Morgunblaðið - 11.10.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 11.10.2003, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 41 ✝ Björg Ólöf Helga-dóttir fæddist í Neskaupstað 4. mars 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað sunnudaginn 5. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Helgi Bjarnason, f. á Sveinsstöðum í Hellisfirði 27. maí 1888, d. 6. september 1953, og Soffía Guð- mundsóttir, f. á Mel í Fljótsdal 30. nóvem- ber 1893, d. 29. jan- úar 1925. Systkini Bjargar voru; Guðmundur, f. 12.2. 1913, d. 20.12. 1974, Guðrún Ólafía, f. 16.5. 1918, Bjarni, f. 27.10. 1919, d. 26.10. 1999, og Soffía, f. 23.1. 1925, d. 22.2. 2001. Björg giftist 13. janúar 1941 Einari Aðalsteini Jónssyni, f. 15. febrúar 1914, d. 20. desember 1974. Þau eignuðust sex börn, þau eru; Helga Soffía, f. 28.2. 1939, bú- sett í Stykkishólmi, gift Marteini Elíassyni og eiga þau fjögur börn; Guðný, f. 10.6. 1941, búsett í Svarf- aðardal, gift Stefáni Hólm Þor- steinssyni og eiga þau fimm börn; Jenný, f. 10.6. 1941, búsett í Garði, gift Þorsteini Torfasyni og eiga þau þrjú börn; Jón Hlífar, f. 13.11. 1943, búsettur í Neskaup- stað, kvæntur Krist- ínu Björgu Jónsdótt- ur og eiga þau sex börn og eru fimm þeirra á lífi; Stein- unn Lilja, f. 15.6. 1945, búsett í Nes- kaupstað; gift Kristni Ívarssyni og eiga þau þrjú börn; Kristján, f. 31.7. 1954, búsettur á Ný- fundnalandi, kvænt- ur Lilju Sólveigu Kristinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Langömmubörnin eru fjöru- tíu talsins. Björg og Aðalsteinn bjuggu all- an sinn búskap í Neskaupstað. Síð- ustu þrettán árin var Björg búsett í Breiðabliki, íbúðum aldraðra í Neskaupstað. Björg vann flest verkakvennastörf bæði í fiski og síld auk þess sem hún saumaði fyr- ir fólk. Björg starfaði mikið að fé- lagsmálum í Kvennadeild Slysa- varnafélagsins, Kvenfélaginu Nönnu og var virkur félagi í Sjálfsbjörg á Norðfirði. Björg verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við elskulega móð- ur, tengdamóður og ömmu, Björgu Ólöfu Helgadóttur frá Mel í Norð- firði. Við eigum bara góðar minningar um hana Boggu ömmu. Ég frá upp- eldisárum mínum heima á Norðfirði, Lilja konan mín og síðan börnin okk- ar frá öllum samverustundunum bæði heima á Norðfirði og heima hjá okkur á Dalvík. Þar sem ég var yngstur systkina minna, þá naut ég þess kannski best af okkur systkinunum að vera „litla gólfsópið“ hennar mömmu. Ef ég man rétt þá fékk ég líka stundum að heyra það frá eldri systkinum mín- um. Margar góðar minningar á ég frá uppvaxtarárum mínum heima á Norðfirði, t.d. er mér minnisstætt að mamma treysti mér fljótlega til að hjálpa til við matseld og þannig fékk ég oft að elda matinn heima þegar bæði hún og pabbi unnu úti. Aldrei komum við síðan í heimsókn til mömmu öðruvísi en að hún þyrfti að slá upp veislu og var þá gjarnan hó- að í einhverja fleiri til að njóta gamla góða heimilismatarins frá Mel. Bogga amma á alveg sérstakan sess í huga ömmubarnanna. Þegar jólapakkasendingin kom að austan var alltaf farið að spá í hvað Bogga amma væri nú búin að prjóna, hekla eða sauma út. Og alltaf tókst henni að koma á óvart. Það verður því erf- itt að mæta næstu jólum án jóla- pakkanna frá Boggu ömmu. Eftir að faðir minn féll frá 1974 lagði mamma áherslu á að njóta sem flestra samverustunda með okkur systkinunum og fjölskyldum okkar. Ófáar ferðirnar fór hún hvort sem var suður eða norður; í skírnarveisl- ur, í afmælisveislur, í fermingar- veislur, í giftingarveislur eða bara til að vera. Elsku mamma, mér var það ljóst þegar við heimsóttum þig um versl- unarmannahelgina í sumar að sam- verustundunum gæti nú farið að fækka. Bæði var að við Lilja og Jök- ull vorum að flytja búferlum til Ný- fundnalands og eins hitt að heilsa þín gæti farið að gefa sig hvað úr hverju. Okkur fannst þó svo gaman að heyra þig segja okkur í byrjun september hvað þú værir orðin brött og farin að labba upp á götu, eftir erfið veikindi í byrjun sumars. Það var sárt að geta ekki verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim sl. sunnudag, en við huggum okkur við að þú ert nú í góðum höndum. Nú ertu komin til hans pabba, sem aldr- ei fékk að kynnast Lilju og afabörn- unum sínum. Við vitum líka að bræð- ur þínir og systir taka vel á móti þér og umvefja þig þeirri hlýju og ást sem þú alltaf gafst öðrum. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Takk fyrir allar frábæru samverustundirnar. Megi allir heimsins englar vaka yfir þér. Kristján, Lilja, Kristinn, Kolbrún, Júlíana og Jökull. Elsku besta amma. Nú ertu farin frá okkur, en munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Mér þótti alltaf gaman að koma austur á Neskaupstað til þín og fá að hitta þig, taka utan um þig og finna „Bogg-ömmu“-lyktina af þér. Alltaf á jólunum þegar ég opnaði jólagjöf- ina frá þér, og þetta var eitthvað sem þú hafðir prjónað eða heklað, var alltaf það fyrsta sem ég gerði að finna lyktina – athuga hvort það væri ekki örugglega „Bogg-ömmu“- lykt af því. Ég veit að nú er amma komin á öruggan stað og það verður tekið vel á móti henni, og loksins hittir hún afa aftur. Júlíana. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku amma, ég sakna þín svo mikið. Nú fæ ég aldrei að sjá þig aft- ur og taka utan um þig. Ég vona að englarnir passi þig og mér finnst líka gott að þú sért nú komin til hans afa. Bless, amma mín Jökull. Elsku Bogga amma. Í örfáum orðum langar mig að þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við höfum átt saman. Það er erfitt að átta sig á því að þú ert farin frá okkur, þú sem hefur verið fastur punktur í tilverunni. Þegar þú áttir heima í Ásgarði þá var stutt að hlaupa til þín. Alltaf áttir þú eitthvað gott og tókst vel á móti öllum sem komu. Stundum þegar ég var að labba heim úr skólanum og fann kleinulykt upp á götu þá vissi ég al- veg hver það var sem var að baka kleinur. Þegar við Kalli vorum í Reykjavík í námi þá passaðir þú allt- af upp á það að vera búin að baka kleinur, rúgbrauð eða parta handa okkur ef við áttum leið austur. Þá fengum við gott nesti með okkur til baka. Þú varst algjör meistari þegar kom að prjónaskap og hekli og þau eru ófá verkin sem eftir þig liggja. Börnin okkar Kalla, þau María Rún og Hlynur, eiga ófáar flíkur sem þú prjónaðir og þetta kem ég til með að passa um ókomin ár. Mér eru minn- isstæðar grænu buxurnar sem þú prjónaðir handa Maríu Rún. Að þínu mati voru þetta þær ljótustu buxur sem þú hafðir nokkru sinni gert. En þessar buxur vöktu alls staðar mikla lukku. Ég veit það, elsku amma, að þú varst ekkert of ánægð með flutn- ingana okkar til Ísafjarðar síðastlið- ið haust. En þegar ég talaði við þig í síma þá léstu það auðvitað aldrei í ljós. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér. Þú varst ekki búin að vera lengi veik og þurftir ekki að þjást mikið. Kalli, María Rún og Hlynur þakka þér fyrir allt. Elsku Bogga amma, takk fyrir alla samveruna. Þorbjörg Ólöf. BJÖRG ÓLÖF HELGADÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og samúð vegna láts elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Engey í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Hraunbúða. Ægir Sigurðsson, Arnþór Sigurðsson, Guðlaug Björk Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORFINNU STEFÁNSDÓTTUR, Bylgjubyggð 37, Ólafsfirði. Ólafur Víglundsson, Jörgína Ólafsdóttir, Rögnvaldur Ingólfsson, Þröstur Ólafsson, Brynja Júlíusdóttir, Sigurlaug Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir sendum við öllu því góða fólki sem sýndi okkur samúð í orði og í verki við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS JÓNS JÓNSSONAR, Brautarholti 13, Ísafirði. Ólafía Aradóttir, Jón Guðni Kristinsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Halldóra Kristinsdóttir, Baldur Þ. Jónasson, Hugrún Kristinsdóttir, Gunnar Gaukur Magnússon og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÖGMUNDSSON frá Syðri-Reykjum, áður til heimilis á Grandavegi 47, sem andaðist föstudaginn 3. október, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudag- inn 13. október kl. 15.00. Kristín Ágústsdóttir, Ögmundur Magnússon, Dóra Garðarsdóttir, Sigurður Magnússon, Hulda Friðgeirsdóttir, Hjalti Magnússon, Jónína Þorbjörnsdóttir, Garðar Gíslason, Margrét Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför sambýliskonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SVEINVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Múlavegi 9, Seyðisfirði. Úlfur Ingólfsson, Guðbjörg Úlfsdóttir, Pétur Böðvarsson, Kolbrún Erla Pétursdóttir, Björn Sveinlaugsson, Hjördís Pétursdóttir, Jónas Ýmir Jónasson, Böðvar Pétursson, Daníel og Jason Ýmir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.