Morgunblaðið - 11.10.2003, Síða 36
MESSUR
36 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
ú mynd hefur yfirleitt
verið dregin upp af ís-
lenskum landbúnaði að
þar ríki ekki lögmál
hins frjálsa markaðar.
Miklu frekar hefur landbúnaður-
inn haft þá ímynd að hann sé fast-
ur í alls kyns reglum og höftum og
verðlagning vörunnar sé meira
eða minna öll undir ríkisforsjá.
En ef marka má fréttir sem
birst hafa að undanförnu af kjöt-
markaðinum á Íslandi hefur ým-
islegt breyst í landbúnaðarkerf-
inu á síðustu
árum og það
liggur við að
maður álykti
sem svo að
lögmálið um
framboð og
eftirspurn virki hvergi betur á Ís-
landi en í landbúnaðinum, a.m.k.
þeim geira landbúnaðarins sem
byggir á því að framleiða kjöt. Ís-
lensk stjórnvöld eru þó enn, líkt
og stjórnvöld í flestum ríkjum
heims, að leggja verulega fjár-
muni til landbúnaðarins.
Samkvæmt þeim reglum sem
gilda í dag hafa allir sem hafa
áhuga á að framleiða kjöt fullt
frelsi til að framleiða eins mikið
kjöt og þeir vilja. Þetta gildir vel
að merkja líka fyrir sauðfjárrækt-
ina. Og framleiðslan hefur líka
verið næg. Það ríkir sömuleiðis
fullt frelsi í sölu og verðlagningu
afurðanna. Framleiðendur og af-
urðastöðvar keppast við að bjóða
sem lægst verð til að tryggja sölu
kjötsins. Það er því bæði hörð
samkeppni milli afurðastöðva sem
selja lambakjöt og eins milli kjöt-
greina. Svínakjöt er t.d. nú boðið
á yfir 30% lægra verði en það var
boðið til sölu á fyrir einu ári og
þetta hefur kallað á viðbrögð ann-
arra á kjötmarkaðinum. Þeir hafa
líka lækkað verð á sinni vöru til að
tryggja sölu hennar.
Þegar offramboð er á mark-
aðinum er smásalinn í sterkri
stöðu. Hann getur einfaldlega
sagt við framleiðandann: „Ég tek
ekki þína vöru í sölu nema að þú
gefir mér 20% afslátt af verði.“
Framleiðandinn á erfitt með að
segja þvert nei, því hann veit að ef
hann gerir það fær samkeppn-
isaðilinn samskonar tilboð og
hann getur því hugsanlega setið
uppi með vöru sem ekki selst.
Þetta er sú staða sem verið hef-
ur á kjötmarkaðinum. Verðið
lækkar og lækkar og samkeppnin
harðnar dag frá degi. Neytendur
fá ódýra vöru og neyslan eykst.
Að vísu viðurkenna flestir að
verðið sé orðið það lágt að það
dugi ekki fyrir framleiðslukostn-
aði, en jafnframt reikna menn
með að framundan séu einhver
gjaldþrot sem aftur leiði til þess
að það fari einhverjir framleið-
endur út af markaðinum. Það
mun svo aftur leiða til þess að það
dragi úr framleiðslu sem að lok-
um leiðir til þess að verðið leitar
nýs jafnvægis. Á kjötmarkaðinum
gildir því lögmálið um framboð og
eftirspurn í sinni tærustu mynd.
Þessi harða samkeppni á kjöt-
markaðinum vekur upp þá spurn-
ingu hvort yfirleitt sé einhver
samkeppni á öðrum sviðum við-
skiptalífsins. Er einhver sam-
keppni um sölu á bensíni, trygg-
ingum, fjármálaþjónustu eða
sjóflutningum?
Það er kannski ofsagt að segja
að það ríki engin samkeppni á
þessum sviðum á Íslandi, en það
er jafnljóst að samkeppnin er ekki
hörð. Á síðustu 12 mánuðum hef-
ur verð á fjármálaþjónustu hækk-
að um 4,5% og verð á tryggingum
hefur hækkað um 4,3%. Á sama
tíma hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 2,2%. Almennt kjöt-
verð hefur hins vegar lækkað á
þessu tímabili um 5,7% og svína-
kjöt hefur lækkað um 31,2%. Verð
á sjóflutningum hefur að vísu
haldist óbreytt á síðustu 12 mán-
uðum en skipafélögin hækkuðu
gjaldskrá sína á síðasta ári um
13,4%. Um samkeppni olíufélag-
anna þarf ekki að hafa mörg orð.
