Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 11

Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 11 Sýniken nsla í haustskr eytingum lau. og s un. kl. 1 3-17 í Blóma vali Sigt úni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 24 81 10 /2 00 3 50% afsláttarhelgi Haustvendir 50% afsl. Garðhúsgögn 50% afsláttur 1.499 799 Stór Minni kr. verð áður 2.998 kr. kr. verð áður 1.598 kr. Blómstrandi plöntur 50% afsl. Rýmingarsala á pottaplöntum 50% afsláttur SIGURÐUR Guðjónsson staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að áttundi laxinn hefði nú verið greindur Norðfirðingur. Nýjasti laxinn fannst í kistu í Hofsá þar sem veiðimenn hafa sett laxa til sleppingar á ólaxgenga hluta árinn- ar. Bragi Vagnsson, formaður Veiði- félags Hofsár, sagði bændur og leigutaka safna löxum sem veiði- menn vilja leggja til ræktunar í kistur og í lok veiðitíma séu kist- urnar tæmdar og laxarnir færðir í tankbíl inn á afrétt. Í einni kistunni var umræddur lax, 5,4 kg kyn- þroska hængur, 79 cm. Laxinn var veiðiuggalaus og við skoðun fannst í honum örmerki sem staðfesti upp- runann. „Ég er hræddur um að það finn- ist ekki fleiri eldislaxar að þessu sinni, allri veiði er lokið og það er enginn að fylgjast með ánum. Þess- ir fiskar hafa verið að koma núna í haust, undir lok veiðitímans og það er engin leið að átta sig á því hvað þetta eru eða verða margir fiskar í haust,“ bætti Sigurður við. Fækkar stórlöxum 2004? Mjög lítið var af smálaxi í ám á Norður- og Norðausturlandi og mikið af fiskinum sem var á ferð- inni var óvenjusmár. Guðni Guð- bergsson telur að menn „geti vel óttast að í kjölfarið verði lítið af stórlaxi í viðkomandi ám að ári,“ eins og hann komst að ári. Guðni nefndi sem dæmi, að af 291 laxi sem veiddist í Svalbarðsá í sumar hefðu smálaxar verið aðeins 82 og meðalþyngd þeirra 2,3 kg, eða inn- an við 5 pund. Stórlaxar voru hins vegar 208 og meðalvigt þeirra 4,5 kg. „Það var mikið af smálaxi í þessum ám í fyrra og við sjáum hér þá fylgni sem alltaf er, mis- mikil þó, milli smálaxa eitt árið og stórlaxa á því næsta. Að þessu sinni var fylgnin mjög hagstæð stórlaxinum, en það gæti breyst næsta sumar þó ekkert verði full- yrt um það,“ sagði Guðni. 25 pundari í klakið Veiðimenn og bændur við Eystri- Rangá voru nýverið að draga á til að ná klakfiski. Náðist fullt af fiski og yfrið nóg, enda mikill lax í ánni. Á Tunguvaði kom sá stærsti, 25 punda grútlegið tröll sem á vænt- anlega eftir að reynast vel. Óvenju- margir 20 punda laxar veiddust í báðum Rangánum í sumar, og einn daginn gerðist meira að segja sá fáheyrði atburður í Eystri-Rangá að þrír slíkir fiskar veiddust sama daginn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Golli Guðmundur Óli Björgvinsson er hér með 10 punda sjóbirting sem hann fékk á spón í Vatnamótunum í björtu veðri fyrr í vikunni. Áttundi eldislaxinn kominn fram FLUGLEIÐAVÉL á leið til Portúgals var snúið við skömmu eftir flugtak vegna smávægi- legrar bilunar í vængbarði. Lenti vélin aftur á Keflavíkur- flugvelli laust eftir klukkan fimm í fyrradag. Engin vand- ræði sköpuðust vegna þessa at- viks önnur en töfin og lenti vélin átakalaust. Farþegum var vísað í aðra vél og lagði hún af stað til Portúgals laust eftir klukkan átta. Flugleiða- vél var snúið við MIKILL áhugi er á tilboðs- ferðum Flugleiða til Minnea- polis og þess vegna hefur ver- ið ákveðið að framlengja sölutímabilið um viku, að sögn Steins Loga Björnsson- ar, framkvæmdastjóra mark- aðs- og sölusviðs. Fyrir tæplega hálfum mán- uði var auglýst vildartilboð til Minneapolis til handhafa vild- arkorts VISA og Icelandair og var ferðatímabilið í októ- ber og nóvember. Fyrir tæp- lega viku var síðan auglýst sambærilegt tilboð fyrir alla og átti sölutímabilið að vera frá 5. til 15. október. „Við- brögðin hafa verið mjög góð og við höfum selt um 100 miða að meðaltali á dag í þessar tilboðsferðir, en vegna þessa verður sölutímabilið framlengt um eina viku,“ seg- ir Steinn Logi. Steinn Logi segir að hópar eins og saumaklúbbar og ýmsir aðrir hópar notfæri sér sérstaklega þessi tilboð og ekki síst með verslun í huga. „Dollarinn hefur lækkað mik- ið og það hefur greinilega áhrif,“ segir hann. Mikill áhugi á tilboðs- ferðum til Minneapolis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.