Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR kular með haustinu er gott að draga hlýja sokka á fætur og ekki verra að þeir nái að umvefja sem mest af leggnum. Því er kærkomið fyrir ábúendur landsins hér í norðri að sjá hnésokka í gluggum tískubúð- anna. Þykkir, þunnir, röndóttir, tíg- lóttir, köflóttir, einlitir og ná ýmist yfir hné eða rétt undir hné. Þessa hlýlegu sokka má bæði draga á bera leggi og yfir sokkabuxur. Samkvæmt því sem afgreiðslufólk í sokkabúðinni Sock shop sagði sem og í versluninni Spútnik, þá kaupa konur á öllum aldri sér og klæðast slíkum langsokkum, allt frá tíu ára upp í fertugt. Og þær nota þá ekki einvörðungu við stuttu pilsin sem nú eru í tísku, heldur líka við buxur enda ná margar buxur aðeins niður á miðjan legg, svo sok- kaprýðin fær að njóta sín. Vissulega minnir þessi hné- sokkatíska á Línu Langsokk og ekki leiðum að líkjast þegar slík- ur kvenkostur er annars vegar. Lína gekk iðulega í háum sokkum og helst ekki samstæðum. En stutt pils og sportsokkar minna líka á skólastelpubúninga frá útlöndum og því var ekki úr vegi að fá fjórar eld- hressar skólastelpur sem eru veikar fyrir langsokkum, til að draga fram úr fataskápnum sýnishorn af því besta sem þær áttu í sokkahrúgunni. Hver tá í sérhólfi Diljá Rudolfsdóttir var mjög hreykin af tásokkunum röndóttu sem mamma hennar hafði nýlega keypt handa henni í Amerík- unni. Hún sagði þá hlýja og fjölnota, þeir nýttust bæði raða saman sem fjölbreytilegustum klæðum og litrík hnésokkatíska fell- ur henni því vel í geð. Hún var í svörtum sokkum með tíglamunstri sem hún sagðist halda mikið upp á og nota einna helst við stutt pils. Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir hafði dregið fram úr pússi sínu tvenna sokka sem mamma hennar hafði keypt handa henni í London. Hún gat ekki gert upp á milli þeirra, fór því í sinn sokkinn á hvorn fót að hætti Línu, annan bleikan og hinn röndóttan. Henni finnst flottast að vera í langsokkum við uppbrettar gallabuxur. Línur í langsokkum  TÍSKA Leggjaflækja: Diljá í amerískum tásokkum, Júlíana Sól í einum bleikum og öðrum röndóttum, Melkorka í gulu sportsokkunum og Íris í klassískum tíglasokkum. Sitt af hvoru tagi Efri mynd: Svarti sokk- urinn og sá rauði eru frá versluninni Sock Shop en hermannasokkurinn og sá röndótti eru frá Spútnik sem og rokk- pilsin sem eru endur- unnin úr gömlum rokk- bolum. Neðri mynd: Misháir og mislitir, fyrir innskeifa og útskeifa: Svarti sokk- urinn, sá hvíti og sá bleikröndótti eru frá Sock Shop en rokkpilsið og gulröndótti sokk- urinn eru frá Spútnik. Tískufyrir- myndin: Ilmur Kristjánsdóttir sem Lína lang- sokkur í sam- nefndu leikriti í Borgarleikhús- inu. sem litríkir sokkar sem gægðust fram undan síðum buxum dags- daglega eða sem leggjaskraut við pils eða buxur sem næðu rétt niður fyrir hné. Hún sagði alls ekki óþægi- legt að vera í sokkum þar sem hver tá væri í sérhólfi en það tæki þó smá tíma að venjast því. Melkorka Rut Bjarnadóttir flagg- aði gulum, þykkum og sportlegum sokkum úr versluninni Retro. Hún æfir handbolta og finnst allt sem er sportlegt dálítið flott. Hún sagðist vera búin að nota háa sokka nokkuð lengi og fagnar auknu úrvali slíkra sokka í búðum. Gulu sokkana sagði hún vera ótrúlega þægilega og auk þess „geðveikt“ flotta. Hún gæti ým- ist haft þá upp á læri eða brotið þá niður fyrir hné, eftir því í hverju hún væri. Ballerínunni Írisi Tönju Ívars- dóttur finnst einstaklega gaman að khk@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell ÞEGAR þau Sigríður Guðmunds- dóttir og Þór Sigurðsson eignuðust sitt fyrsta barn lentu þau í því að sonurinn veiktist og þurfti að fara í aðgerð. Þau reyndu að viða að sér upplýsingum um veikindin en fannst lítið um þær og erfitt að nálgast þær. Afraksturinn af leit- inni er vefurinn barnaland.is sem verður þriggja ára í nóvember. „Við komumst að því að það var erfitt að nálgast upplýsingar um ýmislegt varðandi börn, ekki bara veikindi, heldur hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Þegar strákurinn okkar var á Landspítalanum ákváðum við að safna saman öllum bæklingum sem við fundum og taka með okkur. Við fylltum heila tösku af bæklingum um ýmis málefni og bjuggum til okkar gagnagrunn heima í tölvunni. En við sáum fljótt að upplýsingarn- ar voru fljótar að úreldast og velt- um fyrir okkur að það væri slæmt að hafa ekki þessar upplýsingar