Það væri hægt að taka fleiri vörur
sem dæmi. Ekki er t.d. sjáanlegt
að hörð samkeppni hafi ríkt um
sölu á fiski til neytenda og virðist
þá ekki skipta máli þó verð á ýs-
unni hafi lækkað á fiskmörkuðum
vegna mikillar veiði. Það hlýtur að
vera áhugavert fyrir viðskipta-
fræðinga að skoða það sem hefur
verið að gerast á kjötmarkaðinum
og bera það saman við við-
skiptaumhverfi í öðrum greinum.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að
eðli vörunnar skiptir miklu máli.
Það tekur heilt ár að framleiða
lambakjöt og nautakjöt og all-
marga mánuði að framleiða svína-
kjöt og kjúklinga. Það tekur því
marga mánuði fyrir framleið-
endur að draga úr framleiðslu ef
þeir sjá fram á að geta ekki selt
vöru sína. Til samanburðar tekur
það gosdrykkjaframleiðanda
nokkra daga eða vikur að draga
úr framleiðslu ef hann sér fram á
að geta ekki selt alla framleiðslu
sína.
Þrátt fyrir að sumir bændur
kunni að vera þeirrar skoðunar að
allt of mikið frelsi ríki í sölu og
verðlagningu á kjöti og ríkið eigi
áfram að hafa þar mikið hlutverk
verður ekki séð hvernig hægt er
að stíga skref til baka. Mjög ólík-
legt er að pólitísk samstaða skap-
ist um að breyta um stefnu. Sumir
forystumenn í landbúnaði tala
líka um að síðustu misseri hafi
verið „dýrt námskeið“ og menn
muni læra af þeim mistökum sem
gerð hafi verið.
Þó neytendur hafi á síðustu
misserum átt kost á að kaupa
ódýrt kjöt (sagt er að íslenskt
svínakjöt sé nú á lægra verði en
danskt svínakjöt en Danir eru
meðal stærstu svínakjöts-
framleiðenda í heimi) mun kostn-
aðurinn við að framleiða kjöt und-
ir framleiðslukostnaði lenda á
einhverjum. Það er alveg ljóst að
lánastofnanir hafa orðið fyrir
verulegu tjóni og það tjón hljóta
viðskiptamenn bankanna að bera
með einum eða öðrum hætti.
Samkeppni
á kjöt-
markaði
Þessi harða samkeppni á kjötmark-
aðinum vekur upp þá spurningu hvort
yfirleitt sé einhver samkeppni á öðrum
sviðum viðskiptalífsins. Er einhver sam-
keppni um sölu á bensíni, tryggingum,
fjármálaþjónustu eða sjóflutningum?
VIÐHORF
Eftir Egil
Ólafsson
egol@mbl.is
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kór Ás-
kirkju syngur. Organisti Kári Þormar.
Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11.00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg
samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Súgfirðingar annast
ritningarlestur. Barna- og unglingakórar
kirkjunnar syngja undir stjórn Jóhönnu
Þórhallsdóttur. Einsöngur Jóna Lára
Sveinbjörnsdóttir. Organisti Guðmundur
Sigurðsson. Messukaffi Súgfirðinga-
félagsins. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr.
Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn
syngur, organisti er Marteinn Frið-
riksson. Eftir messu verður fundur í
safnaðarfélaginu. Á fundinum fjallar
Salmann Tamini um Islam (múham-
eðstrú) Barnastarf á kirkjuloftinu með-
an á messu stendur. Minning-
artónleikar kl. 17.00 um dr. Pál
Ísólfsson. Marteinn Friðriksson og
Dómkórinn flytja verk eftir dr. Pál en
110 ár eru nú liðin frá fæðingu hans.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.00
í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna
o.fl. Guðsþjónusta kl. 11.00. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar-
inbjarnarson. Sr. María Ágústsdóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti
Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Há-
konarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna-
starf kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni
Bjarman. Félagar úr Mótettukór syngja.
Organisti Hörður Áskelsson. Sunnu-
dagsfundur kl. 13.00. Efni: Stefnumörk-
un þjóðkirkjunnar: Steinunn A. Björns-
dóttir. Félagar í Grettisakademíunni
taka þátt í umræðum.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjón-
usta kl. 13.00. Umsjón Hrund Þórarins-
dóttir, djákni.
LANDSPÍTALI Háskólasjúkrahús: Foss-
vogur: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ingi-
leif Malmberg. Hringbraut: Helgistund
kl. 10.30. Rósa Kristjánsdóttir, djákni.
Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr.
Ingileif Malmberg.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa og barnastarf kl. 11.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór
Langholtskirkju leiða almennan söng.
Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan
fara börnin í safnaðarheimilið. Kaffisopi
eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11.00. Sunnudagaskóla-
kennararnir Hildur, Heimir og Þorri taka
á móti börnunum. Gunnar Gunnarsson
leikur á orgelið og Kór Laugarneskirkju
leiðir safnaðarsönginn, en Bjarni Karls-
son sóknarprestur þjónar ásamt Sig-
urbirni Þorkelssyni meðhjálpara.
Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður
svo allra í safnaðarheimilinu á eftir.
Kvöldmessa kl. 20.30. Djasskvartett
Gunnars Gunnarssonar leikur og kór
Laugarneskirkju syngur. Sr. Bjarni Karls-
son þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni
meðhjálpara. Að messu lokinni er
messukaffi í safnaðarheimilinu en jafn-
framt er boðið til fyrirbæna við altarið í
umsjá bænahóps kirkjunnar.
NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Kór Nes-
kirkju syngur. Organisti Reynir Jón-
asson. Prestur sr. Frank M. Hall-
dórsson. Barnastarf á sama tíma.
Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá
kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og
spjall í safnaðarheimilinu eftir messu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11.00. Börnin hvött til
að mæta og taka með sér góða vini í
kirkjuskólann. Sögur, söngur, leikir og
margt fleira. Minnum á æskulýðsfélagið
kl. 20.00.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Kirkjudagurinn/
Fjölskylduguðsþjónusta kl.14.00. Kaffi-
sala kvenfélagsins eftir messu. Rjóma-
tertur og annað nammi namm.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnastarf
klukkan 11.00. Allir velkomnir. Farið
verður að vanda niður að tjörn eftir
stundina og öndunum gefið. Safn-
aðarstarf Fríkirkjunnar. Taizé messa
klukkan 20.30. Taizé messa verður í
Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 20.30.
Þessi stund er samvinnuverkefni Lága-
fellskirkju í Mosfellsbæ og Fríkirkjunnar
í Reykjavík. Tónlist er í umsjón Jónasar
Þóris og Önnu Siggu. Allir velkomnir.
Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavik
og Lágafellskirkju. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson og sr. Jón Þorsteinsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Söngur, sögur og leikir. Al-
menn guðsþjónusta og sunnudagaskól-
inn rennur saman í eitt. Í fjölskyldu-
guðsþjónustunum er alltaf líf og fjör.
Hvetjum við pabba, mömmu, afa og
ömmu og fjölskylduna alla til að koma
og eiga góða og uppbyggjandi stund í
kirkjunni. Rebbi refur mætir og fleiri
góðir vinir. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.00. Messa kl. 11.00. Org-
anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Sr.
Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Útvarpsmessa kl.
11.00. Prestur sr. Gunnar Sig-
urjónsson. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson. Kór Digraneskirkju. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma í kapellunni á
neðri hæð kirkjunnar. Léttur málsverður
í safnaðarsal eftir messu (kr. 500).
Kvöldsamkoma kl. 20.30 með léttri
gospelsveiflu. Tónlist annast Þorvaldur
Halldórsson. Prestur sr. Gunnar Sig-
urjónsson. (Sjá nánar:www.digra-
neskirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl.
11.00. Altarisganga. Prestur: Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Djákni: Lilja G.
Hallgrímsdóttir. Organisti: Lenka
Mátéová. Kór kirkjunnar syngur undir
stjórn organista. Sunnudagaskóli á
sama tíma í umsjón Elínar Elísabetar
Jóhannsdóttur. Boðið upp á kaffi og
svaladrykk í safnaðarheimilinu á eftir
guðsþjónustu. Rúta ekur um hverfið í
lokin.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11.00. Séra Sigurður Arnarson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf-
arvogskirkju syngur. Organisti: Kristín
Jónsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl.
11.00 í Grafarvogskirkju. Prestur séra
Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Signý og
Kolla. Organisti: Gróa Hreinsdóttir.
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 í Borg-
arholtsskóla. Prestur séra Vigfús Þór
Árnason. Umsjón: Sigga og Sigurvin.
Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson.
HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar.
ÞorvaldurHalldórsson, tónlistarmaður,
leiðir létta tónlist og söng. Barnaguðs-
þjónusta kl. 13. Tóta trúður kemur í
heimsókn. Við minnum á bæna- og
kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið
hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig
www.hjallakirkja.is)
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 11.00 í um-
sjón Dóru Guðrúnar, Bóasar og Önnu
Kristínar. Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra
Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur
predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa-
vogskirkju syngur og leiðir safn-
aðarsöng. Organisti Guðmundur Ómar
Óskarsson. Kaffi í Borgum að lokinni
guðsþjónustu. Sr. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson.
