Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 56

Morgunblaðið - 11.10.2003, Side 56
KVIKMYNDIR 56 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR nefnt er bókmennta- og menningarfyrirbærið bítnik kemur manni síst í huga Skotland. En Young Adam er nafn á skáldsögu frá 1954 eftir gleymt skoskt bítskáld sem heit- ir Alexander Trocchi. Þau leyna sér heldur ekki bítáhrifinn í þessari kvik- myndagerð sem birtist nú tæpri hálfri öld síðar. Sagan segir frá Joe (Mc- Gregor) rótlausum og fámálum náunga, frústreruðu skáldi sem vinn- ur á kolapramma sem lullar um á ánni Clyde. Hann vinnur fyrir Ellu (Tildu Swinton) og Les (Peter Mullan), óhamingjusöm hjón enda lifa þau og strita á örvæntingafullum tímum 6. áratugarins. Myndin er í aðra röndina sálfræðileg glæpasaga því þeir Joe og Les veiða einn „góðan veðurdag“ lík hálfnaktrar ungrar konu uppúr ánni og tilkynna til lögreglu. Lífið heldur samt áfram og pramminn líka eftir ánni, en hugur beggja verður eftir þar sem þeir fundu líkið enda hið dular- fyllsta mál sem fyllir forsíður dag- blaðana á hverjum degi. Brátt kemur á daginn að Joe veit eitthvað meira um lát konunnar en hann lætur í veðri vaka og um leið kemur í ljós margt æði skuggalegt í fari hans. Hann er miskunnarlaus kvennaflagari og fer á fjörurnar við Ellu vinnuveitanda sinn og þau eiga saman ástarfundi á bak við Les. Jafnhægt og pramminn lullar áfram, stigmagnast ólgan um borð, frygðin, ástríðan og sektarkenndin. Og þótt hann virðist með öllu tilfinn- ingasljór finnur maður vanlíðanina heltaka hinn ótrúa, samviskulausa og sjálfhverfa Joe eins og krabbamein. Hann veit vel að hann hefur skilur eft- ir sig rotna slóð og að um seinan sé að bæta fyrir gjörðir sínar. Hér er á ferð hreint ótrúlega heil- steypt og þroskuð karakterstúdía hjá hinum 37 ára gamla skoska leikstjóra David Mackenzie. Með hæfilegri blöndu af ljóðrænu, nákvæmni og vægðarleysi tekst honum, með aðstoð frábærlega nákvæmrar og taktvísrar kvikmyndatöku og áhrifaríkrar og Tindersticks-skotinnar tónlistar Dav- ids Byrnes úr Talking Heads, að skapa lævi blandið andrúmsloft, kola- drullugt og kaldranalegt en um leið alveg fáránlega seiðandi og róman- tískt á einhvern óþægilega afbrigði- legan máta. Það er að miklu leyti að þakka einkar áhugaverðri persónu- sköpun á hinum óræða Joe, sem bæði í senn er ruddalegur og þokkafullur – hin fullkomna andhetja. Aðra eins sögupersónu rekur mann ekki minni til að hafa séð á hvíta tjaldinu í háa herrans tíð. Og má þar líka þakka magnaðri frammistöðu hins fjölhæfa Ewan McGregor sem hefur hreinlega ekki verið betri. Hér er það ekki hamagangurinn og hver „Óskarssen- an“ á fætur annarri sem gefur til kynna snilli hans heldur hitt hversu sannfærandi hann er í hlutverki hins hlédræga og sakbitna syndasels – skuggalegur og sexí í senn. Tilda Swinton og Peter Mullan leggja líka heilmikið til myndarinnar, sér í lagi hún í hlutverki hinnar lífsþreyttu og ástríðusveltu Ellu sem springur út í sveittum örmum Joes. Young Adam er tvímælalaust ein- hver áhugaverðasta breska mynd sem hingað hefur á fjörur rekið í nokkurn tíma, myrk, þungmelt en sérlega gefandi fyrir þá sem kunna að meta safaríka og sexí sálarkrimma. Að lokum: Einhver hugmynd um hver þessi Adam er? Mín tilgáta er ófætt barn. Langsótt. ADAM (YOUNG ADAM) Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddunnar Leikstjórn og handrit David Mackenzie eftir samnefndri skáldsögu Alexanders Trocchis. Kvikmyndatökustjóri Giles Nuttgens. Tónlist David Byrne. Aðalleikendur Ewan McGregor, Tilda Swinton, Peter Mullan,Emily Mortimer. 