Morgunblaðið - 11.10.2003, Page 54
ÍÞRÓTTIR
54 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
ÞJÓÐVERJAR unnu Íslendinga,
1:0, í leik þjóðanna með liðum skip-
uðum leikmönnum 21 árs og yngri,
en leikurinn fór fram í Lübeck í
Þýskalandi í gærkvöld. Sigurmark-
ið skoraði Benjamin Lauth á 83.
mínútu og þótti það vera vafasamt
því svo virtist sem knettinum væri
spyrnt úr höndum Ómars Jóhanns-
sonar, markvarðar íslenska liðsins.
Þjóðverjar voru sterkari fyrstu
20 mínútur leiksins í gær og fengu
á þeim tíma þrjú hættuleg færi, en
síðan jafnaðist leikurinn en frum-
kvæðið var þó áfram í höndum
Þjóðverja. Íslenska liðið varðist
fimlega. Þýska liðinu gekk illa að
brjóta það íslenska á bak aftur í
fyrri hluta fyrri hálfleik. Það náði
þó tveimur til þremur þokkalegum
færum. Íslendingar voru þó alltaf
hættulegir í skyndisóknum sínum
og m.a. fékk Gunnar Heiðar Þor-
valdsson tvö ákjósanleg færi, hið
fyrra á 68. mínútu og hið síðara á
77. mínútu. Þolinmæðin er dyggð
og Þjóðverjum tókst með þolin-
mæði að seiglast áfram og skora
markið sem að lokum skildi liðin
að.
Sigur dugði Þjóð-
verjum ekki
HANDKNATTLEIKUR
Sunnudagur:
Meistaradeild Evrópu
Ásvellir: Haukar - Barcelona ....................17
Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð-
urriðill:
Vestmannaeyjar: ÍBV - FH.......................16
Ásgarður: Stjarnan - ÍR .......................19.15
1. deild kvenna:
Ásgarður: Stjarnan - Haukar....................15
Fylkishöll: Fylkir/ÍR - Fram ....................15
Kaplakriki: FH - KA/Þór...........................15
Vestmannaey.: ÍBV - Grótta/KR ..............14
Víkin: Víkingur - Valur ..............................15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
1. deild kvenna:
DHL-höllin. KR - ÍS ..................................16
Sunnudagur:
Kjörísbikarkeppni karla, fyrsta umferð,
fyrri leikir:
Borgarnes: Skallagrímur - UMFN .....19.15
Laugardalsh.: Ármann - Keflavík........19.15
Ísafjörður: KFÍ - KR ............................19.15
Sandgerði: Reynir S. - UMFG ..................16
Smárinn: Breiðablik - ÍR......................19.15
Stykkishólmur: Snæfell - Hamar19.15
Þorlákshöfn: Þór Þ. - Haukar ..............19.15
Hlíðarendi: Valur - Tindastóll ...................17
BORÐTENNIS
Fyrsta stigamót vetrarins verður haldið í
íþróttahúsi TBR á sunnudag. Keppni hefst
kl. 10.30 í eldri flokki karla, kl. 11 í 1. flokki
karla og kvenna og kl. 13 í meistaraflokkum
karla og kvenna.
HANDKNATTLEIKUR
KA – Víkingur 32:25
KA-heimilið, Akureyri, Íslandsmót karla,
RE/MAX-deildin, norðurriðill, föstudaginn
10. október 2003.
Gangur leiksins: 1:4, 2:8, 7:10, 13:12, 17:17,
20:18, 25:20, 29:23, 32:25.
Mörk KA: Arnór Atlason 10/6, Andreus
Stelmokas 6, Einar Logi Friðjónsson 6,
Jónatan Magnússon 4, Bjartur Máni Sig-
urðsson 3, Ingólfur Axelsson 2, Árni
Björn Þórarinsson 1.
Varin skot: Stefán Guðnason 1, Hafþór
Einarsson 12/1 (þar af 2/1 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Víkings: Andri Haraldsson 6/1, Tom-
as Kavolius 5, Þröstur Helgason 5/1,
Ragnar Haltested 3, Brjánn Bjarnason 2,
Karl Grönvold 2, Benedikt Örn
Jónsson 1, Þórir Júlíusson 1.
Varin skot: Reynir Reynisson 15 (þar af 5
til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur
Sverrisson.
Áhorfendur: Um 300.
