Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 39
átt afa eins og hann. Það gerir mann
að betri manni. Ég mun sakna hans.
Ragnar Helgi Ólafsson.
Nú þegar afi er kvaddur rifjast upp
allar heimsóknirnar til afa og ömmu á
Siglufirði. Minningarnar þaðan eru
ótal margar og ógleymanlegar.
Aldrei ávarpaði afi mig öðruvísi en
sem nafna, og mikið var ég stoltur af
því að vera nafni hans. Ég gat gleymt
mér tímunum saman innan um allar
bækurnar í bókasafninu hans og þó
það væri engin leið að hafa tölu á
þeim þá vissi ég þó að hann hafði lesið
þær allar.
Afi fylgdist ætíð vel með öllu því
sem ég tók mér fyrir hendur og
studdi vel við bakið á mér. Hvatning-
arorð og hrós frá afa voru gulls ígildi.
Hans verður sárt saknað.
Hvíl í friði, elsku afi.
Þinn nafni,
Ragnar Jónasson.
Hauststormar sækja á. Laufin falla
af trjánum eftir gott og gjöfult sumar.
Farfuglarnir sem heimsótt höfðu
okkar góða land á sl. vori fara að huga
að brottför sinni til suðlægra landa.
Óafvitandi sest að smávetrarkvíði.
Það eru fleiri sem leggja í langferð
um þessar mundir, við vitum ekki
hversu löng sú leið er.
Bróðir okkar Þ. Ragnar hóf síðustu
ferð sína hinn 6. okt. sl. Þar verður
eftir stórt og vandfyllt skarð, bæði í
fjölskyldunni og í hans eigin bæjar-
félagi.
Ragnar var næstelstur okkar Eiðs-
staðasystkina sem upp komumst.
Þegar faðir okkar lést langt um aldur
fram árið 1933 voru engar aðrar leiðir
taldar færar í þá daga en að fjölskyld-
an tvístraðist og systkinahópurinn
dreifðist á stærstu heimilin í sveitinni
til að byrja með. Ragnar hafði þá lok-
ið búfræðinámi á Hólum. Hann tók þá
ákvörðun að halda til Danmerkur í
mjólkurfræðinám og með góðra
manna hjálp tókst það því lengi hafa
verið hjálpsamir menn í okkar góðu
sveit. Eftir rúmlega sex ára dvöl í
Danmörku að námi og starfi loknu
hélt hann heim með hinni frægu Pets-
amóferð árið 1940, þegar ríkið sendi
skip til að sækja Íslendinga sem
lokast höfðu inni á Norðurlöndunum
og víðar vegna heimsstyrjaldarinnar.
Fyrst eftir heimkomuna vann
Ragnar við ýmis störf. Eftir að hann
flutti til Siglufjarðar árið 1941 veitti
hann Mjólkursamsölunni á Siglufirði
forstöðu. Einnig var hann skrifstofu-
maður hjá Byggingafélaginu Sveini
og Gísla hf. Árið 1950 var Ragnar ráð-
inn bækjargjaldkeri á Siglufirði og
gegndi hann því starfi í þrjátíu ár. Oft
á tíðum á því tímabili var hann settur
bæjarstjóri. Á þessum árum var háð
hörð varnarbarátta fyrir bæjarfélag-
ið og skiptust á skin og skúrir eins og
gengur í sveitarstjórnarmálum. Allir
telja að Ragnar hafi innt sín störf af
hendi þar eins og annars staðar með
stakri prýði og trúmennsku. Samtím-
is var hann framkvæmdastjóri
Sjúkrahússins á Siglufirði um nokk-
urt skeið. Um þessar mundir voru
miklar pólitískar hræringar á Siglu-
firði sem bærinn var oftsinnis frægur
fyrir og þurfti því oft að sigla á milli
skers og báru og ósjaldan sem grípa
þurfti til málamiðlunar. Mjög gott
samstarf tókst milli Ragnars og
þeirra bæjarstjóra sem störfuðu á
þessu tímabili. Allir voru þessir bæj-
arstjórar úrvalsmenn og lá Ragnari
mjög hlýtt orð til þeirra og var þeim
þakklátur fyrir samstarfið.
