Morgunblaðið - 28.09.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 28.09.2003, Síða 35
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 35 JÚDAS Ískaríot er tólfti ogsíðastur á postulalistum sam-stofna guðspjallanna, en erekki nefndur í upptalningunni í Postulasögunni, enda er þar verið að segja frá þeim sem í loft- stofunni í Jerúsalem dvöldust, eft- ir uppstigningu Jesú af Olíu- fjallinu. Þótt ekki sé Júdas þessi á hverri blaðsíðu í Nýja testamentinu, er það samt oftar er hinir postularnir flestir. Faðir hans var Símon, og er hann einnig nefndur Ískaríot (Jó- hannesarguðspjall 6:71, og 13:2 og 26). Flestir eru á því, að viðurnefni þeirra feðga sé grísk umritun (byggð á misskilningi) á hebreska Ish Karioth (eða Kerioth), sem þýðir „maður frá Karioth“ (eða „Kerioth“), en samnefnt þorp var að finna í Júdeu, líklega sunnan til. Þar eru nú rústir el Karjetein. Í Jósúabók 15:25 er minnst á Ker- íjót Hesron meðal syðstu borga „í kynkvísl Júda sona, við landamæri Edóms, í Suðurlandinu …“ Híer- ónýmus kirkjufaðir (347–419) áleit viðurnefnið reyndar tengt Issach- ar, sem merkir „laun“ (sbr. 1. Mósebók 30:18) og annar leitaði samsvörunar í orðinu hierochites, sem merkir „Jeríkóbúi“. Og vegna þess að Júdas er í sýrlenskum handritum guðspjallanna kallaður Scariot, hefur einnig komið fram sú tilgáta, að á bak við það liggi gríska nafnorðið scortia (leð- urjakki), og eru menn þá með pyngjuna í huga, eða eitthvað slíkt, eitt helsta einkennistákn hans síð- ar. En áleitin er líka sú hugmynd, að Ískaríot geti verið arameiskt orð yfir launmorðingja, einhvers konar umritun af hinu latneska sicarius („hnífstungumaður“); það er á grísku sicarios. Meðal vand- lætara, öðru nafni sílóta, fundust þannig menn, og voru þeir reiðu- búnir að beita kutum sínum á Rómverja ef svo bar undir. Ým- islegt styður það nefnilega, að fjór- menningarnir í þriðju einingu postulahópsins hafi allir tengst þessum herskáa, gyðinglega trú- flokki. Vera kann að Messías- arvonin hafi upphaflega leitt þá til Jesú, og ekki fyrr en síðar lokist upp fyrir þeim hvað var að gerast. Ef svona er í pottinn búið, hefur faðir Júdasar einnig verið sílóti. Í samstofna guðspjöllunum birt- ist þessi postuli ekki fyrr en á síð- ustu ævidögum Jesú, ef nafnalist- arnir eru frá taldir, en í Jóhannesarguðspjalli er á hann minnst fyrr í tvígang. Eftir krafta- verkið með brauðin og fiskana, vildu margir taka Jesú með valdi og gera hann að konungi (6:15). Hann vék undan og í framhaldinu er mikil ræða, þar sem hann reynir að útskýra hlutverk sitt. Upp úr því hurfu margir lærisveinanna frá honum. Jesús spyr þá postulana hvort þeir ætli líka að fara. Símon Pétur svaraði honum: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs, og vér trúum og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs.“ Jesús svaraði þeim: „Hef ég eigi sjálfur útvalið yður tólf? Þó er einn yðar djöfull.“ Og Jóhannes nefnir til útskýr- ingar, að þar hafi meistarinn átt við Júdas Ískaríot. Hinn textinn er í 12:1–8. Jesús er í húsi í Betaníu og María tekur „pund af ómeng- uðum, dýrum nardussmyrslum“ og smyr fætur hans. Júdas bregst við með því að spyrja, hvort ekki hefði verið réttara að koma þeim í verð og gefa fátækum. Og svo kemur Jóhannes enn með nánari útlistun: Ekki sagði hann þetta af því, að hann léti sér annt um fátæka, heldur af því, að hann var þjófur. Hann hafði pyngjuna og tók það, sem í hana var látið. Athyglisvert er í þessu sam- bandi, að hliðstæðan texta er að finna í Markúsarguðspjalli 14:3–9 og þar er hvergi minnst á Júdas, heldur einungis að þar hafi verið „nokkrir, er gramdist þetta.“ Vegna þessa og ýmissa annarra at- hugasemda Jóhannesarguðspjalls í garð umrædds postula, hafa menn látið sér detta í hug, að um seinni tíma viðbót eða innskot geti verið að ræða. Í samstofna guð- spjöllunum veit t.d. enginn hinna postulanna hvern Jesús er að tala um, þegar hann segir, að einn muni reynast svikari. Og ýmislegt bendir til þess, að Júdas Ískaríot hafi verið þarna í töluverðum met- um, enda fágaðri en óheflaðir Galíleumennirnir. Hvað gerðist þá eiginlega? Hvers vegna kallaði hann fram þessa atburðarás, sem er yrkisefni ítalska listmálarans Cimabue (Cenni di Peppi) (1240–1302) í freskumyndbrotinu, sem þessum pistli fylgir? Hið grátlega er, að e.t.v. vakti það eitt fyrir honum að knýja fram einhver viðbrögð hjá Jesú, fá konung himnanna til að opinbera þarna mátt sinn og vald, kalla til vopnaðar englahersveitir. En það brást, og ekki fyrr en þá áttaði Júdas sig á alvöru málsins. Hann kastaði silfurpeningunum þrjátíu inn í musterið og tók síðan eigið líf. Er hægt að iðrast sár- legar en það? Órígenes (182–251) taldi, að Júdas hefði viljað með þessu komast sem fyrst í Helju, ríki dauðra, til að geta beðið son Guðs þar fyrirgefningar. Það er ekki ólíklegri skýring en hver önn- ur, og raunar eitt af örfáum dæm- um um kristilega hlýju í garð þessa aumkunarverða postula. Allt er þetta drama samt óljóst og torrætt, ef litið er til baka. Kannski réð annað þessari för, afl sem ekki lét stjórnast af mannlegu ráði. Eða kannski var Júdas með eitthvað skuggalegra á prjónunum en það sem