Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.10.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert fagurkeri sem kann að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Kom- andi ár getur orðið besta ár ævi þinnar. Draumar þínir geta ræst. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við maka þinn eða náinn vin í dag. Þú hefur tækifæri til að bæta hlutina. Vertu opin/n fyrir ráðlegg- ingum annarra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu eitthvað til að bæta heilsu þína. Hugaðu að mat- aræðinu og því hvaða ósið þú getur helst hugsað þér að gefa upp á bátinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn hentar vel til al- varlegrar íhugunar. Þú get- ur komist til botns í ein- hverju sem þú hefur verið að velta fyrir þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til að koma skipulagi á hlutina. Taktu til í húsinu og hentu því sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vegna stöðu plútós hentar dagurinn vel til breytinga á þínu nánasta umhverfi. Reyndu að breyta þeim að- stæðum sem þú ert ósátt/ur við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir fengið tækifæri til að láta gott af þér leiða í dag. Gríptu þau tækifæri sem þér gefast til að gera öðrum gott. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur það í hendi þér að breyta aðstæðum þínum og útliti. Þær breytingar sem þú gerir munu verða til góðs. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til hug- leiðslu og alvarlegrar íhug- unar. Skilningsleit þín mun bera árangur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt sennilega hitta valdamikinn einstakling í dag. Þú berð mikla virðingu fyrir þessum einstaklingi og munt njóta samræðna ykk- ar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er hætt við að þú lendir í andstöðu við sterkan ein- stakling eða hóp fólks í dag og að þú þurfir að laga markmið þín að markmiðum þeirra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að kafa djúpt í málin í dag. Þú hefur séstakan áhuga á sálfræði og sjálfshjálparaðferðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dagurinn hentar sér- staklega vel til rannsókn- arvinnu. Þú munt komast til botns í því sem þú ert að velta fyrir þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ERLA Erla, góða Erla! Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 11. október, er sjötug Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir. Eig- inmaður hennar er Guðni Ó. Gestsson. Hún er stödd er- lendis á afmælisdaginn. NÁKVÆM tímasetning er ekki til, en sennilega eru 35– 40 ár síðan þetta spil kom upp í rúbertukeppni í London: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G754 ♥ 876 ♦ KD ♣10832 Suður ♠ ÁD96 ♥ KG9 ♦ 4 ♣ÁKG75 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 tígull Dobl 2 tíglar Pass Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Tveggja spaða sögn suðurs kemur spánskt fyrir sjónir. Spilarar nútímans myndu dobla aftur yfir tveimur tígl- um, því vissulega ætti suður að eiga fimmlit a.m.k. fyrir frjálsri spaðasögn. En það er ákveðinn stíll yfir tveggja spaða sögninni. Líklegasta geimið er í spaða og besta leið- in til að fá makker til að taka vitrænan þátt í sögnum er að ganga hreint til verks og melda litinn. Skoðum hinn möguleikann að dobla aftur. Hvað á þá að gera við tveimur spöðum frá makker? Passa eða hækka í þrjá? Skot í myrkri. Nóg um sagnir. Vestur kemur út með smáan tígul og austur tekur með ás og spilar litlu hjarta. Hvernig á að spila? Ónefndur sagnhafi fann fal- lega leið: Rauk upp með hjartakóng, sem