Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 29 I Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks er að finna ráðagerðir um að setja í stjórn- arskrá ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign ís- lensku þjóðarinnar. Hliðstæð hugmynd er sett fram í skýrslu auðlinda- nefndar frá árinu 2000, en hún miðast við náttúruauðlindir al- mennt sem ekki eru háðar eign- arráðum annarra, en er ekki bundin við auðlindir sjávar. Í þessari grein er leitað svara við þeirri spurningu hvaða lög- fræðilega þýðingu það hefði að binda slíkt ákvæði í stjórnarskrá. II Ákvæði af því tagi sem rík- isstjórnin hyggst beita sér fyrir að sett verði í stjórnarskrá er þegar til í íslenskum lögum, þótt ekki hafi það stjórnarskrárgildi. Það er að finna 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. Þar segir: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum. Ákvæði þetta felur í meg- inatriðum í sér þrennt. Fyrst eru markmið laganna skilgreind, þ.e. verndun og hagkvæm nýting fiski- stofna. Þá er undirstrikað, að auð- lindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þriðja efnisatriðið leiðir síðan að nokkru af hinu síð- ara, þar sem tekið er fram að út- hlutun veiðiheimilda myndi ekki varanleg eða óafturkallanleg eign- arréttindi. Framsetning 1. gr. laga um stjórn fiskveiða er ekki að öllu leyti rökrétt, þar sem mark- miðsyfirlýsingu er stungið niður á milli tveggja setninga, sem tengj- ast náið efnislega. Þetta kemur þó ekki niður á merkingu ákvæðisins og verður ekki rætt frekar hér. Ennfremur er þess að geta að hliðstæð ákvæði er að finna í öðr- um lögum, þótt ekki lúti þau að auðlindum sjávar sérstaklega, sbr. 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóð- lendur, 3. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu og lög nr. 73/1990 um eign- arrétt íslenska ríkisins að auðlind- um hafsbotnsins, sbr. einkum 1. gr. Í tilvitnuðum ákvæðum er þó kveðið á um eignarrétt íslenska ríkisins, en ekki sameign íslensku þjóðarinnar. III Talsvert hefur verið fjallað um tilvitnað ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða og lagalega þýð- ingu þess. Skoðanir fræðimanna um það efni eru skiptar. Hefur Sigurður Líndal fyrrverandi pró- fessor m.a. haldið því fram að ákvæðið hafi mjög takmarkaða lagalega þýðingu. Á hann þar fyrst og fremst við eignarrétt- arlega merkingu þess, þar sem erfitt eða ómögulegt sé að tengja það eignarréttarhugtak, sem greinin er byggð á, við þær heim- ildir sem samkvæmt hefðbundum viðhorfum eru taldar felast eign- arrétti. Þrátt fyrir ákvæðið hafi „íslenska þjóðin“ sem slík engar þær heimildir sem að fiskistofn- unum lúta sem tengjast eign lög- um samkvæmt. Ákvæðið hafi þar með ekki beina þýðingu í skilningi eignarréttar. Sigurður Líndal hef- ur talsvert til síns máls, en ekki er tóm til að rekja hér ítarlega skoð- anir hans og rök, né heldur aðrar fræðiskoðanir sem fram hafa kom- ið um þetta efni. Af þessari ástæðu má halda því fram að óheppilegt hafi verið að nota orðið „sameign“ í lögum um stjórn fisk- veiða þar sem það orð hefur ákveðna merkingu í eignarrétti, sem ekki fellur að notkun orðsins í umræddu ákvæði. Þá má skjóta því inn hér að skýrara hefði verið frá eignarréttarlegu sjónarmiði að lýsa auðlindir sjávar eign íslenska ríkisins, enda getur ríkið verið að- ili eignarréttinda þótt „íslenska þjóðin“ geti það ekki. Um lög- fræðilega þýðingu þess, ef sú leið hefði verið valin, verður ekki frek- ar rætt hér. Þótt bein eignarréttarleg þýðing 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sé