Morgunblaðið - 26.09.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 26.09.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kornrækt á Íslandi svarar ekki nema 12% þarfa, en gæti uppfyllt allar þarfir. Guðni Einarsson tekur tali korn- bændur og Jónatan Hermannsson hjá RALA. Endurnýjun lífdaga Steinar Berg hefur látið að sér kveða í íslensku tónlist- arlífi í 30 ár og er á ný kominn í útgáfu. Árni Matthías- son ræðir við hann um ferilinn og framtíðina. Skuldbindingin í fullu gildi Gengið hefur á ýmsu í samskiptum Bandaríkjanna og Ís- lands frá því að James I. Gadsden tók við stöðu sendi- herra. Steingrímur Sigurgeirsson tók hann í viðtal. Kraftur í kornrækt á sunnudaginn FJALLASKÁLAR LOKAÐIR Ferðafélag Íslands hefur ákveðið að loka öllum fjallaskálum sínum á Laugaveginum í vetur. Ástæðan er afleit umgengni. Þá segir fram- kvæmdastjóri félagsins að ekki sé greitt fyrir afnot af skálunum. Úti- vist hefur þegar tekið ákvörðun um að loka sínum skálum. Sjúklingar hóta starfsfólki Starfsfólk á slysa- og geðdeildum hefur orðið fyrir aðkasti sjúklinga utan vinnutíma. Dæmi eru um hót- anir og eftirför. Öryggismál hafa því verið efld. Gripið hefur verið til þess ráðs að hafa aðeins fornafn starfs- manna á nafnspjöldum sem þeir bera. Saka Hoon um lygar Lögfræðingur fjölskyldu David Kellys, breska vopnasérfræðingsins, sakaði í gær Geoff Hoon, varn- armálaráðherra Bretlands, um að hafa logið að nefndinni, sem rann- sakar dauða Kellys. Hefði stjórnin notað hann sem „peð í pólitískri bar- áttu við BBC“. Stóðst ekki kröfur ESB Tilraunir til að flytja lambakjöt frá Íslandi beint til Færeyja hafa aftur siglt í strand og eru horfur á að allt kjöt sem selja á til Færeyja verði fyrst flutt til Danmerkur þar sem fram fer heilbrigðisskoðun á kjötinu. Farga þurfti nokkrum tonnum af kjöti sem flutt var til Færeyja því það uppfyllti ekki kröfur ESB. Morðið upplýst? Sænska lögreglan telur sig vera búna að upplýsa morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og ætlaði að fara nú í morgun fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum, sem hún hefur í haldi, gunaðan um verknaðinn. FÓLKIÐ bíður í röð eftir miðnætti, býr til boli, rímar, stundar jóga og er hamingjusamt | |26|9|2003 VIÐBURÐIR SEM GERA VIKUNA SKEMMTILEGRI Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 12 Þjónusta 31 Úr verinu 13 Viðhorf 32 Erlent 14/15 Minningar 32/37 Minn staður 16 Bréf 38 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 39 Akureyri 19 Dagbók 40/41 Suðurnes 20 Íþróttir 43/45 Austurland 21 Leikhús 46 Landið 21 Fólk 46/53 Daglegt líf 22/23 Bíó 50/53 Listir 24/26 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 27 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurafleggjara á miðviku- dagsmorgun hét Gestur Breiðfjörð Ragnarsson, til heimilis að Selsvöll- um 12 í Grindavík. Hann var fæddur 9. apríl árið 1939 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Lést í bílslysi SIGURLÍN Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, segir starfsfólk Alþingis hafa undirbúið komu hennar á Alþingi mjög vel og hún hlakki til þingsetningarinnar. Sigurlín er fyrsti heyrn- arlausi þingmaðurinn sem tekur sæti á Alþingi. Ekki er vitað um annan heyrnarlausan þingmann á Norð- urlöndum og samkvæmt upplýsingum frá starfs- mönnum Alþingis er mjög fátítt í Evrópu allri að heyrnarlausir setjist á þing. Því þurfti að gera sér- stakar ráðstafanir í Alþingishúsinu til að nýi þingmað- urinn gæti tekið þátt í lýðræðislegri umfjöllun sem þar fer fram. Í gær reyndi Sigurlín búnaðinn ásamt túlkum sem munu verða henni innan handar meðan á þingfundi stendur. Hún segir lausnina hugvitsamlega útfærða. Í fundarsalnum situr Sigurlín með fartölvu fyrir framan sig. Á skjánum er mynd af túlki sem túlkar jafnóðum umræður þingmanna úr ræðustól. Sigurlín sér túlkinn og túlkurinn sér Sigurlín á skjá hjá sér. Taki Sigurlín þátt í umræðunum situr túlkur við ræðupúltið og flytur mál hennar. Það er því rödd túlksins sem heyrist og er tekin upp á segulband Alþingis. Sigurlín segist vera tilbúin að taka þátt í störfum þingsins. Aðspurð hvort hún kvíði jómfrúarræðunni segir hún ekki tímabært að tjá sig um það. Það komi bara í ljós þegar stundin renni upp. Morgunblaðið/Þorkell Þingumræður á táknmáli Túlkað fyrir eina heyrnarlausa þingmann Norðurlanda DRÖG að samningum um sölu Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suð- urnesja á orku til Norðuráls vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers fyr- irtækisins hafa verið lögð fram. Samningsaðilar eiga þó eftir að taka afstöðu til ýmissa atriða í þeim, að sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls. Norðurál hyggst tvöfalda fram- leiðslugetu álvers síns á Grundar- tanga, þannig að þar verði framleidd 180 þúsund tonn á ári. Til þess þarf fyrirtækið að tryggja sér 150 mega- watta orku og hefur verið í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja um að útvega þessa orku. Hefur verið gert ráð fyrir að orkufyrirtækin skiptu þessu nokkurn veginn til helminga, meðal annars með byggingu nýrra virkjana á Hellisheiði og Reykjanesi og stækkun Nesjavallavirkjunar. Unnið að fjármögnun Ragnar Guðmundsson staðfestir að lögfræðingar hafi lagt fyrir drög að samningum. Með því séu samningar aðila komnir í ákveðinn farveg og enn eitt skref stigið. Samkomulag er um orkuverð en að sögn Ragnars er eftir að fara yfir hvort samningsaðilar séu sammála um ýmis efnisatriði samn- ingsdraganna. Meðal þess sem eftir er að ganga frá er flutningur orkunn- ar og hvernig varaafl verður tryggt. Þau mál þarf að ræða við Landsvirkj- un. Norðurál er einnig í viðræðum við banka um fjármögnun stækkunar ál- versins en áætlað er að framkvæmdin kosti um 25 milljarða króna. Ragnar segir unnið að því að fá viðurkenningu banka, sem gert hafa tilboð í fjár- mögnun verksins, á OR og Hitaveitu Suðurnesja sem orkusala í stað Landsvirkjunar sem í upphafi var til- greindur orkusali. Spurður að því hvort til greina komi að Landsvirkjun verði milliliður milli orkufyrirtækjanna og Norðuráls segir Ragnar ljóst að Landsvirkjun og starfsmenn fyrirtækisins hafi mikla reynslu í þessu efni og hafi áunnið sér traust erlendra banka. Hins vegar sé verkefnið núna að sannfæra bankana um að hin fyrir- tækin séu einnig traustir orkusalar og enn hafi ekkert komið upp á sem raski þeim áætlunum. Samningsdrög um orkusölu til Norðuráls lögð fyrir Enn eftir að semja um ýmis atriði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.