Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 19
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is
sta›greitt á mann í tvíb‡li á Mercure Korona hótelinu.
49.680 kr.*
Ver› frá:
* Innifali›: Flug, skattar, gisting m/morgunv.
og íslensk fararstjórn.
Ekki innifali›: Akstur, sem kostar
1.700 kr. fram og til baka.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
22
45
1
10
/2
00
3
Ferenc Utassy og hans fólk bjó›a flig
velkomin(n) til Budapest. Glæsileg
dagskrá og gisting á fyrsta flokks
hótelum.
Bjarnasonar um Pétur Halldórsson
borgarstjóra sem dó 26. nóvember
1940 segir svo: „Eitthvert síðasta
bréfið sem Pétur sálugi Halldórsson
reit, og einhver síðasta ganga hans,
áður en hann lagðist banaleguna, var
sú, að hann ásamt öðrum þar til
kvöddum mönnum gekk á fund
kennslumálaráðherra þeirra erinda
að Gagnfræðaskóli Reykvíkinga yrði
gerður að menntaskóla.“
Þetta gerðist árið 1940, sama ár og
Guðni Guðmundsson útskrifaðist úr
Ágústarskóla.
„Ég var sendur í Ágústarskóla af
því að ég komst ekki inn í MR. Þá var
numerus clausus, það komust ekki
nema 25 manns á ári inn í fyrsta
bekk í menntó, sem var þá 6 ára
skóli,“ segir Guðni.
„Kreppunni var að ljúka um þetta
leyti, fólk hugsaði meira en áður um
að koma börnum í skóla og því marg-
ir sem sóttu. Það voru einir þrír
bekkir í fyrsta bekk í Ágústarskóla
þetta árið og aðrir þrír held ég í Ingi-
marsskóla en ekki nema einn í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Ég kom úr æfingabekk Kennara-
skólans og þar áður hafði ég verið í
Grænuborg.
Mér líkaði vel í Ágústarskóla.
Kennt var í Iðnaðarmannahúsinu,
þar sem nú er félagsheimili Dóm-
kirkjusafnaðarins. Þarna var þröngt
miðað við það sem gerist í dag. Þessi
bekkur sem ég var í var búinn til á
síðustu vikunni og við urðum að sitja
í stofunni sem notuð var fyrir teikni-
kennslu í Iðnskólanum. Við sátum
við há borð og á háum kollum sem
voru nánast eins og barkollar. Þetta
var erfitt, ég lenti í því að sitja báða
veturna á þessum kollum. Það var
ekki gott fyrir hrygginn að geta ekki
hallað sér aftur, engin bök á stólun-
um.
Við fengum hins vegar ágæta
kennslu. Ég man best eftir Birni
Bjarnasyni, Bjúsa, frá Steinnesi.
Hann var mjög góður kennari og
kenndi okkur ensku. Hann er
kannski eftirminnilegastur fyrir sög-
urnar sem sagðar eru af honum.
Mér er minnisstætt að hann
kenndi bæði í Kvennaskólanum og
hjá okkur og bjó á Ásvallagötu. Und-
ir vor var hann eitt sinn seinn fyrir,
ætlaði að stytta sér leið og fór út á ís-
inn á Tjörninni. En þegar hann var
kominn á milli Hólmans og útfallsins
þá brast ísinn undan honum. Þar
sem hann stóð í vökinni þá var hringt
út í báðum skólunum svo Tjarnar-
bakkinn fylltist af nemendum hans.
Slökkviliðið bjargaði honum – kom
með stiga og náði honum upp úr. En
hann hefur sennilega „forkelast“ því
hann kom ekki í skólann fyrr en eftir
a.m.k. viku. Þegar hann kom í skól-
ann átti hann að vera hjá okkur í
fyrsta tíma. Þegar hringt var inn
stóðum við öll upp eins og þá tíðk-
aðist. Hann gekk upp í kennarapúlt-
ið, stóð svo og horfði yfir hópinn og
sagði: „Eins og það geti ekki komið
fyrir alla að detta í Tjörnina.“
Jakobína Túlínus – Bína Túl –
kenndi okkur dönsku. Hún var svo
lagleg að ég eyddi heilu sumri í að
lesa danska reyfara svo ég gæti stað-
ið mig í tímum hjá henni.
