Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 27
ÁRLEGUR aðalfundur Heim- dallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, verður hald- inn miðvikudaginn 1. október næst- komandi og þá verður að vanda kosið í stjórn fé- lagsins. Nú sem fyrr sækjast margir eftir stjórnarsæti, sem er ánægjulegt og merki um að eft- irsóknarvert þyki að starfa innan fé- lagsins. Það er þó miður að nokkrir frambjóðendur hafi séð ástæðu til að hafa í frammi full- yrðingar, í grein sem birtist í Morg- unblaðinu 23. sept- ember, sem eiga ekki við rök að styðjast og gefa ekki rétta mynd af því mikla starfi sem unnið hefur verið í félaginu á undanförnum ár- um. Kynjunum gert jafn hátt und- ir höfði Má þar fyrst nefna fullyrðingar þess efnis að stuðningur Heim- dallar við ungu karlmennina fjóra, sem tóku þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins síðastliðið haust, hafi verið meiri en stuðningur fé- lagsins við framboð ungu kvennanna tveggja. Konum og körlum er, sem vera ber, gert jafn hátt undir höfði innan Heimdallar. Þess var sérstaklega gætt í próf- kjörinu síðastliðið haust að Heim- dallur gæfi öllum frambjóðendum sömu tækifæri til að koma sér á framfæri. Má þar á meðal nefna að félagið gaf út tímarit þar sem allir frambjóðendur birtu heilsíðu- auglýsingu, Heimdallur hélt fram- boðsfund með öllum ungum fram- bjóðendum og framboð allra ungra frambjóðenda var kynnt á heim- síðu félagsins. Að skýra misgóðan árangur frambjóðenda í prófkjör- inu með vísan til vinnubragða Heimdallar er því alrangt. Eins og oft hefur verið reifað er ljóst að þátttakendurnir í prófkjörinu settu sér mismunandi markmið, höfðu mismikla reynslu af stjórn- málum, þeir háðu misjafnlega um- svifamikla kosningabaráttu og vörðu mismiklum fjármunum til prófkjörsbaráttunnar. Önnur und- irritaðra var kosningastjóri ungs kvenframbjóðanda og fullyrðir að hún hlaut ekki síðri stuðning stjórnar Heimdallar en karl- frambjóðendurnir. Félagið kynnt ungu fólki Fyrrnefndir frambjóðendur til stjórnar Heimdallar halda því á lofti að lítið hafi verið gert til að vekja athygli ungs fólks á starfi félagsins. Ekki er ástæða til að telja hér upp allt það sem gert hefur verið til að kynna félagið og starfsemi þess á undanförnum ár- um, en í þessu samhengi má minna á að á síðastliðnum tveimur árum voru bæði sveitarstjórn- arkosningar og Alþingiskosningar. Hægt er að fullyrða að ungir sjálf- stæðismenn í Reykjavík hafi verið mjög áberandi í kringum bæði borgarstjórnarkosningarnar og Al- þingiskosningarnar. Mikill fjöldi ungs fólks tók virkan þátt í kosn- ingabaráttunni og Heimdallur stóð að blaðaútgáfu, sjónvarpsauglýs- ingum, fundum og öðrum uppá- komum þar sem stefna Sjálfstæð- isflokksins og Heimdallar var kynnt fyrir ungu fólki. Kynjahlutföllin jafnast Lengst af tóku karlmenn mun meiri þátt í stjórnmálastarfi á Ís- landi en konur. Hægt og sígandi hefur þátttaka kvenna sem betur fer aukist, þó enn sé nokkuð í land. Í Heimdalli hafa kynja- hlutföll félagsmanna jafnast smám saman og nú er það svo að í yngsta aldurshóp félagsmanna, 15 til 20 ára, eru stelpur 44% en strákar 56%. Það er órækur vitn- isburður um að Heimdalli hafi tek- ist að laða jafnt stúlkur sem stráka til starfa innan félagsins á undanförnum misserum. Heimdallur er stórt félag og innan þess starfar mikill fjöldi af áhugasömu, duglegu og jákvæðu fólki af báðum kynjum, sem vinn- ur að sameiginlegum hugsjónum í stjórnmálum. Stefna félagsins höfðar ekki síður til kvenna en karla og nýjum félagsmönnum, sama af hvoru kyninu þeir eru, er vel tekið og allir sem sækjast eftir að taka þátt í starfsemi félagsins ganga að opnum dyrum. Undirrit- aðar hlakka til að sjá næstu stjórn Heimdallar halda áfram á réttri braut og skora á frambjóðendur til stjórnar að fara með rétt mál í kosningabaráttunni. Staðreyndir um Heimdall Eftir Helgu Árnadóttur og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur Helga er varaformaður Heimdall- ar, Þorbjörg er 1. varaformaður SUS. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Helga Árnadóttir UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 27 Í DAG munu fimm konur taka við námstyrkjum frá Orkuveitu Reykjavík- ur, en þær eiga það allar sameiginlegt að stunda nám í greinum sem hefð- bundið er að líta á sem karlagreinar. Tilgangurinn með styrkjunum er að hvetja og verðlauna konur sem hafa ákveðið að afla sér menntunar af þeirri tegund sem fyrirtækjum eins og Orku- veitunni nýtist einna best. Með þessum námsstyrkjum vill Orkuveitan leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stuðla að jafnara námsvali kynjanna, en þeir eru jafnframt liður í jafn- réttisáætlun Orkuveitunnar sem hefur að markmiði að jafna hlut kynja í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Orkuveitunni og draga úr skiptingu kynja í hefðbundin karla- og kvenna- störf. Stjórnunar- og ábyrgðarstöður hjá Orkuveitunni eru að miklum meirihluta skipaðar fólki með menntun á tækni- sviði og því var einsýnt að Orkuveitunni myndi seint ganga að ná markmiðum um jafnari hlut kynja í stjórnunarstöðum ef konur myndu ekki í auknum mæli breyta hefðbundnu námsvali sínu. Nú þarf að huga að iðnnáminu Upphaf þessara styrkveitinga má rekja til þeirrar ákvörð- unar Vatnsveitu Reykjavíkur árið 1997 að efna til árlegrar styrkveitingar til kvenna í verk- og tæknifræðigreinum á há- skólastigi. Eftir sameiningu veitufyrirtækjanna á árinu 2000 tók Orkuveita Reykjavíkur við merkinu og hafa styrkirnir verið veittir í hennar nafni síðan. Í ár ákvað stjórn Orkuveit- unnar að fjölga þessum styrkjum og bæta við nýjum flokki styrkveitinga. Sú ákvörðun brýtur í blað bæði í sögu Orku- veitunnar og vonandi líka í menntunarsögu íslenskra kvenna. Nýjungin í ár felst í því að í fyrsta skipti hérlendis svo vitað sé hefur konum sem stunda nám í hefðbundnum iðngreinum karla, þ.e. rafvirkjun, vélvirkjun, vélfræði, múraraiðn og pípulögnum verið gefinn kostur á að sækja um námsstyrki ætlaða konum í þessum greinum. Á undanförnum árum höf- um við séð mikla aukningu í ásókn kvenna í verk- og tækni- fræðigreinar á háskólastigi. Þannig var hlutur kvenna í verkfræði í Háskóla Íslands aðeins 14,3% á árinu 1997, sama ár og styrkveitingarnar hófust, en er núna í haust 29%. Hlutur kvenna í tæknifræði er enn nokkru lakari, eða 14,3%. Og ef litið er til kvenna sem stunda nám á iðn- eða tæknibrautum á framhaldskólastigi er hann enn mjög lítill, eða 9,9%. Því telur stjórn Orku- veitunnar brýnt að stækka þann hóp kvenna sem sækir í nám í þessum grein- um, ekki síst þegar litið er til iðnnáms og annars tæknináms á framhalds- skólastigi. Sterkir og fjölhæfir námsmenn Þegar litið er allt til upphafs styrkveitinganna þá hefur það alltaf verið út- hlutunarnefnd Orkuveitunnar jafnmikið aðdáunarefni hversu glæsilegar umsóknir um þessa námsstyrki hafa verið. Umsækjendur eru undantekn- ingalaust hörkugóðir námsmenn sem ýmist státa af einkunnum sem jaðra við að vera fræðilega ómögulegar eða eru með námsferil að baki sem einkennist af áræðni, sjálfstæði og mikilli fjölhæfni. Þannig er ekki óalgengt að sam- hliða því að stunda krefjandi nám og gera það með miklum sóma séu um- sækjendur jafnframt tónlistarmenn, afreksfólk í íþróttum, félagslega mjög virkir eða með frábæran árangur á öðrum sviðum, jafnvel líka margra barna mæður. Þá gera margar kvennanna sem sækja um styrkina grein fyrir áhugasviðum sínum innan fagsins og áformum um lokaverkefni og lýsa þannig hugmyndum um rannsóknir sem fagfólk innan Orkuveitunnar veit að mikill faglegur fengur verður að. Í fyrsta skipti sem tekið var við umsóknum mátti telja þær á fingrum ann- arrar handar. Þeim hefur fjölgað stórlega ár frá ári og nú komu 66 umsóknir um styrki frá nemendum í verk- og tæknifræðigreinum. Alls 10 umsóknir bárust um styrki til kvenna í iðnnámi, en þær voru frá konum innan Vélskól- ans, Iðnskólans