Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Firringin hefur náð tökum á Íslendingum. Sveitasælanmeð sakleysi fásinnisins er liðin tíð og hraði borgarlífs-ins tekinn við með harðari hugsunarhætti. Ég er ákaffihúsi með ljósmyndara. Ungt fólk situr fyrir, þar á meðal hörundsdökk stúlka. Þá gengur að ljósmyndaranum maður og segir við hann alvörugefinn: – Ekki ertu að taka mynd af einhverju lituðu? Í Sjónvarpinu eru fluttar fréttir af átökum og raðast klíkurnar eftir kynþáttum. Ég heyri af réttum þar sem skrafað er um að við eigum ekki að fá litað fólk til landsins; samt eru rollurnar ekki dregnar í dilka eftir litum. Ég man ekki eftir þessum viðhorfum frá því ég var lítill. Þetta var ekki í námsefninu í grunnskóla. Ég dró aðrar ályktanir af þáttunum sem ég horfði á, bókunum sem ég las, umræðunum sem spunnust. Það er gott að geta leitað athvarfs frá firringunni og fengið sér kökubita í matsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ekki síst þegar borðfélagarnir eru frá Snæfellsnesi, Grindavík, Vestmannaeyjum og úr Svarfaðardalnum. Þrátt fyr- ir ólíkan uppruna sitja þau saman við borðið og fer vel á með þeim. Þau leyfa þrítugum strákpjakki að norðan að slást í hópinn. – Ég er Svarfdælingur í báðar ættir, annars heimshornaflakkari, segir Sólveig Eggertsdóttir. – Ég verð alltaf Snæfellingur, segir Pétur Sigurðsson. Þar sem maður er fæddur, þar liggja ræturnar. – En ég er ekki fædd í Svarfaðardalnum, bendir Sólveig á. Ég er fædd á Hverfisgötunni. Þar fengum við inni því mamma var komin á steypirinn. Þegar ég var tveggja vikna héldum við norð- ur. Það var farið á hestum og mamma var með mig í fanginu, – hún missti mig ekkert, segir Sólveig, enn þakklát móður sinni. Ég held það sé erfitt að vera giftur Svarfdælingi, lýsir hún svo yfir. – Af hverju? spyr blaðamaður undrandi. – Af því við erum svo miklir Svarfdælingar, segir hún. Það vek- ur afbrýðisemi – ekki kynferðislega heldur ættjarðarlega. – Ég held það sé óvíða fallegra en í Grundarfirði í Eyrarsveit; fjöllin eru svo falleg að það er alveg sérstakt, segir Pétur. – Allt er fallegt á sinn máta – hraungjóturnar eru líka fallegar, segir Margrét og hugsar til Suðurnesja. Ketill Eyjólfsson situr við borðið. Hann er frá Vestmanna- eyjum og telur sig ekkert þurfa að lýsa fegurð þeirra. Ketill var í næsta herbergi við Lárus afa á Hrafnistu. Hér bjó afi síðustu æviárin með bækurnar sínar; þær sem komust fyrir. Bækurnar fylgdu afa hvert sem hann fór. Einu sinni fór hann skamma dvöl á Landspítalann og herbergisfélagi hans var ætt- aður úr Víkunum í Skjálfanda. Hann undraðist hve afi var með mikið af bókum með sér og að hann var lesandi daga og nætur. Hann sagðist vera viss um að afi hefði lesið allar bækur sem til væru á landinu, nema þær sem væru á bókasafninu í Borgarnesi. Margrét lýsir því þegar hún lærði að synda. Það var í sjónum. Hún lærði að synda með jafnöldrum sínum í klettaskoru á Reykjanestánni, sem fylltist á flóði. Krakkarnir gistu þar í hálfan mánuð í litlum skúr eða tjöldum. – Við lærðum ekki að synda heldur rétt að fleyta okkur. Hún var ekki stór þessi skora, segir Margrét. – Í Eyjum lærðum við líka að synda í sjónum, segir Ketill. – Ekki var svona mikil menning á Snæfellsnesi, segir Pétur. – Var ekki sjórinn kaldur? spyr blaðamaður skelfdur. – Jú, en ég man að sjórinn var volgastur í suddarigningu, segir Ketill. Oft er mikið um að vera á Hrafnistu, en þegar blaðamann ber að garði sitja fáir í matsalnum. – Sitja stelpur og strákar saman á borði eða eru kynin út af fyrir sig? – Ég sit við stelpuborð, segir Ketill og hlær. – Hér er allt frjálst, svarar Margrét brosandi. Afi var trúaður og orti sín eigin kvöldvers, en þótti tryggara að lesa Biblíuna á latínu. Einatt sækir maður áhrif í aðra menningu og lífið yrði einlitt án fjölbreytileikans. Lífið er frjálst á Hrafn- istu. Það að uppruninn sé ólíkur auðgar mannlífið. Það gildir líka um fólk sem er