Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 19 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is sta›greitt á mann í tvíb‡li á Mercure Korona hótelinu. 49.680 kr.* Ver› frá: * Innifali›: Flug, skattar, gisting m/morgunv. og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Akstur, sem kostar 1.700 kr. fram og til baka. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 22 45 1 10 /2 00 3 Ferenc Utassy og hans fólk bjó›a flig velkomin(n) til Budapest. Glæsileg dagskrá og gisting á fyrsta flokks hótelum. Bjarnasonar um Pétur Halldórsson borgarstjóra sem dó 26. nóvember 1940 segir svo: „Eitthvert síðasta bréfið sem Pétur sálugi Halldórsson reit, og einhver síðasta ganga hans, áður en hann lagðist banaleguna, var sú, að hann ásamt öðrum þar til kvöddum mönnum gekk á fund kennslumálaráðherra þeirra erinda að Gagnfræðaskóli Reykvíkinga yrði gerður að menntaskóla.“ Þetta gerðist árið 1940, sama ár og Guðni Guðmundsson útskrifaðist úr Ágústarskóla. „Ég var sendur í Ágústarskóla af því að ég komst ekki inn í MR. Þá var numerus clausus, það komust ekki nema 25 manns á ári inn í fyrsta bekk í menntó, sem var þá 6 ára skóli,“ segir Guðni. „Kreppunni var að ljúka um þetta leyti, fólk hugsaði meira en áður um að koma börnum í skóla og því marg- ir sem sóttu. Það voru einir þrír bekkir í fyrsta bekk í Ágústarskóla þetta árið og aðrir þrír held ég í Ingi- marsskóla en ekki nema einn í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég kom úr æfingabekk Kennara- skólans og þar áður hafði ég verið í Grænuborg. Mér líkaði vel í Ágústarskóla. Kennt var í Iðnaðarmannahúsinu, þar sem nú er félagsheimili Dóm- kirkjusafnaðarins. Þarna var þröngt miðað við það sem gerist í dag. Þessi bekkur sem ég var í var búinn til á síðustu vikunni og við urðum að sitja í stofunni sem notuð var fyrir teikni- kennslu í Iðnskólanum. Við sátum við há borð og á háum kollum sem voru nánast eins og barkollar. Þetta var erfitt, ég lenti í því að sitja báða veturna á þessum kollum. Það var ekki gott fyrir hrygginn að geta ekki hallað sér aftur, engin bök á stólun- um. Við fengum hins vegar ágæta kennslu. Ég man best eftir Birni Bjarnasyni, Bjúsa, frá Steinnesi. Hann var mjög góður kennari og kenndi okkur ensku. Hann er kannski eftirminnilegastur fyrir sög- urnar sem sagðar eru af honum. Mér er minnisstætt að hann kenndi bæði í Kvennaskólanum og hjá okkur og bjó á Ásvallagötu. Und- ir vor var hann eitt sinn seinn fyrir, ætlaði að stytta sér leið og fór út á ís- inn á Tjörninni. En þegar hann var kominn á milli Hólmans og útfallsins þá brast ísinn undan honum. Þar sem hann stóð í vökinni þá var hringt út í báðum skólunum svo Tjarnar- bakkinn fylltist af nemendum hans. Slökkviliðið bjargaði honum – kom með stiga og náði honum upp úr. En hann hefur sennilega „forkelast“ því hann kom ekki í skólann fyrr en eftir a.m.k. viku. Þegar hann kom í skól- ann átti hann að vera hjá okkur í fyrsta tíma. Þegar hringt var inn stóðum við öll upp eins og þá tíðk- aðist. Hann gekk upp í kennarapúlt- ið, stóð svo og horfði yfir hópinn og sagði: „Eins og það geti ekki komið fyrir alla að detta í Tjörnina.“ Jakobína Túlínus – Bína Túl – kenndi okkur dönsku. Hún var svo lagleg að ég eyddi heilu sumri í að lesa danska reyfara svo ég gæti stað- ið mig í tímum hjá henni. Ég var tvo vetur í Ágústarskóla, þá tók ég gagnfræðapróf hið minna. Eftir það fór ég til systur minnar og mágs á Akureyri og stundaði nám við menntaskólann þar og varð stúd- ent 1944. Við vorum útskrifaðir 15. júní svo við gætum komist suður á Þingvöll 17. júní. Þá spanderaði pabbi á mig minni fyrstu flugferð, ég flaug suður og það var mjög gam- an.“Um margra ára skeið börðust ýmsir velunnarar Gagnfræðaskóla Reykvíkinga fyrir því að skólinn yrði að menntaskóla. Á fundi skólanefndar 16. septem- ber 1947 bar formaður hennar, Gunnar E. Benediktsson hdl., fram svofellda tillögu, er samþykkt var samhljóða atkvæðum nefndarinnar daginn eftir. „Að gefnu tilefni samþykkir skóla- nefndin fyrir sitt leyti, að Gagn- fræðaskóli Reykvíkinga frá og með þessu skólaári veiti fræðslu á gagn- fræðastigi samkvæmt hinum nýju fræðslulögum, svo og á mennta- skólastigi eftir sem þörf krefur og yfirstjórn fræðslumálanna óskar. Samkvæmt því tekur skólinn að sér að gegn hlutverki Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, eftir því sem ástæður leyfa. Allur kostnaður vegna skóla- haldsins frá og með þessu skólaári greiðist af ríkissjóði og bæjarsjóði samkvæmt ákvæðum fræðslulag- anna.“ Hin áralanga barátta fyrir leyfi til þess að gera Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga að menntaskóla fékkst sem sé aldrei. Þegar ný fræðslulöggjöf var sett 1945 var sérstaklega tekið fram að menntaskólar á landinu mættu að- eins vera tveir (auk Verslunarskól- ans), en væri hinn þriðji stofnaður, skyldi hann vera í sveit. Þetta voru vonbrigði þeirra sem báru hag Gagnfræðaskóla Reykvík- inga fyrir brjósti. Þegar þessi lög voru sett var Knútur Arngrímsson skólastjóri Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga. Hann lést 7. janúar 1946. Í kveðjuorðum Guðna Jónssonar við minningarathöfn um Knút í skólan- um segir m.a. svo: „Sem kennari bar hann hag skólans og heiður mjög fyrir brjósti, og eftir að hann tók við skólastjórninni, mátti segja, að hann væri skólanum allt í öllu og skólinn honum.“ Með breytingum sem urðu af hin- um nýju fræðslulögum tók ríkið yfir rekstur skólans. Við setningu hins nýja Gagnfræðaskóla Vesturbæjar mæltist skólastjóra m.a. svo: „Skólahúsið okkar gamla við Öldu- götu hefur nú á þessum síðustu dög- um gengið í endurnýjun lífdaganna og búið sig eftir föngum undir komu okkar. Þar hafa verið að verki smið- ir, múrarar, rafvirkjar, húsgagna- smiðir og hreingerningamenn… Ef ég ætti að gefa ykkur eitt heilræði öðrum fremur, þá er þið hefjið námið að þessu sinni, þá er það þetta: „Far- ið vel með tímann.“ Með þessum orðum skólastjóra og nokkrum fleiri var settur Gagn- fræðaskóli Vesturbæjar og um leið var á enda saga Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, Ágústarskóla. gudrung@mbl.is Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.