Afturelding – Grótta/KR 24:26
Varmá, Mosfellsbæ:
Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:4, 7:7, 8:11, 9:13,
11:15, 13:15, 20:22, 23:22, 23:26, 24:26.
Mörk Aftureldingar: Einar Ingi Hrafnsson
6/5, Daníel Berg Grétarsson 4, Hrafn Ingv-
arsson 3, Vladislav Trúfan 2, Hilmar Stef-
ánsson 2, Níels Reynisson 2, Magnús Frið-
rik Einarsson 2, Ásgeir Jónsson 1, Reynir
Árnason 1, Ernir Hrafn Arnarson 1.
Varin skot: Davíð Svansson 7/1 (þar af fór
5/1 aftur til mótherja), Stefán Hannesson 6
(þar af fóru 3 aftur til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 8/5,
Sverrir Pálmason 5, Magnús Magnússon 4,
Kristinn Björgúlfsson 3, Savukynas Gint-
aras 3, Kristján Þorsteinsson 2, Brynjar
Hreinsson 1.
Varin skot: Gísli Guðmundsson 4/1 (þar af
fór 1 aftur til mótherja), Hlynur Morthens
4 (þar af fóru 2 aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Arnar Kristinsson og Þorlákur
Kjartansson.
Áhorfendur: 160
Valur – Fram 26:26
Hlíðarendi, Reykjavík:
Gangur leiksins: 4:0, 5:1, 8:2, 8:5, 10:5, 11:8,
14:11, 15:12, 15:15, 17:17, 19:19, 22:20,
24:21, 24:24, 26:26.
Mörk Vals: Hjalti Gylfason 5, Baldvin Þor-
steinsson 4/2, Freyr Brynjarsson 4, Ragn-
ar Ægisson 4, Markús Máni M. Maute 3/1,
Hjalti Pálmason 2, Heimir Árnason 2, Sig-
urður Eggertsson 2.
Varin skot: Roland Valur Eradze 22/3 (þar
af fóru 3 skot aftur til mótherja), Pálmar
Pétursson 5.
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Fram: Jón Björgvin Pétursson 6/4,
Valdimar Þórsson 5, Þorri B. Gunnarsson
5, Héðinn Gilsson 4, Björgvin Þór Björg-
vinsson 2, Guðjón Drengsson 2, Hafsteinn
Ingason 1, Arnar Sæþórsson 1.
Varin skot: Egidijus Pethevicius 11/2, Sig-
urjón Þórðarsson 1.
Utan vallar: 12 mínútur, þar af fékk Björg-
vin Þór Björgvinsson rautt spjald vegna
leikbrots á 18. mínútu.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur
Haraldsson, voru frekar slappir.
Áhorfendur: Tæplega 300.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Grindavík – Njarðvík 105:103
Íþróttahúsið í Grindavík, úrvalsdeild karla,
Intersport-deild, föstud. 10. október 2003.
Gangur leiksins: 5:5, 15:16, 23:20, 36:23,
46:43, 55:48, 63:55, 71:66, 75:70, 85:77,
89:83, 91:91, 94:91, 99:99, 99:103, 105:103.
Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 36, Páll
Vilbergsson 29, Dan Trammel 18, Guð-
mundur Bragason 13, Ragnar Ragnarsson
5, Steinar Arason 2, Jóhann Ólafsson 2.
Fráköst: 27 í vörn - 21 í sókn.
Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 32,
Friðrik Stefánsson 26, Guðmundur Jóns-
son 16, Páll Kristinsson 14, Ólafur Ingva-
son 10, Egill Jónasson 5.
Fráköst: 27 í vörn - 10 í sókn.
Villur: Grindavík 27 - Njarðvík 24.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Aðal-
steinn Hjartarsson.
Áhorfendur: Um 300.
Keflavík – Hamar 100:72
Íþróttahúsið í Keflavík:
Gangur leiksins: 0:2, 11:2, 13:9, 24:11,
30:15, 36:15, 49:22, 49:31, 55:34, 57:48,
61.53, 67:59, 72:59, 89:61, 97:65, 100:72.
Stig Keflavíkur: Derick Allen 27, Nick
Bradford 23, Falur Harðarson 15, Gunnar
Einarsson 13, Jón Hafsteinsson 6, Magnús
Gunnarsson 5, Hjörtur Harðarson 5, Arnar
F.Jónsson 4, Halldór Halldórsson 2.
Fráköst: 24 í vörn - 24 í sókn.