af erlendu bergi brotið. Framfarir á Íslandi, hvort sem er í menningarlegu eða efnahagslegu tilliti hafa að drjúgum hluta orðið að veruleika vegna þeirra alþjóðlegu strauma sem við höfum komist í tæri við. Í þeim straumum erum við orðin synd. En til eru þeir sem komast aldrei upp úr kletta- skorunni. Morgunblaðið/Ásdís Erfitt að vera giftur Svarfdælingi SKISSA Pétur Blön- dal flúði inn á Hrafnistu KONUR í dag eru almennthræddar við að fæða börnsem aftur veldur því aðþær velta sjaldnast fyrir sér þeim valkosti að fæða börnin heima. Ina May Gaskin, ljósmóðir frá Bandaríkjunum og fram- kvæmdastjóri The Farm Midwifery Center í Tennessee, sem stödd er hér á landi í tengslum við ráðstefnu um eðlilegar fæðingar í nútíma- samfélagi, segir að drjúgur hluti barnsfæðinga eigi að fara fram innan veggja heimilisins. „Það þýðir ekki að öll börn eigi að fæðast þar. Sum- um konum líður kannski ekki vel með að fæða fyrsta barn utan sjúkra- húss. Ég held þó að ef allar upplýs- ingar væru fyrir hendi myndu konur fremur vilja vera heima,“ segir hún. Ina May hefur starfað sem ljós- móðir í rúma þrjá áratugi á „Sveita- býlinu“ nærri Summertown í Tenn- essee í Bandaríkjunum, gamalli hippakommúnu þar sem búa um 250 manns. Yfir 2.200 fæðingar hafa farið fram á vegum ljósmóðurmiðstöðv- arinnar frá því hún tók til starfa fyrir um þremur áratugum og konur koma víða að til að fá leiðsögn um barnsfæðingar. Hlegið í hríðunum Athygli hefur vakið að á meðan tíðni keisarafæðinga hefur aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum, er nærri 18% hér á landi sem stendur, 20% í Bandaríkjunum og hærri í sumum löndum, þá er hún 1–2% hjá Inu May og samstarfskonum hennar á Sveitabýlinu. Ina May segir að um- hverfið og andrúmsloftið skipti hér sköpum og geti í raun haft allt um það að segja hvort móðirin nái að slaka á eða hvort hún sé spennt sem aftur geti seinkað fæðingunni. Vert sé að hafa í huga að einfalt ráð eins og að hlæja í hríðunum geti hjálpað til að losa um spennu. Þá sé mik- ilvægt að geta hreyft sig enda hafi öll spendýr þá þörf að hreyfa sig á með- an á fæðingu stendur. Ina May hefur á löngum ferli borið saman upplýsingar sem hún hefur fengið frá læknum og frá mæðrum og komist að því að sumt af því sem staðið hefur í kennslubókum um barnsfæðingar er beinlínis rangt og annað er ekki minnst á í bókunum. „Ég held satt best að segja að lækn- isfræðin hafi ekki verið nógu dugleg að hlusta á konur í gegnum aldirnar og að ljósmæður hafi síðastliðna öld verið settar á stall skörinni neðar en læknar. Ég held að ljósmæður eigi að vera á sama jafnfréttisgrundvelli og læknar þegar viðkemur fæð- ingum, kannski á þann hátt eins og gert hefur verið í Hollandi.“ Gaskin-aðferðin Sem dæmi tók hana um 20 ár að kenna læknum aðferð sem notuð er í sérstökum tilfellum við barnsfæð- ingar til að losa um axlarklemmu og ekki þótti sjálfsögð áður. Þessi að- ferð er nú kennd í læknaháskólum víða um heim og kennd við Inu May, nefnist Gaskin-aðferðin. Aðferðina lærði hún frá ljósmæðrum í Guatem- ala. Auk þess að aðstoða barnshafandi mæður á ljósmóðurmiðstöðinni á Sveitabýlinu í Tennessee fær hún ljósmæður hvaðanæva úr heiminum á Sveitabýlið á stutt námskeið og þjálfar auk þess upp aðstoðarmenn ljósmæðra. Ina May segir allt þetta starf miði að því að minna á og vekja upp umræður um hvernig hægt sé að hægja á tæknivæðingunni sem sé svo nátengd barnsfæðingum víða um heim og valdi því að barnshafandi konur verði fráhverfar sjúkrastofn- unum. Þá sé mikilvægt að hlúa að aldagamalli þekkingu sem ljós- mæður bjuggu yfir og notuð var við heimafæðingar en sé óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Heldur fyrirlestur í HÍ á mánudag Þess má geta að Ina May Gaskin er aðalfyrirlesari á ráðstefnu Ljós- mæðrafélags Íslands og náms í ljós- móðurfræði við Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Eðlilegar fæðingar í nútímasamfélagi og hófst í gær á Grand