hér að framan var nefnt. Hver veit? Í áframhaldandi pælingum, og e.t.v. ásökunum, er þó rétt að fara varlega og ávallt með það í huga sem meistarinn segir í Jóhannesarguðspjalli 8:7: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini …“ Júdas Ískaríot sigurdur.aegisson@kirkjan.is Með kossi lét hann meist- ara sinn í hendur róm- verskra yfirvalda og tvö þúsund árum síðar er enn deilt um ástæðu þeirrar gjörðar hans. Sigurður Ægisson fjallar í dag um einhvern mest hataða ein- stakling í gjörvallri sögu Vesturlanda. Lærisveinarnir 12 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Sigrún Rósa Kjartansdóttir, 463 3117 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni KIRKJUSTARF Á ÞRIÐJUDÖGUM kl. 14.30 verður í vetur boðið upp á samverur í safn- aðarheimilinu Borgum. Þar verður lagið tekið undir forystu Sigrúnar Þorgeirsdóttur, söngkonu. Stefnt er að því að í hverri samveru komi frá- sögn eða innlegg frá þátttakanda í starfinu. Í fyrstu samverunni þriðju- daginn 30. september annast Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi útvarps- stjóri, þann þátt. Boðið verður upp á kaffi en yfir kaffibolla gefst fólki gott tækifæri til samræðna og gef- andi samveru. Í lok hverrar samveru verður ritningarlestur og bæn. Allir velkomnir. Sóknarprestur – sóknarnefnd. Hvernig iðkum við biblíulega íhugun? MIÐVIKUDAGINN 1. október hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar nám- skeiðið Iðkun og efling. Efni nám- skeiðsins er að leiðbeina fólki við biblíulestur og þá á nótum hinnar fornu aðferðar sem kallast Lectio Divina. Kennari á námskeiðinu er sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur en hún þýddi smárit sem fjallar um aðferðina. Markmiðið með nám- skeiðinu er að nálgast efni Biblíunn- ar út frá sjónarhorni íhugunar og þannig að efla trúarlíf einstaklinga. Námskeiðið fer fram í Grens- áskirkju, hefst kl. 18 og stendur í klukkutíma hvert sinn. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í síma 535 1500 eða á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is/leikmannaskoli Tómasarmessa í Breiðholtskirkju FYRSTA Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholskirkju í Mjódd í kvöld, sunudaginn 28. sept- ember, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breið- holtskirkju í Mjódd síðasta sunnu- dag í mánuði, frá hausti til vors, síð- ustu fimm árin. Framkvæmdar- aðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skóla- hreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna, og er það jafnan um 30 manna hópur sem tek- ur þátt í undirbúningi og fram- kvæmd. Heiti Tómasarmessunnar er dreg- ið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann upp- risinn og þreifa á sárum hans. Mark- mið messunnar er öðru fremur að leitast við að gera nútímamanninum auðveldara að skynja návist Drott- ins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sál- gæslu, en mikil áhersla er lögð á fyr- irbænaþjónustu. Þá einkennist mess- an af fjölbreytilegum söng og tónlist. Það er von okkar, sem að messunni stöndum, að þær góðu móttökur sem Tómasarmessan hef- ur hlotið hingað til gefi tóninn um framhaldið og að hún megi áfram verða mörgum til blessunar og starfi íslensku kirkjunnar til eflingar. Tímamót – ferming- arfræðsla KJALARNESPRÓFASTSDÆMI hefur framleitt 6 stutt myndbönd til að nota í fermingarfræðslu kirkj- unnar. Efni myndbandanna, sem bera heitið Tímamót, er vinskapur tveggja krakka sem pæla í lífinu og tilverunni en hugleiðingar þeirra tengjast viðfangsefni ferming- arfræðslunnar um manneskjuna, Guð og kirkjuna. Myndböndunum fylgja skrifaðar spurningar sem síð- an eru notaðar til að vekja umræður í fermingartímunum. Á nýliðnum héraðsfundi Kjal- arnesprófastsdæmis sem haldinn var í Svartsengi á Reykjanesi voru myndböndin frumsýnd við góðar undirtekir. Höfundur handrits og leikstjóri myndbandanna er Oddur Albertsson og með honum unnu að gerð myndanna fjölmargir áhuga- menn á öllum aldri. Myndböndin verða til sölu fyrir söfnuði sem vilja nota þau í fermingarfræðslu sinni og má fá allar nánari upplýsingar á skrifstofu Kjalarnesprófastsdæmis í síma 566 7301 eða á heimasíðu pró- fastsdæmisins, www.kjalarpr.is Samvera í Kópavogskirkju Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Haustlitaferð eldri borgara verður nk. þriðjudag kl. 13. Skráning í síma 511-5405. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20–22 (fyrir 8.–10. bekk). Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðs- félag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðs- félag fyrir 8. bekk kl. 20. Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn er í sal Álftanesskóla kl. 11. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Kristjana og Ásgeir Páll. Allir velkomnir. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í kvöld er samkoma kl. 20. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbæn- ir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Martin Hallett frá Bret- landi. Gospelkór Fíladelfíu sér um lof- gjörðina. Allir velkomnir. Bænastund alla virka morgna kl. 6–7. www. gosp- el.is Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.