Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 31. október og laugardaginn 1. nóvember í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: kl. 11-18 mán.-fös., kl. 12-16 lau. Mikið úrval af fallegum vörum á konur á öllum aldri. Sjáumst. Torginu Grafarvogi Íbúar í Árbæjarhverfum og Grafarholti Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Grafarholti verður haldinn þriðjudaginn 21. október kl. 20.00 í félagsheimili sjálfstæðismanna í Hraunbæ 102B. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestir fundarins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi. Allir velkomnir! Stjórnin. Auðbrekku 14, Kópavogi. Hefst fimmtudaginn 23. október - þriðjud. og fimmtud. kl. 20 með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. JÓGA GEGN KVÍÐA Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is Ásmundur býður einnig upp á einkatíma og ráðgjöf. STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert frumleg/ur, sjálfstæð/ ur og skarpskyggn. Gerðu ráð fyrir aukinni einveru á komandi ári því þú þarft að læra eitthvað mikilvægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur lært eitthvað mik- ilvægt af samræðum við for- eldra þína eða nána vini í dag. Þú sérð þín eigin lífsgildi end- urspeglast í gildum þeirra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gefðu þér tíma til að skipu- leggja þig í dag. Þótt þú hafir ekki nema klukkutíma mun það skila árangri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru líklegt að þú lendir í nýju ástarævintýri eða að það færist aukin ástríða í eldra samband. Vertu opin/n fyrir ástinni í kring um þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Njóttu þess að eyða tíma með fjölskyldu þinni í dag. Það er líklegt að þú lendir í mikil- vægum samræðum. Einhver gæti boðið fram aðstoð sína við að gera umbætur á heimilinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hætt við að samræður þínar við systkini þín verði ruglingslegar í dag. Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þau muni hlutina á annan hátt en þú gerir. Minni fólks byggir á upplifunum þess. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert að velta fyrir þér nýjum fjáröflunarleiðum en í raun snýst málið um lífsviðhorf þitt. Þú ert í raun að leita að ein- hverju sem veitir þér ánægju og lífsfyllingu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Bæði sólin og tunglið eru í merkinu þínu og því hefur vog- in óvenju mikil áhrif á um- heiminn. Þetta laðar að þér bæði fólk og tækifæri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að gefa þér tíma til að njóta þess að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú þarft að búa þig undir árið sem er að hefjast í lífi þínu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samskipti þín við vini þína og kunningja skipta þig óvenju miklu máli. Þú finnur fyrir stuðningi sem veitir þér sjálfs- traust sem nýtist þér í starfi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það ber einhverra hluta vegna óvenju mikið á þér í dag. Það er eitthvað sem dregur að þér athyglina og því ættirðu að leggja þig fram um að líta sem best út. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur sterka löngum til að fræðast og ættir því að huga að framhaldsnámi eða ferða- lögum. Þú ert haldin/n ævin- týraþrá og bjartsýni á framtíð- ina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver hefur sterk áhrif á þig í dag. Þú gætir jafnvel gefið þig á vald ómótstæðilegri ástríðu. Gangi þér vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LÆT ÉG FYRIR LJÓSAN DAG Læt ég fyrir ljósan dag ljós um húsið skína, ekki til að yrkja brag eða kippa neinu’ í lag, heldur til að horfa’ á konu mína. Páll Ólafsson LJÓÐABROT LESANDI rak nýlega aug- un í eftirfarandi fyrirsögn í Fréttablaðinu: „Virkaði ár- vakur.