Ég var tvo vetur í Ágústarskóla,
þá tók ég gagnfræðapróf hið minna.
Eftir það fór ég til systur minnar og
mágs á Akureyri og stundaði nám
við menntaskólann þar og varð stúd-
ent 1944. Við vorum útskrifaðir 15.
júní svo við gætum komist suður á
Þingvöll 17. júní. Þá spanderaði
pabbi á mig minni fyrstu flugferð, ég
flaug suður og það var mjög gam-
an.“Um margra ára skeið börðust
ýmsir velunnarar Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga fyrir því að skólinn yrði
að menntaskóla.
Á fundi skólanefndar 16. septem-
ber 1947 bar formaður hennar,
Gunnar E. Benediktsson hdl., fram
svofellda tillögu, er samþykkt var
samhljóða atkvæðum nefndarinnar
daginn eftir.
„Að gefnu tilefni samþykkir skóla-
nefndin fyrir sitt leyti, að Gagn-
fræðaskóli Reykvíkinga frá og með
þessu skólaári veiti fræðslu á gagn-
fræðastigi samkvæmt hinum nýju
fræðslulögum, svo og á mennta-
skólastigi eftir sem þörf krefur og
yfirstjórn fræðslumálanna óskar.
Samkvæmt því tekur skólinn að sér
að gegn hlutverki Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar, eftir því sem ástæður
leyfa. Allur kostnaður vegna skóla-
haldsins frá og með þessu skólaári
greiðist af ríkissjóði og bæjarsjóði
samkvæmt ákvæðum fræðslulag-
anna.“
Hin áralanga barátta fyrir leyfi til
þess að gera Gagnfræðaskóla Reyk-
víkinga að menntaskóla fékkst sem
sé aldrei.
Þegar ný fræðslulöggjöf var sett
1945 var sérstaklega tekið fram að
menntaskólar á landinu mættu að-
eins vera tveir (auk Verslunarskól-
ans), en væri hinn þriðji stofnaður,
skyldi hann vera í sveit.
Þetta voru vonbrigði þeirra sem
báru hag Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga fyrir brjósti. Þegar þessi lög
voru sett var Knútur Arngrímsson
skólastjóri Gagnfræðaskóla Reyk-
víkinga. Hann lést 7. janúar 1946. Í
kveðjuorðum Guðna Jónssonar við
minningarathöfn um Knút í skólan-
um segir m.a. svo: „Sem kennari bar
hann hag skólans og heiður mjög
fyrir brjósti, og eftir að hann tók við
skólastjórninni, mátti segja, að hann
væri skólanum allt í öllu og skólinn
honum.“
Með breytingum sem urðu af hin-
um nýju fræðslulögum tók ríkið yfir
rekstur skólans. Við setningu hins
nýja Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
mæltist skólastjóra m.a. svo:
„Skólahúsið okkar gamla við Öldu-
götu hefur nú á þessum síðustu dög-
um gengið í endurnýjun lífdaganna
og búið sig eftir föngum undir komu
okkar. Þar hafa verið að verki smið-
ir, múrarar, rafvirkjar, húsgagna-
smiðir og hreingerningamenn… Ef
ég ætti að gefa ykkur eitt heilræði
öðrum fremur, þá er þið hefjið námið
að þessu sinni, þá er það þetta: „Far-
ið vel með tímann.“
Með þessum orðum skólastjóra og
nokkrum fleiri var settur Gagn-
fræðaskóli Vesturbæjar og um leið
var á enda saga Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga, Ágústarskóla.
gudrung@mbl.is
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is