Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 Lárétt 1.Leikur sem er ekki fyrir síli. (15) 9.T.d. Gosi og Askur eða höfuðverkur. (10) 10.Flest vanda með ofríkisstefnu. (10) 12.Fatnaður kenndur við þjóðina sem fann hann upp eða frægt amerísk afbrigði. (10) 13.Tæki hugans er notað af tölvum. (10) 14.Mikill fiskur hjá miklum manni (7) 15.Verndari Suttungamjaðar. (7) 17.Frú er ein í kulda. (5) 18.Bækur innihalda „mene, mene, tekel ufarsin“ og fleiri orð frá sama höfundi. (13) 24.Fallegur öðu fann af tegundinni Cardium eleg- antulum. (9) 25.Stutt leið sem eitthvað hrekur á ferð. (9) 26.Barátta reipa er öll í huganum. (10) 27.Enginn fantur og engin vandræði. (6,3) 28.Maður lítilla hluta. (13) 29.8 e. Kr. felur í sér tilhneigingu. (6) Lóðrétt 1.Hóll við haf hefur hæðina 0 m. (9) 2.Nei, glóra að þetta taki mjög langan tíma. (8) 3.Fatnaður Kermits er notaður við köfun. (13) 4.Blóm sem gætu verið heiti á sumarleyfisparadísum. (8) 5.Það sem er alltaf auglýst með drómedara. (5) 6.Bíði ataður eftir döguninni. (10) 7.Óupplýstir stórbæir fyrir norðan? (11) 8.Bókstafur ámu er byggingarefni hennar. (11) 11.Maður mun á eftir fara niður til vinnu sinnar. (9) 16.Vætusamur hluti ársins. (9) 17.Frú tekur val á morgunverði. (9) 19.Gort laðar að miðsvæði. (8) 20.Óviturlegt sigti leiðir til bruðls. (7) 21.Er segli hagað þannig að skapraun valdi. (7) 22.Heilt en hefur ekki gaman af. (7) 23.Skal um orðalausan núna fjalla. (6) 1. Hver er besta plata sögunnar samkvæmt vefsvæðinu zagat.com? 2. Hvað heitir væntanleg kona Friðriks Danaprins? 3. Og hvaðan er hún? 4. Í hvaða bæ er Players sport bar? 5. Hvað heitir ný plata David Bowie? 6. Hvar býr Emilíana Torrini nú um stundir? 7. Hver leikstýrir Hröppum 2 (Bad Boys II)? 8. Hvað heitir gítarleikari Dúkkulísanna? 9. Johnny Depp kemur við sögu í tveimur kvikmyndum sem sýnd ar eru um þessar mundir í kvikmyndahúsum hér á landi. Hvað heita þær? 10. Frá hvaða landi er fatahönn- uðurinn Julien MacDonald? 11. Ný íslensk sakamálamynd er í bígerð. Hvað mun hún heita? 12. Hver fór með hlutverk Bridget Jones í myndinni Dagbækur Bridget Jones? 13. Hver er orðin hundleið á lög- unum sínum? 14. Hver fer með aðalhlutverkið í myndinni Geggjaður föstudag- ur (Freaky Friday)? 15. Hvaða félagsskap, sem snýst um íslenska hljómsveit, tilheyrir þetta fólk? 1. Born to Run eftir Bruce Springsteen. 2. Mary Donaldson.3. Hún er áströlsk.4. Kópavogi. 5. Reality. 6. Í Brighton. 7. Michael Bay. 8. Gréta Jóna Sigurjónsdóttir. 9. Sjóræningjar Karíbahafsins og Einu sinni var í Mexíkó. 10. Wales. 11. Allir litir hafsins eru kaldir. 12. Reneé Zellweger. 13. Barbra Streisand. 14. Jamie Lee Curtis. 15. Þetta eru meðlimir í Gullna liðinu, aðdáendaklúbbi Sálarinnar hans Jóns míns. Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Lárétt: 1. Ástríkur, 5. Lamadýr, 8. Slöngulokk- ar, 10. Sirka, 13. Fönnugur, 14. Havana, 16. Hugrakkar, 17. Stáltaugar, 18. Stravinsky, 19. Vandamál, 23. Tildur, 25. Glærur, 26. Rjól, 29. Bakaraofn, 30. Gæsahúð, 31. Fimbulvetur, 32. Pönnukaka. Lóðrétt: 2. Selló, 3. Ranabjalla, 4. Kaup- félagið, 5. Lukkudýr, 6. Morgunhani, 7. Reifa- barn, 9. Olnbogaskot, 11. Krakkaormur, 12. Saurgerlar, 15. Stuttbuxnalið, 19. Virkisgröf, 20. Nægtahorn, 21. Jarðarber, 22. Sólarlag, 24. Durgur, 27. Snotra, 28. Aðsókn. Vinningshafi krossgátu Ásdís Snorradóttir, Viðarrima 5, 112 Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Napóleonsskjölinn eftir Arnald Indr- iðason sem gefin er út af Vöku-Helgafell. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Sunnudagsblaðsins, Morgunblaðið, Kringlan 1, 103 Reykjavík. Skila- frestur á úrlausn kross- gátunnar rennur út fimmtudaginn 2. október. Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölu- lista, sem birtur er í Morgunblaðinu. VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA. K r o s s g á t u v e r ð l a u n HEIMILSFANG PÓSTFANG NAFN OPIN kerfi í samstarfi við Sambíóin stóðu fyrir litasamkeppni í tengslum við barna- og fjölskyldu- myndina Sinbad sæfari og þjóðsag- an um höfin sjö sem kemur frá framleiðendum Shrek. Litasam- keppnin var í tveim flokkum. Ann- ars vegar gat yngri kynslóðin litað myndir af aðalsögupersónunum í sérstakri tölvulitabók á heimasíðu Opinna kerfa og prentað út. Eldri kynslóðin gat tekið þátt í frjálsri aðferð, sem fól í sér að taka afrit af myndum úr Sinbad sæfara og þjóð- sögunni um höfin sjö og líma saman á eitt blað. Um 250 myndir bárust í sam- keppnina sem stóð til 1. september sl. Best litaða myndin í tölvulita- bókinni litaði Lilja Kristín Svavars- dóttir, Lundabrekku 4 í Kópavogi og fékk hún HP psc 1210 fjölnota- prentara. Frumlegustu myndina teiknaði Hanna Björk Hilmars- dóttir, Baldursgarði 11 í Reykja- nesbæ, en hún bjó til teiknimynda- sögu um ævintýri Sinbads sæfara. Hanna Björk fékk HP psc 2110- fjölnotaprentara í verðlaun. HP- fjölnotaprentarar eru, auk þess að vera prentarar, skannar og með ljósritunarmöguleika. Upplýsingar um vinningshafa er að finna á heimasíðu Opinna kerfa hf., www.ok.is, en aðrir vinnings- hafar fengu Sinbad-litakassa, mjúka hunda úr myndinni, Sinbad- boli með myndum af Sinbad sæfara og Marinu sæfara og bíómiða á myndina. Verðlaunahafar á lands- byggðinni hafa þegar fengið vinn- ingana senda til sín, en vinnings- hafar á höfuðborgarsvæðinu eru beðnir um að nálgast vinningana hjá Opnum kerfum á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Verðlaunahafar í Sinbad-litaleik Lilja Kristín Svavarsdóttir, Halldóra Matthíasdóttir, markaðsstjóri Op- inna kerfa, og Hanna Björk Hilm- arsdóttir við veitingu verðlauna. ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson, fasta- fulltrúi Íslands hjá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni í Vínarborg, undirritaði á ársfundi stofnunarinn- ar sem haldinn var fyrir skömmu sérstaka viðbótarbókun við heildar- samning stofnunarinnar um örygg- isráðstafanir. Viðbótarbókunin kveður á um eftirlitshlutverk stofn- unarinnar með notkun og nýtingu kjarnkleyfra efna í friðsamlegum tilgangi í aðildarríkjunum og hefur tekið gildi í 36 ríkjum. Aðild sem flestra ríkja að ofan- greindum samningi og viðbótarbók- un hans felur í sér mikilvæga styrk- ingu á öryggiseftirlitskerfi Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar og er eitt forgangsverkefna hennar í dag. Á ársfundi stofnunarinnar var stór- efld pólitísk áhersla lögð á eflingu eftirlitshlutverks stofnunarinnar varðandi notkun og nýtingu kjarn- kleyfra efna í aðildarríkjunum, ekki síst vegna vanefnda ríkja á borð við Íran og Norður-Kóreu á skuldbind- ingum sínum gagnvart stofnuninni. Starfsemi Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar miðar að því að auka öryggi og eftirlit með nýtingu kjarnorku og geislavirkra efna í friðsamlegum tilgangi í aðildarríkj- unum sem eru 136 talsins. Á vett- vangi stofnunarinnar fer fram margvíslegt tæknilegt og vísinda- legt samstarf í þágu aukins öryggis á þessu sviði. Stofnunin sinnir þró- un lagalega bindandi alþjóðasamn- inga um öryggi vegna friðsamlegr- ar nýtingu kjarnorku og geisla- virkra efna auk þess að vinna að fjölþættum aðgerðum gegn smygli og þjófnaði á geislavirkum efnum og úrgangi. Viðbótarbókun um kjarnorkumál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.