“ Í fréttinni var rætt um heilsufar páfans, en það hefur verið mjög bágborið um langt skeið, svo sem kunnugt er. En í áheyrnar- tíma hans var þetta sagt um hann: „Páfinn virkaði árvakur (leturbreyting hér) og las ræður sínar á fjölda tungumála.“ Ekki er ósennilegt, að fleiri lesend- ur hafi staldrað við þetta lýsingarorð. Árvakur er vissulega vel þekkt lo., en e.t.v. ekki beinlínis, að það sé notað á þennan hátt. Lo. er samkv. OM og OE haft um þann, sem vaknar snemma, en einnig um þann, sem er aðgætinn. No. árvekni er einnig vel þekkt no. um skyldurækni eða það að vera vel vakandi í starfi. Ofangreint orðalag er því vel skiljanlegt og ekkert við það að athuga. Talað er um, að maður sé árvakur, kona sé árvökur og barnið sé árvakurt, hvort sem er um að vakna snemma eða þau sýna ár- vekni í starfi. Sennilega er þetta lo. ekki öllum tamt í daglegu máli, og því hnjóta menn um það, þegar þeir heyra það eða sjá á prenti. Hitt er svo annað mál, að ég er ekki viss um, að það fari vel með so. að virka. Það var einmitt það, sem lesandinn fann og kom þessu því á framfæri við pistil minn. Í goðafræðinni hét annar hestanna, sem drógu sólina, Árvakur. Þá heitir félag það, sem stend- ur að baki Morgunblaðsins, einnig Árvakur. Þeir, sem mynduðu þetta nafnorð eft- ir lo., létu það fallbeygjast eins og no. akur, þ.e. sem a-stofna orð með stofnlægu r-i, sem helzt í öllum föllum et. og ft.: akur, akur, akri, akurs, ft. akrar, akra, ökr- um, akra. Þess vegna er ef. félagsins Árvakurs, sem gefur Mbl. út, ekki Árvaks, eins og sumir hafa haldið og sézt hefur á prenti. ORÐABÓKIN Árvakur ÁRNAÐ HEILLA SÚ afstaða að „segja en ekki þegja“ sannaði gildi sitt í mörgum spilum í landsliðs- keppninni um liðna helgi. Þetta er sláandi dæmi: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁD5 ♥ KG864 ♦ 63 ♣976 Vestur Austur ♠ KG109732 ♠ 6 ♥ – ♥ D3 ♦ Á4 ♦ D9875 ♣ÁG82 ♣KD1053 Suður ♠ 84 ♥ Á109752 ♦ KG102 ♣4 Jón Sigurbjörnsson, for- seti BSÍ, vakti á fjórum spöðum með vesturhöndina og spilaði þann samning óáreittur. Slagirnir eru ná- kvæmlega tíu: 420 í AV. Á fimm borðum vakti vestur á einum spaða og fékk svar á einu (kröfu) grandi. Þrisvar kom suður inn á tveimur hjörtum, þrátt fyrir óhagstæðar hættur, og þá gerðist þetta: Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 1 grand 2 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Fimm hjörtu vinnast með réttri tígulíferð og hún fann- ast alls staðar: 850 í NS. Á tveimur borðum þorði suður ekki inn á grandið og vestur fékk þá að spila fjóra spaða eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Brids er skrítið spil. Sú ákvörðun suðurs að passa yfir einu grandi kostaði par- ið 24 IMPa: AV fengu 12 IMPa fyrir að spila og vinna fjóra spaða, og NS aðra 12 fyrir að vinna fimm hjörtu dobluð. Í slíkri keppni eru 12 IMPar hreinn fjársjóður, hvað þá 24. Svo það munar um að leysa þessar stöður rétt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Rbd7 5. e3 c6 6. Rf3 Da5 7. Rd2 Bb4 8. Dc2 O-O 9. Be2 Re4 10. Rdxe4 dxe4 11. Bh4 e5 12. O-O exd4 13. exd4 Bxc3 14. bxc3 He8 15. f3 exf3 16. Hxf3 Rf8 17. Bd3 Be6 18. Haf1 Rg6 19. Bg3 Had8 20. a4 Hd7 21. c5 Bd5 22. H3f2 Hde7 23. h4 He3 24. Kh2 Staðan kom upp í Evr- ópukeppni fé- lagsliða sem lauk fyrir skömmu í Krít. Mikhail Ginzburg (2362) hafði svart gegn Braga Halldórssyni (2238). 24...Hxg3! 25. Kxg3 Dc7+ 26. Kg4 He3 27. Hf3 h5+ 28. Kxh5 Bxf3+ 29. Hxf3 Hxf3 30. gxf3 Dg3 31. Bxg6 Dxf3+ 32. Kg5 f6#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Hinn 10. maí sl. voru Anna María Einarsdóttir og Andrés Karl Sig- urðsson gefin saman í Korning- kirkju í Dan- mörku. Þau eru búsett í Dan- mörku. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Washington D.C. 14. júní sl. Ásdís Hreinsdóttir og Kevin Brian Snoots. Heimili þeirra er í Arlington, Virginíu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.