Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hörður Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 15. september 1922. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Grund að kveldi föstudagsins 19. september. For- eldrar hans voru Halldóra Sigurjóns- dóttir saumakona, f. 19. ágúst 1894, d. 20. nóvember 1973, og Guðmundur Péturs- son nuddlæknir, f. 24. maí 1873, d. 18. maí 1943. Hörður ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík. Hann gekk í Miðbæj- arbarnaskólann, Ingimarsskóla og Kennaraskólann. Sem unglingur sinnti Hörður ýmsum störfum en síðan vann hann sína starfsævi hjá ríkisstofnunum. Hann vann hjá Vegagerð ríkisins, Vélasjóði ríkis- ins og síðast hjá Tryggingastofn- un ríkisins þar sem hann varð að- algjaldkeri. Hörður var virkur í félagsstörfum, t.d. hjá Sjálfs- björgu, Starfsmannafélagi ríkis- stofnana og Oddfellow-reglunni. Hörður kvæntist 8. júlí 1950 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Krist- rúnu Guðnadóttur húsmóður frá Hólmum í Austur-Landeyjum, f. 8. nóvember 1920. Foreldrar hennar voru Rósa Andrés- dóttir, f. 19. mars 1890, d. 28. janúar 1983, og Guðni Magnússon, f. 12. nóvember 1889, d. 28. september 1978. Hörður og Krist- rún bjuggu í Reykja- vík, fyrst á Hring- braut, en síðan í tæp 50 ár á Fornhaga 11. Þau eignuðust fjögur börn og eru þau: 1) Guðni, deildarstjóri hjá Sameinuðu þjóð- unum, f. 15. desem- ber 1950, kvæntur Helgu Fagerer Harðarson enskukennara, f. 16. ágúst 1957. Þau eiga dæturnar Elvu og Lilju. 2) Grétar Hrafn, dýralæknir, f. 22. desember 1953, kvæntur Sigurlínu Magnúsdóttur enskukennara, f. 2. september 1954. Þau eiga börnin Styrmi og Björk. 3) Sverrir, læknir, f. 17. maí 1958. Sambýliskona hans er Sal- björg Óskarsdóttir ritari, f. 31. júlí 1960. Hún á dótturina Arnheiði Gróu. 4) Sólrún, kennslufræðing- ur, f. 29. júní 1964, gift Skúla Skúlasyni skólameistara á Hólum, f. 11. nóvember 1958. Útför Harðar fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist tengdaföður mínum sem fullorðnum manni. Mér mætti brosandi maður og vinátta okkar kviknaði um leið. Hörður endur- speglaði þau gildi sem skipta máli í nánum samskiptum innan fjöl- skyldna jafnt sem í samfélaginu öllu. Gildi sem hann fann og þroskaði í farsælu lífi sínu á vettvangi fjöl- skyldu og í störfum sínum. Mér eru ofarlega í huga margar stundirnar við eldhúsboðið á Fornhaga 11 þar sem Kristrún hafði borið fram kaffi og með því. Þar bar margt á góma, tilveran var rædd, náttúran, sagan og mannlífið. Þar sá ég fljótt að Hörður nálgaðist lífið með kærleik og góðmennsku og þessi afstaða var greinileg í öllum þeim málaflokkum sem báru á góma. Hann hafði mikið innsæi og var fróður um menn og málefni. Oftar en ekki hvarf hann frá eldhúsborðinu og var stuttu seinna mættur með bók úr bókasafni heim- ilisins með fróðleik um það sem um var rætt, ljóð, frásagnir eða upplýs- ingar um fólk. Maður lærir mikið á að umgangast fólk eins og Hörð. Þekking hans á atvinnusögu og fé- lagsmálum þjóðarinnar er sérstak- lega eftirminnileg enda kynntist Hörður þeim málum mikið með mik- ilvægum störfum sínum fyrir land og þjóð. Og allt var þetta kryddað með gáska og húmor, jafnvel stundum góðlátlegri stríðni. Stoltur Vest- urbæingurinn sendi stundum skot á sveitamanninn hinum megin við borðið. Samskipti við Hörð vörpuðu ljósi á sterkustu hliðar íslenskrar menningar á afskaplega skemmti- legan hátt. Undir hinum sterka fjölskyldu- og samfélagsmanni sem Hörður var bjó náttúrunnandinn og listamaðurinn og það var ekki síst frá þeim rótum sem gildismat Harðar var sprottið. Virðingin fyrir náttúrunni og lífinu sem hún gefur okkur var takmarka- laus. Þetta kom fram í listfengi Harðar, í málun, útsaumi og bók- bandi og ekki síður