Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 26
VINSÆLUSTU beyglurnareru svokallaðar beyglurmeð öllu og svo beyglur með
birki og á morgnana eru það
beyglur með kanil og rúsínum.
Mest seljum við svo af beyglum með
pastrami þegar við erum að tala um
smurðar beyglur,“ segja þeir Loft-
ur Freyr Sigfússon og Tryggvi Við-
arsson sem kolféllu fyrir beyglum
þegar þeir voru á ferðalagi í Kaup-
mannahöfn fyrir tveimur árum.
Þeir komu heim staðráðnir í að
opna íslenskan beyglustað og nú
tveimur árum síðar er sá draumur
orðinn að veruleika og nú reka þeir
staðinn The Bagel House ásamt eig-
inkonum sínum, Lindu Ósk Svans-
dóttur og Tinnu Aðalbjörnsdóttur.
150 milljónir beygla á ári
„Beyglustaðurinn í Kaupmanna-
höfn, The Bagelco, hefur verið val-
inn besta samlokuhús Kaup-
mannahafnar þrjú ár í röð eða frá
opnun og hann selur beyglur frá
breska fyrirtækinu Mr Bagels sem
selur yfir 150 milljónir beygla á ári
í 20 löndum. Við heimsóttum þá og
fengum einkaumboð fyrir sölu
þeirra hér á landi. Mr. Bagels er
með á boðstólum tólf tegundir af
beyglum en enn sem komið er erum
við að bjóða sex tegundir. Með tím-
anum munum við bjóða allar
beyglutegundirnar og þar á meðal
eru sætar beyglur sem oft eru not-
aðar í eftirrétti eins og beyglur með
súkkulaði og döðlum, ástaraldinum
og banönum.
Frosnar beyglur í
neytendapakkningum
Á næstunni ætlum við
einnig að bjóða stór-
mörkuðum að selja beygl-
urnar frosnar þ.e. fimm sam-
an í pakka en þær eru einnig seldar
erlendis í slíkum neytenda-
pakkningum.“
Tryggvi segir að beyglurnar
sem fáist hjá þeim séu öðruvísi en
aðrar beyglur að því leyti að þær
eru ekki soðnar í saltvatni og þær
eru trefja- og próteinríkar, fitu-
snauðar og engin rotvarnarefni
notuð við framleiðsluna. „Við selj-
um beyglur í venjulegri stærð en
einnig svokallaðar mega-beyglur
sem eru stærri og mun matarmeiri.
Það hefur verið vinsælt að panta
hjá okkur beyglubakka á fundi, í af-
mæli og í ýmsar veislur. Þá erum
við með mismunandi álegg á beygl-
um sem við skerum í fernt.“
Pítsubeyglur væntanlegar
En hvernig á að borða beyglu?
Linda Ósk verður fyrir svörum.
Hún segir að aðalatriðið sé að rista
beygluna í brauðrist en ekki setja
hana í ofn eða örbylgjuofn.
„Það er í raun og veru hægt að
nota allt álegg á beyglur og það
veltur eiginlega á smekk hvers og
eins hvaða álegg fer á þær. Við höf-
um meira að segja séð að úti í Bret-
landi borðar fólk beyglur með salt-
kjöti og hamborgara. Við höfum
búið til íslenskar útfærslur, bjóðum
fólki til dæmis upp á beyglur með
reyktum lax og smurosti sem er
klassískt en bætum svo við graflax-
sósu, rauðlauki og tómötum sem
hefur fallið í góðan jarðveg. Það má
þessvegna bjóða upp á beyglur með
hangikjöti og baunasalati eða slátri
ef fólki finnst það girnilegt.Við ætl-
um bráðlega að bjóða upp á pítsu-
beyglur. Þær eru þá ekki borðaðar
lagðar saman heldur eru helming-
arnir smurðir hver fyrir sig með
pítsusósu, bræddum osti og síðan
grænmeti og kjöti eftir smekk.“
En hvernig er vinsælasta beyglan
hjá þeim útbúin, þ.e. beygla með
pastrami skinku?
Hér kemur uppskriftin:
Féllu fyrir
dönskum beyglum
Misjafnt er hvað fólk vill hafa á
beyglunni sinni og í Englandi
borðar fólk t.d. beyglu með
saltkjöti.
Tinna Aðalbjörnsdóttir, Tryggvi Viðarsson, Lilja B. Þórð-
ardóttir, Loftur F. Sigfússon og Linda Ó. Svansdóttir.
