Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vildarpunktar með! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Sturta, það er allt klabbið komið, góði. Bók um hina lagalegu aðferð Ekki alltaf ein rétt niðurstaða HIN lagalega aðferðog réttarheimild-irnar er heiti bók- ar sem nýlega kom út hjá Háskólaútgáfunni en höf- undur hennar er Skúli Magnússon dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þar kemur hann meðal annars inn á kenningar í réttarheimspeki, og út- skýrir hvernig almennar hugmyndir fólks um lög og siðferði tengjast ágreiningi um lögin. Hvers vegna eru lög- fræðingar ósammála? „Oft sjáum við lögin og hina lagalegu aðferð fyrir okkur þannig að þau séu óhagganleg og hafin yfir gagnrýni en þegar nánar er að gáð eru lagalegar ályktanir hins vegar mun flóknari og umdeilanlegri en við teljum okkur trú um. Ósamkomu- lag lögfræðinga um lagalega nið- urstöðu er einmitt ágæt vísbend- ing um þetta. Ég kýs að skipta ágreiningi um lög í tvo flokka. Annars vegar greinir fólk stund- um á um sjálfa aðferðina við að komast að lagalegri niðurstöðu. Dæmi um það er til dæmis spurn- ingin um hvaða stöðu alþjóðleg mannréttindi eigi að hafa í ís- lenskum rétti. Í öðru lagi getur verið að fólk sé sammála um hvernig eigi að komast að laga- legri niðurstöðu, en hin lagalega aðferð sé með einhverjum hætti óskýr eða ófullnægjandi. Dæmi um það er þegar sett lög og lög- skýringagögn eru ekki nægilega skýr þannig að tvær niðurstöður koma til álita.“ Er ávallt til ein rétt niðurstaða við úrlausn lagalegs ágreinings? „Stysta svarið við þessari spurningu er nei. Spurningin um hina einu réttu niðurstöðu er hins vegar ekki einföld. Ég get reynt að skýra þetta með dæmi. Hugs- um okkur að í forsjármáli deili M og K um forsjá barnsins X. M og K eru jafnhæf til að fara með forsjá barnsins. Barnið X er of ungt til að ákveða sjálft hjá hvoru foreldri það vill dvelja og engin gögn sýna fram á meiri tengsl þess við annað hvort foreldrið. Með hliðsjón af grunnreglunni um að hagsmunir barnsins skuli ráða ákvörðuninni um forsjá, er hin eina rétta niðurstaða að mínu mati sú að annaðhvort M eða K á að fá forsjána. Þannig er ekki til nein ein rétt lagaleg niðurstaða. En þrátt fyrir að í þessu tilviki séu til tvær réttar niðurstöður eru einnig til margar rangar nið- urstöður. Ein þeirra væri til dæmis sú að dómarinn tæki enga ákvörðun um forsjána og léti hagsmuni foreldra og barns liggja í lausu lofti um lengri tíma.“ Þú spyrð í bókinni hvort ólög séu lög. Hvað áttu við með því? „Hugmyndin um ólög er æva- gömul og felur í sér að lög sem vinna gegn þeim hagsmunum sem þau eiga að tryggja eru siðferð- islega óskuldbindandi. Þá eru lögin orðin svo spillt að betra að búa við engin lög, hverfa aftur til ríkis náttúr- unnar, ef svo má að orði komast. Raunveruleg dæmi um ólög getum við sótt til þriðja ríkis nasista í Þýskalandi og þeirra laga sem þar voru sett um réttindi eða öllu heldur réttinda- leysi fólks af ýmsum kynþáttum, meðal annars gyðinga. Þegar við virðum fyrir okkur ólög sjáum við að þau kunna að vera sett með stjórnskipulega gildum hætti og jafnvel að vera beitt af valda- stofnunum samfélagsins. Í sið- ferðislegu samhengi eru þau hins vegar óskuldbindandi og verð- skulda ekki að vera kölluð lög.“ Í bókinni fjallar þú um hvort Hæstarétti beri að fylgja for- dæmi sínu. Ber honum að gera það? „Í bókinni set ég fram þá kenn- ingu að fordæmi Hæstaréttar séu almennt bindandi en þessi regla sé þó ekki fortakslaus. Ýmis dæmi eru um að Hæsti- réttur hafi horfið frá fyrri for- dæmum sínum, jafnvel þótt þau hafi verið margítrekuð. Til dæmis var sú fordæmisregla í gildi um árabil að farþegi sem fékk far með ölvuðum ökumanni taldist taka áhættu og glataði öllum bótarétti ef hann varð fyrir tjóni. Í dómi árið 2001 breytti Hæsti- réttur þessari áratugalöngu dóm- venju og lagði til grundvallar að svona farþegi gæti fengið tjón sitt bætt, a.m.k. að hluta.