Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 3 7 6 Fyrsta heimilið www.bi.is ÞAÐ er nokkuð öruggt að eftir fyrsta haust- hretið kemur nær undantekningarlaust óvið- jafnanleg veðurblíða. Þessi haustblíða er af mörgum talin einn fallegasti tími ársins, þegar svefnhöfgi haustsins sígur á og hafið geispar sætum andvaranum yfir landið. Hinn ungi listmálari Turner frá Chicago nýtti sér töfra veðurleysunnar til að færa haustlitina í Hljómskálagarðinum á striga sinn. Haustlitirnir festir á striga Morgunblaðið/Ásdís MIKILL músafaraldur í byggðarlögum á Vestfjörðum að undanförnu er íbúum til ar- mæðu og hefur Jón Ragnarsson, vélstjóri í Súðavík, gripið til þess ráðs að smíða öflug- ar músagildrur til að vinna á músunum. Þetta eru nokkurs konar safngildrur sem mýsnar safnast í og segist Jón í samtali við Morgunblaðið hafa veitt nokkur hundruð mýs að undanförnu í gildrurnar. „Þetta eru svona átta eða tíu mýs á dag,“ segir hann. Hefðbundnar músagildrur eru gagns- litlar í þessum faraldri og ekki þýðir að setja heimiliskettina út. „Nei, kettirnir hafa svo mikið að éta og þeir ráða ekkert við þetta,“ segir hann. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá músafaraldri á Suðurlandi en að sögn Jóns hefur verið óvenjumikið um mýs í kringum hús í byggðarlögum fyrir vestan. „Þetta er út um allt, ekki bara hérna í Súðavík heldur einnig á Ísafirði og víðar. Það kvarta allir um þetta. Þær eru inni í bílum, í kringum sumarbústaði og við íbúðarhús. Maður sér þær á götunni þegar ekið er á milli staða. Það er eins og þær sæki að þegar kólnar í veðri.“ Í frétt á vefsíðu Súðavíkurhrepps í gær er fjallað um músafaraldurinn og þar segir að dæmi væru um að fólk hafi mætt mús á göngu í Hafnarstrætinu á Ísafirði. Smíðar öflugar músagildrur í baráttunni við músa- faraldur á Vestfjörðum „Kettirnir ráða ekkert við þetta“ ÍSLENSK matarlyst gerði gæfu- muninn þegar Ríkarður Már Pét- ursson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, leitaði stuðnings óopinbers héraðshöfðingja í Afganistan. Í við- tali við Morgunblaðið segir hann frá því hvernig fyrrverandi skæru- liðaforingi, kona að nafni Kaftar, ákvað að taka hann undir vernd- arvæng sinn og veita honum stuðn- ing við skólabyggingu eftir að hafa boðið honum í mat. „Hún tók eftir því að ég gerði matnum góð skil og nefndi sérstaklega að það hefði komið erlendur blaðamaður sem móðgaði hana með því að bragða ekki á matnum sem hún bar fram,“ segir Ríkarður, en í mörgum menningarheimum, sérstaklega þar sem gnótt matar er ekki sjálf- sagt mál, þykir það mikil ókurteisi að þiggja ekki mat. Á sama hátt táknar góð matarlyst þakklæti. Maturinn sem höfðinginn bar á borð var Ríkarði ekki alls ókunnur, feitt soðið lambakjöt, hrísgrjón, brauð og smjör. Kaftar, sem hefur staðið af sér árásir talebana og verndað fólk sitt af festu, reyndist Ríkarði vel og veitti honum alla þá aðstoð sem hann þurfti til að koma skólanum á legg. Var hún sérlega áhugasöm um að stúlkur fengju þar góða menntun. „Það var greinilegt að ég hafði ekki farið rétta boðleið í upphafi til að fá byggingaleyfi.