The Bagel House
Grensásvegi 16
Reykjavík
Sími:5172117
Fax:5172118
Tölvupóstfang: bagel-
house@bagelhouse-
.com
Vefsíða væntanleg:
www.bagelhouse.com
Aðrar vefslóðir um
beyglur:
www.mrbagels.com
www.thebagelco.dk
MATARKISTAN
26 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nýlega voru tveir ólíkir staðir opnaðir í
Reykjavík sem samt sem áður sérhæfa
sig báðir í beyglum. The Bagel House
flytur inn breskar beyglur og Reykjavík
Bagel Company bakar beyglurnar á
staðnum. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
leit við á báðum stöðum og fékk að
smakka á góðgæti sem á sér langa sögu.
BRAUÐMETI| Bakaðar beyglur eru raktar allt aftur til 17. aldar er bakari frá Vín í Austurríki vildi baka sérstakt
brauð til heiðurs konungi Póllands. Brauðið þótti minna á ístað, beugel, en konungurinn var mikill knapi.
MIG langaði til að kynna fyr-ir Íslendingum alvörubrauðmenningu, hollan og
góðan valkost, og m.a. þess vegna
opnaði ég Reykjavík Bagel Comp-
any,“ segir Frank W. Sands, sem á
sínum tíma opnaði einnig veitinga-
húsið Vegamót bistró og bar.
„Flestir á Íslandi borða skyndi-
bita jafnvel þótt þeir viti vel að
hann sé óhollur. En beyglurnar
okkar eru aftur á móti hollur
skyndibiti. Auk þess sem þær eru
næstum helmingi próteinríkari en
venjulegt brauð þá eru þær líka
fitusnauðar og innihalda ekkert
kólesteról.
Þegar við vorum að leggja drög
að opnun staðarins skoðuðum við
að minnsta kosti 30–40 staði sem
sérhæfa sig í beyglum og einnig
bakarí í Bandaríkjunum, Englandi
og Þýskalandi og því erfitt að segja
að hugmyndin að Reykjavík Bagel
Company sé komin frá einum stað.
Hugmyndin var einfaldlega að
opna stað þar sem hægt væri að fá
hollt og gott brauð og drekka
kaffið sitt í notalegu, reyklausu um-
hverfi. Við erum einnig með þráð-
lausa nettengingu í húsinu svo við-
skiptavinir okkar geta komið með
fartölvur með sér og skoðað póst-
inn sinn eða vafrað á Netinu að vild
og margir hafa nýtt sér þann mögu-
leika.“
Átta til tólf tegundir af beyglum
Frank segir að allt bakkelsi sé
bakað á staðnum og jafnvel sé bak-
að nokkrum sinnum á dag. Lögð er
rækt við að vanda til hráefnis í
baksturinn. Beyglurnar, sem eru að
fimmtungi úr súrdeigi, eru úr eitur-
efnafríu og óbleiktu hveiti, King
Arthur hveiti, en það er annað elsta
fyrirtæki sinnar tegundar í Banda-
ríkjunum, stofnað árið 1789.
„Það tekur upp í fjóra daga að
undirbúa beyglurnar því þær þurfa
að lyfta sér hægt og í kulda. Síðan
eru beyglurnar oftast soðnar í
stórum katli áður en þær eru bak-
aðar í steinofni við mjög háan hita.
Til að baka beyglurnar með þess-
um hætti þarf mikla hæfileika og
dýr tæki. Bakarinn okkar, Gústav
Bergman, hefur áratuga reynslu í
sínu fagi og auk þess fór hann í sér-
staka þjálfun til Bandaríkjanna.
Í Reykjavík Bagel Company er
ekki alltaf boðið upp á það sama
dag frá degi og yfirleitt eru frá átta
og upp í tólf beyglutegundir á boð-
stólum. Einnig er fyrirtækið með
veisluþjónustu þar sem hægt er að
panta veitingar fyrir fundi eða
veislur.“
Vill kynna
alvöru brauð-
menningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frank W. Sands segir að við und-
irbúning opnunar staðarins hafi
verið skoðaðir tugir bakaría og
beyglustaða í Bandaríkjunum,
Þýskalandi og Englandi.
Reykjavík Bagel Company
Laugavegi 81
Vefslóð www.rbc.is
Sími: 5114500
Tölvupóstfang: frank@rbc.is
Ef áhugasamir vilja baka eigin beyglur:
www.baking911.com/bread_bagels.htm
Uppskriftir að beyglum er einnig að finna á slóð
King Arthur hveitiframleiðanda. www2.king-
arthurflour.com/cgibin/
htmlos.cgi/1053.3.097503014660106569
Beyglur eru hollur skyndibiti
Fólk getur bæði sest niður yfir kaffibolla og beyglu á Laugaveginum eða
keypt beyglur og bakkelsi og farið með heim til sín.
Morgunblaðið/Árni Sæberg