þannig frekar takmörkuð hefur hún engu að síður ákveðnar „laga- legar“ afleiðingar sem telja verður þýðingarmiklar, eins og fræði- menn hafa bent á. Þær eru þess- ar: (1) Í fyrsta lagi hefur ákvæðið líklega þau áhrif, að réttindi (t.d. aflaheimildir) sem af lögunum leiða í heild njóta ekki fullrar stjórnskipulegrar verndar. Hér er um nokkra einföldun að ræða á flóknu lagalegu álitamáli, en þýð- ingarmest er að ákvæðið leiðir til þess að löggjafinn hefur heimild til að breyta reglum um úthlutun aflaheimilda (svipta einstaka aðila heimildum eða takmarka þær) án þess að það leiði til bótaskyldu ríkisins gagnvart þeim sem rétt- indanna njóta nú. Þessar heimildir löggjafans eru þó ekki ótakmark- aðar, þar sem taka þarf að ákveðnu marki tillit til hefðbund- inna réttinda þeirra sem fisk- veiðar hafa stundað og gæta al- mennra jafnræðissjónarmiða, auk þess sem lagaheimildir verða að vera skýrar. Á hinn bóginn má segja, á meðan ákvæðið er í al- mennum lögum, að tíminn vinni með þeim sem nú njóta réttind- anna og réttindin festist betur í sessi í stjórnskipulegri merkingu eftir því sem lengri tími líður. Um þetta er þó afar erfitt að fullyrða með vissu þegar til lengri tíma er litið. (2) Í öðru lagi hefur ákvæðið þýðingu varðandi skýringu ein- stakra ákvæða laganna um stjórn fiskveiða. (3) Í þriðja lagi er með ákvæðinu undirstrikaður sá skiln- ingur löggjafans að hann áskilji sér rétt til að breyta reglum sem varða nýtingu auðlinda hafsins og úthlutun réttinda á grundvelli þeirra, en þetta atriði tengist náið því sem nefnt var í lið 1 hér að of- an. Má segja að sá skilningur á þýðingu 1. gr. laga nr. 38/1990, sem hér er haldið fram, hafi verið staðfestur í dómum Hæstaréttar Íslands í máli Valdimars Jóhanns- sonar gegn íslenska ríkinu (H.1998,4076) og einnig í dómi réttarins í Vatneyrar-málinu (Dómur Hæstaréttar frá 6. apríl 2000). (4) Í fjórða lagi kann ákvæðið að hafa vissa þýðingu sem yfirlýsing gagnvart öðrum ríkjum um yfirráð Íslendinga sjálfra yfir auðlindum sjávar innan íslenskrar efnahagslögsögu. Þann- ig verður að telja að lagalegar af- leiðingar 1. gr. laga um stjórn fiskveiða séu mikilvægar, þótt hvorki séu þær eignarréttarlegar í þröngum skilningi þess orðs né að öllu leyti skýrar. Þetta er þó sagt með þeim fyrirvara að sumpart leiðir þessa réttarstöðu af almenn- um grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar, svo sem um vald- heimildir löggjafans, og væri þannig áþekk þótt ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða væri ekki fyrir að fara. Auk hinna lagalegu afleiðinga sem nefndar voru felur ákvæðið í sér almenna stefnu- og mark- miðsyfirlýsingu um að nýta beri auðlindina til hagsbóta fyrir land og þjóð. Slík yfirlýsing er ef til vill til þess fallin að auka sátt um fisk- veiðistjórnunarkerfið, eins og stjórnmálamenn kalla það. Ef það er rétt mat, hefur ákvæðið vafa- laust mikla pólitíska þýðingu. Þetta skiptir máli þegar fjallað er um þýðingu þess að setja ákvæði af þessu tagi í stjórnarskrá. IV Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er ekki skýrt frekar hvernig ætl- unin er að útfæra hið ráðgerða stjórnarskrárákvæði. Sýnist rétt að reikna með að efnisatriði þess verði í aðalatriðum þrenns konar: (1) Tekið verði fram að auðlindir hafsins innan efnahagslögsög- unnar (og landgrunnsins) séu sam- eign íslensku þjóðarinnar, og (2) til að stuðla að verndun þeirra og hagkvæmri nýtingu geti löggjafinn sett reglur um nýtingu þeirra, ákvörðun heildarafla og úthlutun aflaheimilda