Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 11

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 11 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 EFNT var til kynningar á Reykjavíkurborg sem ferðamannaborg í Lundúnum á miðvikudag í tilefni af útkomu ferðavegvísis á ensku sem heitir Reykjavik City Guide. Jafnframt var kynnt nýtt slagorð í þessu sambandi. Slagorðið er Pure energy á ensku eða hrein orka á íslensku. Um er að ræða sameiginlegt átak Reykjavík- urborgar, Ferðamálaráðs, Flugleiða og Listahátíðar í Reykjavík til að kynna höfuðborgina. Af þessu tilefni var efnt til móttöku í Shakespeare Globe Theatre í hjarta Lundúna fyrir fjölmiðlamenn og fólk sem starfar á sviði ferðamála þar sem kynnt var ýmislegt það sem fyrir augu ber á Íslandi. Þá var boðið upp á ýmis skemmtiatriði. Tríó Gunn- ars Þórðarsonar spilaði og Felix Bergsson leikari kynnti það sem fram fór. Leikfélagið Vesturport sýndi atriði úr leiksýningunni Rómeó og Júlíu, en sú sýning verður sýnd í Lundúnum síðar í þessum mán- uði. Steindór Andersen kvað rímur og Þórólfur Árna- son borgarstjóri ávarpaði gesti. Einnig söng Guðrún Ólafsdóttir söngkona við undirleik spænsks gítarleik- ara. Ferðamannaborgin Reykjavík kynnt í Lundúnum Ljósmynd/Daniel Sambraus Fjölmennt var í móttökunni í Lundúnum þar sem ferðamál, listir og menning í Reykjavík voru kynnt. Slagorðið „hrein orka“ kynnt til sögunnar  FRITZ H. Berndsen skurð- læknir varði dokt- orsritgerð sína við læknadeild Há- skólans í Lundi. Ritgerðin ber nafnið „The changing path of inguinal hernia surgery“, 6. júní sl. Andmælandi við doktorsvörnina var Bo Anderberg prófessor í Stokkhólmi en leiðbein- andi var Agneta Montgomery dósent við Háskólasjúkrahúsið í Malmö. Ritgerðin fjallar um þær breyt- ingar sem orðið hafa á meðferð nára- kviðslita á síðastliðnum áratug. Að- gerð við nárakviðsliti er ein algeng- asta aðgerð í skurðlækningum og eru líkurnar á því að fá nárakviðslit á lífs- leiðinni í kringum 30% fyrir karla og 3% fyrir konur. Helsta vandamálið eftir nárakviðslitsaðgerð er að kvið- slitið getur komið aftur og ekki er óalgengt að tíðni endurtekinna kvið- slita sé á bilinu 10-20%. Á síðast- liðnum áratug hafa komið fram nýjar skurðaðgerðir þar sem saumað er inn net til að styrkja kviðvegginn og þannig reynt að minnka líkur á end- urteknu kviðsliti. Auk þess hafa kvið- sjáraðgerðir rutt sér til rúms við að- gerðir á nárakviðsliti. Fyrsta rannsókn ritgerðarinnar fjallar um árangur meðferðar á sjúkrahúsinu í Karlskrona í Svíþjóð. Þar voru teknar upp nýstárlegri að- gerðir gegn nárakviðsliti 1993 auk þess sem kennsla skurðlækna var bætt. Tíðni endurtekinna kviðslita 5 árum eftir aðgerð lækkaði úr 28% ár- ið 1990 í 3% árið 1996 sem þykir mjög góður árangur. Önnur og þriðja rannsókn ritgerð- arinnar er tvíþætt samanburð- arrannsókn á árangri kviðsjár- aðgerðar og opinni aðgerð við nárakviðsliti. Þetta er jafnframt stærsta rannsókn sinnar tegundar þar sem 1000 sjúklingum var fylgt eftir reglulega í 5 ár. Sjúklingar sem fóru í kviðsjáraðgerð höfðu minni verki eftir aðgerð og veikindaleyfi þeirra voru styttri. Í ljós kom mark- tækt samband milli þess skurðlæknis sem framkvæmdi aðgerðina og tíðni endurtekinna kviðslita. Fjórða rannsóknin fjallar um