Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 29

Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 29 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið annað kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 10.00-17.00 og á morgun kl. 12.00-17.00. Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstígur 14-16, sími 551 0400.Ásgrímur Jónsson 300 MANNA karlakór mun hljóma í Íþróttahúsinu á Sel- fossi í dag kl. 17. Þar eru saman komnir sjó kórar: Karlakórinn Jökull Höfn í Hornafirði, Karla- kór Rangæinga, Karlakór Hreppamanna, Karlakór Sel- foss, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur og Lög- reglukórinn. Kórarnir koma fram einir og sér, en í lok tón- leikanna munu þeir sameinast í 300 manna karlakór og flytja nokkur þekkt karlakóralög. Sameiginlegi kórinn flytur m.a. lagið Brennið þið vitar og minnast með því 110 ára fæð- ingarafmælis Páls Ísólfssonar sem er á morgun. Sagt er að hann hafi samið lagið við brim- hljóðið við Ísólfsskála sem stendur ekki fjarri fjöruborðinu við Stokkseyri. 300 karlar þenja bark- ana á Selfossi Nanna Hovmand syngja einsöng í Gloríu Vivald- is með Kammerhljómsveitinni í Randers. Hún mun og syngja hlutverk Nikulásar í uppfærslu NANNA Hovmand, lýrískur mezzósópran og Jónas Ingimundarson, píanóleikari eru næstu gestir Tíbrár-tónleikaraðar Salarins kl. 14.30 í dag. Fluttir verða söngvar eftir norrænu tón- skáldin P.E. Lange-Müller, Carl Nielsen, Edvard Grieg og Peter Heise og íslensk sönglög eftir Sigvalda S. Kaldalóns, Hallgrím Helgason, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Ingimund- arson, Jórunni Viðar og Þórarinn Guðmunds- son. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nanna syngur hér á landi. Hún söng við góðan orðstír Ottaviu í óperunni Krýning Poppeu með Sumaróperu Reykjavíkur í ágúst sl. Nanna nam söng við Kon- unglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn (Det Kongelige Danske Musikkonservatorium) og við Óperuakademíuna í Kaupmannahöfn. Meðal óperuhlutverka sem hún hefur sungið eru Frasquitá í Carmen, Donna Elvira í Don Juan og Eliza í My Fair Lady, allt uppfærslur Jósku óperunnar. Einnig hefur hún sungið Magnolia í Show Boat við Nørrebros Teater, Despina i Cosi fan tutte með Den Ny Opera, Lehrbube í Meist- arasöngvunum við Det Kongelige Teater og Litlu hafmeyjuna í Flugten, sem er nútíma raf- og tölvutónlistarópera í uppfærslu hjá Den Fynske Opera. Að auki hefur hún komið fram sem einsöngvari á nýárstónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar á Sjálandi, en hún mun syngja nokkra tónleika í röð með þeirri hljóm- sveit á komandi nýárstónleikum 2004. Þá mun Jósku óperunnar á Ævintýrum Hoffmanns á næstunni og taka þátt í nýrri óperu sem flutt verður við Fjónsku óperuna vorið 2004. Lög eftir íslensk og norræn tónskáld Morgunblaðið/Jim Smart Jónas Ingimundarson píanóleikari og Nanna Hovmand sópransöngkona koma fram í Salnum í dag. Symbiosis Symbiosis eftir Ísraelann Itzik Galili var fyrsta verk á vetrardag- skrá Íslenska dansflokksins. Verkið var frumsýnt í febrúar 2003. Það er dansað sem fyrr af Katrínu Johnson en Guðmundur Elías Knudsen kem- ur nýr inn. Verkið er dúett og yf- irskrift þess er fáránleiki hversdags- legra ástarsambanda. Dansgerðin