“ Matarlystin heillaði höfðingja  Framtíð Afganistans/10 MEDCARE Flaga stefnir að því að bjóða út nýtt hlutafé fyrir lok næsta mánaðar fyrir um 12–16 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 900– 1.300 milljóna íslenskra króna. Í framhaldinu verður óskað eftir skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands. Nýtt félag hefur ekki verið skráð á aðallista Kauphallarinnar síðan í desember á síðasta ári er Kaldbakur fór á markað, en þar áð- ur voru liðin tæp tvö ár frá því nýtt félag hafði verið skráð á aðallistan- um. Að sögn Svanbjörns Thoroddsen, forstjóra Medcare Flögu, eru að- stæður nú góðar til að setja fyrir- tækið á markað, bæði hjá fyrirtæk- inu sjálfu og á hlutabréfamarkaði. Hann segir að með útboði á nýju hlutafé sé annars vegar ætlunin að endurfjármagna fjárfestingu fyrir- tækisins frá síðasta ári, en þá keypti Flaga bandaríska fyrirtækið Med- care Diagnostics, sem var einn helsti keppinauturinn í Bandaríkjunum. Hins vegar sé ætlunin að styrkja rekstrarfjárstöðuna, sem sé mikil- vægt vegna þess hve vöxtur fyrir- tækisins hafi verið hraður. Velta Medcare Flögu hefur þre- faldast á rúmu ári og starfsmanna- fjöldinn tvöfaldast og er fyrirtækið stærsta fyrirtæki í heimi á sviði framleiðslu tækja og hugbúnaðar til svefnrannsókna með um 15% mark- aðshlutdeild. „Við hjá Medcare Flögu teljum að það sé áhugi á markaðinum fyrir því að fá nýtt félag inn,“ segir Svan- björn. „Við teljum einnig að það sé verulegur áhugi hjá fjárfestum að fá inn fyrirtæki í nýrri grein, fyrirtæki sem byggist á þekkingu og tækni og á sitt undir sölu á alþjóðlegum markaði.“ Hlutafjárútboð hjá Medcare Flögu Stefnt að skráningu í Kauphöll Íslands  Stærsta fyrirtæki/12 INFLÚENSUFARALDUR virðist hafa skollið á íbúum Reykjavíkur- svæðisins af miklum þunga að und- anförnu og herjar flensan í sama mund og byrjað er að bólusetja gegn henni. Er flensan á ferðinni nokkru fyrr en venja er á þessum árstíma, skv. upplýsingum Lúðvíks Ólafssonar borgarlæknis. Bólusetning gegn flensunni hófst víðast hvar um miðjan mánuðinn og hefur því verið mikið álag á heilsu- gæslustöðvum höfuðborgarsvæðis- ins undanfarna daga vegna fólks sem er að leita til læknis vegna veikinda og ekki síður mikillar ásóknar í bólusetningu gegn inflú- ensunni. Hefur álagið verið slíkt að dæmi eru um að biðstofur hafi fyllst og biðraðir náð út á götu, samkvæmt upplýsingum Lúðvíks. „Ég held að á sumum stöðvum hafi menn verið að sprauta hátt í þúsund manns á einum degi,“ segir hann. „Þetta virðist hafa skollið snögg- lega á og er það nokkuð athygl- isvert því það er hvergi faraldur af þessu tagi í nágrannalöndunum,“ segir Lúðvík. Leggst einkum á ungt fólk Að sögn Atla Árnasonar, læknis á Læknavaktinni, hefur verið talsvert annríki undanfarna viku og aukið álag á læknavaktinni og heilsu- gæslustöðvunum. „Þetta er flensa sem virðist einkum leggjast á ungt fólk. Það eru mikil forföll í skólum. Einkennin eru aðallega hiti, höf- uðverkur og hósti. Aðalatriðið er að fólk fari vel með sig og fari ekki út of snemma og láta líta á sig ef eitt- hvað gefur tilefni til þess,“ segir hann. Atli segir að þótt flensan sé snemma á ferðinni nú þá sé það ekki einsdæmi að inflúensa komi upp í október. „Svo getum við feng- ið upp annan stofn síðar á árinu.“ Skv. tilkynningu frá sóttvarna- lækni landlæknisembættisins í byrj- un síðustu viku bendir allt til að flensufaraldur sé hafinn hér á landi og hefur inflúensa af A-stofni greinst á höfuðborgarsvæðinu og stöku tilfelli víðar á landinu. Mikið álag var á heilsugæslustöðvum og læknavaktinni vegna flensunnar og bólusetninga í seinustu viku Dæmi um að biðraðir hafi náð út á götu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.