hélt. Tók því næst ÁK í laufi og báðir fylgdu lit. Spilaði sér svo út á hjarta: Norður ♠ G754 ♥ 876 ♦ KD ♣10832 Vestur Austur ♠ 1083 ♠ K2 ♥ D432 ♥ Á105 ♦ G982 ♦ Á107653 ♣96 ♣D4 Suður ♠ ÁD96 ♥ KG9 ♦ 4 ♣ÁKG75 Tilgangurinn var að neyða vörnina til að spila blindum inn, svo hægt væri að svína í trompinu. Landsliðsspilarinn Kenneth Kostam var í austur. Hann tók hjartaslaginn með ás og spilaði hjarta til baka á drottningu makkers. Austur var hins vegar ekki með á nót- unum og spilaði tígli. Þar með komst sagnhafi inn í borð til að svína í spaðanum, og þegar kóngurinn kom annar var geimið í höfn. En vörnin átti að hafa bet- ur. Ef vestur spilar þrettánda hjartanu út í þrefalda eyðu, getur austur trompað með kóng og byggt upp slag á tromptíu makkers! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar ungu vinkonur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.500 krónur. Þær heita Hildur Marín Ævarsdóttir, Bergþóra Agnes Bjarnadóttir og Ragnheiður Vilma Ingvarsdóttir. 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 Rc6 4. Rf3 g6 5. Bc4 Bg7 6. 0-0 e6 7. d3 Rge7 8. De1 h6 9. Bb3 a6 10. a4 b6 11. Be3 0-0 12. Hd1 d5 13. Bc1 Ha7 14. f5 exf5 15. Dh4 h5 16. Bg5 d4 17. Rd5 Be6 18. Rf6+ Kh8 19. Rxh5! gxh5 20. Dxh5+ Kg8 21. Bxe7! Dxe7 22. Rg5 Hd8 23. Dh7+ Kf8 24. Rxe6+ fxe6 25. Hxf5+! Ke8 26. Dg6+ Kd7 27. Hf7 Kd6 28. Hxe7 Hxe7 29. Hf1 Re5 30. Dg3 Hh8 31. Bc4 a5 32. c3 Hh6 33. cxd4 cxd4 34. Bb5 Hg6 35. De1 Rg4 36. Da1 Hc7 37. Hc1 Bh6 38. e5+ Staðan kom upp í Evr- ópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu á Krít. Þegar kom- ið var í 27. leik skákarinnar hafði Sigurbjörn Björnsson (2.302), hvítt, unnið drottningu andstæðings síns, Júrí Tihanov (2.382). Úrvinnslan vafðist fyrir Sigurbirni enda varðist Hvít-Rússinn af mikilli hörku. Þegar hér er komið við sögu virðist sem hvítum hafi loksins tekist að yfirstíga mótspyrnu and- stæðingsins en annað átti eftir að koma á daginn. 38. – Kxe5! 39. Hxc7 Be3+ 40. Kh1 Rf2+ 41. Kg1 og jafn- tefli samið enda ljóst að það er hvítur sem er í taphættu eftir 41. – Rg4+ 42. Kf1 Rxh2+ 43. Ke1 Hxg2 44. Da2 Rf3+ 45. Kd1 Hd2+ 46. Kc1 Hxd3+ 47. Kb1 Hd1+ 48. Kc2 Hc1+ 49. Kb3 Hxc7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 11. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ragnheiður Daníelsdóttir og Árni Sigurðsson frá Hjarðarási, N-Þing. Heimili þeirra er í Gnoðarvogi 38, Reykjavík. Viltu við mig dansa í nótt? Munið gömlu dansana í endurnýjuðum Glæsibæ í kvöld. Vindbelgirnir og Hljómsveit Þórleifs Finnssonar ásamt söngkonunni Mjöll Hólm leika fyrir dansi frá 21.30 - 02.00. Mætum öll og tökum með okkur gesti. F.H.U.R. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík Þýskaland-Ísland í Goethe- Zentrum Goethe-Zentrum á Lauga- vegi 18, 3. hæð mun laugardaginn 11. október sýna útsendingu þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF frá landsleik Íslendinga og Þjóðverja í Hamborg á kvikmyndatjaldi. Upp- hitun fyrir leikinn þar sem spáð verður í spilin hefst á ZDF kl. 13.30 og leikurinn sjálfur kl. 15. Gestum býðst að taka þátt í getspá um úrslit leiksins þar sem vinna má verðlaun frá Þýska knattspyrnusambandinu. Einnig verður í gangi spurninga- leikur um Þýskaland og þýsk mál- efni í boði kennara í þýsku við Há- skóla Íslands og hljóta vinningshafar bókaverðlaun. Að- gangur er öllum heimill. Í DAG Skákfélagið Hrókurinn og Hag- kaup standa fyrir skákhátíð í Vetrargarðinum í Smáralind á morgun, sunnudaginn 12. október, kl. 13.30–16.30. Hátíðin er haldin í tilefni af útgáfu Ísaldar á Skák- spilinu Hróknum. Fram