Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 12
ÚR VERINU 12 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 200 borgarar mættu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu nýlega til að taka þátt í hverfisfundi miðbæj- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður hverfisráðs miðbæjar, stýrði fundi og bauð gesti velkomna um leið og hún kynnti borgarstjóra. Í ávarpi sínu fór borgarstjóri bæði almennt í málefni Reykjavíkurborg- ar, m.a. samgöngumál, fjármál og skipulagsmál, og áætlanir næstu ára. Rakti hann þar meðal annars áform um að reisa þjónustumiðstöðvar í út- hverfum, þar sem íbúar úthverfanna gætu sótt þjónustu borgarinnar á ein- um stað í stað þess að sækja hana nið- ur í miðborg. Þannig mætti draga úr bílaumferð niður í miðbæ. Borgarstjóri fjallaði einnig um al- menningssamgöngur og áætlanir um breytingar á leiðakerfi strætisvagna. Ennfremur fór hann yfir það hvernig skattfé er varið og vakti athygli á því að meira en helmingur skattfjár borg- arinnar er lagður í starfsemi fyrir börn og unglinga, t.d. menntun og íþrótta- og tómstundamál. Taldi hann því fjármagni vel varið. Miklar framkvæmdir Í máli borgarstjóra kom fram að borgin setur árlega um 10–15 millj- arða af um 34 milljarða tekjustofni sínum í fjárfestingar. Einnig fjallaði hann um skulda- og eignastöðu borg- arinnar síðustu ár, bæði hvað varðar borgarsjóð og borgina alla. Eftir yfirferð yfir mál borgarinnar í heild tók borgarstjóri fyrir nærtæk- ari málefni miðbæjarins. Fór hann yf- ir áætlanir um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og áhrif þeirrar bygg- ingar á skipulag miðbæjarins. Einnig fjallaði hann um endurbætur og ný- byggingar í miðbænum og tilraunir til að endurvekja gullaldarútlit Aðal- strætisins frá þarsíðustu aldamótum. Færsla Hringbrautar kom einnig upp í máli borgarstjóra og sú þýðing sem hún hefur fyrir þróun miðborgarinn- ar, sérstaklega þegar byggingarland losnar í Vatnsmýrinni, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er í dag. Að loknu erindi borgarstjóra tók til máls Illugi Jökulsson, fulltrúi íbúa í miðborginni. Hann sagði í skoplegu máli frá því hvernig honum þætti að lifa í borginni og sagði að „hnignun miðborgarinnar“ væri einungis í aug- um „fólks sem kemur á jeppunum sín- um úr úthverfunum í tilgangslausri og einmanalegri leit að fleiri tísku- búðum“. Honum þætti miðbærinn al- veg ágætur. Mælti hann með að læk- urinn í Lækjargötu yrði grafinn upp og Sundhöllin stækkuð, auk þess sem hann lýsti yfir löngun í lítið bíó sem sýndi vandaðar kvikmyndir. Illugi þakkaði framtakssömum mönnum eins og Jakobi Magnússyni, veitinga- manni á veitingastaðnum Horninu, og Árna Einarssyni, sem ákvað að lengja afgreiðslutíma Máls og menningar á Laugavegi, fyrir að stuðla að líflegri miðborg og lagði áherslu á að mið- borgin yrði ekki líflegri fyrir tilstuðl- an nefnda eða ráða, heldur íbúanna sjálfra. Umdeilt bílastæðahús Eftir stutt kaffihlé hófust umræður og tóku margir fundargestir til máls og ræddu sínar hugmyndir um mið- borgina og málefni hennar. Borgarstjóri var spurður um af- stöðu sína til