Eftir starfslok sín hjá bænum hóf
Ragnar að vinna að sínum hugðarefn-
um sem var fræðimennska. Áhugi
hans beindist snemma að ýmiskonar
söfnun á þjóðlegum fróðleik. Gegnum
árin hafði hann safnað að sér marg-
víslegum upplýsingum frá fyrri tíð.
Sérstaklega beindist söfnun þessi að
siglfirskum málefnum og Trölla-
skagabyggðum. Söfnun hans spannar
víðfeðmt svið. Eftir hann liggja fimm
bækur: Saga Siglufjarðar, Siglfirskar
þjóðsögur og sagnir, Siglfirskir sögu-
þættir og Siglfirskur annáll um
mennta- og heilbrigðismál frá upp-
hafi til síðustu aldamóta. Ragnar var
vel ritfær og hafði mjög gott vald á ís-
lenskri tungu. Hann átti einnig létt
með vísna- og ljóðagerð en var ákaf-
lega lítið gefinn fyrir að flíka því.
Ragnar hlaut fyrstu menningarverð-
laun Siglufjarðarkaupstaðar árið
1997 fyrir fræðistörf.
Framan af gaf Ragnar sig nokkuð
að félagsstörfum. Hann var einn af
stofnendum Lionsklúbbsins á Siglu-
firði og starfaði þar lengi. Hann var
einnig einn af stofnendum bræðra-
félags Frímúrara sem síðar var
Fræðslustúkan Dröfn. Hann starfaði
að málefnum sjálfstæðismanna um
margra ára skeið og var lengi frétta-
ritari Vísis.
Árið 1943 giftist Ragnar eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Reyk-
dal. Foreldrar hennar voru hjónin
Sæunn Oddsdóttir og Ólafur Reykdal
trésmiður á Siglufirði. Guðrún og
Ragnar eignuðust þrjú mannvænleg
börn; Ólaf, Jónas og Eddu, sem öll
hafa verið mætir og góðir samborg-
arar. Ragnar var góður heimlisfaðir
og lét sér mjög annt um velgengni
barna sinna og heimilis. Hinn 29. maí
sl. áttu þau hjón sextíu ára brúð-
kaupsafmæli. Öll þau mörgu ár hafa
verið þeim hamingjusöm og farsæl.
Slík sambúð sem varir svo lengi
hnökralaus er byggð á trausti og virð-
ingu milli einstaklinga. Örfáir dagar
voru í níræðisafmælið þegar kallið
kom. Þeim áfanga var Ragnar farinn
að hugsa fyrir og gera sér vonir um
að geta verið meðal vina og ættingja.
Hugurinn var stöðugt vökull og
minnið óbrigðult þótt hreyfigetan
væri nokkuð farin að láta undan.
Langri og farsælli göngu er lokið.
Það eru mikil straumhvörf að missa
lífsförunaut sinn eftir svo langa og
gifturíka samleið. Það ber að þakka
að gott heilsufar og gæfa hafa ávallt
ríkt ásamt miklu barnaláni. Við send-
um Guðrúnu, börnum hennar og
barnabörnum einlægar samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að leiða hana
um ókomna tíð. Við kveðjum kæran
bróður í vissu um að á hinni ókunnu
strönd standi systurnar Ásta og
Heiða og taki á móti honum syngj-
andi og glaðar eins og þær tóku ætíð á
móti ættingjum sínum. Ef til vill
verða í för með þeim þrír litlir bræður
sem ekki fengu að lifa og fóta sig á
þessari jörð.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Með systkinakveðjum.
Skúli, Inga og Guðmundur.
Hugurinn leitaði til Siglufjarðar,
heim í „Þormóðs ramma fagra fjörð,“
heim í „sveitina góðu í skjóli fjalla-
hlíða, þar sem hafið breiðir faðminn
fríða og fram á djúpið bendir vaskri
drótt“ þegar mér voru færðar þær
fréttir, að góður vinur, hann Þ. Ragn-
ar Jónasson, væri ekki lengur mitt á
meðal okkar. Ragnar átti farsælt og
blessunarríkt líf og starf að baki.
Nokkra daga vantaði upp á að hann
næði því marki að lifa í níutíu ár. Þau
hjónin, hann og Guðrún Reykdal, áttu
að baki 60 ára hjónaband. Það er mik-
il gjöf í lífinu sem ég veit að hún Guð-
rún er þakklát fyrir, nú þegar kveðju-
stund lífsins er upprunnin. En missir
hennar er mikill því að segja má að
þau hjónin hafi svo sannarlega verið
eitt í öllu lífi, ákaflega samrýnd og
samhuga í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur.