hóteli. Þá verður hún með op- inn fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands nk. mánudag kl. 17 sem hald- inn er á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Heimafæðingar eru almennt allt of fátíðar Andrúmsloftið og umhverfið skipta sköpum um hvernig barns- fæðingar takast til Morgunblaðið/Ásdís Ina May Gaskin er framkvæmdastjóri The Farm Midwifery Center. „Láttu apann þinn um þetta“ SPURÐ út í þær aðferðir sem barnshafandi konur á sveitabýlinu til- einka sér við barnsfæðingar segir Ina May Gaskin ljósmóðir að kon- urnar „læri að vera villimenn“. „Við lærðum að vera frumstæðar en góðar barnshafandi konur.“ Þetta gera þær meðal annars með því „að reyna að losa um vits- munalegar hömlur í heilanum“ sem aftra því að konur hegði sér „eðli- lega“ við barnsfæðingu sem aftur getur orsakað að fæðingin verður erfiðari en ella. Þá er ráðið beita fyrir sig setningar á borð við: „Láttu apann þinn um þetta“. Að sleppa af sér beislinu og haga sér eins og spendýr í náttúrunni myndi gera. Hrópa, leysa vind, borða, drekka o.s.frv. „Ef górillur eru betri í að fæða börn en bankaforstýrur þá skulum við læra af górillunum,“ segir Ina May hikstalaust. 320 hippar frá San Francisco tóku sig upp … STEPHEN Gaskin, eiginmaður Inu May, stofnaði hippakomm- únuna Sveitabýlið nærri Summ- ertown í Tennessee í Bandaríkj- unum árið 1971 ásamt 320 öðrum hippum frá San Francisco. Í þorpinu er að finna alla þá þjón- ustu sem finna má í hverju öðru þorpi. Þar eru skólar, heilsu- gæsla, apótek, póstþjónusta, verslanir, fyrirtæki o.fl. Íbúar eru um 250 en þegar mest var bjuggu þar á annað þúsund manns. Mikið er lagt upp úr sjálf- bærri ræktun og að raska ekki umhverfinu á neinn þann hátt sem kann að skaða það. Að sögn Inu May hefur samfélagið tekið stakkaskiptum á síðustu áratug- um og þótt þar búi enn hippar er Sveitabýlið ekki lengur hippa- kommúna. Ina May lýsir upphafsárunum þannig: „Við urðum að læra hvernig við áttum að útvega okk- ur vatn á öruggan hátt og hvern- ig við áttum að verða okkur úti um þá heilbrigðisþjónustu sem við þurftum. Við vorum ekki með neinar heilbrigðistryggingar. Við urðum að tileinka okkur sumt af því sem læknar læra í skólum. Meðal annars kenndi læknir sem bjó á svæðinu okkur ýmislegt.“ Þess má geta að Ina May lagði síðar stund á ljósmóðurfræði. Fyrst um sinn bjuggu íbúar Sveitabýlisins í tjöldum en smátt og smátt risu þar fleiri og fleiri hús og mannvirki og Sveitabýlið tók á sig þorpsmynd. TENGLAR ................................................. Upplýsingar um Sveitabýlið má finna á slóðinni: www.thefarm- community.com og á www.- thefarm.org MIKIÐ hefur verið spurst fyrir um lambakjöt frá bændum á Austurlandi sem hafa tekið sig saman um sölu á kjöti á Netinu í gegn um vefsvæðið www.austurlamb.is og nokkrar pant- anir. Framkvæmdastjóri verkefnisins telur þó að ekki reyni verulega á söluna fyrr en í næsta mánuði, þegar komi að því að hægt verði að afhenda vöruna. 20 bændur á Austurlandi tóku sig saman um söluverkefni undir nafninu Austurlamb. Bjóða þeir neytendum að velja kjöt á vefsvæðinu eftir fram- leiðendum og nokkra kosti við sögun. Lömbunum er slátrað í viðurkenndu sláturhúsi og pakkað í kjötvinnslu. Að sögn Sigurjóns Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Sláturfélags Austurlands, verða 600 lömb tekin frá í sláturtíðinni til þessarar sölu. Hann segist hafa fengið mikil og góð við- brögð á Netinu og vefsvæðið hafi ver- ið mikið skoðað. Hins vegar mætti salan vera líflegri. Reiknar hann með að fleiri pantanir berist í október þeg- ar hægt verði að pakka kjötinu og af- henda það. Þá verði þessi kostur aug- lýstur betur. Ljóst sé þó að töluvert muni reyna á bændur sjálfa að selja kjöt sitt. „Almennt tel ég að neytend- ur séu mjög tilbúnir að skoða þennan nýja möguleika,“ segir Sigurjón. Mikið spurt en minna selt Sala lambakjöts á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.