einkennist af skvettum út frá miðju líkamans og hnútum sem parið bind- ur sig saman í og leysir síðan í flétt- ur. Dansverkið ber með sér róman- tískan blæ. Ljósgul lýsingin, tónlist eftir J. S. Bach og búningar parsins leggja línurnar. Það var ljúft að horfa á verkið líða um sviðið í meðför dansaranna. Dansinn hefur yfir- bragð léttleika þótt dansgerðin sé langt því frá einföld í framkvæmd. Hröð, nokkuð flókin dansgerð með kröfu um léttleika leynir á sér. Katr- ín hefur þroskast sem listamaður og túlkun hennar, sem í verkinu er af- slappaðri en oft áður, inniheldur nú meiri dýpt og einlægni. Hún er fær dansari sem áhugavert hefur verið að fylgjast með frá því hún gekk til liðs við ÍD. Guðmundur Elías Knud- sen stóð sig með prýði í dans og leik. Dans beggja var léttur og kíminn þegar það átti við. Verkið er með hæfilega mikið af listrænum innskot- um til að viðhalda léttleikanum í samskiptum parsins. Annars er því ætlað að þjóna hreyfingunni eða dansinum. Það var ljúft að horfa á Symbiosis þar sem hreyfingar og tónlist urðu eitt í meðför dansar- anna. Party Verk Guðmundar Helgasonar Party var fyrst sýnt í júní 2003. Þetta er gleðiverk sem á að skemmta. Tvenn pör ásamt plötu- snúð dansa og bregðast við óvæntum uppákomum í samkvæmi. Verkið er samið við tónlist af ýmsum toga. Það opnar á fjörugum dansi að viðbætt- um yndislega aulalegum töktum Eggerts Þorleifssonar. Uppákom- urnar eru mátulega margar og gera það sem þeim er ætlað að gera, það er að auka enn frekar á tístandi glensinn. Verkið var opnað, upp- byggt og því lokað á sannfærandi máta. Uppbygging þess var jafn- framt hnitmiðuð. Katrín Ingvadóttir sem er heillandi sviðsdansari og ný- liðinn Valgerður Rúnarsdóttir voru grípandi gáskafullar. Party er gleði- verk, bráðsnjallt og skemmtilegt. Match Gestahöfundur kvöldsins er Hol- lendingurinn Lonneke van Leth. Verkið fjallar um landsleik í fótbolta milli Íslands og Hollands og er samið við tónlist Ske, áður Skárr’en ekkert. Verkið hefst í leikhúshléi á að einn liðsmaður hitar upp fyrir leikinn á sviðinu. Starfsmaður, síðar dómari í leiknum, birtist á sviðinu. Hann er að mála línur vallarins fyrir leikinn og notar tækifærið til að láta ljós sitt skína, þegar enginn sér. Hann tekur lagið með tilheyrandi danssveiflu. Að því loknu birtast leikmennirnir á sviðinu, baráttuglaðir og fullir keppnisvilja. Þeir heilsast eins og gert er ráð fyrir og leikurinn hefst. Verkið fór vel af stað. Dansararnir voru einbeittir og baráttuviljinn lýsti af þeim. Tónlistin sem er kraftmikil og taktföst hentaði verkinu vel. Hún magnaði spennuna í leiknum upp. Engu að síður var hún of hátt stillt því að á köflum heyrðist meira í há- vaðanum en kröftugri tónlistinni. Hreyfingarnar smáar sem stórar voru tilvitnun í hreyfingar fótbolta- manna. Þær ásamt búningunum gerðu fótboltaleikinn/dansinn trú- verðugan og yfirbragð dansaranna varð fótboltamannslegt og þeir þannig sannfærandi á sviðinu. Upp- brot um miðbik verksins þar sem par dregur sig saman truflaði framvind- una í verkinu. Hugmyndin er ágæt en dregur of mikið úr spennandi leiknum. Engu að síður er verkið að- gengilegt eins og höfundur vill hafa það. Peter Anderson fær að láta ljós sitt skína í upphafi verksins og nýtir það tækifæri til