95 mínútur. HanWay Films. Skotland 2003. Sakbitinn syndaselur Flagari með kalið hjarta. Ewan McGregor og Emily Mortimer í hlutverkum sínum í Young Adam. Skarphéðinn Guðmundsson Geirmundur Valtýsson í kvöld Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil TVEIR MENN OG KASSI eftir Torkild Lindebjerg Sun. 19. okt. kl. 14.00. PRUMPUHÓLLINN eftir Þorvald Þorsteinsson Sun. 12. okt. kl. 14.00. HEIÐARSNÆLDA eftir leikhópinn Sun. 26. okt. kl. 14.00. VÖLUSPÁ eftir Þórarin Eldjárn Sun. 26. okt. kl. 16.00. Foreldrafélög, munið hópafsláttinn! Sími 562 5060 Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml erling Fim 16.10. kl. 20 UPPSELT Sun 19.10 kl 16 UPPSELT Sun 19.10 kl 20 UPPSELT Fös 24.10. kl. 20 ÖRFÁ LAUS SÆTI Fös 24.10. kl. 20 ÖRFÁ LAUS SÆTI Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Stóra svið Nýja svið Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT, Su 12/10 kl 14 - UPPSELT Lau 18/10 kl 14 - UPPSELT, Su 19/10 kl 14 - UPPSELT Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT, Lau 25/10 kl 17 - UPPSELT Su 26/10 kl 14- UPPSELT, Lau 1/11 kl 14 - UPPSELT Su 2/11 kl 11 - AUKASÝNING UPPSELT Su 2/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 8/11 kl 14 - UPPSELT Su 9/11 kl 14 - UPPSELT Lau 15/11 kl 14 Su 16/11 kl 14 - UPPSELT Lau 22/11 kl 14, Su 23/11 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 BORGARLEIKHÚSIÐ ER FJÖLSKYLDUVÆNT LEIKHÚS Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum Gildir ekki á barnasýningar og sýningar með hækkuðu miðaverði. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason 2. sýn su 12/10 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort 5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Í kvöld kl 20, Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar FLUGUR e. Jón Thoroddsen Gjörningur o.fl í samstarfi við trúðinn ÚLFAR Su 12/10 kl 20.30 - Kr. 1.000 KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Mi 15/10 kl 20, - UPPSELT Lau 18/10 kl 20,- UPPSELT, Fö 24/10 kl 20, - UPPSELT Fi 30/10 kl 20, Fö 31/10 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar 15:15 TÓNLEIKAR Lau 18/10 kl 15:15 Voces Thules - Þá og Nú www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! HÆTTULEG KYNNI byggt á sögu Laclos í samstarfi við DANSLEIKHÚS MEÐ EKKA Forsýning lau 18/10 kl 20 Frumsýning su 19/10 kl 20, fö 24/10 kl 20, su 26/10 kl 20 Aðeins 5 sýningar ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 17/10 kl 20, Fö 24/10 kl 20 Fö 31/10 kl 20, Lau 8/11 kl 20 eftir Kristínu Ómarsdóttur sýn. fös. 17. okt Örfá sæti laus sýn. fös. 24. okt Örfá sæti laus sýn. sun. 26. okt sýn. fim. 30. okt Sýningar hefjast klukkan 20. Aðeins þessar sýningar Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 UPPSELT MIÐVIKUDAGINN 22/10 - KL. 19 AUKASÝNING LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 UPPSELT MÁNUDAGINN 27/10 - KL. 19 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 28/10 - KL. 19 LAUS SÆTI MIÐVIKUDAGINN 29/10 - KL. 19 LAUS SÆTI Tenórinn 4. sýn. laugard. 18. okt. kl. 20.00. 5. sýn. föstud. 24. okt. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: "Besta leiksýningin," að mati áhorfenda Í kvöld 11. okt. kl. 21.00. UPPSELT Mið. 15. okt. kl. 21.00. UPPSELT Sun. 19. okt. kl. 21.00. UPPSELT Fim. 23. okt. kl. 21.00. Örfá sæti Sun. 26. okt. kl. 21.00. Nokkur sæti www.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Ólafía Sýning á leikritinu eftir Guðrún Ásmundsdóttur í Fríkirkjunni og Iðnó Mið. 22. okt. kl. 20.00. Mið. 29. okt. kl. 20.00. ATH. aðeins 2 þessar sýningar eftir Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.