Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 25 Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 m færi. Kendo: Skylmingar í búningi. Þessar greinar eiga sér einstaka menningarlega hefð og eru stundaðar af miklum fjölda fólks á öllum aldri í Japan og annars staðar. Upplýsingar í síma 553 3431. Japönsk bogfimi - japanskar skylmingar vildi að ég einbeitti mér að bóknám- inu. Með stuðningi frá mömmu fékk ég engu að síður vilja mínu fram- gengt. Ég byrjaði að læra á trommur og stefndi ótrauður að því að verða atvinnutrommari allt frá unglings- aldri,“ segir Lansana og útskýrir að hann hafi lært á fimm tegundir af trommum. „Ég lærði á stóra Dound- un-bassatrommu, meðalstóra Sang- bang-hálfbassatrommu, litla Kink- iny-trommu og svo þessa Djembe- bongótrommu,“ segir hann og tekur nokkur létt slög á uppáhaldstromm- una sína. Menningin blómstrar á ný Orville útskýrir að trommur séu snar þáttur í lífi meirihluta Gíneubúa. „Gínea var lengi ein af nýlendum Frakka í Afríku. Frakkar komu að ýmsu leyti illa fram við íbúana, t.d. rifu þeir niður allar símalínur og eyði- lögðu blómaskreytingar í miðbænum í kveðjuskyni,“ segir Orville og tekur fram að menning Gíneubúa hafi held- ur ekki verið hátt skrifuð af Frökk- um. „Eftir að yfirráðum Frakka í Gíneu lauk tók Gíneubúinn Seku Tori við embætti forseta landsins. Hann hvatti alla sautján ættbálka landsins til að leggja rækt við menningu sína og árangurinn lét ekki á sér standa.“ Orville segir að menning Gíneu hafi fljótlega tekið að blómstra á ný, þ.m.t. trommuslátturinn. „Núna kæmi mér ekki á óvart að um helm- ingur þjóðarinnar hefði fengið ein- hverja leiðsögn í trommuslætti, dansi og söng. Í Gíneu er ekki óalgengt að sjá hóp stráka, kannski þrjátíu til fjörutíu saman, berja húðir undir leiðsögn fullorðins manns með strangan svip á andlitinu. Nám í trommuleik krefst mikils aga og til mikils getur verið að vinna fyrir unga trommuleikara.“ Orville vísar í því sambandi til þess að ferðaþjónusta sé einn stærsti at- vinnuvegur Gíneubúa. „Ungir trommarar leika á trommur fyrir ferðamenn og sumir þeirra eru í framhaldi af því beðnir að taka að sér einhver verkefni í útlöndum. Gíneskir trommarar hafa verið eftirsóttir á Vesturlöndum því að leikur þeirra er alveg sérstaklega upprunalegur. Afr- ísk tónlist á Vesturlöndum er því mið- ur almennt orðin talsvert útvötnuð,“ segir Orville og hrósar sérstaklega Malinke, þjóðflokki Lansana, fyrir að hafa verið duglegur að halda í hefð- irnar. „Þjóðardansarnir eru flestir komnir frá þeim.“ Orville segir að þeir Lansana hafi unnið að ýmsum sameiginlegum verkefnum frá því síðasta haust. „Eitt aðalerindi Lasana til Íslands var að hjálpa mér með Bassikolo Ís- land-hópinn minn. Nafnið er komið frá fiskimannaþorpi í Gíneu. Hópur- inn samanstendur af mér og tuttugu ungum konum með áhuga á afrískum dönsum og menningu. Hingað til hef- ur mér því miður ekki tekist að fá neinn karlmann í hópinn. Vonandi rætist eitthvað úr því í framtíðinni. Við héldum námskeið með 44 konum og þremur körlum á Akureyri ekki alls fyrir löngu. Karlarnir voru mjög ánægðir með námskeiðið og lofuðu að hvetja vini sína til að koma á næsta námskeið á Akureyri,“ segir Orville – afsakar útúrdúrinn og bætir því við að félagar í Bassikolo-hópnum séu ekki aðeins íslenskir. „Ég hugsa að um 70% af konunum séu íslensk. Hin- ar eru frá Finnlandi, Litháen og Kól- umbíu. Við komum saman til að dansa og fræðast um afríska menn- ingu og alveg sérstaklega gíneska. Ég hef frá byrjun stjórnað dansinum og núna sér Lansana alfarið um tón- listina. Markmiðið er svo að ná svo góðum árangri að við föllum alveg inn í hópinn þegar við komum til Gíneu innan tveggja ára.“ Orville segir frá því að Bassikolo- hópurinn hafi staðið fyrir tveimur danssýningum í Austurbæ í vetur. „Við Lansana höfum svo verið að leið- beina fólki á almennum námskeiðum og búa okkur undir að fara í grunn- skólana í Reykjavík með sérstakt menningarnámskeið um Afríku þar sem ég tala um Afríku og Lansana sýnir krökkunum hvernig á að leika á trommurnar. Við erum reyndar búnir að halda eitt átta vikna námskeið í Austurbæjarskóla. Ég get ekki sagt annað en að námskeiðið hafi tekist mjög vel. Nemendurnir voru a.m.k. mjög áhugasamir. Núna erum við að byrja með sex vikna námskeið í Brú- arskóla, svo förum við í Laugarnes- skóla og fleiri skóla. Vonandi náum við því að fara með námskeiðið í svona þriðjung allra grunnskóla í Reykjavík og gera svo eitthvað stórt hinn 17. júní,“ segir Orville leyndar- dómsfullur á svip. „Takmarkið er að sem flestir læri að njóta afrískrar menningar í sinni tærustu mynd.“ ago@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Lansana lætur vel af Íslendingum og er ánægður með að hafa haft mikið að gera. Lansana í miðjum Bassikolo Ísland-hópnum. ’ Í Gíneu er ekki óalgengt að sjá hóp stráka,kannski þrjátíu til fjörutíu saman, berja húðir undir leiðsögn fullorðins manns með strangan svip á andlitinu. Nám í trommu- leik krefst mikils aga og til mikils getur ver- ið að vinna fyrir unga trommuleikara. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.