í Reykjavík og iðnbrautum ýmissa annarra fjölbrautaskóla. Vonandi eigum við eftir að sjá jafnmikla fjölgun bæði kvenkyns nemenda og styrkumsókna á því sviði á komandi árum, rétt eins og frá konum í verk- og tæknifræðinámi á háskólastigi. Til hamingju, stelpur. Til hamingju, stelpur Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Hildi Jónsdóttur Höfundar eru í úthlutunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Hildur Jónsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir HINN 26. september verður Evr- ópski tungumáladagurinn enn á ný haldinn í Evrópu og víðar, í því skyni að fagna fjölbreytni tungumála og vekja athygli á mikilvægi tungumálakunn- áttu. Fyrsti Evr- ópski tungu- máladagurinn var haldinn hátíðlegur hinn 26. september 2001 á Evrópsku tungumálaári. Frá þeim tíma hefur dagurinn fest sig í sessi og í tilefni dagsins á fjöldi skemmtilegra við- burða sér stað um gervalla Evrópu, í skólum jafnt sem annars staðar. Markmiðin með Evrópska tungu- máladeginum 2003 eru að vekja al- menning til vitundar um mikilvægi tungumálanáms og auka fjölbreytni þeirra tungumála sem kennd eru, með það að markmiði að stuðla að fjöltyngi og skilningi á menningu annarra þjóða; að vekja athygli á til- veru og gildi allra þeirra tungumála sem töluð eru í Evrópu auk þess að hvetja til símenntunar í tungumálum bæði til að koma til móts við efna- hagslegar, félagslegar og menning- arlegar breytingar í Evrópu, og sem lið í því að styrkja sjálfsmynd ein- staklingsins. Kunnátta í tungumálum kemur öllum til góða, jafnt ungum sem öldnum. Það er aldrei of seint að leggja stund á tungumálanám og njóta þeirra tækifæra sem það býð- ur upp á. Með því að læra tungumál annarra þjóða aukum við gagn- kvæman skilning og sigrumst á menningarmun sem skilur okkur að. Hægt er að fagna Evrópska tungumáladeginum í skólum, á vinnustöðum eða á hvaða vettvangi sem er með dagskrá sem ungir jafnt sem aldnir taka þátt í. Öll tungumál koma til greina, jafnt þau sem við lærum á unga aldri sem og þau sem við höfum lagt stund á síðar, jafnt evrópsk mál sem önnur, og jafnt op- inber sem svæðisbundin tungumál eða táknmál. Markmiðið er að menntastofnanir um allt land, leikskólar, grunn- skólar, framhaldsskólar, háskólar og aðrir hagsmunaaðilar, taki áskor- uninni og nýti daginn til vinnu við spennandi og lærdómsrík tungu- málaverkefni. Vonir standa til þess að dagurinn nái að festa sig rækilega í sessi og verði til þess að auka al- menna umræðu um gildi tungumála- kunnáttu og skilning á eigin menn- ingu og annarra. Engum ætti að þurfa að leiðast á Evrópska tungumáladeginum 2003 því mennta- og menningarstofnanir um allt land munu standa fyrir margvíslegum uppákomum í tilefni dagsins. Grunn- og framhaldsskólar ætla að nýta daginn til verkefna er tengjast tungumálum og menningu og má sem dæmi nefna að Grunn- skólinn á Súðavík mun nýta sér það fjölmenningarlega samfélag sem Vestfirðir eru orðnir og bjóða er- lendum íbúum í þorpinu í heimsókn í skólann og fá þá til að kenna bæði nemendum og kennurum örlítið í sínum tungumálum. Nemendur Kvennaskólans munu koma saman á sal og syngja á öllum þeim tungu- málum sem þau læra í skólanum. Goethe-Zentrum í Reykjavík mun í tilefni dagsins bjóða upp á sýnd- arveruleikaferð um hinn þýskumæl- andi heim. Farin verður sælkeraferð og á meðan á henni stendur læra menn stuttar notadrjúgar setningar og fræðast um matarmenningu þeirra héraða sem ferðast verður um. Þetta ferðalag mun fara fram í húsnæði Goethe-Zentrum á Lauga- vegi 18, III. hæð frá kl. 16–17.30. Alþjóðahúsið verður einnig með dagskrá í tilefni dagsins, en að kvöldi 25. september verður opnað samstarfsverkefni Alþjóðahúss og Stúdentaráðs HÍ sem ber nafnið Tungumálaskiptin. Verkefnið felst í tungumálamiðlun sem fer þannig fram að Íslendingar læra annað tungumál af útlendingi sem býr hér á landi og útlendingurinn fær tæki- færi til að æfa sig og bæta íslensku- kunnáttu sína. Að kvöldi Evrópska tungu- máladagsins stendur Alþjóðahúsið fyrir dagkrá um ást og rómantík. Fólk víðsvegar að úr heiminum mun lesa upp rómatíska, lostafulla eða ástþrungna kafla úr bókum á eigin tungumáli og að upplestrinum lokn- um fá íslenskumælandi hlustendur skýringar á tungumáli sem þeir skilja. Dagskráin verður fremur óformleg og opin og er fólki frjálst að mæta með sínar bækur og lesa eða segja sögur á öðrum tungu- málum. Dagskráin hefst kl. 21.00 á Kaffi Kúltúre í Alþjóðahúsinu á Hverfisgötu. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum mun svo, í tilefni dagsins, standa fyrir málþingi um ungt fólk og tungumálakunnáttu. Þar munu grunn- og framhalds- skólanemendur, auk fulltrúa for- eldra, koma saman og ræða vítt og breitt um tungumálakunnáttu og menningarlæsi. Fjallað verður um máltöku og menningarlæsi erlendra skiptinema á Íslandi, um nám í forn- málum í íslenskum menntaskóla, nám og störf á Spáni, tvítyngi barna, um tungumálanám almennt í ís- lenskum menntaskólum, og það að læra tungumál á borð við japönsku. Að loknum framsöguerindum mun frú Vigdís Finnbogadóttir stjórna pallborðsumræðum um ungt fólk, tungumálakunnáttu og menn- ingarlæsi. Þá verður Evrópumerkið (European Label) veitt, en það er viðurkenning fyrir nýbreytniverk- efni í tungumálanámi og tungumála- kennslu. Málþingið hefst kl. 15.00 og er haldið í hátíðarsal Háskóla Ís- lands (aðalbyggingu). Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hvetur alla til að taka virkan þátt í þeirri form- legu dagskrá sem á boðstólum er á Evrópska tungumáladaginn. Þá er dagurinn einnig kjörinn vettvangur til þess að huga að eigin tungumála- kunnáttu, nota þá kunnáttu sem fyr- ir er og huga að því að alltaf er hægt að bæta við sig. Kunnátta í erlendum tungumálum er lykillinn að skilningi á erlendum menningarheimum og á tímum hnattvæðingar og síaukinna samskipta þjóða á milli verður slíkur skilningur sífellt mikilvægari. Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2003 Eftir Sigfríði Gunnlaugsdóttur Höfundur er verkefnisstjóri Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum. RJÚPNASKYTTUR hafa haldið áfram að kveina yfir hinni rétt- mætu alfriðun rjúpunnar. Meira að segja hafa sumir veiðimenn talað, eins og þeir ættu tilkall til veiðanna, af því að þeir hafi svo lengi stundað rjúpnaveiðarnar. Nú skuluð þið heyra gamla sögu. Tvær konur bjuggu saman í einu herbergi. Þær áttu sinn son- inn hvor. Þeir voru smábörn á sama aldri. Þeir sváfu hjá mæðr- um sínum. Önnur konan hafði lagst ofan á sinn son, svo að hann dó. En hún fór með hann og lagði í rúm grannkonunnar og tók hennar son og lagði hjá sér. Þegar grannkonan vaknaði sá hún son hinnar konunnar liggja dáinn hjá sér. Hún vildi fá sinn son aftur. En konan þrætti og sagði að sá sem lifði væri sonur sinn. Þræta kvennanna um drenginn sem lifði gekk svo langt, að málið var lagt fyrir Salómonsdóm. Þar voru margir viðstaddir. Salómon hinn vitri konungur hlustaði á mál kvennanna um stund. Síðan sagði hann við hermann: „Högg þú drenginn í sundur og skulu þær hafa sinn hlutinn hvor“. Önnur konan æpti þá upp yfir sig: „Nei – nei. Gefið henni heldur barnið“. En hin sagði: „Já, höggvið hann“. Þá sagði Salómon: „Sú sem vill ekki láta deyða barnið er móðir þess – hún vill heldur gefa það. Hún elskar barnið. Fáið henni drenginn“. Við sem elskum rjúpuna og vilj- um ekki láta deyða hana. Við eig- um rjúpuna. Vona ég að umhverfisráðherra sjái það með Salómon, hvorri beiðninni á að hlýða. Vonandi læt- ur hún skotmannagræðgina sem vind um eyrun þjóta og heldur fast við sína réttu og drengilegu ráðstöfun. Við sem fyrir löngu vildum al- friðun rjúpunnar, eigum nú loks- ins að fá réttlætið fram. Kjarval bannaði að skjóta rjúpur. Loksins á því banni að verða hlýtt. Á ég rjúpuna eða þú, rjúpna- skytta? Eftir Rósu B. Blöndals Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.