Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 9 Hafið samband við söluskrifstofur eða fjarsöludeild Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.-föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og sunnud. kl. 10-16). www.icelandair.is/vildarklubbur. París Minneapolis Vildartilboð Láttu hjartað ráða ferðinni Tryggið ykkur sæti. Síðasti söludagur er 5. október. Greiða verður með Vildarkorti VISA og Icelandair. Ferðatímabil: Október og nóvember. Lágmarksdvöl: Aðfaranótt sunnudags. *Börn, 2ja - 11 ára, fá 50% afslátt af punktum. *Börn, yngri en 2ja ára, fá 90% afslátt af punktum. Öflugasta tryggðarkort á Íslandi Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair eru félagar í Vildarklúbbi Icelandair og fá m.a. ferðapunkta í hvert sinn sem þeir fljúga með Icelandair. Að auki fást punktar þegar greitt er með kortinu í viðskiptum við fjölmörg innlend samstarfsfyrirtæki í verslun og þjónustu. Þú sækir um Vildarkort VISA og Icelandair í næsta viðskiptabanka eða sparisjóði. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og þjónustugjald. 19.980kr. og 10.000 ferðapunktar* Innifalið: Flug, flugvallarskattar og þjónustugjald. 26.400 kr. og 15.000 ferðapunktar* Innifalið: Flug, gisting á Holiday Inn Bloomington í 3 nætur, flugvallarskattar og þjónustgjöld. 38.150 kr. á mann í tvíbýli ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 33 1 0 9/ 20 03 Þú þarft að fara í skoðunarferðir, fá þér hnausþykkt heitt súkkulaði, skoða kistu Napóleons, sigla um á Signu og taka langt hádegi á alvöru frönskum veitingastað. Þú þarft að fara í Mall of America, í leikhús, á tónleika, skoða eitt besta listasafnið í Banda ríkj unum og upplifa ógleymanlega stemningu í glæsilegri íþróttahöll. til handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair VEKJA þarf fólk í til umhugsunar í auknum mæli um aðgengismál fatl- aðra með samræðum milli ólíkra hagsmunasamtaka úr röðum fatl- aðra og stjórnvalda, fyrirtækja, arkitekta, hönnuða, o.s.frv. Þetta segir Karen Bendixen, upplýsinga- stjóri Dansk Center for Tilgænge- lighed – stofnunar um aðgengismál í Danmörku, sem boðið var hingað til lands á dögunum af félagsmálaráðu- neyti í tengslum við nýja fram- kvæmdaáætlun um aðgengismál fatlaðra sem unnið er að hér á landi á Evrópuári fatlaðra. Karen var boðið hingað til að fjalla m.a. um hvernig vinna við framkvæmdaáætl- un hefur gengið fyrir sig í Dan- mörku. „Ég var að segja þeim frá sam- vinnu sem við höfum átt við ráðu- neyti, fyrirtækjasamsteypur, arki- tekta, hönnuði og mismunandi hagsmunasamtök fatlaðra í Dan- mörku. [...] Það þarf að breyta af- stöðu fólks til þessara mála og þó að það taki langan tíma er ástandið að batna, best er að hafa samvinnu við sem ólíkasta hagsmunahópa,“ segir Karen. Mikilvægt að vinna eftir framkvæmdaáætlun Hún segir mikilvægt í þessu sam- bandi að einblína ekki um of á fatl- aða heldur að finna lausnir sem gagnist fleirum. Sem dæmi verði næstu lestar sem byggðar verða í Danmörku búnar sérstökum sætum sem gagnist fötluðum og öldruðum. Spurð um árangur í aðgengismálum fatlaðra í Danmörku á Evrópuári fatlaðra segir hún: „Það hefur verið áhersla á mál- efni fatlaðra en vandamálið er að fatlaðir verða áfram fatlaðir þótt ár- ið sé liðið. Þeir verða fatlaðir á næsta ári og árið þar á á eftir líka. Það er því mjög mikilvægt að fólk hafi einhverja framkvæmdaáætlun í höndunum til að vinna eftir.“ Danskur fulltrúi ræddi við stjórnvöld um aðgengismál fatlaðra Ólíkir hagsmuna- hópar ræði saman KARLMAÐUR hefur játað 15 millj- óna króna skattsvik á árunum 2001 og 2002 fyrir dómi á grundvelli ákæru efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra og má vænta hátt í 30 milljóna króna sektar þegar dómur verður kveðinn upp í máli hans síðar í haust. Ákærði játaði brot á lögum um virðisaukaskatt með því að stinga undan 11,3 milljónum króna sem honum bar að standa tollstjóra skil á. Þá játaði hann brot á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda með því að stinga undan 3,8 milljónum króna. Játar skattsvik SVEITARSTJÓRI Þingeyjarsveit- ar, Jóhann Guðni Reynisson, vill árétta að þátttaka sveitarfélagsins í samstarfsverkefni um rafrænt sveit- arfélag með Húsavíkurbæ og Aðal- dælahreppi tengist á engan hátt sameiningu sveitarfélaga. Hér sé eingöngu um að ræða sjálfstætt sam- starfsverkefni. Tilefni áréttingarinnar eru um- mæli Reinhards Reynissonar, bæj- arstjóra Húsvíkinga, í Morgun- blaðinu á fimmtudag sem höfð voru eftir honum á blaðamannafundi þeg- ar verkefnið var kynnt. Sagðist Reinhard þar aðspurður ekki útiloka að verkefnið gæti verið „ágætur að- dragandi“ að því að skoða samein- ingu þessara sveitarfélaga á næstu árum. Rafrænt samfélag tengist ekki sameiningu Þingeyjarsveit ♦ ♦ ♦ Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.