Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 53 POPPFRÓÐIR menn eru ekki á eitt sáttir um gæði tón- listar níunda áratugarins. Sumir segja hana fátkennt drasl, en aðrir barn síns tíma og um leið afar tilrauna- kennda og skemmtilega danstónlist. En enginn getur réttilega dregið í efa að á níunda áratugnum voru samin mörg sígild danslög. Meðal söluhæstu platna á Íslandi er safnplatan Sítt að aftan sem Skífan gaf nýverið út. Þar er að finna vinsælustu lög áratugarins en áður hafa komið út hljómplöturnar Pottþétt 80’s 1 og 2. Ívar Guðmundsson, sem sér um morgunþáttinn á Bylgjunni, heldur mikið upp á tónlist frá þessum tíma, enda er hún leikin í hádeginu á Bylgjunni auk þess sem hún er drjúgur hluti af almennu tónlistarvali stöðvarinnar. „Þetta er viss fortíðarþrá, minningarnar detta inn við hvert einasta lag. Unglingarnir eru að fíla þetta líka og það er það skemmtilega við það.“ Tónlisti níunda áratugarins er að mati Ívars á vissan hátt afleiðing diskóbylgjunnar, fyrst og fremst taktföst og melódísk dans- og popptónlist. „Þú þarft ekki að vera mikill spekúlant í tónlist til að hafa gaman af henni. Það er líka mikil uppreisn í mörgum lögum. Það voru margir forsprakkar í þessum hópi og mikill stæll í gangi.“, Hann kvaðst telja að besta tónlistin væri frá árunum 1978 til 1988, en upp úr 1988 hefði tónlistin farið að þynn- ast mikið út. Þessi tónlist hefði eitthvað sem er varanlegt við sig og af- stöðu, sem væri mjög flott. Reyndar hefði mikið af þessari tónlist elst illa, en þau lög væru sem betur fer gleymd. Ívar Guðmundsson Sígilt barn síns tímaHELGIN, sem nú gengur í garð,verður sannkölluð nýrómantík- urhelgi, enda hafa þrjár fræknar hljómsveitir frá níunda áratugnum ákveðið að koma saman og leika fyr- ir glaum og gleði. Sveitirnar Súellen og Dúkkulísurnar og stuðboltinn Herbert Guðmundsson ætla að leiða saman hesta sína á Players í Kópa- vogi á föstudagskvöld og í Sjallanum á Akureyri á laugardagskvöld. Það verður því fornfögur stemn- ing á dansgólfum beggja vegna Holtavörðuheiðar þessa helgi. Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, gít- arleikari Dúkkulísanna, segir sam- starfið koma til í kjölfar þess að sveitirnar tvær spiluðu saman á Austfirðingaballi á Players í vetur. „Það gekk svo vel og það voru því- líkar undirtektir að við fórum virki- lega að íhuga í alvöru að gera eitt- hvað meira. Við höfðum sosum hugsað um það áður að gera eitt- hvað, en þetta var það sem réð úr- slitum. Maður hlakkar líka rosalega mikið til að hittast aftur og djamma saman á hljóðfærin og kjafta og eyða tíma saman. Það er nú kannski þessi tilfinning þegar fólk kemur og syng- ur með og gleðst sem kveikir í manni, að maður hefur verið að gera eitthvað sem lifir eftir í fólki og fólk kann textana og man eftir þessu. Við erum náttúrulega heilmikið að umgangast hver aðra, við erum svo góðar vinkonur. En þetta er bara líka svo gaman, það eru auðvitað engir peningar í þessu, svo það er ekki þess vegna. Fyrri platan sem við gáfum út var eitthvað svo hress, hún var mjög hrá og hröð og keyrsla sem aldrei hafði heyrst fyrr með svona kvennabandi. Þótt Grýlurnar hefðu verið á undan voru þær svolít- ið öðruvísi. Þegar við gáfum þetta út vorum við bara krakkar á aldrinum sautján til nítján ára, en aldurinn skiptir engu máli í þessu, það er eitt- hvað allt annað element í gangi þeg- ar menn eru að pæla í tónlist.“ Herbert Guðmundsson segist afar ánægður með að vera samferða sveitunum tveim á sviði. „Guð- mundur í Súellen hringdi í mig og spurði hvort ég vildi vera með í „kombakkinu“. Þeim fannst passa vel að hafa mig með, enda væri ég „80’s-kóngur“ eins og hann orðaði það. Það er ótrúlegt með þennan ní- unda áratug hvað hann ætlar að lifa lengi og vel. Fyrst átti þetta að vera grín, en nú er þetta orðið gaman. Þessi dulúð, andi og sjarmi sem ný- rómantíkin hafði er eitthvað sem virðist virka og unga fólkið sækir í. Ég er alveg hissa, búinn að vera að syngja frá ’96, meira og minna hvern einasta vetur. Það hlýtur að hafa verið eitthvert vit í þessu, þetta hlýtur að hafa virk- að. Maður er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu tímabili, þrátt fyrir að Dr. Gunni hafi gleymt níunda ára- tugnum í músíkbiblíunni sinni Eru ekki allir í stuði?“ Súellen, Dúkkulís- urnar og Herbert undir einum fána Hljómsveitin Dúkkulísur leika og syngja í gamla daga. Tónlistin níunda ára- tugarins enn vinsæl ÁLFABAKKI kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. KEFLAVÍK Kl. 6 og 8. AKUREYRI Kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 10. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado.  DV Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBLKVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM Skonrokk FM 90.9 ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN kl. 10. B.i. 16. AKUREYRI kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Kl. 3.45 og 6.10.. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl tal KRINGLAN Kl. 6 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Ísl tal EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM  KVIKMYNDIR.IS F R U M S Ý N I N G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.