Stig Hamars: Chris Dade 17, Marvin Valdi-
marsson 16, Lárus Jónsson 14, Fahemim
Nelson 10, Hallgrímur Brynjólfsson 5,
Svavar Pálsson 4, Atli Örn Gunnarsson 2,
Pétur Ingvarsson 2, Sveinn Júlíusson 2.
Fráköst: 19 í vörn - 9 í sókn.
Villur: Keflavík 19 - Hamar 20.
Dómarar: Helgi Bragason og Karl Frið-
riksson.
Áhorfendur: Um 180.
KNATTSPYRNA
Þýskaland – Ísland 1:0
Lübeck, Þýskalandi, Evrópukeppni U21
árs landsliða karla:
Mark Þýskalands: Benjamin Lauth 83.
Lið Íslands: Ómar Jóhannsson - Hjálmur
Dór Hjálmsson, Guðmundur Viðar Mete,
Tryggvi Bjarnason, Haraldur Freyr Guð-
mundsson - Örn Kató Hauksson (Hannes
Þ. Sigurðsson 84.), Viktor Bjarki Arnars-
son, Ólafur Ingi Skúlason, Sigmundur
Kristjánsson, Atli Jóhannsson - Gunnar
Heiðar Þorvaldsson.
Áhorfendur voru 6.100.
Skotland – Litháen...................................3:2
Lokastaðan:
Skotland 6 4 1 1 10:6 13
Þýskaland 6 4 1 1 11:5 13
Litháen 6 3 0 3 10:10 9
Ísland 6 0 0 6 2:12 0
Skotland og Þýskaland fara í úrslita-
keppnina. Þjóðverjar komust áfram með
bestan árangur í öðru sæti.
UM HELGINA
BARCELONA, liðið sem Haukar
leika við á morgun í Meistara-
deild Evrópu, er eitt sigursælasta
handboltalið í heimi og titlarnir
sem liðið hefur unnið skiptir tug-
um. Börsungar fögnuðu sigri í
EHF-keppninni á síðustu leiktíð,
sigruðu rússneska liðið Dynamo
Astrakhan í úrslitum, samanlagt,
68:49.
Frá því Valero Rivera Lopéz
tók við þjálfun liðsins 1984 hefur
liðið orðið að því stórveldi sem
það er í dag en undir stjórn
Rivera hefur Barcelona unnið 65
titla. Barcelona hefur unnið Evr-
ópukeppni meistaraliða sex sinn-
um, fimm sinnum í Evrópukeppni
bikarhafa, einu sinni í EHF-
keppninni, tólf sinnum spænskur
meistari, tíu sinnum bikarmeist-
ari auk ýmissa annarra titla. Það
er því óhætt að segja að Hauk-
arnir ráðist ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur á sunnudag-
inn þegar þeir mæta Barcelona á
Ásvöllum kl. 17 í Meistaradeild
Evrópu í handknattleik.
Barcelona sigursælt
Heimamenn komu ákveðnir tilseinni hálfleiks, skoruðu tvö
fyrstu mörkin og spiluðu af krafti.
Gestunum tókst þó
að halda þeim í hæfi-
legri fjarlægði fyrir
aftan sig allt þar til
um 10 mínútur voru
eftir. Þá tóku leikmenn Afturelding-
ar völdin og þegar um 6 mínútur
voru eftir af leiknum náðu þeir for-
ystunni í fyrsta skipti í leiknum,
23:22. Þá tóku gestirnir við sér og
skoruðu fjögur mörk og gerðu út um
leikinn og uppskáru að lokum
tveggja marka sigur.
Sverrir Pálmason var drjúgur fyr-
ir Gróttu/KR og skoraði nokkur
mikilvæg mörk, einnig stóð Páll Þór-
ólfsson fyrir sínu. Leikmenn Aftur-
eldingar sýndu ágæta baráttu með
því að ná að koma sterkir til baka
eftir að hafa verið undir allan leik-
inn. Daníel Grétarsson átti skínandi
leik í seinni hálfleik og var sínum
mönnum mikilvægur.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, var sáttur við sína menn
í leikslok: „Við unnum Val síðast og
ég hafði dálitlar áhyggjur af þessum
leik. Afturelding er með unga og
fríska stráka og það er erfitt að eiga
við þá. Við leiddum allan tímann
nema þarna á smákafla í lokin, þá
vorum við klaufar að missa þá fram
úr okkur, en við náðum að sýna mik-
inn karakter, náðum að vinna þenn-
an leik og ég er virkilega sáttur við
það,“ sagði Ágúst í leikslok.
