Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 11 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 EFNT var til kynningar á Reykjavíkurborg sem ferðamannaborg í Lundúnum á miðvikudag í tilefni af útkomu ferðavegvísis á ensku sem heitir Reykjavik City Guide. Jafnframt var kynnt nýtt slagorð í þessu sambandi. Slagorðið er Pure energy á ensku eða hrein orka á íslensku. Um er að ræða sameiginlegt átak Reykjavík- urborgar, Ferðamálaráðs, Flugleiða og Listahátíðar í Reykjavík til að kynna höfuðborgina. Af þessu tilefni var efnt til móttöku í Shakespeare Globe Theatre í hjarta Lundúna fyrir fjölmiðlamenn og fólk sem starfar á sviði ferðamála þar sem kynnt var ýmislegt það sem fyrir augu ber á Íslandi. Þá var boðið upp á ýmis skemmtiatriði. Tríó Gunn- ars Þórðarsonar spilaði og Felix Bergsson leikari kynnti það sem fram fór. Leikfélagið Vesturport sýndi atriði úr leiksýningunni Rómeó og Júlíu, en sú sýning verður sýnd í Lundúnum síðar í þessum mán- uði. Steindór Andersen kvað rímur og Þórólfur Árna- son borgarstjóri ávarpaði gesti. Einnig söng Guðrún Ólafsdóttir söngkona við undirleik spænsks gítarleik- ara. Ferðamannaborgin Reykjavík kynnt í Lundúnum Ljósmynd/Daniel Sambraus Fjölmennt var í móttökunni í Lundúnum þar sem ferðamál, listir og menning í Reykjavík voru kynnt. Slagorðið „hrein orka“ kynnt til sögunnar  FRITZ H. Berndsen skurð- læknir varði dokt- orsritgerð sína við læknadeild Há- skólans í Lundi. Ritgerðin ber nafnið „The changing path of inguinal hernia surgery“, 6. júní sl. Andmælandi við doktorsvörnina var Bo Anderberg prófessor í Stokkhólmi en leiðbein- andi var Agneta Montgomery dósent við Háskólasjúkrahúsið í Malmö. Ritgerðin fjallar um þær breyt- ingar sem orðið hafa á meðferð nára- kviðslita á síðastliðnum áratug. Að- gerð við nárakviðsliti er ein algeng- asta aðgerð í skurðlækningum og eru líkurnar á því að fá nárakviðslit á lífs- leiðinni í kringum 30% fyrir karla og 3% fyrir konur. Helsta vandamálið eftir nárakviðslitsaðgerð er að kvið- slitið getur komið aftur og ekki er óalgengt að tíðni endurtekinna kvið- slita sé á bilinu 10-20%. Á síðast- liðnum áratug hafa komið fram nýjar skurðaðgerðir þar sem saumað er inn net til að styrkja kviðvegginn og þannig reynt að minnka líkur á end- urteknu kviðsliti. Auk þess hafa kvið- sjáraðgerðir rutt sér til rúms við að- gerðir á nárakviðsliti. Fyrsta rannsókn ritgerðarinnar fjallar um árangur meðferðar á sjúkrahúsinu í Karlskrona í Svíþjóð. Þar voru teknar upp nýstárlegri að- gerðir gegn nárakviðsliti 1993 auk þess sem kennsla skurðlækna var bætt. Tíðni endurtekinna kviðslita 5 árum eftir aðgerð lækkaði úr 28% ár- ið 1990 í 3% árið 1996 sem þykir mjög góður árangur. Önnur og þriðja rannsókn ritgerð- arinnar er tvíþætt samanburð- arrannsókn á árangri kviðsjár- aðgerðar og opinni aðgerð við nárakviðsliti. Þetta er jafnframt stærsta rannsókn sinnar tegundar þar sem 1000 sjúklingum var fylgt eftir reglulega í 5 ár. Sjúklingar sem fóru í kviðsjáraðgerð höfðu minni verki eftir aðgerð og veikindaleyfi þeirra voru styttri. Í ljós kom mark- tækt samband milli þess skurðlæknis sem framkvæmdi aðgerðina og tíðni endurtekinna kviðslita. Fjórða rannsóknin fjallar um með- ferð tvíhliða nárakviðslita