Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                  !"!#$%&'(&)' %* +, --. , %!&%%,!+ (( + !$ +!/01!-2+'+-%$$("3!' " %!'+4-(% !! --$ ),.-' 1! ((+!/01! ! 3(5-+%3!' * !$ % )56 -7, )))0! 66--+ 5+!)%/(8-6 *.(5$$)%/  &%$%9%44: $2-166$"00&% *2$- 9!3,% (7.(-%3)': %(3--+  -"00 ,                           ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SUND er ein sú afþreying sem fólk sækir stíft í Eyjum sem og annars staðar á landinu og eins um allan heim. Sund bætir líðan fólks jafnt andlega sem líkamlega. Fólk sækir sundlaugar á öllum tímum og nýtur þess sem þar er í boði, hvort sem það er til þess að synda, slaka á í heitum potti eða bara til þess að leika sér og hafa gaman. Það er þannig með sundlaugar sem og aðra staði sem krakkar sækja að þar myndast oft mikill hamagangur og læti, oftast á afmörkuðum svæð- um laugana. Þar leika börn og ung- lingar sér og njóta frelsisins í vatni, sem er alveg sérstök tilfinning. Til að gæta fyllsta öryggis á þessum svæðum, eins og á laugarsvæðinu öllu, þarf sundlaugarverði sem hafa þolinmæði og tækni til þess að passa upp á að ekki verði slys og að fólk fari eftir reglum sem gilda á slíkum stöðum. Þessar reglur eru yfirleitt ekki flóknar en í hita leiks- ins eiga börn og unglingar oft til að gleyma sér, færa leikinn inn á svæði sem ætluð eru til sunds, hlaupa á hálum bökkum og svo framvegis. Ég hef oft séð þessar reglur brotnar og eflaust hef ég brotið þær sjálfur og geri jafnvel enn. Ég hef sótt sundlaugina í Vest- mannaeyjum á hverjum degi síð- ustu misseri og orðið, eins og fram hefur komið, vitni að því að þessar reglur eru brotnar, oftast þá af ungum börnum og unglingum. Það sem hefur komið mér á óvart er al- veg einstakur skortur á þolinmæði sumra sundlaugarvarða þar á bæ. Þeir hafa æst sig upp úr öllu valdi, blótað og hreytt í fólk leiðindum sem að mínu mati hafa verið gjör- samlega óþörf. Sumir þeirra hafa rekið krakkana til og frá í lauginni, gefið frá sér reið og ósanngjörn öskur, sem mér hefur gjörsamlega blöskrað. Því spyr ég: Getum við ekki sent börnin okkar í sund öðru- vísi en komið sé fram við þau af svo miklu virðingarleysi og ósvífni að fólk sem á horfir stendur orðlaust og hissa? Er ekki hægt að sýna þol- inmæði, tillitssemi og virðingu við þau börn sem aðeins gleyma sér í hita leiksins? Ef svo er ekki, væri þá ekki ráð að gera könnun á hverjir eru hæfir til að vinna með þennan hóp barna og unglinga, hverjir það eru sem hafa þolinmæði til að umgangast misjafna hegðun ungmenna og hverjir ekki? Að mínu mati á sundlaugin að vera skemmtilegur staður og fjöl- skylduvænn, svo ekki sé minnst á BARNVÆNN. Sundlaugarverðir eru ekki foreldrar þessara ung- menna og hafa engan rétt á að vera með blótsyrði og dónaskap við þessi ágætu ungmenni. Ég vona að stjórn Íþróttamið- stöðvar Vestmannaeyja taki þetta mál til skoðunar til þess að við sem sendum börn og ungmenni til laug- arinnar getum verið viss um að þau séu virt þar eins og annars staðar. Ég bið því vinsamlegast þá laug- arverði sem halda að þeir séu „Robocop“ að hugsa sinn gang. BIRKIR EGILSSON, Hólagötu 23, 900 Vestmannaeyjum. Opið bréf til Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja Frá Birki Egilssyni: ÉG las í Bréfum til blaðsins skrif Þorbjargar Sigurðardóttur og Elsu Þórðardóttur sem birtust 17. og 20. september síðastliðinn. Þar vitnar meðal annars í skrif Matthíasar Jo- hannessen sem birtist í blaðinu 6. september. En þá grein hef ég ekki enn lesið, en mér ofbauð hvernig þessar konur geystust fram á rit- völlinn til að gera lítið úr fjölmiðla- konu og hlustendum sem til hennar hringja. Þær nafngreindu hvorki konuna né heldur útvarpsstöðina en þegar Elsa nefndi dúllurnar var eins og mig grunaði að þarna var ráðist að Arnþrúði Karlsdóttur og hlustendum útvarps Sögu á ósmekklegan hátt. Hún kallaði hlustendur vesælt fólk og endaði skrif sín á orðunum: „ja svei og svei“. Ég er hlustandi útvarps Sögu og fullyrði að þar er mikið af vönduðu efni. Arnþrúður Karlsdóttir er dugleg og þorir að fjalla um mál sem margir vilja breiða yfir og fela. Þessir þættir hennar eru vel unnir og til þeirra vandað. Ég hef verið lengi í baráttunni og sem for- maður samtaka gegn fátækt hef ég mörgu kynnst og ofbýður hvernig sífellt er reynt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og oft er farið mjög illa með þá sem minna mega sín. Ég vil segja að lokum við þessar konur að þær geti bara slökkt á útvarpinu eða sett á aðra stöð ef þær svíður svona í eyrun við það að heyra sannleikann um skuggahliðar mannlífsins og láta það vera að rakka það niður sem vel er gert í þessu útvarpi alþýð- unnar sem er mörgu fólki ómet- anlegt. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, Hraunbæ 38, Reykjavík. Skuggahliðar mannlífsins Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.