Ég kynntist Ragnari árið l976 þeg-
ar ég kom til Siglufjarðar til að þjóna
þar sem sóknarprestur. Þá starfaði
Ragnar sem bæjargjaldkeri. Hann
tók virkan þátt í atvinnu-, félags- og
menningarlífi Siglufjarðar, kaup-
staðnum sem hann unni svo mjög á
allan hátt.
Leiðir okkar Ragnars lágu m.a.
saman í starfi Lionshreyfingarinnar
þar á stað. Var Ragnar formaður
Lionsklúbbs Siglufjarðar sem er
næstelsti Lionsklúbbur landsins. Þar
var og er unnið að mörgum mikilvæg-
um málefnum fyrir land og þjóð.
Sá sem kynntist Ragnari komst þó
fljótt að því að eitt aðaláhugamál hans
laut að því að skrá svonefndan Sigl-
firskan annál. Áratugum saman
viðaði Ragnar að sér margháttuðum
fróðleik um Siglufjarðarbyggðir. Af-
rakstur af ómetanlegum fræðistörf-
um hans birtist í bókum hans Úr
Siglufjarðarbyggðum. Í þeim bókum,
sem sonur hans Ólafur Ragnarsson í
Vöku-Helgafelli gaf út, varpar Ragn-
ar ljósi á fortíð jafnt sem nútíð og fær
okkur til að skynja betur tíðarandann
hverju sinni ásamt því að skynja nú-
tímann betur. Segja má að yfirskrift
alls fræðistarfs Ragnars hafi verið
hin fornu orð er segja: „Hyggja ber
að fortíðinni og því sem hún geymir,
en hún er góður förunautur, því án
fræðslu þess liðna sést ei hvað er
nýtt.“ Þennan mikla áhuga Ragnars á
sögu Siglufjarðar fann ég ekki síst
þegar við í Siglufirði ákváðum að
halda guðsþjónustur á fornum sögu-
slóðum. Hann lagði sitt af mörkum
þegar við messuðum á Siglunesi, hvar
eitt sinn stóð kirkja og í Héðinsfirði
þar sem á sínum tíma var til staðar
hálfkirkja. Eftirminnilegar eru grein-
ar hans um söguna og byggðina á
þessum stöðum sem hann skrifaði í
blöð staðarins í tengslum við messu-
ferðirnar. Þá gladdist Ragnar mjög
þegar ákveðið var að messa upp í
Hvanneyrarskál, sem á síldarárunum
var nefndur staður elskendanna. Mér
fannst hugur Ragnars lyftast í hæðir
við þessi uppátæki prestsins að
messa úti á grænum grundum, á nesj-
um og í fjörðum. Án efa hefur áhugi
Ragnars á öllu fornu og göfugu leitt
hann inn í lönd frímúrarastarfsins, en
að þeim mannræktarmálefnum starf-
aði hann af heilum hug um árabil.
Nú á kveðjustundu er efst í huga
mér og okkar hjónanna heimsóknir á
heimili þeirra Guðrúnar og Ragnars
að Hlíðarvegi. Að koma þangað í
gegnum tíðina og eiga með þeim
hjónum stund hefur verið okkur dýr-
mætt.
Í grein sinni sem Ragnar nefndi
„Ágrip af kirkjusögu Siglufjarðar“,
sem birtist í afmælisbók Siglufjarð-
arkirkju l932 –l982, segir Ragnar:
„Hin kristna kirkja hefur nú í nær
þúsund ár göfgað og menntað fólkið í
landinu. Í kirkjunum hefur þjóðin átt
sínar mestu gleðistundir og einnig
þar fundið huggun og styrk á mestu
alvöru- og sorgarstundum. Í kyrrð og
helgi guðsþjónustunnar hafa menn
fundið frið í sálinni og öðlast þrek í
stríði hins daglega lífs og notið áhrif-
anna frá hinu boðaða fagnaðarerindi
við hljóðfall sálmasöngsins. Kirkjurn-
ar hafa verið musteri trúarinnar og
tilbeiðslunnar og verið ramminn um
þann háleita sannleika, sem lyftir oss
duftinu frá.“ Þessi orð Ragnars sem
hann ritaði í janúar l982 eiga vel við
þegar hann er kvaddur hinstu kveðju.