Fyrsti heimasigur KA
KA-menn lögðu Víkinga 32:25 ígærkvöldi og lönduðu þá sín-
um fyrstu stigum á heimavelli í vet-
ur. Sigurinn var í
höfn um miðjan síð-
ari hálfleik en þá
virtist allur vindur
úr Víkingum sem
höfðu barist vel og leitt leikinn allan
fyrri hálfleikinn. Gestirnir komust í
4:1 og 8:2 strax í upphafi leiks og
KA-menn vissu varla hvaðan á sig
stóð veðrið. Vörn þeirra var í molum
og markvarslan engin nánast allan
fyrri hálfleikinn. Víkingar nýttu sér
það og fór Andri Haraldsson á kost-
um í sókninni. KA-mönnum tókst
síðan að minnka muninn smám sam-
an og í hálfleik var jafnt, 17:17.
Síðari hálfleikurinn var eign
heimamanna sem sýndu mun betri
leik en fyrir hlé. Víkingar sáu vart til
sólar og á tímabili gekk þeim allt í
mót.
Leikmönnum gekk illa að nýta
færin, menn fuku út af auk þess sem
nokkrir dómar féllu þeim ekki í geð.
Svo fór að lokum að KA sigraði með
sjö marka mun og aðeins fyrir mjög
góða markvörslu Reynis Reynisson-
ar varð munurinn ekki meiri. Bestu
menn gestanna voru, auk Reynis,
þeir Andri Haraldsson og varnar-
jaxlinn Brjánn Bjarnason. Í liði KA
bar enginn af en Ingólfur Axelsson
sýndi skemmtilega takta eftir að
hann kom inná. Jónatan Magnússon
fyrirliði reif sína menn áfram, skæl-
brosandi, sama á hverju gekk. Hann
var ánægður í leikslok og hafði þetta
að segja. „Það var gott að ná sjö
marka sigri hér í kvöld eftir að hafa
verið sex mörkum undir í upphafi.
Við vorum mjög óagaðir í byrjun og
vörnin virkaði engan veginn. Við
breyttum svo í 3-2-1 og náðum smám
saman tökum á leiknum. Í seinni
hálfleik fannst mér aldrei nokkur
spurning að við myndum vinna. Það
er gott fyrir okkur að vera komnir
með sigur á heimavelli eftir tap í
tveimur fyrstu leikjunum. Það var
komin smápressa á okkur. Nú er
bara að halda áfram og safna sem
flestum stigum.“
Töpuð stig á báða bóga
Framarar eru enn ósigraðir ínorðurriðli RE/MAX-deildar
karla eftir að liðið gerði jafntefli við
Valsmenn, 26:26, á Hlíðarenda í
gærkvöldi. Heimamenn voru sterk-
ari framan af – höfðu yfir 14:11 í
hálfleik – en Fram-
arar mættu ákveðnir
eftir hlé, gerðu til-
kall til stiganna
tveggja en gerðu sig seka um slæm
mistök á örlagastundu. Eftir leiki
kvöldsins situr Fram á toppi riðils-
ins ásamt Gróttu/KR en Valsmenn
eru einu sæti fyrir neðan, stigi á eft-
ir.
Valsmenn byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og eftir stundarfjórðungs-
leik höfðu þeir sex marka forskot,
8:2. Á átjándu mínútu var svo Björg-
vini Björgvinssyni, leikmanni Fram,
vikið af leikvelli fyrir leikbrot – afar
umdeildur dómur – og það varð til
þess að kveikja í Frömurum. Þeir
söxuðu á forskotið og höfðu minnkað
muninn í þrjú mörk í leikhléi, 14:11.
Gestirnir héldu ótrauðir áfram eftir
leikhlé, jöfnuðu 15:15, eftir fimm
mínútna leik og komust svo yfir
17:16 og 19:17 á næstu tíu mínútum.
Með forskotið í höndunum var sókn
Framara mjög mistæk og tapaði
boltanum í þrígang – færði heima-
mönnum mörk á silfurfati. Valsmenn
komust þremur mörkum yfir þegar
rétt tæplega tíu mínútur voru eftir
til leiksloka, nýttu ekki færin í sókn-
inni og jafntefli varð niðurstaðan.
„Þetta var mjög svekkjandi, við
byrjuðum mjög vel, vorum vel
stemmdir og komumst í góða stöðu.