LINDAKIRKJA: Næstkomandi sunnudag
12. október verður helgihaldið með ör-
lítið breyttu sniði frá því sem verið hef-
ur í Lindasókn þetta haustið. Kl. 11
verður að venju sunnudagaskóli í Linda-
skóla. Um kvöldið kl. 20 verður svo
haldin gospelmessa í Glersalnum við
Salaveg (í sama húsi og Nettó, gengið
inn bakatil inn í lyftu og upp í sal). Sal-
urinn er allur hinn glæsilegasti og hent-
ar vel fyrir samkomur af þessu tagi. Um
tónlistarflutning sér Kór Lindakirkju
ásamt Hannesi Baldurssyni organista.
Leynigestur kvöldsins er ung söngkona
sem örugglega á eftir að láta mikið að
sér kveða í framtíðinni. Allir eru vel-
komnir og aðgangur að sjálfsögðu
ókeypis.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Hressandi söngur, sögur og lifandi
samfélag. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar . Organisti Jón
Bjarnason. Kór Seljakirkju leiðir söng.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Guðsþjón-
usta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og full-
orðna. Halldóra Ásgeirsdóttir kennir. Kl.
20 er fjölbreytt samkoma í umsjón
unga fólksins í kirkjunni.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11.00.
Bænastund alla þriðjudaga kl. 20.00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út-
varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel-
komnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 16.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl.
19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð-
issamkoma. Umsjón majór Anne Marie
Reinholdtsen. Mánudagur: Kl. 15 heim-
ilasamband. Valgerður Gísladóttir talar.
Allar konur velkomnar.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti
601: Sunnudaginn 12. okt. fellur sam-
koma niður vegna vinnu við loftklæðn-
ingu í kirkjulofti.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma
sunnudag kl. 17. Lofgjörð fyrir samkom-
una frá kl. 16.40. Góðir gestir frá
Bandaríkjunum. Lofgjörð og fyrirbæn að
lokinni samkomu. Fræðsla fyrir börn 2–
14 ára í aldursskiptum hópum. Matur á
fjölskylduvænu verði eftir samkomu. All-
ir velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík: Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há-
messa kl. 10.30. Messa á ensku kl.
18.00. Alla virka daga: Messa kl.
18.00. Alla laugardaga: Trúfræðsla
barna kl. 13.00 í Landakotsskóla. Að
henni lokinni er barnamessa í Krists-
kirkju (kl. 14.00). Rósakransbæn í
október: Alla mánudaga og föstudaga
fyrir kvöldmessu kl. 17.30 og alla mið-
vikudaga að kvöldmessu lokinni.
Sunnudagin 12. október: Að hámessu
lokinni verður selt kaffi og heimabak-
aðar vöfflur í safnaðarheimili okkar
(verð kr. 250,-). Allur ágóði rennur til
viðhaldssjóðs orgels Kristskirkju.
Reykjavík: Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug-
ardaga: Messa á ensku kl. 18.30.
Virka daga: Messa kl. 18.30
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16.00. Miðvikudaga kl. 20.00
Hafnarfjörður: Jósefskirkja:
Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðviku-
daga: Messa kl. 18.30. Rósakransbæn
í október: Farið er með rósa-
kransbænina hálftíma á undan mess-
um á sunnudögum og miðvikudögum.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00.
Keflavík: Barbörukapella: Skólavegi
38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga:
Messa kl. 10.00.
Ísafjörður: Sunnud: Messa kl. 11.
Flateyri: Laugard: Messa kl. 18.
Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.
Suðureyri: Sunnud: Messa kl. 19.
Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs-
kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga:
Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa
kl. 11.00. Rósakransbæn í október:
Mánudaga til fimmtudaga í Brálundi 1
kl. 19.00, föstudaga og laugardaga kl.
17.30 í Péturskirkju og sunnudaga kl.
10.30.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi:
Barnaguðsþjónusta í kirkjunni sunnu-
dag kl. 11 f.h. Foreldrar velkomir með.
Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl.
11.00 Sunnudagaskóli í kirkjunni. Allir
(Lúk. 14).
Guðspjall dagsins: Jes-
ús læknar á hvíldardegi.
Skútustaðakirkja í Mývatnssveit.