flugvallarins, en flugum- ferð væri gríðarlegt vandamál í mið- bænum vegna hávaða og hættu sem skapaðist. Borgarstjóri sagðist skilja málið. Sagði hann það í raun leysa sig sjálft innan tíðar vegna þeirrar þró- unar sem er að eiga sér stað í sam- göngumálum á Íslandi og nefndi hann þar þróun flugmála og breikkun Reykjanesbrautar. Það væri fyrirsjá- anlegt að rekstur tveggja flugvalla yrði ríkinu þungur baggi í framtíðinni og til lítils að ræða málefni Reykjavík- urflugvallar í dag, því það mál væri einfaldlega ekki á dagskrá nú. Einnig komu fram spurningar varðandi framtíð bílastæðamála í miðborginni og þá sérstaklega hlut- verk Tjarnarinnar þar að lútandi. Var þá spurt hvort ekki stæði til að hreinsa og endurnýja Tjörnina, þar sem hún væri í raun lítið annað en líf- laust fen sem gæfi frá sér daunillan fnyk þegar hvessti og vatnið gáraðist. Um lífríki Tjarnarinnar væri ekki lengur að ræða og því brýnt að endur- lífga hana. Borgarstjóri sagði miklar deilur þar að lútandi milli mismun- andi sjónarmiða, en sagðist þó styðja það að tækifærið yrði nýtt til að hreinsa og bæta Tjörnina. „Varðandi bílastæðahús, þá munu bílastæði und- ir tónlistar- og ráðstefnuhúsi létta mjög á því svæði hvað varðar bíla- stæði. Enn eru menn þó ekki sam- mála um hugsanlegt bílastæðahús undir Tjörninni. Þar takast á sjónar- mið um hagkvæmasta og ódýrasta kostinn annars vegar og hins vegar tilfinningaleg mörk þess sem menn eru til umræðu um varðandi Tjörnina. Þar lýsti ég minni sýn, að röskun á byggingartíma væri minnst ef byggt væri í Tjörninni og hægt væri að gera Tjörnina vel úr garði að byggingu lok- inni. En þetta er óútkljáð mál.“ Umhverfisátak fram undan „Það var ákveðin eldskírn að fara á hverfisfund borgarstjóra í sjálfri mið- borginni, því ég hef lagt sérstaka áherslu á að beita mér fyrir úrbótum í miðborg Reykjavíkur,“ sagði Þórólf- ur aðspurður hvernig honum hefði þótt fundurinn heppnast. „Það var mjög áhugavert að heyra hvað við- brögð íbúanna eru jákvæð við upp- byggingu og þéttingu byggðar, þó að á þá reyni mest á framkvæmdatím- anum, því eins og allir vita er mikið rask, uppgröftur og hávaði sem fylgir framkvæmd. Mér þótti líka mjög gaman að því hvað íbúarnir eru áhugasamir um að fegra og bæta sitt nánasta umhverfi og ég tilkynnti það að ég mun beita mér fyrir sérstöku hreinsunar- og þrifaátaki næsta vor, sem verður und- irbúið í samvinnu við íbúa, þar sem lögð verður áhersla á lagfæringar á húsnæði, görðum og lóðum, meiri þrif, fleiri ruslafötur og að allir taki til hendinni saman, jafnt borgarbúar og borgaryfirvöld. Það var greinilega mikill stuðningur við þetta.“ Borgarstjóri var einnig ánægður með það hversu auðvelt fólk átti með að tjá áhyggjur sínar og umkvörtun- arefni og sagði mikilvægt að fólk lægi ekki á slíkum tilfinningum. „Fólk hafði áhyggjur af því hvort uppbygg- ing skólastarfs héldist í hendur við þéttingu byggðar. Þar blasa ef til vill við mestu úrlausnarefnin. Fólk er mjög spennt fyrir byggingu nýs tón- listar- og ráðstefnuhúss, sem nú er kominn góður skriður á, undir verk- stjórn fyrrverandi borgarverkfræð- ings, Stefáns Hermannssonar. Mjög mikill áhugi er fyrir því að skipulag miðborgarinnar allt frá tónlistarhúsi yfir að Lækjartorgi og út að Mýrar- götu verði skoðað sem ein heild. Þar er í raun stærsta skipulagsverkefni sem ráðist hefur verið í á byggðu bóli á Íslandi.