Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 21 og gerst hefur í sumum ná- grannabyggðarlögunum og húsin hér seljast sem íbúðar- húsnæði en ekki sem sum- arhús á smánarlegu und- irverði. Fréttaritari heimsótti fjöl- skyldu sem hefur í nokkur ár búið í leiguhúsnæði í eigu Þórshafnarhrepps en keypti í sumar stórt einbýlishús með bílskúr af hjónum sem vildu minnka við sig þegar börn þeirra voru flogin úr hreiðrinu. Líkt og fleiri ung hjón tóku Heiðrún Óladóttir, kennari og Agnar Jónsson, sjómaður, þessa ákvörðun eftir nokkra íhugun því þau eru ekki á leið í burtu á næstu árum. Tvíburarnir Óli og Þórhallur eru fjögurra ára kraftmiklir strákar sem eru hæstánægðir með stóra húsið sitt. Ómetanlegt að hafa afa og ömmu í nágrenninu „Við sjáum þetta sem okk- ar framtíðarhúsnæði, hér er gott að ala upp börn og ómetanlegt fyrir þau að hafa afa og ömmur og aðra ætt- Þórshöfn | Fyrir nokkrum árum þótti það tíðindum sæta ef eigendaskipti urðu á húsum hér í bæ en á því er stór breyting því mikil hreyfing hefur verið á fast- eignamarkaðinum hér á líð- andi ári. Um tíu einbýlishús hafa skipt um eigendur á Þórshöfn á stuttum tíma; í flestum tilvikum er það yngra fólk sem áður hefur verið í leiguhúsnæði að kaupa og hefur tekið ákvörð- un um lengri tíma búsetu á staðnum. Jákvæð þróun í byggðarlaginu Það er jákvæð þróun í byggðarlaginu að yngra fólk er tilbúið að setjast hér að og kaupa sér húsnæði en það sýnir að ungt fólk trúir framtíð Þórshafnar. Margar leiguíbúðir hér eru í eigu Þórshafnarhrepps en starfs- maður sveitarfélagsins upp- lýsti að þær séu allar í leigu og ekkert laust húsnæði núna í eigu hreppsins. Fasteignaverð hefur hald- ist þokkalegt hér en ekki farið langt niður á við, eins ingja í nágrenninu. Það er ekki rétt að taka það frá börnunum og hér er líka góður leikskóli sem nýlega var stækkaður, einnig fín íþróttaaðstaða og sundlaug,“ sagði Heiðrún en heimilsfað- irinn Agnar var á sjó. Heiðrún hefur kennt við grunnskólann síðan hún út- skrifaðist úr kennaraháskól- anum og er jafnframt stað- gengill skólastjóra. Viðhorf yngra fólks virðist vera að breytast varðandi búsetuval miðað við það sem er að ger- ast hér á Þórshöfn. Bættar samgöngur hafa mikið að segja en töluverðar vegabæt- ur hafa átt sér stað á norð- austurhorninu og mjakast í rétta átt þó enn sé töluvert eftir og flug er til Þórs- hafnar alla virka daga. „Við metum líka mikils ná- in tengsl við náttúruna og hér eru frábær útivistar- og göngusvæði, líka stutt að fara á fjöll í jeppaferðir, svo maður tali nú ekki um Langanesið,“ sagði Heiðrún ennfremur og er sátt við að setjast að í sinni heima- byggð. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Unga fólkið trúir á framtíð Þórshafnar LANDIÐ Indverskt | Á laugardag opnar Þóra Guð- mundsdóttir arkitekt nýja verslun á Seyð- isfirði. Ber hún heitið Lakshmi og er við Norðurgötu 5. Þóra ætlar að selja indversk húsgögn úr eðalviði, gegnheil og geirnegld og einnig smávarning ýmsan frá Indlandi. Hægt er að hafa samband við Þóru ef fólk óskar eftir að kaupa sérstaka hluti frá Ind- landi því hún er á förum þangað á næstu dögum. Eskfirði | Eskja hf. hefur stofnað nýja og end- urbætta menntasmiðju innan fyrirtækisins og hófst fyrsta námskeið á hennar vegum í síðustu viku. Menntasmiðjan verður starftækt í sam- vinnu við þekkingarfyrirtækið IMG, sem mun sjá um skipulagningu námsins og er samstarfið til þriggja ára. Haldin verða eitt til tvö námskeið í hverjum mánuði í vetur, starfsfólki Eskju að kostn- aðarlausu. Boðið verður upp á hagnýt og starfs- tengd námskeið í bland við létt tómstunda- námskeið, allt frá samskiptum á vinnustað og gerð skattframtala, yfir í indverska matargerð og vínsmökkun. Að sögn Elfars Aðalsteinsson, forstjóra Eskju, er boðið upp á námskeið sem nýtast jafnt í leik sem starfi og er vonast til þess að með fræðslunni verði starfsfólk hæfara til að sinna störfum sínum og til að takast á við ný verkefni. „Við erum mjög ánægð að geta kynnt þessa nýjung,“ segir Elfar. „Menntasmiðjan er liður í því að fjölga valkostum starfsfólks utan venju- legs vinnutíma og það eru mörg spennandi námskeið í boði í vetur. Starfsfólk Eskju sá sjálft um að velja námskeiðin og mótar því stefnuna sem tekin er.