Morgunblaðið - 26.09.2003, Side 52

Morgunblaðið - 26.09.2003, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL að byrja með: Jamie Lee Curt- is hefur aldrei verið betri á löngum og litríkum ferli en í tvöföldu hlutverki í þessari bráðskemmtilegu endurgerð fjölskyldumyndar frá 1977. Hún á al- tént skilið Óskarstilnefningu þó túlk- un dramatískara og „menningar- legra“ hlutverks verði vafalítið verðlaunað. Curtis leikur Tess, stressaða, einstæða móður tveggja barna; táningsins Önnu (Lindsay Lohan) og sonarins Jake (Chad Mich- ael Murray), sem er nokkru yngri. Faðirinn er látinn og Tess er í þann mund að fara að gifta sig á ný dótt- urinni til lítillar hrifningar. Flest annað skilur á milli mæðgna. Mamman er dæmigerð, vel menntuð nútímakona, vinsæll sálfræðingur með eigin stofu, forfallinn vinnufíkill með fullkomnunaráráttu og sem finn- ur frjálslegum lífsstíl dótturinnar flest til foráttu. Anna er þó að manni virðist einkar efnilegur og sjálfstæð- ur einstaklingur, mátulega hrifin af náminu og kennurunum (Stephen Tobolowsky lífgar uppá atburða- rásina sem dæmigerður, uppþornað- ur kennarajálkur), en hefur því meiri áhuga á grunge-tónlist og er aðaldrif- fjöðrin í unglingahljómsveit sem æfir stíft í mömmubílskúrnum mömmu – þegar Volvóinn er ekki heima. Árekstrarnir eru tíðir og hefjast gjarnan í morgunsárið og enda í eitt skiptið yfir kvöldverði á kínverskum matsölustað þar sem eigandinn réttir þeim spádómskökur til að lægja öld- urnar. Þá hefjast töfrarnir: Mæðg- urnar fá sama spádóminn sem gerir það að verkum að þær hafa ham- skipti, þ.e. að dóttirin skutlast yfir í líkama móðurinnar og öfugt. Ekki þarf að spyrja að endalokum, eftir þann nauðsynlega skilning sem þær fá á stöðu hvor annarar losna þær reynslunni ríkari undan hinum kín- verska galdri. Gott ef endurgerðin slær ekki út forvera sinn sem í minningunni er- Disney-mynd í rösku meðallagi. Þá lék Jodie Foster dótturina sem var mun bragðlausari en hin uppreisnar- gjarna nútímastúlka sem Lohan túlk- ar á hárfínum notum. Ekki síður er hún leikur mömmu sína, settlega og stjórnsama. Það er þó Curtis sem hef- ur vinninginn og umturnast gjörsam- lega er hún verður táningsgella með platínukort upp á vasann. Hugarfarsbreytingin er það sem skiptir öllu máli, aukinn skilningur og tillitssemi í garð hvor annarrar sem reynist ekki langt undan en þó yfir- leitt víðs fjarri í samskiptum foreldra og barna þeirra á „mótþróaaldrin- um“. Kosturinn við þessa ágætu kennslustund í mannlegum samskipt- um er utan gæðaleiks sá eldhressi en þó beinskeytti húmor sem kryddar og mýkir boðskapinn og heldur áhorf- endum á léttu nótunum frá upphafi til enda. Myndin er því hvorttveggja, fín fjölskylduskemmtun og hollt um- hugsunarefni fyrir sama hóp. Eink- um hafa foreldrar gott af því að rifja upp hversu það var sælt að vera ung- lingur þegar fátt skyggði á unaðssemi tilverunnar annað en tuðið í þeim eldri… Aukapersónurnar eru nettar og vel túlkaðar og dálítið fyndið að sjá Mark Harmon stinga upp (nú) grá- sprengdum kollinum. Hann var og er dágóður leikari, heftur í dísætum um- búðum. Að endingu ætla ég þó rétt að vona – að fenginni ömurlegri reynslu frá níunda áratugnum – að þessi ágæta mynd hleypi ekki af stað nýju flóði slíkra hamskiptamynda. Kynslóðabil og kín- verskar spádómskökur KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri Mark Waters.Handrit Heather Hach og Leslie Dixon, byggt á skáldsögu eftir Mary Rodgers. Kvikmyndatökustjóri Oliver Wood. Aðalleikendur: Jamie Lee Curtis, Lindsay Lohan, Mark Harmon. 90 mínútur. Walt Disney Pictures . Bandarík- in 2003. Geggjaður föstudagur (Freaky Friday )  Sæbjörn Valdimarsson KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." - HP KVIKMYNDIR.COM F R U M S Ý N I N G Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd. kl. 6. NÓI ALBINÓI Rómantísk grínmynd frá leikstjóra When Harry Met Sally með LukeWilson (Legally Blonde) og Kate Hudson (How To Lose A Guy...) Kvikmynd eftir Sólveigu Anspachi i i DIDDA JÓNSDÓTTIR ELODIE BOUCHEZ BALTASAR KORMÁKUR INGVAR E. SIGURÐSSON Mögnuð mynd eftir Sólveigu Anspach sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Vinsælustu myndirnar á Breskum Bíódögum sýndar áfram. Missið ekki af þessum frábærum myndum Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. kl. 6. kl. 6. kl. 8. kl. 10.15.kl. 6. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DV THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL  "Skotheldur leikur og frábært handrit." - HP KVIKMYNDIR.COM Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien F R U M S Ý N I N G Þrautir Myndasögur Verðlaunaleikur vikunnar Krakkarýni Lína langsokkur Með blaðinu á morgun fylgir sérblaðið börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.