Við Elín biðjum góðan Guð að styrkja
og blessa Guðrúnu, börnin þeirra,
tengdabörnin og afabörnin. Megi
minningarnar góðu og björtu um
Ragnar lifa þótt ár og dagur líði.
Vigfús Þór Árnason.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 39
Með hlýjum og einlægum huga
minnist ég míns fyrsta og besta
kennara, Rögnvaldar Jónssonar,
og læt orð skagfirska skáldsnill-
ingsins Stephans G. Stephans-
sonar túlka þakklæti mitt fyrir
trausta leiðsögn og lífstíðar vin-
áttu:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
Með innilegum samúðarkveðj-
um til ástvinanna.
Björn Jónsson.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Þ.
Ragnar Jónasson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
miklum ágætis manni sem var vinur
minn alla tíð. Það var einkum hóg-
værðin sem einkenndi Rögnvald.
Hann var alltaf jafn yfirvegaður og
ekkert haggaði þessum skapstillta
manni. „Já, það skulum við gera sr.
Þórsteinn minn, ef Guð lofar“ var
gjarnan svar hans, þegar ég var að
bera undir hann messuáform og
söngæfingar fram í tímann. Óhætt er
að segja að Valdi og Ebba voru miklir
vinir okkar hjóna og til þeirra var allt-
af gott að koma og dætrum okkar
þótti ávallt gaman að vera með þegar
við fórum í Flugumýrarhvamm vegna
þess að þar fundu þær svo mikla hlýju
og vináttu. Nú eru þau aftur samein-
uð og við hjónin þökkum fyrir að hafa
kynnst þeim, þau hafa gefið okkur af
hógværð sinni og mildi og að því vega-
nesti búum við að til æviloka.
Þórsteinn Ragnarsson,
fyrrv. prestur á Miklabæ.
Ástkær móðir mín,
frú KRISTÍN PÁLSDÓTTIR,
lést á Landspítala Fossvogi að kvöldi miðviku-
dagsins 1. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Hennar einlægur sonur,
Auðunn Víðir Pétursson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÓLÖF KARLSDÓTTIR,
Greniteigi 53,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 5. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á MND-félagið, sími 565 5727.
Víglundur Guðmundsson,
Guðbjörg Kristín Víglundsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson,
Magnea Inga Víglundsdóttir, Gunnar Magnús Magnússon,
Hafrún Ólöf Víglundsdóttir,
Sverrir Víglundsson, Hallfríður Anna Matthíasdóttir,
Jóhann Sigurður Víglundsson, Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir,
Íris Víglundsdóttir, Böðvar Bjarnason,
Lilja Víglundsdóttir, Njáll Karlsson,
Ragnheiður Víglundsdóttir, Kristján Valur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, systir okkar og mágkona,
GUÐRÚN HELGA SIGURBJARTSDÓTTIR,
Merritt Island, Flórída,
áður til heimilis
í Hólmgarði 19,
lést föstudaginn 3. október.
Útförin hefur farið fram á Flórída.
Tracy Unnur María Andylson,
Einar V. Sigubjartsson, Helen Sigurbjartsson,
Sigurbjörn Sigurbjartsson, Guðlaug Hauksdóttir,
Gunnar Sigurbjartsson, Bára J. Todd,
Hrafnhildur Sigurbjartsdóttir,
Örn Sigurbjartsson,
Hilmar Sigurbjartsson,
Þór Sigurbjartsson, Kathryn Sigurbjartsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR MARÍA EINARSDÓTTIR,
Ögurási 8, Garðabæ,
áður til heimilis
í Hólmgarði 19,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
30. september.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks á deild A-6 Landspítala Fossvogi.
Einar V. Sigubjartsson, Helen Sigurbjartsson,
Sigurbjörn Sigurbjartsson, Guðlaug Hauksdóttir,
Gunnar Sigurbjartsson, Bára J. Todd,
Hrafnhildur Sigurbjartsdóttir,
Örn Sigurbjartsson,
Hilmar Sigurbjartsson,
Þór Sigurbjartsson, Kathryn Sigurbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín,
ÞÓRA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Vatnagarði, Landsveit,
Stórholti 26, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 10. októ-
ber.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
17. október kl. 13.30.
Brynhildur Ósk Gísladóttir.