“ Borgarstjóri sækir hverfisfund með íbúum miðbæjar Fundargestir áhuga- samir um eigið umhverfi Framkvæmdir, rask, slæm umgengni við göt- ur miðbæjarins, úti- sundlaug og leiksvæði fyrir börn voru meðal þess sem bar á góma á fundi borgarstjóra með íbúum miðbæjarins. Morgunblaðið/Sverrir Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði frá mörgu og fékk að heyra enn meira frá íbúum miðborgarinnar á miðvikudagskvöld. FRÉTTIR FUNDARMENN spurðu margvíslegra spurninga á fundi með borgarstjóra.  Óþægindi vegna flugvallarins, hávaðamengunar og hættu af honum.  Áhyggjur vegna óheftrar útbreiðslu borgarinnar.  Fleiri og betri leiksvæði fyrir börn.  Lýst yfir ánægju með „Battavelli“.  Erfið staða nágranna sendiráðs Bandaríkjanna í kjölfar ellefta september.  Möguleiki á því að fá grill í Hljómskálagarðinn.  Í upprunalegum teikningum að Hljómskálagarð- inum er rauðamöl í göngustígum sem myndar mót- vægi við grasið. Hvernig væri að endurvekja það?  Hvenær hefjast framkvæmdir við efri hluta Skóla- vörðustígs?  Framtíð Hlemmtorgs.  Áhyggjur af fjölgun hótela í kjarna miðborgar.  Mikið af rusli á götunum, fleiri ruslafötur.  Skemmdir á trjám í miðbænum um helgar eru óviðunandi, hvað er til ráða?  Glerbrot liggja um allar götur eftir drykkjufólk. Þetta er óþrifnaður og hættulegt.  Þörf á umhverfisátaki.  Er hægt að tala um „Lífríki Tjarnarinnar“?  Fyrst strætó er rekinn með tapi almennt, af hverju ekki að hafa ókeypis í hann og bæta nýtinguna?  Vöffluhús á Skólavörðuholti til að lífga upp á það. Nánar verður fjallað um umræðuna á vef Reykjavík- urborgar: www.reykjavik.is. Margt spurt á fundinum NÍU íslenzk fyrirtæki kynntu framleiðslu sína og lausnir á sjáv- arútvegssýningu í Vigo á Spáni, sem nú er nýlokið. Sýnendur voru almennt ánægðir með árangurinn. Sýningin haldin á 6 ára fresti síðast árið 1997. Góðar fyrirspurnir Lárus Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðsmála hjá Marel, var ánægður með gang mála. „Við opnuðum söluskrifstofu í Vigo í febrúar og réðum þar sem forstöðumann fyrrverandi starfs- mann hjá spænska sjávarútvegs- risanum Pescanova í Vigo. Fyrir vikið var undirbúningur okkar fyr- ir sýninguna mjög góður. Spán- verjar eru mikil fiskveiðiþjóð og fiskætur og við fengum marga góða gesti á sýninguna frá Spáni, Portú- gal og mörgum fleiri löndum. Við fengum góðar fyrirspurnir og eig- um von á ágætissölu í kjölfarið,“ segir Lárus. Hann segir ennfremur að það sé gott fyrirkomulag að íslenzku fyr- irtækin haldi hópinn undir merkj- um Útflutningsráðs Íslands. Það sé ódýrara en ella og skili sér vel í góðri aðsókn. Mikill fjöldi gesta mætti á sýn- inguna eða um 70.000 manns fyrstu fjóra daga sýningarinnar, á sunnu- dag var sýningin opin fyrir almenn- ing og er greinilega mikill áhugi al- mennt fyrir sjávarútvegi því mikill fjöldi gesta kom þann dag. Flestir gestir frá Spáni Um 700 sýnendur frá 60 