlaheiðin vinaleg og gróin handan hans, grænar og búsældarlegar sveitir í austri og suðri, háar brekk- ur að baki. Á þessum slóðum á jarð- rækt og garðrækt sér lengri sögu en annars staðar hérlendis. Friðsæld og farsæld einkennir þennan stað. Ég hygg að Þórir Sigurðsson hafi búið að því alla ævi að vera vaxinn upp í slíku umhverfi. Mig grunar að fegurð þess og hlýja hafi búið innra með honum hvar sem leiðir lágu. Ævistarf hans varð að leitast við að efla fegurðarskyn íslenskrar æsku, kenna ungu fólki að njóta fegurðar í formum og lit, skynja umhverfi sitt ferskum augum, skapa sjálft og móta myndverk þó að mismiklir hæfileikar til slíkra hluta séu fólki gefnir. Hann gerðist myndmennta- kennari ungur, var þar jafnan í for- ystusveit og um langan aldur náms- stjóri í mynd- og handmennt. Þórir kom víðar við. Hann var fé- lagsmálamaður góður, starfsfús og vinnuglaður. Kunnust eru mér störf hans fyrir Félag kennara á eftirlaun- um. Þar var hann í forystu um lang- an aldur, framsýnn og hvetjandi til góðra verka. Hann tók drjúgan þátt í norrænu samstarfi eftirlaunakenn- ara og eignaðist marga góða vini á þeim vettvangi, fólk sem kunni að meta mannkosti hans, dugnað og fórnfýsi. Þórir Sigurðsson var listfengur á marga grein. Hann var teiknari góð- ur og listaskrifari enda oft fenginn til slíkra starfa því að varla efaðist nokkur sem til þekkti um smekkvísi hans og listrænt handbragð. Þórir var einnig sagnamaður góður. Frá- sagnarlistin var runnin honum í merg og bein. Ógleymanlegt er að hafa átt með honum langar stundir þar sem hann jós úr sagnabrunni sínum og ekki spillti skýr norðlensk- ur framburðurinn. Jafnvel smá at- vik, sem flestum hefði ef til vill ekki þótt ástæða til að leggja á minnið, lifnuðu í frásögn hans og urðu að undrum og stórmerkjum. Ljóð fór hann með á þenn veg að margur hefði mátt af læra. En það sem mestu skipti var þó hversu góður félagi og vinur hann var, traustur, heill og hollráður. Seint gleymum við hjónin för um Þelamörk í Noregi með honum og norskum vinum hans. Þar var hon- um tekið sem höfðingja og nutu vinir hans gestrisni Norðmanna með hon- um. Helgi Sæmundsson segir í ljóði: Ég veit þig uppí fjallinu, þú veðurbitna haust, ég horfi á þig nálgast mig og heyri þína raust. Haustið nálgast okkur öll. En stundum finnst okkur því liggja of mikið á. Stundum kemur það þegar við væntum þess að eiga enn eftir nokkra góða daga af sumrinu. Þórir Sigurðsson er horfinn á braut. Lífið hefur dregið tjaldið fyrir sviðið og skilið milli skars og kveiks. En við trúum því að hann hafi horfið „til hærra flugs, til fegra leiks“. Við Björg minnumst vinar okkar, Þóris Laxdals Sigurðssonar, með virðingu og þökk fyrir allar góðar og gjöfular stundir. Okkur þykir miður að vera stödd á fjarlægum slóðum þegar hann verður til moldar borinn. Ástvinum hans vottum við djúpa samúð og biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Ólafur Haukur Árnason. Hann Þórir afi okkar er dáinn og fyrir okkur systkinin er þetta mikil sorgarstund. Maðurinn sem við öll virtum og elskuðum var tekinn frá okkur. Við sem héldum að allt væri komið í lag hjá afa og hann væri á batavegi. En svona er lífið. Megi guð geyma þig og varðveita þig að eilífu, elsku afi. Minningin um þig er geymd inni í okkar huga sem enn lif- um. Og við lifum eftir þinni forskrift. Við þökkum fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skal. (V. Briem.) Borgþór Hjörvarsson og Svanhildur Fanney Hjörvarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Þóri Laxdal Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.