“ Í bókinni kemurðu með fræði- lega úttekt á kurteisi. Hvernig tengist kurteisi þessum lagalegu pælingum? „Kurteisi er dæmi um sam- félagslegt fyrirbæri rétt eins og lögin, fólk hagar sér raunveru- lega í samræmi við það sem það telur kurteislegt. Fleiri fyrirbæri sem áhugavert að skoða með sama hætti eru til dæmis dans, peningar eða háttsemi fólks í um- ferðinni, en allt eru þetta með ein- um eða öðrum hætti samfélagsleg fyrirbæri eins og lögin. Dæmin um kurteisina sem sótt eru til banda- ríska fræðimannsins Ronalds Dworkin eiga að sýna að samfélags- leg fyrirbæri eins og kurteisis- hættir eru næmir fyrir tilgangi sínum það er að segja fólk getur breytt kurteisisháttum sínum í samræmi við þann tilgang sem það telur að kurteisi eigi að þjóna. Með svipuðum hætti getum við fært rök að því að hin lagalega að- ferð sé næm fyrir tilgangi lag- anna og þeim hagsmunum sem lögin eiga að þjóna.“ Skúli Magnússon  Skúli Magnússon, útskrifaðist með embættispróf frá Háskóla Íslands árið 1995 og lauk magist- ergráðu í lögum frá Oxford- háskóla, University College, árið 1998. Hann hefur meðal annars starfað sem dómarafulltrúi og aðstoðarmaður hæstaréttardóm- ara en er nú dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þar kennir hann meðal annars almenna lög- fræði og réttarheimspeki. Eig- inkona Skúla er Hélené C.F. Fouques en hún stundar nám við Listaháskóla Íslands. Þau eiga tvær dætur. Ólög voru til dæmis í þriðja ríki nasista STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, að ágreiningur hefði verið milli borgaryfirvalda og sam- gönguyfirvalda um legu Sunda- brautar. Hins vegar sagði hún þver- pólitíska samstöðu um legu brautarinnar í borgarstjórn og borg- arfulltrúar hafi ekki skipst í mörg horn hvað það varðar. „Á ég ekki von á að það hafi breyst núna,“ bætti hún við. Vegagerðin, sem kemur fram í þessu máli fyrir hönd ríkisvaldsins og samgönguráðherra, hefur viljað fara svokallaða innri leið við lagn- ingu Sundabrautar. Fulltrúar R-list- ans hafa frekar hallast að annarri leið, ytri leið, og vilja að báðar þess- ar leiðir fari í mat á umhverfisáhrif- um. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vera viss um að hann væri sammála meirihluta Reykjavíkurlistans um hvaða leið skuli farin og um það ríki þverpólitísk samstaða. Málið snýst fyrst og síðast um fjárveitingar og hver skuli borga mismuninn á kostn- aðinum við hvora þessara leiða. Leiðin sem Vegagerðin vill fara er mun ódýrari en ytri leiðin sem meirihluti R-listans álítur ákjósan- legri kost. Snýst um sjálfsforræði sveitarfélaga Björn sagði málið ekki mjög flókið og Reykjavíkurborg yrði að borga þennan mismun ef borgarfulltrúar krefðu Vegagerðina um að fara dýr- ari leiðina. Um það giltu almennar leikreglur sem kveðið væri á um í sveitarstjórnarlögum og fjölluðu um samskipti ríkis og sveitarfélaga. Það kom Steinunni á óvart að hugsanlega væri ekki samstaða um leiðavalið í borgarstjórn. Sagði hún leiðavalið snúast um sjálfsforræði sveitarfélaga í skipulagsmálum. Í ógöngur stefndi ef þetta sjálfsfor- ræði væri tekið af kjörnum fulltrúm sveitarstjórna og þeim bæri að fara eftir vilja Vegagerðarinnar í málum sem þessum ellegar borga mismun- inn. Björn sagði þetta ekki eiga neitt skylt með sjálfsforræði sveitarfé- laga. Forræðið væri á höndum þeirra og Vegagerðin segði þeim ekki fyrir verkum. Vilji sveitar- stjórnarmenn fara aðrar leiðir geti þeir gert það en þyrftu að greiða það sem upp á vantaði. „Það er mjög eðlilegt ef Reykvík- ingar vilja einhverja lúxusleið borgi þeir þann kostnað sem fellur þarna á milli. Eins og fjármálum borgarinn- ar er háttað nú sé ég ekki að Reykja- víkurborg geti með nokkru móti tek- ið á sig nokkurra milljarða kostnað og bætt því við skuldir sínar,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í sömu um- ræðum. Steinunn Valdís sagði rétt að það kæmi fram að í lögum væri heimild, risi upp ágreiningur milli Vegagerð- arinnar og sveitarfélaga um legu til- tekins vegar, til að láta viðkomandi sveitarfélag borga mismuninn. „Því heimildarákvæði hefur mér vitan- lega aldrei nokkurn tímann verið beitt við svo stóra framkvæmd eins og lagningu Sundabrautar,“ sagði hún. „Því miður virðist það vera skoðun borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í þessari umræðu að nú skuli skerða sjálfsforræði Reykja- víkurborgar í skipulagsmálum vegna þess að samgönguráðuneytið er ekki tilbúið að fallast á okkar sjónarmið í skipulagsmálum, eins og samgönguráðuneytið og Vegagerðin gerir gagnvart öllum öðrum sveit- arfélögum í landinu.“ Deilt um kostnaðarskiptingu ríkis og Reykjavíkurborgar Reykvíkingar greiði fyrir dýrari Sundabraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.