löndum voru á sýningunni til að stofna til nýrra viðskiptasambanda. Flestir gestanna eru Spánverjar, margir koma síðan frá Evrópu, þá sérstak- lega Portúgal og einnig Suður-Am- eríku. Útflutningsráð Íslands sá um skipulagningu þjóðarbáss þar sem níu íslenzk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu. Þau eru Optimar Island, Marel, Hampiðjan, Sæplast, Póls, 66 Norður, Reykja- víkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn og NAS. „Sýningin er mjög svipað upp- byggð og sjávarútvegssýningin í Kópavoginum, aðallega var um að ræða veiðarfæri, vélar og tæki tengd sjárvarútvegi og einnig fyr- irtæki í fiskeldisgeiranum, lítið var um fisk á sýningunni,“ segir Berg- lind Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Útflutningsráði. „Almennt voru íslenzku fyrir- tækin ánægð með gang mála á sýn- ingunni, fengu til sín mikið af góð- um gestum og fóru heim með þónokkuð af áhugaverðum fyrir- spurnum.“ Árni M. Mathisen sjávarútvegs- ráðherra, sem staddur var í Vigo á fundi sjárvarútvegsráðherra Evr- ópu, kom á sýninguna og heilsaði upp á íslensku sýnendurna. Nú er hafin á sama stað Conx- emar-sýningin sem er fyrir frosnar sjávarafurðir. Eftir því sem næst verður komizt eru það aðeins SÍf og SH sem taka þátt í sýningunni af íslenzkum fyrirtækjum. Tölu- verður fjöldi íslenzkra gesta sækir sýninguna hins vegar heim, en henni lýkur á morgun. Eigum von á ágætissölu Níu íslenzk fyrirtæki tóku þátt í sjávarútvegssýningu á Spáni Frá sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Vigo á Spáni. SAMTÖK fiskvinnslustöðva, Kín- versk-íslenska viðskiptaráðið og Útflutningsráð vinna að undirbún- ingi sendinefndar til Kína í sam- starfi við sendiráð Íslands í Peking, dagana 24. október til 2. nóvember n.k. Alþjóðlega sjávarútvegssýningin China Fisheries and Seafood Expo verður haldin í Shanghai dagana 29.-31. október og er Útflutnings- ráð með þjóðarbás á sýningunni. Alls eru sjö íslensk fyrirtæki þátt- takendur á sameiginlegum bás en auk Útflutningsráðs kynna þar starfsemi sína Asiais Ltd., Icelandic Japan KK, Sæplast, Style Interna- tional, E. Ólafsson ehf., Póls og Ís- lenska útflutningsmiðstöðin. Kínverska sjávarútvegssýningin er sú stærsta sinnar tegundar í As- íu og sú eina sem haldin er í Kína. Alls sýndu þar 556 fyrirtæki á síð- asta ári, frá yfir 30 löndum. Þar af var ríflega helmingur fyrirtækj- anna á sviði sjávarafurða, 19% sýndu búnað tengdan fiskeldi, 12% sýndu búnað til fiskvinnslu, 5% búnað til fiskveiða en 8% fyrirtækj- anna aðra vöru og þjónustu tengda sjávarútvegi. Sýningin er nú haldin í 8. sinn og er búist við að hana sæki um 13.000 gestir frá yfir 50 löndum. Íslenska viðskiptasendinefndin verður í Shanghai á sama tíma og sjávarútvegssýningin stendur yfir. Töluverður áhugi er á þátttöku í ferðinni, en tilgangurinn er fyrst og fremst að kynnast aðstæðum í fisk- eldi og fiskvinnslu. Heimsótt verða nokkur fiskvinnslufyrirtæki í þrem- ur borgum, Qingdao, Dalian og Shanghai, auk þess sem heimsótt verða fiskeldisfyrirtæki í Qingdao og Shanghai. Sjö fyrirtæki sýna í Kína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.