Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 9 GERÐUR Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, segir grunn- skólabörn í Reykjavík ekki skyldug til að ganga í hverfisskóla sína, held- ur geti foreldrar þeirra sótt um að börnin gangi í skóla í öðrum hverfum. Hins vegar sé sá möguleiki háður þeim skilyrðum að skólapláss sé laust og að samþykki skólastjóra fyrir um- sókn liggi fyrir. Hún segir þessa kosti ekki hafa verið kynnta fyrir for- eldrum með aðgengilegum bæklingi, eða auglýsta sérstaklega, heldur hafi þessum upplýsingum verið komið á framfæri í árlegri Starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík. Starfsáætl- unin er kynnt fyrir öllum for- eldraráðum í grunnskólum borg- arinnar. „Foreldrar eru ekki hvattir til þess að láta börn sín í skóla utan hverfis síns, enda er stefnan sú að byggja hverfaskóla,“ segir Gerður. „Þetta hefur stundum komið til um- ræðu á fundum með foreldraráðum og þar finnur maður að fólk hefur fyrst og fremst áhuga á sínum hverf- isskólum.“ 12% sækja annan skóla 12% reykvískra grunnskólabarna kjósa að sækja annan skóla en sinn hverfisskóla og segir Gerður það hlutfall hafa verið svipað lengi. „Foreldrar hafa val um skóla, en það er háð samþykki skólastjóra, og því að það sé pláss í skólanum. Skól- arnir eru byggðir miðað við hverfið og það er á valdi skólastjóra að sam- þykkja nemendur úr öðrum hverfum. Segjum t.d. að foreldrar úr Graf- arvogi vilji setja barn sitt í Álftamýr- arskóla. Þá tala foreldrarnir við skólastjórann og spyrja hvort laust sé pláss í, segjum 8. bekk. Þá mætti búast við svari á þá leið að því miður væri ekki hægt að verða við óskinni þar sem báðir bekkir í þessum ár- gangi væru fullir, eða þá að þetta væri sjálfsagt mál, enda nóg pláss.“ Meiri upplýsingar um skólana á grunnskolar.is Ekki liggur fyrir aðgengilegur bæklingur fyrir foreldra þar sem fram kemur hvað hver skóli hefur upp á að bjóða. Hvaða ástæður liggja þar að baki? „Stefnan hefur verið sú að ganga út frá því að flestir vilji ganga í hverfaskólana,“ segir Gerður. „Öll hverfavæðingin í borginni miðar að því að fólk nýti sér þá þjónustu sem finna má í hverfunum. Í borginni er m.ö.o. stefnt að því að veita þjón- ustuna í heimahverfi, hvort sem um ræðir leik- eða grunnskólaþjónustu eða hvað sem er. Hins vegar er sá möguleiki fyrir hendi fyrir foreldra að þeir setji börn sín í skóla utan hverfisins. Þótt ekki hafi verið gefinn út upplýsingabæklingur um skóla í borginni, eru uppi áætlanir hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur að veita meiri upplýsingar um skólana en gert hefur verið. Í því skyni stend- ur til að færa slíkar upplýsingar inn á heimasíðuna grunnskolar.is. Ég tel að almennt vilji foreldrar að börn sín gangi í sama skóla og vinirnir í hverf- inu og af þeim sökum sé ekki mikil ásókn í skóla utan viðkomandi hverf- is. En á hinn bóginn flytur fólk á milli hverfa, en vill engu að síður hafa börnin áfram í gamla skólanum og þar sem allir vinirnir eru. Einnig ef fólk stefnir á að flytja og vill setja börn í nýja skólann á undan. Einnig eru sum börn til skiptis hjá for- eldrum sínum og svo framvegis. Það er því margt sem getur kallað á að börn séu í skóla utan hverfa sinna og þá er kerfið sveigjanlegt.“ Val um grunnskóla utan heimahverfa háð skilyrðum Morgunblaðið/Sverrir Foreldrar grunnskólabarna geta sótt um að hafa þau í öðrum skólum en hverfisskólum. Það fer eftir plássi hverju sinni hvort það gengur eftir. Hvað ef 8. bekkingur í Grafarvogi vill fara í Álftamýrarskóla? FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Bankastræti 14, sími 552 1555 Dragtir apaskinn og tweed jakkar, buxur, pils 15% hausttilboð á drögtum í dag og á morgun Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Margar gerðir af buxum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 krónur villibráðarmatseðill á kvöldin Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, laug. frá kl. 10-16. Haustvörur frá Masai og Flax í stærðum 36-56 Ný sending Tweed-buxur Hef hafið störf í BATA-sjúkraþjálfun, stóra turni Kringlunnar, 5. hæð. Upplýsingar í síma 553 1234 María Jónsdóttir, sjúkraþjálfari. Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.