Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Kl. 6 og 8. STÓRMYND HAUSTSINS Nýjasta mynd Coen bræðra. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. FRUMSÝNING SG DV HJ MBLMILLJÓN HOLUR KRINGLAN Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4. SV MBLSG DV 6 Sýnd kl. 4, 6 og 8. Edduverðlaunl Sýnd kl. 10. B.i. 16.Tilboð kr. 400 STÓRMYND HAUSTSINS Nýjasta mynd Coen bræðra. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. SV MBL Radio X FRUMSÝNING Tilboðkr. 400 Kl. 6 og 8. B.i. 14. Tilboð kr. 400 Tilboðkr. 400 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8,9 og 10.10. CATE BLANCHETT ATH! AUKA SÝNI NG KL. 9 BÍÓDAGAR UM HELGINA TILBOÐ Á VALDAR MYNDIR! Sýnd kl. 3.40. B.i. 10 M.a. besta myndin, besti leikari, besti leikstjóri og besta handrit LOSEY, lögreglukona í London, fær óvænta hjálp í leit að raðmorð- ingja er hún leitar á náðir sálfræð- ingsins Michaels Strother (Goram Visnjic), sem hjálpar fólki að drepa í síðasta sígerttustubbnum. Aðferð- irnar eru óhefðbundnar því Strother beitir dáleiðslu og undir dásvefni Losey kemst hann í samband við unga telpu sem var svo lánsöm að sleppa úr haldi morðingjans. Hún reynist vera aðalvitni lögreglukon- unnar. Telpan hefur reynst ófær um að segja Losey frá viðskiptum sínum við illmennið, sem gengur undir nafninu „húðflúrsmorðinginn“, því hann flúrar e.k. trúarleg tákn á húð fórnarlambanna. Losey tekst eftir mikið þóf að fá sálfræðinginn til aðstoðar, þrátt fyr- ir að hann sé nýfluttur til Bretlands frá Bandaríkjunum, þar sem hann lenti í leiðindamáli, hefur ekki at- vinnuleyfi og vill hafa hægt um sig. Það bætir heldur ekki úr skák að kona hans (Miranda Otto), er komin á steypirinn og yfirmenn lögregl- unnar hafa litla trú á „kukli“. Losey og Strother tekst þó að halda áfram rannsókninni sem flytur þau á slóðir draugalegra kirkjubygginga og á vit undarlegs sértrúarsafnaðar. Sögufléttan lúrir á nokkrum óvæntum hliðarvinklum sem eru vissulega mjög fjarstæðukenndir en koma með ferskt andrúmsloft inní margtuggna raðmorðingja- og djöflatrúarsögu. Hjálparmeðölin eru í groddalegri kantinum, það koma fyrir atvik á tjaldinu sem ekki er nokkur leið að fylgjast með nema út undan sér. Ljótleikinn í truflandi mótsögn við tilfinningaríkt samband hins landflótta dáleiðara við fjöl- skyldu sína. Trúverðugur leikur Visnjic og Otto (Hringadróttinssaga) gerir myndina, ásamt fyrrnefndu, nýstárlegu innihaldi, forvitnilega og öðruvísi. Shirley Anderson (Once Upon a Time in the Midlands, 24 Hour Party People), göslast í gegn- um myndina og minnir óþægilega á Jennifer Jason Leigh. Tónlistin er eftirtektarverð, nánast hrottaleg á köflum og gerir sitt til að auka á hrollköld áhrifin. Húðflúr og hryllingur KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: Nick Willing. Handrit: Nick Willing og William Brookfield. Kvik- myndatökustjóri: Peter Sova. Tónlist: Simon Boswell. Aðalleikendur: Goram Visnjic, Shirley Henderson, Miranda Otto, Paddy Considine, Corin Redgrave. 100 mínútur. First Look Pictures. Bret- land/Frakkland 2003. DOKTOR SVEFN / DOCTOR SLEEP  Goram Visnjic og Shirley Henderson leika aðalhlutverkin í Herra svefni. Sæbjörn Valdimarsson Cameron Diaz hefur verið gefið indíánanafnið „Elddansari“. Eftir að leikkonan, sem sjálf er afkomandi Svartfætlinga frá Montana, keypti minjagripi eftir frumbyggja Norður-Ameríku fyrir heila milljón króna þá fylltist apatsahönnuður- inn David svarti hestur slíku þakklæti í garð hennar að hann ákvað að gefa henni þetta nafn. „Mér þótti nafnið viðeigandi fyrir hana. Hún er logandi heit og elskar að dansa.“ … Courtney Love vinnur nú í því að fá á ný forræði yfir dóttur þeirra Kurt heitins Cobains, Frances Bean Cobain. Ömmu hinnar 11 ára Frances Bean Cobain var falið að annast hana eftir að Love var hand- tekin fyrr í október fyrir að hafa ólögleg lyf undir höndum …Britney Spears hefur lýst því yfir að ef hún hefði ekki orðið fræg poppstjarna þá væri hún orðin mamma. Söng- konan, sem hefur ekki verið á föstu síðan hún hætti með æskuástinni Justin Timberlake, segist vart geta beðið þess að stofna fjölskyldu, en segist hörð á því að bíða þolinmóð uns hún finnur hinn eina rétta lífs- förunaut. „Ég þrái að giftast og eignast þrjú börn. En það er langt í það því nú nýt ég frelsisins. Þar sem ég ólst upp festir fólk ráð sitt mjög ungt. Ef ég væri þar enn þá væri ég örugglega búin að eignast mitt fyrsta barn.“ … Colin Farrell var rekinn úr skóla 15 ára gamall. Hann segist hafa verið trúðurinn í bekknum og oftar en ekki lent saman við kennara sína. „Ég var alltof eirðarlaus í tímum, svo mjög að ég er viss um að ég hefði greinst með athyglisbrest. Svo var ég alltaf að skrópa. Á endanum var mér sparkað úr skólanum fyrir fullt og allt. Mamma var miður sín því hún hafði vonast til að ég yrði lögfræðingur. Það varð mikill léttir fyrir hana þegar ég fann mér annan starfsferil, leiklistina.“ … Leikarinn Ben Affleck réðst að George Bush Bandaríkjaforseta á dögunum þegar hann var að taka við verðlaunum frá stjórnmálasamtökum í Los Angeles fyrir góðgerðarstörf í þágu barna. Sagði hann forsetann fylgja „hættu- legri hægri stefnu“ sem væri aðför að réttindum borgaranna. Hann líkti pólitísku ástandi Bandaríkj- anna við síðustu daga Rómaveldis og sagði að innkoma kvikmynda- stjörnunnar Arnolds Schwarzen- eggers í stjórnmál væri byrjunin á hnignun stórveldisins. Verðlaunin hlaut hann fyrir góðgerðastörf í þágu barna … Athygli vakti að Affleck sem mætti á viðburðinn með sinni heittelskuðu Jennifer Lopez kallaði hana kærustuna sína en tal- aði ekki um hana sem unnustu er hann ræddi við blaðamenn á sam- komunni en stutt er síðan fyrirhug- uðu brúðkaupi þeirra var aflýst. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.