en í 15-20% tilvika eru kviðslit í báðum nárum. Áður tíðkaðist að framkvæma tvær aðgerðir með nokkurra mánaða milli- bili en með tilkomu kviðsjáraðgerða var í auknum mæli farið að gera að- gerð á báðum nárum samtímis. Við Háskólasjúkrahúsið í Malmö hafa sjúklingar með tvíhliða kviðslit verið meðhöndlaðir með kviðsjáraðgerð frá árinu 1993 og var tilgangur rann- sóknarinnar að meta árangur aðgerð- anna. Helstu niðurstöður voru þær að tvíhliða kviðsjáraðgerð er örugg og alvarlegir fylgikvillar fáir. Tíðni endurtekinna kviðslita þremur árum eftir aðgerð reyndist innan við 3%. Í síðustu rannsókn ritgerðarinnar voru borin saman mismunandi net sem notuð eru við nárakviðslits- aðgerðir. Sérstaklega voru könnuð áhrif netinnlagnar á sáðstreng og æðar til eista. Það net sem mest er notað í dag virðist ekki hafa áhrif á sáðstreng né æðar til eista. Fritz lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1995 og embættisprófi frá læknadeild Há- skóla Íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám á skurðdeildum Sjúkrahúss Karlskrona í Svíþjóð frá 1993 til 1997 og fékk sérfræðivið- urkenningu í almennum skurðlækn- ingum 1997. Á árunum 1998 - 2002 starfaði Fritz á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kviðsjáraðgerðum. Fritz starfar nú sem yfirlæknir handlækningadeildar Sjúkrahúss Akraness auk þess sem hann rekur læknastofu í Domus Medica í Reykjavík. Fritz er fæddur árið 1965 og eru foreldrar hans Hendrik Berndsen og Ásta Kristín Kristjánsdóttir sem reka blómaverslunina Blómaverk- stæði Binna. Eiginkona Fritz er Jó- hanna Magnúsdóttir garðyrkjufræð- ingur og eiga þau þrjú börn. Doktor í skurð- lækningum FASTEIGNASÖLURNAR Fengur eignamiðlun og Garðatorg eignamiðl- un mega samkvæmt úrskurði sam- keppnisráðs ekki nota orðið eigna- miðlun í firmanöfnum sínum. Eignamiðlunin ehf. kvartaði til Sam- keppnisstofnunar og sagðist Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, fagna niðurstöðu sam- keppnisráðs. „Í okkar huga er það stórmál þegar fyrirtæki úti í bæ ætlar að komast yfir nafnið okkar. Við höfum verið starf- andi síðan 1957, eða í 46 ár. Satt að segja finnst okkur með ólíkindum að menn skuli hafa haldið þessu til streitu og látið málið fara þetta langt. Einnig finnst okkur þetta bera vott um skort á hugmyndaflugi og frum- legri hugsun að nota nöfn sem aðrir hafa notað áratugum saman. Ég fagna því sérstaklega að til séu stofn- anir eins og Samkeppnisstofnun sem geta gripið inn í þegar valta á yfir fyr- irtæki með ólögmætum viðskipta- háttum. Við hljótum að þurfa að efla slíkar stofnanir þannig að menn geti til dæmis starfað í friði með nöfn fyr- irtækja sinna,“ sagði Sverrir. Að mati samkeppnisráðs ber orðið eignamiðlun ekki með sér að átt sé sérstaklega við sölu fasteigna og orð- ið í þeim skilningi fyrst og fremst tengt Eignamiðluninni og starfsemi hennar, enda hafi fyrirtækið verið starfrækt í tæp fimmtíu ár. Gildi þá einu hvort orðið sé notað með eða án greinis, enda um sama orð að ræða. Þá sé ljóst að umsvif fyrirtækisins hafi verið umtalsverð á fasteigna- markaði. Samkeppnisráð bendir einnig á að orðið eignamiðlun sé ekki að finna í orðabókum. Mega ekki nota orðið eignamiðlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.