og ennfremur (3) að úthlutun aflaheimilda samkvæmt þeim myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim. Efnislega verði ákvæðið því sambærilegt við það sem þegar er að finna í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, að öðru leyti en því að festar verði í stjórn- arskrá með beinum hætti heim- ildir löggjafans til að setja reglur um nýtingu auðlindarinnar. Þetta síðastnefnda leiðir þó raunar af al- mennum valdheimildum löggjafans og er því strangt til tekið ekki nauðsynlegt. V Eðlilegt er að spurt sé hver sé bein lögfræðileg þýðing þess að setja ákvæði af þessu tagi í stjórn- arskrá. Nánar lýtur spurningin að því hver yrði sérstakur ávinningur af því frá lögfræðilegu sjónarmiði að hafa það í stjórnarskrá fremur en í almennum lögum eins og nú er. Eftirtalin atriði má nefna. Ljóst er að ákvæði í stjórn- arskrá hefði ekki, eða a.m.k. mjög takmarkaða, beina eignarrétt- arlega þýðingu í þrengri merk- ingu. Er að því leyti ekki munur á því að hafa ákvæðið í stjórnarskrá fremur en almennum lögum. Þá hefði ákvæðið, að því gefnu að það innihéldi þau efnisatriði sem nefnd eru í kaflanum á undan, ekki í för mér sér beinar efnislegar breyt- ingar á þeirri réttarstöðu sem nú þegar leiðir af 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, framangreindum dómum Hæstaréttar og almennum grunnreglum um valdheimildir löggjafans. Ákvæðið hefði þar með í meginatriðum sömu eða sam- bærilegar „lagalegar“ afleiðingar og 1. gr. laga um stjórn fiskveiða og grunnreglur um valdheimildir löggjafans hafa nú þegar. Þannig kæmi sérstakt ákvæði í stjórn- arskrá í veg fyrir að úthlutun rétt- inda á grundvelli laga um stjórn fiskveiða mynduðu varanleg rétt- indi sem vernduð yrðu af stjórn- arskrá. Þá hefði það þýðingu um skýringu laga og ennfremur yrðu festar í sessi heimildir löggjafans til að breyta reglum um stjórn fiskveiða, ákvörðun hámarksafla, útgáfu veiðileyfa, úthlutun afla- heimilda, sölu þeirra á uppboðs- mörkuðum, álagningu gjalda o.s.frv. Þótt bein efnisleg lagaleg áhrif af ákvæði í stjórnarskrá yrðu þannig takmörkuð hefur það viss- ar lagalegar afleiðingar að setja ákvæðið í stjórnarskrá til viðbótar því sem nefnt var. Er hér fyrst og fremst átt við breytta stöðu lög- gjafans, en einnig að nokkru leyti veikari lagalega stöðu þeirra sem njóta réttinda samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eins og þau eru nú, auk þess sem slíkt stjórn- arskrárákvæði kynni að hafa vissa þýðingu í samskiptum við aðrar þjóðir. Í fyrsta lagi yrðu hendur löggjafans bundnar um tiltekin grundvallaratriði stjórnkerfis fisk- veiða. Þannig fengi ákvæðið um sameign þjóðarinnar og sú regla, að úthlutun réttinda á grundvelli laganna mynduðu ekki óafturkall- anlegan eignarrétt, stjórn- skipulegt gildi og yrði ekki breytt eftir það nema með stjórn- arskrárbreytingu, en eins og stað- an er nú hefur löggjafinn það í hendi sér að breyta þessum reglum. Önnur afleiðing þessa er líklega sú að tilkall þeirra, sem eiga aflaheimildir á grundvelli gildandi reglna, til varanlegra eignarrráða yfir þeim á grundvelli langrar og óslitinnar nýtingar, verður veikara ef eitthvað er. Á sama hátt myndi ákvæði í stjórn- arskrá binda hendur fram- kvæmdar- og löggjafarvalds í samningunum við önnur ríki og takmarka svigrúm þeirra til að framselja réttindi sem lúta að yf- irráðum yfir auðlindum sjávar. Í öðru lagi má segja að festar séu í sessi heimildir löggjafans til að setja reglur um stjórn fiskveiða að öðru leyti og breyta þeim, m.a. til að takmarka réttindi eða