með- ferð tvíhliða nárakviðslita en í 15-20% tilvika eru kviðslit í báðum nárum. Áður tíðkaðist að framkvæma tvær aðgerðir með nokkurra mánaða milli- bili en með tilkomu kviðsjáraðgerða var í auknum mæli farið að gera að- gerð á báðum nárum samtímis. Við Háskólasjúkrahúsið í Malmö hafa sjúklingar með tvíhliða kviðslit verið meðhöndlaðir með kviðsjáraðgerð frá árinu 1993 og var tilgangur rann- sóknarinnar að meta árangur aðgerð- anna. Helstu niðurstöður voru þær að tvíhliða kviðsjáraðgerð er örugg og alvarlegir fylgikvillar fáir. Tíðni endurtekinna kviðslita þremur árum eftir aðgerð reyndist innan við 3%. Í síðustu rannsókn ritgerðarinnar voru borin saman mismunandi net sem notuð eru við nárakviðslits- aðgerðir. Sérstaklega voru könnuð áhrif netinnlagnar á sáðstreng og æðar til eista. Það net sem mest er notað í dag virðist ekki hafa áhrif á sáðstreng né æðar til eista. Fritz lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1995 og embættisprófi frá læknadeild Há- skóla Íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám á skurðdeildum Sjúkrahúss Karlskrona í Svíþjóð frá 1993 til 1997 og fékk sérfræðivið- urkenningu í almennum skurðlækn- ingum 1997. Á árunum 1998 - 2002 starfaði Fritz á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kviðsjáraðgerðum. Fritz starfar nú sem yfirlæknir handlækningadeildar Sjúkrahúss Akraness auk þess sem hann rekur læknastofu í Domus Medica í Reykjavík. Fritz er fæddur árið 1965 og eru foreldrar hans Hendrik Berndsen og Ásta Kristín Kristjánsdóttir sem reka blómaverslunina Blómaverk- stæði Binna. Eiginkona Fritz er Jó- hanna Magnúsdóttir garðyrkjufræð- ingur og eiga þau þrjú börn. Doktor í skurð- lækningum FASTEIGNASÖLURNAR Fengur eignamiðlun og Garðatorg eignamiðl- un mega samkvæmt úrskurði sam- keppnisráðs ekki nota orðið eigna- miðlun í firmanöfnum sínum. Eignamiðlunin ehf. kvartaði til Sam- keppnisstofnunar og sagðist Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, fagna niðurstöðu sam- keppnisráðs. „Í okkar huga er það stórmál þegar fyrirtæki úti í bæ ætlar að komast yfir nafnið okkar. Við höfum verið starf- andi síðan 1957, eða í 46 ár. Satt að segja finnst okkur með ólíkindum að menn skuli hafa haldið þessu til streitu og látið málið fara þetta langt. Einnig finnst okkur þetta bera vott um skort á hugmyndaflugi og frum- legri hugsun að nota nöfn sem aðrir hafa notað áratugum saman. Ég fagna því sérstaklega að til séu stofn- anir eins og Samkeppnisstofnun sem geta gripið inn í þegar valta á yfir fyr- irtæki með ólögmætum viðskipta- háttum. Við hljótum að þurfa að efla slíkar stofnanir þannig að menn geti til dæmis starfað í friði með nöfn fyr- irtækja sinna,“ sagði Sverrir. Að mati samkeppnisráðs ber orðið eignamiðlun ekki með sér að átt sé sérstaklega við sölu fasteigna og orð- ið í þeim skilningi fyrst og fremst tengt Eignamiðluninni og starfsemi hennar, enda hafi fyrirtækið verið starfrækt í tæp fimmtíu ár. Gildi þá einu hvort orðið sé notað með eða án greinis, enda um sama orð að ræða. Þá sé ljóst að umsvif fyrirtækisins hafi verið umtalsverð á fasteigna- markaði. Samkeppnisráð bendir einnig á að orðið eignamiðlun sé ekki að finna í orðabókum. Mega ekki nota orðið eignamiðlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.