“ Riðið var á vaðið með indverska matargerð og sótti á þriðja tug starfsmanna námskeiðið, sem haldið var í kennslueldhúsi Grunnskólans á Eskifirði. „Námskeiðið var haldið fyrir fullu húsi og var mikil ánægja með það. Líklega verður því töluvert um tilraunastarfsemi í eld- húsum bæjarins næstu vikurnar,“ segir Elfar. Ljósmynd/KME Matreiðslunámskeið Eskju: Ánægja þótt eitthvað svelgdist mönnum á og súrnaði í augum yfir rótsterkum indverskum kryddum. Indversk matargerð í mennta- smiðju starfsfólks hjá Eskju Virkjunarvegur | Stefnt er að því að ljúka við að leggja bundið slitlag á Fljóts- dalsheiðar- og Kárahnjúkaveg í fyrri hluta næstu viku. Síðasti kaflinn á heiðinni var lagður slitlagi á laugardag og mátti ekki tæpara standa því daginn eftir gerði hret og vetrarríki tók við af mildu haustveðri. Þá var aðeins eftir að klæða 3,5 km í fjall- inu ofan við Bessastaði í Fljótsdal. Ef áætlanir standast verður þannig í næstu viku búið að leggja slitlag á 58,5 km. Það er Héraðsverk á Egilsstöðum og und- irverktaki þess, Malarvinnslan, sem ann- ast verkið.    Neskaupstað | „Óhætt er að full- yrða að hér sé í hnotskurn fyr- irmyndar dæmi um samstarf at- vinnulífs og skóla,“ sagði Helga M. Steinsson skólameistari Verk- menntaskóla Austurlands m.a. er tveir samningar í tengslum við starfsnám áliðna voru undirritaðir í vikunni. Starfsnámið hófst nú í haust. Helga og Þórir Ólafsson frá menntamálaráðuneytinu, í fjar- veru Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra, undirrituðu þróunarsamning skólans og menntamálaráðuneytisins. Í hon- um felst m.a. fimm milljóna króna styrkur sem hugsaður er til að mæta vinnu við undirbúning verk- efnisins. Í máli Þóris kom fram að nú hafi skilyrði skapast fyrir nýj- ungum sem eiga eftir að verða Austfirðingum til hagsbóta til framtíðar. Síðan undirrituðu Helga og Brian Fry hjá Alcoa samstarfs- samning um uppbyggingu og þró- un álnáms við skólann að fyrir- mynd samskonar náms á vegum Alcoa, bæði í Kanada og Ástralíu. Töluverð vinna er framundan við að staðfæra námið og aðlaga það íslenskum aðstæðum. Í máli Helgu Steinsson við þetta tækifæri kom fram að auk þess að vera í góðu samstarfi við Alcoa hafi fulltrúar frá fyrirtækinu Bect- el, sem sér um byggingu álversins, sýnt skólanum mikinn áhuga. M.a. hafa þeir boðið skólanum að þjálfa nemendur hans í iðnnámi á meðan á byggingu álversins stendur, auk þess sem rætt hefur verið um end- urmenntun starfsmanna fyrirtæk- isins. Gott dæmi um samstarf atvinnulífs og skóla Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Fulltrúi nemenda: Það má segja að nemar í áliðnum í Neskaupstað séu tilraunadýr við mótun nýrrar starfsnámsbrautar. Starfsnám áliðna hófst í haust í Fjarðabyggð þar sem þeir sátu með Heiðrúnu móður sinni og horfðu á Pétur Pan eftir athafnasaman dag á leikskólanum. Tvíburarnir Óli og Þórhallur: „Við erum bún- ir að fá stórt herbergi og stóran garð,“ sögðu þeir bræður, ánægðir með lífið og tilveruna Stórt herbergi og stór garður Stefánshátíð | Hátíð til heiðurs Stefáni Jónssyni, rithöfundi, frétta- og alþing- ismanni, verður haldin á Djúpavogi 26.–28. september. Meðal dag- skrárliða er kaffibolla- sýning, óvissuferð og upplestur úr bókum Stefáns o.fl. Laug- ardagskvöldið 27. sept. verður svo hátíðardag- skrá á Hótel Framtíð sem hefst kl. 20.30. Stefán lést árið 1990 og hefði orðið átt- ræður á þessu ári. Heimamenn ákváðu að heiðra minningu hans með þessum hætti og hafa fengið til liðs við sig marga góða gesti sem allir tengjast Stefáni á einhvern hátt.    Gengið um Hólmanes | Í tilefni af þrjátíu ára afmæli fólkvangsins og frið- landsins í Hólmanesi verður farið í stutta gönguferð um svæðið á morgun kl. 14. Verður þá jafnframt vígður nýr fræðslu- stígur á svæðinu. Lagt verður af stað frá bílastæði fólkvangsins þar sem staðkunn- ugir menn munu segja frá friðlýsingu og sögu svæðisins. Að göngu lokinni verður sýning um Hólmanesið í Grunnskólanum á Eskifirði.    Leikskóli | Umhverfissvið Austur-Héraðs hefur auglýst eftir þátttakendum í lokuðu útboði vegna nýs leikskóla á Egilsstöðum. Verkið nær til hönnunar á 2 x þriggja deilda leikskóla, alls um 1.020 fermetra. Í fyrsta áfanga er áætlað að byggður verði 2 x tveggja deilda leikskóli, 820 fermetrar að stærð.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.