aft- urkalla réttindi sem úthlutað hef- ur verið á grundvelli gildandi laga. Frá sjónarhóli þeirra sem nú njóta réttindanna eru áhrifin af þessu síðarnefnda að nokkur leyti jákvæð að því leyti að minni hætta er á að dómstólar víki reglum til hliðar vegna þess að þær fari gegn stjórnarskrá þar sem heim- ildir löggjafans yrðu byggðar á skráðum stjórnskipunarreglum, þótt álitamálum þar að lútandi yrði samt sem áður ekki eytt að fullu þar eftir sem áður verður að gera þá kröfu að reglurnar, eins og þær eru á hverjum tíma, sam- rýmist stjórnskipulegum meg- inreglum. Á hinn bóginn eru heild- aráhrifin af báðum þessum atriðum, hvort sem menn vilja leggja áherslu á lagaleg, efnahags- leg eða pólitísk áhrif, líklega aftur þau, að viðhalda óvissu þeirra sem nú njóta réttinda samkvæmt lög- um, um stjórn fiskveiða um rétt- arstöðu sína í framtíðinni. Gildir það jafnt um stöðu þeirra sem fengið hafa aflaheimildum úthlutað og þá sem hafa keypt þær. Í þriðja lagi er þess að geta að ákvæði í stjórnarskrá hefði þýð- ingu sem yfirlýsing gagnvart öðr- um ríkjum um fullveldisrétt ís- lenska ríkisins til að ráða yfir auðlindum sjávar innan efnahags- lögsögunnar. Vitskuld er mögulegt að ákvæði í stjórnskrá hefði í för með sér að náð verði betri sátt um fisk- veiðistjórnunarkerfið og ef til vill er það meginástæða þess að rík- isstjórnin setur þetta mál á stefnuskrá sína. Þetta er pólitískt mat og hefur ekki sérstaka þýð- ingu þegar reynt er að að meta beinar lagalegar afleiðingar þess að festa ákvæðið í stjórnarskrá. VI Ef þess er freistað að draga saman í stuttu máli svarið við spurningu þeirri sem sett er fram í upphafskafla greinar þessarar er ljóst að bein lagaleg áhrif þess að setja í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign ís- lensku þjóðarinnar eru fremur óljós og takmörkuð, að öðru leyti en því að með því þrengist vald- svið löggjafans (og eftir atvikum framkvæmdarvaldsins) um viss at- riði stjórnkerfisins og á það bæði við innlenda reglusetningu og til að stofna til þjóðréttarskuldbind- inga. Þótt jafnframt yrði sett ákvæði um heimildir fyrir löggjaf- ann til að setja reglur um nýtingu auðlindarinnar, úthlutun aflaheim- ilda o.s.frv. verður ekki séð að þær heimildir yrðu nauðsynlega rýmri en þær sem þegar leiða af almennum valdheimildum löggjaf- ans, án sérstaks ákvæðis í stjórn- arskrá, þótt þær heimildir teldust hugsanlega hvíla á traustari grunni ef rituðu stjórnarskrár- ákvæði væri til að dreifa. Frá sjónarhóli þeirra sem njóta rétt- indanna samkvæmt núverandi kerfi leiðir breyting á stjórn- arskránni ekki til þess að óvissu um réttarstöðu þeirra í framtíð- inni verði eytt. Þvert á móti er hún til þess fallin að viðhalda henni og auka á hana ef eitthvað er. Vera má að ákvæði af þessu tagi í stjórnarskrá geti þó haft mikla pólitíska þýðingu og í því felist lykill að víðtækari sátt í þjóðfélaginu í heild um fisk- veiðistjórnunarkerfið, þar sem til- kall rétthafa samkvæmt núverandi kerfi til varanlegra eignarráða yfir aflaheimildum verður, þegar á allt er litið, líklega veikara en áður. Það er að öðru leyti hlutverk stjórnmálamanna að meta þýðingu fyrirhugaðs stjórnarskrárákvæðis að þessu leyti. Stjórnarskráin og auðlindir sjávar Eftir Davíð Þór Björgvinsson Höfundur er prófessor og forstöðumaður Rannsóknar- stofnunar í auðlindarétti við Háskólann í Reykjavík. Samfylkingarinnar, segir að ákveðin tengsl séu á milli sviptinga í fjármálalífinu og stjórnmálanna og endurskoða þurfi þátt bankanna í viðskiptalífinu. Ögmundur Jón- asson, formaður