fullnustu. Að öðrum ónefndum þá vakti Steve Lorenz at- hygli fyrir einbeitni og útgeislun. Það eru hreyfingarnar, tónlistin og leikur dansaranna sem er eftirminni- legt í þessu ágæta dansverki. Dansflokkurinn hittir beint í mark með þessari gleðiþrennu. Sýningin er full af gáska og léttleika. Gott dæmi um einföld viðfangsefni sem skila sér í vönduðum dansverkum. Beint í mark Lilja Ívarsdóttir LISTDANS Borgarleikhúsið Symbiosis. Danshöfundur: Itzik Galili. Að- stoðardanshöfundur: Yaron Barami. Tón- list: Johann Sebastian Bach. Sviðsmynd, búningar og lýsingarhönnun: Itzik Galili. Dansarar: Katrín Johnson, Guðmundur Elías Knudsen. Party. Danshöfundur: Guðmundur Helga- son. Tónlist: Orchestra conducted by Robert Farnon, Rita Pavone, George Greeley his Chorus and Orchestra. Sviðs- mynd, búningar og hljóðhönnun: Guð- mundur Helgason. Lýsingarhönnun: Kári Gíslason. Dansarar: Katrín Ingvadóttir, Guðmundur Helgason, Peter Anderson, Valgerður Rúnarsdóttir. Leikari: Eggert Þorleifsson. Match. Danshöfundur: Lonneke Van Leth. Tónlist: Ske. Sviðsmynd og bún- ingar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing- arhönnun: Benedikt Axelsson. Hljóð: Jak- ob Tryggvason. Dansarar: Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Katrín Ingvadóttir, Katrín Johnson, Nadia Katrín Banine, Peter Anderson, Steve Lorenz, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir. Fimmtudagur 9. október 2003. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Morgunblaðið/Jim Smart „Dansflokkurinn hittir beint í mark með þessari gleðiþrennu. Sýningin er full af gáska og léttleika,“ segir m.a. í umsögninni. Atriði úr Match. Í SVERRISSAL Hafnarborgar opn- ar Sigríður Erla Guðmundsdóttir sýningu kl. 15 í dag, laugardag. Sýn- inguna nefnir hún Einn og einn og gefur þar að líta leirlist Sigríðar Erlu. Verkin eru öll unnin úr íslensk- um hráefnum. Leir er aðalefnið, brenndur og óbrenndur, ásamt kuð- ungum og rekavið. Þetta er þriðja einkasýning Sig- ríðar Erlu en hún hefur enn fremur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Sigríður er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, leirlistadeild. Meðal verka hennar má nefna inn- setninguna Dýrðleg veisla sem hún setti upp víða, m.a. í Hafnarfirði, Hólmavík, Stykkishólmi, Assens í Danmörku, Hrísey, Súðavík og Djúpavogi. Í dag kemur einnig út samnefnd bók þar sem ferill gjörn- ingsins er rakinn. Hann stóð yfir í sjö ár, frá 1997 til 2003 og fjallar um samskipti fólks á ólíkum stöðum á ólíkum tíma í gegnum mat og borð- búnað. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 27. október. Leirverk úr íslensku hráefni ♦ ♦ ♦ Fúsi froskagleypir eftir Ole Lund Kirkegaard er komin út í nýrri út- gáfu. Þýðandi er Anna Valdimars- dóttir. Bókin kom fyrst út á íslensku 1973 og naut mik- illa vinsælda og er löngu uppseld. Bókin er prýdd teikningum höfund- arins en dóttir hans, Maya Bang Kirkegaard, hefur litað þær sér- staklega fyrir þessa útgáfu. „Bærinn okkar er fullur af þorp- urum og öðrum stórum, heimskum slánum sem geta ekki látið góða drengi eins og mig og nokkra aðra í friði,“ segir hinn litli óforbetranlegi sögumaður bókarinnar. Útgefandi er JPV-útgáfa. Verð: 2.480 kr. Börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.