koma á há- tíðinni m.a.: KK, Jónsi og Villi í 200.00 Naglbítum. Boðið er upp á fjöltefli við Reginu Pokornu og Ró- bert Harðarson, fyrirliða Hróksins, sem og andlitsmálun fyrir börnin. Alþingismenn mætast í skákspilinu Hróknum. Sigurður Kári og Guð- laugur Þór verða fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins en Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir tefla fyrir hönd Samfylkingarinnar. Gestir og gangandi eiga einnig kost á að reyna sig í Skákspilinu. Safnaðarmarkaður í Félagsheim- ili Félags frímerkjasafnara verður haldinn sunnudaginn 12. október kl. 13–17 í Síðumúla 17, 2. hæð. Til sölu og til skipta verða frímerki, umslög og ýmislegt annað sem tengist frí- merkjasöfnun. Þá verður þarna mynt, íslenskir og erlendir seðlar, minnispeningar, barmmerki, pennar o.fl. Myntsafnarafélag Íslands og Félag frímerkjasafnara standa að mark- aðnum. Kaffisala kristniboðsfélags karla verður í Kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58–60, á morgun, sunnu- daginn 12. október, kl. 14–17. Þetta er árleg fjáröflun félagsins fyrir kristniboðs- og þróunarverkefnum Kristniboðssambandsins. Boðið verður upp á kaffi, kökur og holl- ustubrauð. Sparisjóðshlaup UMSB. Á morg- un, sunnudaginn 12. október, fer hið árlega Sparisjóðshlaup UMSB fram. Boðhlaupið hefst við kirkjuna á Hvanneyri kl. 13. Hlaupið er um Hvítárvallaflóann yfir Hestháls, inn í Skorradal, niður Borgarfjarð- arbraut og endað við Grjóteyri. Nán- ari uppl. hjá UMSM í síma eða á umsb@umsb.is Á MORGUN Ráðstefna um rannsóknir á ís- lensku ferskvatni. Vatnamælingar Orkustofnunar og Íslenska vatna- fræðinefndin standa sameiginlega fyrir ráðstefnu um rannsóknir á ís- lensku ferskvatni á Grandhóteli Reykjavík mánudaginn 13. október kl. 8.30–17. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Ári ferskvatnsins 2003, og er hún einkum ætluð þeim sem koma að vatnarannsóknum með beinum eða óbeinum hætti og þeim sem nýta sér slíkar rannsóknir, svo og áhugafólki um þetta efni. Sér- staklega verður leitast við að líta til framtíðar í allri umfjöllun fyrirles- ara. Auk gestafyrirlesturs Óla Grét- ars um áhrif veðurfarsbreytinga á vatnarannsóknir verða flutt þar 17 erindi innan efnisflokkanna: Ákvarð- anataka og skipulag vatnarann- sókna, ráðgjöf um vatnarannsóknir og grunnrannsóknir á ferskvatni. Á ráðstefnunni verður einnig sér- stök dagskrá milli kl. 13 og 14 vegna skólaverkefnis um ferskvatn, „Börn og vatn“, sem vatnafræðinefndin stendur fyrir í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Þar mun Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, afhenda við- urkenningar og verðlaun fyrir þátt- töku í verkefninu. Haukur Hauksson, magister í fjöl- miðlun og alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, heldur fyrirlestur í MÍR salnum, Vatnsstíg 10, Reykja- vík, laugardaginn 18. október kl. 15. Hin ýmsu málefni verða rædd, með- al annars: Hverjir eiga Rússland? ástand og horfur í Rússlandi, og er Ísland á sömu leið og Rússland o.fl. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Kaffiveitingar. Kynning á starfi ITC Hörpu Þriðju- daginn 14. október kl. 20 heldur ITC deildin Harpa í Reykjavík kynning- arfund í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22. ITC miðar að því að efla sjálfstraust félaga sinna og gera þeim kleift að tjá sig af öryggi og æfa sig í skipulögðum vinnubrögð- um í félagsstarfi. ITC (International Training on Communication) eru al- þjóðleg þjálfunarsamtök sem starfa í fjórum heimsálfum. Á NÆSTUNNI FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.