Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Steinar Gunnlaugsson reifaði í blaðinu í gær hug- mynd um sameiningu íþróttafélaga, sem oft hefur borið á góma innan íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík. Ég fagna þessari umræðu og hvernig hún er sett fram. Yfirleitt þegar þessi umræða hefur farið í loftið þá ganga menn svo langt að algerlega þurfi að sameina íþróttafélög, tvö eða fleiri, þannig að einhver félög verði lögð niður. Innan forystu íþróttafélaganna í Reykjavík hefur þeirri skoðun verið haldið á lofti að sameining íþróttafélaga að öllu leyti kynni að takmarka aðgang að íþróttum, sér- staklega í yngri aldursflokkum og að sjálfboðaliðum kynni að fækka. Það er markmið íþróttahreyfingarinnar að sem flestir stundi íþróttir og að aðgengi barna og unglinga til íþróttaiðkunar verði óheft. Við höfum því haft sömu skoðanir og Jón Steinar að sameina eldri flokkana, þ.e. meistaraflokkana, þannig að félögin geti sent sameiginlegt lið, væntanlega sterkara lið, til keppni í úrvalsdeild. Þetta hefur verið reynt í nokkrum íþróttagreinum og hefur að mínu mati gefist ágætlega. Ég tel reyndar að við sameiningu keppnisflokka eigi að líta til hverfaskiptingarinnar í Reykjavík þannig að t.d. Fram, Þróttur og Ármann, félögin fyrir norðan Miklubraut, ættu að sameina sína flokka og félögin sunnan Miklubrautar, þ.e. Valur og Víkingur, ættu að sameina sína keppn- isflokka. Einnig ætti að skoða þetta uppi í Breiðholti með sam- einingu keppnisflokka ÍR og Leiknis. Ef forystumenn íþróttafélaganna kæmust að samkomulagi um þetta kæmi eitt sterkt keppnislið frá hverju hverfi í Reykjavík, líkt og nú kemur úr Vesturbænum, Árbæjarhverfinu og er að koma upp í Grafarvogi. Þarna eru félög sem eru að vinna í hverfum sem hafa 15–20 þúsund íbúa. Reykjavíkurborg yrði að koma myndarlega að þessum málum hjá félögun- um t.d. með bættri aðstöðu. Ef þetta gengi eftir störfuðu félögin áfram á svipuðum grunni og hingað til en legðu þó meiri rækt við barna- og unglingastarf, auk þess sem unglingarnir ættu meiri möguleika á að komast áfram í betra keppnislið í framtíð- inni. Reynir Ragnarsson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Sameining íþróttafélaga R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðs- félagsins Hlífar á ársfund Alþýðusambands Íslands, sem haldinn verður á Nordica Hótel dagana 23. og 24. okbótber 2003. Tillögum með nöfnum 7 aðalfulltrúa og 7 vara- fulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 1. október nk. Tillögunum ber að fylgja meðmæli minnst 50 til 60 félagsmanna. Kjörstjórn Hlífar. TILKYNNINGAR NAUÐUNGARSALA Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að bygging 295 kW heimarafstöðvar í Eyvind- artungu, Bláskógabyggð skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 24. október 2003. Skipulagsstofnun. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Reykjavík: Suðurlandsvegur, aðveitustöð við Trippadal austan Rauðavatns. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi varðandi lóð fyrir aðveitustöð við Trippadal, norðan Suðurlandsvegar, austan Rauðavatns. Tillagan gerir ráð fyrir 2500 m2 lóð með húsi að grunnfleti allt að 650m2 með hámarkshæð 9m. Húsið verður byggt utan um tvo spenna og tilheyrandi tæknibúnað. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Fiskislóð 1, 3 og 5-9, deilskipulag í Vesturhöfn Reykjavíkurhafnar. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi varðandi þrjár lóðir við Fiskislóð á fyllingu við Örfirsey í Vesturhöfn Reykjavíkurhafnar. Á lóðunum nr. 1 og 3 verður heimilt að byggja allt að tveggjahæða hús en á lóðinni nr. 5-9 má húsið verða allt að 3 hæðir. Nýtingarhlutfall allra lóðanna verður 0,5 og landnotkun er í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Norðurstígsreitur, Norðurstígur, Vestur- gata, Ægisgata og Tryggvagata, deili- skipulag. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi af svokölluðum Norðurstígsreit sem afmarkast af Norðurstíg til austurs, Vesturgötu til suðurs, Ægisgötu til vesturs og Tryggvagötu til norðurs. Í tillögunni er m.a. skilgreindur byggingarréttur, lóðarmörk, fjöldi bílastæða o.fl. til framtíðar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýbyggingu á horni Ægisgötu og Tryggvagötu (lóðinni að Nýlendu- götu 10), ofanábyggingu á lóðinni nr. 3 við Norðurstíg, nýbyggingu á lóðinni nr. 5 við Norðurstíg, nýbyggingu á lóðinni nr. 24 við Vesturgötu, á lóð Hlíðarhúsa (austan Nýlendu- götu7) er gert ráð fyrir flutningshúsi og hækkun riss á Nýlendugötu 4. Þá gerir tillagan ráð fyrir nokkrum breytingum á lóðarmörkum á reitnum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 26. september 2003 til 7. nóvember 2003 og á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 7. nóvember 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 26. september 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1849268½  9.0. I.O.O.F. 1  1849268  Rk. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bjarkarbraut 5, íb. 01-0201, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Valdimar Þór Hrafnkelsson og Monica Elisa Cueva Martinez, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 1. október 2003 kl. 14:00. Glerárholt, íb. 01-0101, Akureyri, þingl. eig. Pétur Freyr Pétursson, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 1. október 2003 kl. 10:00. Norðurgata 51, 010101, Akureyri, þingl. eig. Sigurlín Guðrún Stef- ánsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandssími hf., miðvikudaginn 1. október 2003 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 25. september 2003. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. MILENE Domingues, eiginkona brasilíska knattspyrnusnill- ingsins Ronaldos, er í leikmannahópi Brasilíu á heimsmeist- aramóti kvenna sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum. Þátt- taka Milene í keppninni hefur vakið talsverða athygli, fyrst og fremst vegna frægðar eiginmannsins og þjálfari liðsins, Paulo Goncalves, viðurkennir að hún sé fyrst og fremst með vegna athyglinnar. Fjölmiðlar hafa setið um liðið eftir að það kom til Bandaríkjanna og það nýtur mun meiri eftirtektar en ella. Goncalves sagði nokkru fyrir keppnina að Milene yrði ekki valin í hópinn þar sem hún hefði ekki nægilega reynslu. „Markaðssetningin er okkur gífurlega mikilvæg til að kvennaknattspyrnan nái meiri fótfestu í Brasilíu, en til þessa hefur hún engan stuðning fengið. En ég valdi Milene ekki eingöngu vegna þessa. Ég var spurður hvort ekki væri mögulegt að kalla hana inn í hópinn og ég samþykkti það vegna þess að hún hefur burði til að ná lengra,“ sagði Gon- calves. Milene hefur aðeins leikið einn landsleik fyrir Brasilíu og var valin í hópinn á síðustu stundu en hefur ekki komið við sögu í tveimur fyrstu leikjum brasilíska liðsins í keppninni. Milene, sem er 24 ára gömul, leikur með Rayo Vallecano á Spáni en þar spilar Ronaldo með stórveldinu Real Madrid. Reuters Milene Domingues, eiginkona Ronaldo. Frú Ronaldo með á HM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.