að- gengilegar á einum stað. Þá kvikn- aði hugmyndin um að setja þetta inn á Netið. Við vorum svo heppin að kannast við tölvukarlinn Inga Gauta Ragnarsson sem er núna meðeigandi okkar að vefnum og sér um tæknimálin. Barnaland var síð- an opnað í beinni útsendingu á stöð 2 í nóvember 2000. Sigríður segir að allan þennan tíma hafi þau unnið við vefinn í sjálfboðavinnu. Hann hafi í upphafi átt að vera lítill og svona meira til gamans. Heimasíður til að hafa upp í kostnað „En þetta vatt heldur betur upp á sig og var orðið svo kostnaðarsamt fyrir okkur að við urðum að reyna einhvern veginn að fá tekjur til að geta haldið þessu úti,“segir Sigríð- ur. „Okkur datt þá í hug að selja að- gang að heimsíðum fyrir börn. For- eldrar geta þá búið til heimasíðu um börnin sín með myndum og texta og greitt fyrir það lágmarksverð. Skemmst er frá því að segja að þessu var ótrú- lega vel tekið. Við viss- um í rauninni ekkert hvað við vor- um að fara út í og fannst við vera að taka mikla áhættu. En öðru nær. Það bætist við fjöldi áskrifenda á hverjum degi og nú eru heimasíður barna orðnar yfir 6.000 talsins.“ Sigríður segist alls ekki hafa bú- ist við að fólk væri svo fúst að setja upplýsingar um sig og börnin sín inn á Netið, en ýmsir kostir hafa komið í ljós. Hún segir að foreldrar nokkurra mjög veikra barna hafi til dæmis verið með heimasíður og hafa foreldrarnir verið duglegir að skrifa inn á vefinn og skrifað sig í gegnum erfiðleikana en jafnframt hjálpað öðrum með upplýsingum sínum. Einnig eru fjölmargir ís- lenskir foreldrar sem búa í útlönd- um með heimasíður og þannig hafa ástvinir á Íslandi möguleika á að fylgjast með börnunum þótt þau búi fjarri. Auður litla Valdimarsdóttir sem fékk nýja lifur fyrir skömmu er til dæmis með heimasíðu og nokkrum mínútum eftir að aðgerðinni lauk voru komnar upplýsingar inn á síð- una um að allt hefði gengið vel. Þarna gátu ættingjar og vinir nán- ast fylgst með í beinni útsendingu. Nú er annað barn, Hilmir Guðni, að fara í slíka aðgerð til Bandaríkjanna og er hann líka með heimasíðu á barnalandi.is. Þá skiptast foreldrar á reynslu- sögum inni á spjallsvæðinu og þar koma oft fram gagnlegar upplýsing- ar. Til dæmis hafa foreldrar, búsett- ir í Danmörku, getað spurt hvert þeir eigi að snúa sér til að fá kenni- tölu og slíkt. Og ekki stendur á svörunum.“ „Þrátt fyrir að á vefnum séu margar mjög gagnlegar upplýsing- ar, greinar og vísanir í erlenda vefi eru heimasíðurnar langvinsælasta efni hans,“ segir Sigríður. Við erum með nákvæma talningu á notkun- inni og um þessar mundir eru um 1,4 milljónir flettinga inni á vefnum á viku. Ég á tvo stráka, annan 5 ára og hinn 8 mánaða og ég fer oft inn á vefinn til að fá upplýsingar. Í hvert skipti hugsa ég hvað það hefði verið gott að hafa haft aðgang að svona vef þegar eldri strákurinn var lítill.“ Sigríður eyðir frá 3 upp í 5 tímum á dag í að svara fyrirspurnum og vinna að öðru leyti við barnaland.is. Hún er að ljúka sálfræðinámi og segist leggja mikla áherslu á að hafa upplýsingarnar áreiðanlegar. Þau hafi ekki bolmagn til að hafa sérfræðinga á launum, en ýmsir úr þeirra röðum hafa boðið sig fram og viljað skrifa greinar og komið með ábendingar. Barnalandsfíklar, sauma- og föndurklúbbar „Og svo má ekki gleyma að minn- ast á barnalandsfíklana, því umræð- ur hafa verið um það á vefnum að sumir gestirnir séu farnir að hafa áhyggjur af því hversu oft þeir heimsækja barnaland.is. Spurning- in sé hvort þeir þurfi að fara að leita sér aðstoðar,“ segir Sigríður kímin og bætir við að barnalandsvinir hafi sumir hverjir stofnað saumaklúbba og föndurklúbba eftir að hafa kynnst á spjallinu. „Ég er viss um að það er mikill stuðningur fyrir foreldra að hafa aðgengilegar upplýsingar. Meðal þeirra sem eru duglegir að heim- sækja vefinn eru ungar, einstæðar mæður, sem ekki hafa tækifæri til að leita ráða hjá mæðrum sínum og veit ég að þetta hjálpar þeim mikið. Það eru svo ótrúlega margar spurn- ingar sem vakna þegar maður er með lítið barn.“  NETIÐ 1,4 milljón flettingar inn á barnaland.is á viku og foreldrar duglegir að skrifa og heimsækja vefinn Sex þúsund börn eiga heimasíðu Hugmyndasmiðirnir: Sigríður Guðmundsdóttir og Þór Sigurðsson ásamt sonum sínum Sindra Þór 5 ára og Emil Snæ 8 mánaða. Ástvinir hafa möguleika á að fylgjast með börnunum þótt þau búi fjarri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.