Eftir það slökuðum við heldur mikið
á og ég er þess fullviss að ef við hefð-
um keyrt áfram á þá hefðum við
unnið með að minnsta kosti fjórum
mörkum. Við áttum einnig að nýta
góð færi í lokin – að mínu mati töp-
uðum við stigum í kvöld,“ sagði Ósk-
ar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals,
eftir leikinn. Heimir Ríkarðsson,
þjálfari Fram, tók í svipaðan streng
og kollegi hans: „Þetta var erfiður
leikur. Við vorum ekki alveg tilbúnir
í byrjun leiks og töpuðum á því. Eft-
ir að við náðum okkur á strik fannst
mér við vera betri aðilinn og við átt-
um að vinna,“ sagði Heimir.
Grótta/KR skellti
sér í efsta sætið
GRÓTTA/KR settist á topp norðurriðils Íslandsmótsins í handknatt-
leik karla í gær þegar liðið lagði Aftureldingu að Varmá, 26:24.
Gestirnir voru ávallt skrefinu á undan heimamönnum í fyrri hálfleik.
Afturelding náði nokkrum sinnum að jafna metin en gestirnir
hleyptu þeim aldrei fram úr sér. Undir lok hálfleiksins gaf Grótta/
KR svo í án þess að heimamenn næðu að halda í við þá svo þegar
flautað hafði verið til leikhlés var Grótta/KR komin með 4 marka
forystu, 15:11.
Benedikt Rafn
Rafnsson
skrifar
Einar
Sigtryggsson
skrifar
Andri
Karl
skrifar
ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs-
þjálfari, er ánægður með aðstöðu
sem íslenska landsliðið hefur í
Hamborg. Landsliðið hefur aðsetur
á Marriott Hotel Treudelberg í
Norderstedt norðan við Hamborg.
„Það eitt að leikmenn Hamburger
SV dvelja hér þegar þeir búa sig
undir þýðingarmikla leiki, segir
okkur allt um gæði hótelsins, sem
býður upp á 18 holu golfvöll, boð-
legan fyrir meistaragolf. „Það fer
vel um okkur hér og við vitum að
það er þýðingarmikill leikur fram-
undan. Það er þetta sem við þráum
og óskum eftir – að vera í keppni
um efsta sætið. Við höfum ekki tap-
að í fjórum síðustu leikjum og erum
ákveðnir að gera allt til að engin
breytingar verði á,“ sagði Ásgeir.
Hér er gott
að vera
BYRJUNARLIÐ Íslands gegn Þjóð-
verjum í dag verður ekki tilkynnt
fyrr en skömmu áður en flautað
verður til leiks í Hamborg. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
eru allar líkur á því að byrjunarlið
Íslands verði skipað eftirfarandi
leikmönnum og ætla Ásgeir Sigur-
vinsson og Logi Ólafsson að notast
við 3:5:2 leikaðferðina líkt og gegn
Þjóðverjum á Laugardalsvelli. Árni
Gautur Arason verður markvörður;
Ívar Ingimarsson, Ólafur Örn
Bjarnason og Hermann Hreiðars-
son verða í hjarta varnarinnar,
Þórður Guðjónsson úti á hægri
vængnum og Indriði Sigurðsson á
þeim vinstri. Arnar Grétarsson og
Arnar Þór Viðarsson verða „djúp-
ir“ á miðjunni og Rúnar Kristinsson
þar fyrir framan. Í fremstu víglínu
verða Helgi Sigurðsson og fyrirlið-
inn Eiður Smári Guðjohnsen. Svo
gæti hins vegar farið að Ríkharður
byrji inná í stað Helga, ef eitthvað
er marka það sem gert var á síðari
æfingu landsliðsins í hamborg í
gær.
Ef þetta gengur eftir þá kemur
Ívar í stað Lárusar Orra í vörnina,
Arnar leysir Jóhannes Karl af og
Helgi eða Ríkharður hleypur í
skarðið fyrir Heiðar Helguson frá
fyrri leiknum við Þjóðverja á Laug-
ardalsvelli í síðasta mánuði. Þá er
talið sennilegt að Arnar Þór komi í
stað Péturs Hafliða marteinssonar
sem meiddist á æfingu í gær, en
annars mátti gera ráð fyrir að Pét-
ur yrði í byrjunarliðinu.
Verður Ríkharður frammi
með Eiði Smára?