í ferðalögum um landið og útivist. Það voru ófáar sög- urnar um ferðalögin í gamla Mosk- vítsnum og af útilegum í hvíta vega- gerðartjaldinu. Hörður unni blómum og þekkti þau vel. Mér er afar minni- stætt þegar ég stóð með Herði snemma sumars fyrir framan Höll sumarlandsins, sumarhús þeirra hjóna í Rjóðri, þar sem Hörður sýndi mér stjúpurnar sem hann hafði plantað. Milli hans og þeirra var greinilegt vináttusamband. Ég er al- veg viss um að Hörður var sammála Kjarval þegar hann sagði okkur „að taka ofan fyrir fuglum og blómum“. Það eru einmitt svona viðhorf til verðmæta lífsins sem hjálpa okkur að þroskast og gera allt mannlíf betra. Blessuð sé minning Harðar Guðmundssonar. Skúli Skúlason. HÖRÐUR GUÐMUNDSSON ✝ Málfríður ÓlínaÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1935. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 17. september síðast- liðinn á 68. aldursári. Foreldrar hennar voru Sæunn Jófríður Jóhannesdóttir, f. 18.2. 1908, d. 14.2. 1989, og Þorsteinn Arnberg Guðni Ás- björnsson, f. 1.6. 1929, d. í ágúst 1971. Málfríður var fjórða í röðinni af sex systkinum. Þau eru: 1) Jóhannes, Helga, Guðni, Steini Sævar og Árni Heiðar, og lifa þau öll systur sína. Málfríður giftist Jóni Sveins- syni og eignuðust þau einn dreng, Þorstein Arnberg. Börn hans eru Benjamín Rúnar og Málfríður. Máfríður giftist seinna Matth- íasi Baldri Einarssyni og eignuð- ust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Helga Arnberg, eig- inmaður hennar er Erlendur Ingvason. Dætur Helgu eru Málfríður Arnberg, Valdís Björk og Rannveig Ósk. 2) Guðbjörg Arnberg, eiginmaður hennar er Kjartan Gunnars- son. Börn þeirra eru Sigrún Arnberg og Matthías Baldur. 3) Matthías Arnberg, sambýliskona hans er Sigríður Jóhann- esdóttir, dætur Matthíasar eru Jónína Rut og Laufey Dröfn, dætur Sigríðar eru Þóra Björg og Ellen Sif. 4) Jó- hanna Arnberg, eignmaður henn- ar er Benedikt Gunnarsson og börn þeirra eru Guðbjörg og Gunnar. Afkomendur Málfríðar og Matthíasar eru 20 talsins. Útför Málfríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, það hlaut að koma að því að þú gætir ekki sigrast á veikindum þínum og yrðir að gefa eftir. Þegar Helga systir hringdi í mig frá Svíþjóð og tilkynnti mér það að þú hefðir veikst og værir komin á sjúkrahús brá mér ekki við það því að mér var búið að líða svo skringilega kvöldið áður. Ég tók því næsta flug út til Svíþjóðar til að vera hjá þér. Sem betur fer vaknaðir þú aftur og við gátum átt góða stund með þér en ég vissi það þá að þú værir að kveðja okkur og því var ég fegin að koma út og heimsækja þig, elsku mamma mín. Það er alltaf sárt þegar eitthver er tekinn frá manni og auðvitað finnst manni það ekki sanngjarnt en ég þykist vita það að þú vildir ekki lifa lífinu svona eftir þetta áfall en vildir samt lifa það lengi til að fá að fara heim til Íslands og kveðja þar. Elsku mamma mín, þessi stund á sjúkra- húsinu verður mér alltaf efst í minni þar sem við öll systkinin ásamt pabba og mökum okkar vorum hjá þér og fengum að kveðja þig svo fallega. En ég átti ekki von á því að þurfa að horfa á þig svona veika og geta ekk- ert gert, því þegar ég var veikur sem krakki eða leið ekki vel gat maður alltaf leitað til þín eða þú varst komin til að láta manni líða betur. Alltaf er mér það minnisstætt þegar ég fékk flensu og þú varst komin til að breiða ofaná mig nokkrar sængur og smyrja fyrir mig normalbrauð með eggi því þú vissir að það var það besta sem ég fékk þegar ég var lasinn. Það verður mjög skrítið tímabil sem tekur við eftir að þú ert farin og fyrir mér verður það mjög tómlegt að vita ekki af þér úti í Keflavík við eld- húsborðið að skoða blöðin eða leggja kapal. Þótt að ég hafi ekki alltaf hringt eða verið að koma þá hringdir þú allavega oft heim í mig til að fá fréttir af mér og ég á eftir að sakna þess. Ég held að maður sé aldrei nógu undirbúinn að kveðja þegar að því kemur en þú varst samt einhvern veginn búin að undirbúa mig með það og þegar ég var að kveðja þig á sjúkrahúsinu í Svíþjóð og þú klapp- aðir mér á bakið þá vissum við að þá vorum við að kveðja hvort annað. Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Fyrir mér ert þú mín stoð og þú hefur alltaf verið til staðar fyrir alla en núna verður þú í minningum mínum og þar mun ég varðveita þig. Þinn sonur Matthías Arnberg Matthíasson. Elsku mamma mín. Nú er komið að því sem við vorum svo oft búnar að tala um, elsku mamma mín, að kveðj- ast. Það er svo skrýtið að þó maður hafi vitað hvert stefndi fyrir nokkru síðan var ég ekki tilbúin. Núna hringjumst við ekki á víxl á kvöldin og bjóðum hvor annarri góða nótt. Það verður skrýtið eftir öll þessi ár. Það er svo margt sem mig langar að segja og svo margt sem ég átti eftir að segja. Ég var ekki búin að búa lengi í Sví- þjóð en samt var bunki af bréfum heima hjá ykkur pabba sem ég og Guðbjörg dóttir mín höfðum sent ykkur pabba. Þú varst búin að hlakka svo til að koma til okkar til Svíþjóðar og þú sagðir alltaf í símann að þú mættir ekki vera að því að verða veik því þú værir að koma til okkar til Svíþjóðar. Jú, þú komst en fékkst ekki að njóta þess á þann hátt sem við höfðum áætlað. En ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið þig, pabba, Bubbu, Helgu og Ella til okkar út þó þú hafir strax lent á sjúkrahúsi og verið allan tímann þar. Þá fengum við systurnar og pabbi að njóta þess að vera hjá þér. En þú beiðst eftir að komast heim og hafa okkur öll hjá þér. Það var líka það sem þú varst búin að óska eftir fyrir löngu og sem betur MÁLFRÍÐUR ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA MARGRÉT JÓNASDÓTTIR, Suðurgötu 51, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 27. september kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Ásgarði, Húsavík, sem andaðist föstudaginn 19. september, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 27. september kl. 14.00. Helgi Árnason, Jóna Kristjánsdóttir, Kristbjörn Þór Árnason, Birna Sigurbjörnsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Pétur Lúðvík Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ÓLÖF HALLA HJARTARDÓTTIR CHENERY, andaðist í Sydney, Ástralíu, þriðjudaginn 23. september. David Chenery, Jónína Ólöf Walderhaug, Belinda Chenery, Ægir Már Þórisson, Scott Andrew Chenery, Mark David Chenery, Danielle Marcellino, Anna Lilja Ægisdóttir, Ólafur Már Ægisson, Helga Hjartardóttir, Sveinn Skúlason, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Jónsson, Jóhann Hjartarson, Dóróthea Jónsdóttir. Z GLEBOKÍM ZALEM ZAWÍADAMÍAMY, ZE W DNÍU 21.09. ZMARLNASZ NAJDROZSZY, NAJUKOCHAÑSZY SYN sp. MAREK POHORECKI POGRAZENÍ W NIEUTULONYM BOLU ZALU HÍERONIM Í KRYSTYNA POGRZEB ODBEDZÍE SÍE W SOBOTE 27.09. O godz 14.00 W RAUFARHÖFN. Elskulegur sonur okkar, MAREK POHORECKI lést sunnudaginn 21. september. Útför hans verður gerð frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 27. september kl. 14.00. Híeronim og Krystyna. • • •c Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS LAXDAL SIGURÐSSONAR fyrrverandi námsstjóra og teiknikennara, fer fram frá Áskirkju í dag, föstudaginn 26. september, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjarta- vernd. Ágústa Rósa Þórisdóttir, Hjörvar Garðarsson, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Grímur Ingólfsson, Ingiríður Þórisdóttir, Ingvar Einarsson, Þóra Björg Þórisdóttir, Ámundi Sigurðsson, Guðrún Þórisdóttir, Ari Magnússon, Sigurður Kristján Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.