þingflokks Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, segir að stórfelld einkavæðing sé áhrifavaldur á efnahags- kerfið, sem sé mjög vafasamt. na að vera tækjum rningu til ein- r hann ormann ndar Al- takan skilyrði Lands- yllt. salan á eppnast gamerki um. „Ef in póli- arinnar vil ég t mjög vel stærsti a 8%. Svo Lands- ðingu fyr- þá segja r að þar nmark- lu á mar að grund- eima set- ur sam- ar yrði þá kar hafa kavædda a segi í orku- kki á dag- r, for- king- ingu um eðin séu á iptinga í alífinu rnmál- n erfitt pá um að sé til ða ekki. em vekur i mesta í þessum kanna og gt að ort það með um áhrif í mér að t.d. á öðr- ður skoð- ptalífinu f tví- þátt u og í því g fróðlegt ur ríki ld að það narvert n hindr- rðað það ma með ptalífið ð bank- að vera i beinir kunum. verðugir stofnanir i og ein- ð beinum ngum á a verið að gera. Það hljóta einhvers staðar að rekast á hagsmunir í þessum tveimur hlutverkum þeirra.“ Bryndís segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að ganga þurfi í það verk að setja siðareglur í ís- lensku viðskiptalífi. „Stjórn- málamenn þurfa að beita sér meira í því að þær verði settar og komið á einhverjum siðferð- isstöðlum almennt í viðskiptalíf- inu, ef við getum orðað það þann- ig. Það hefur verið að gerast bæði austanhafs og vestan en hefur verið seinna að koma til hér á landi.“ tir éu ón- anir ÖGMUNDUR Jónasson, formað- ur þingflokks Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs, segir nauðsynlegt að skoða svipt- ingar í við- skiptalífinu í sögulegu sam- hengi. „Þegar fjárfest- ingasjóðir at- vinnulífsins voru sameinaðir í FBA, sem síð- an var steypt inn í Íslandsbanka, var sett af stað fjármálahringekja þar sem milljarðar skipta um hendur á skömmum tíma. Það stóðu margir í þeirri trú að þetta myndi örva atvinnulífið og búa í haginn fyrir dreifðari eignaraðild. Þetta kom róti á atvinnulífið en það er fátt sem bendir til þess að sjálfar und- irstöðurnar hafi styrkst og verð- mætasköpun hafi aukist. Þvert á móti hefur þetta skapað óvissu og eignaraðildin er á færri höndum en menn höfðu vonast til.“ Að sögn Ögmundar er stórfelld einkavæðing áhrifavaldur á efna- hagskerfið og ríkisbankarnir, sem áður voru kjölfesta í fjármála- og efnahagslífi þjóðarinnar, séu nú í höndum stórra aðila í atvinnulíf- inu. „Þetta er mjög vafasamt, svo vægt sé til orða tekið. Það er óeðlilegt að almennir viðskipta- bankar gerist jafnframt fyrirferð- armiklir fjárfestingar- og rekstr- araðilar í atvinnulífinu.“ Ögmundar segir margt í þróun viðskiptalífsins hér á landi gefa tilefni til að staldra við. „Það rifj- ast t.d. upp að í skilmálum fyrir sölu bankanna segir að því meira sem bankarnir myndu afskrifa af lánum, þeim mun lægra yrði sölu- verðið. Nú hafa komið fram ásak- anir um að eigendur gömlu rík- isbankanna afskrifi lán í gríð og erg hjá fyrirtækjum sem eru und- ir þeirra handarjaðri. Þá blæða að sjálfsögðu önnur fyrirtæki að ógleymdum skattborgaranum, sem fær minna í sinn hlut fyrir söluna á ríkisbönkunum. Þetta er í raun orðin ein alls- herjar svikamylla sem ég held að menn vilji huga alvarlega að því að stöðva. Þá þarf að gera tvennt; annars vegar að endurskoða nú- gildandi löggjöf og framkvæmd hennar og hins vegar þarf að hyggja að því með hvaða hætti sé hægt að reisa lagalegar skorður við samkrulli af þessu tagi, sem er að birtast okkur núna mjög sýnilega að er óheppilegt,“ segir Ögmundur. Ögmundur Jónasson Í raun ein allsherjar svikamylla Ögmundur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.