Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Brúarfoss vænt- anlegur. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun koma Florinda og Brúarfoss. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Ferð í listasöfn í Reykjavík fimmtudaginn 23. okt. kl. 13. Upplýsingar og skráning í Hraunseli og miðasala á morgun kl. 13-16. Félag eldri borgara í Garðabæ. Vetrarfagn- aður í Kirkjuhvoli laug- ardaginn 25. október nk. kl. 19. Tíu ára af- mæli félagsins fagnað. Miðasala í Garðabergi miðvikudaginn 22. október. Upplýsingar hjá Jóhönnu í síma 565 3319 og Guðbjörgu í síma 565 7650 og á skrifstofu félagsins í síma 565 6627. Rúta frá Hleinum kl. 18.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fulltrúi frá Tryggingastofnun verður með fræðslu í Garðabergi á morgun, mánudag, kl. 14. Rætt verður um almanna- tryggingar – réttindi og greiðslur. Allir vel- komnir. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ. Skoð- unarferð á Stokkseyri og Hafið bláa við Óseyrarbrú mánud. 20. okt. Lagt af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Skráning hjá Svanhildi í síma 525 6714 f.h. og 586 8014 e.h. Hæðargarður. Opinn fundur í félagsmiðstöð- inni kl. 14 á þriðjudag- inn. Kynntar verða nýj- ar áherslur sem stuðla að aukinni þátttöku notenda í skipulagi og þróun félagsstarfsins. Kosið verður not- endaráð sem verður til aðstoðar og hefur áhrif á mótun félagsstarfs- ins. Almennar umræð- ur. Allir sem taka þátt eða hafa hug á að taka þátt í félagsstarfinu eru hvattir til að koma á fundinn. Vitatorg. Laus pláss í bútasaum f.h. á mánu- dögum. Haustfagnaður verður 30. okt. Upplýs- ingar í síma 561 0300. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, mánudagskvöldið 20. okt. kl. 20. Irene og Sol- omon frá Kenýa tala á fundinum. Allir karl- menn velkomnir. Kvenfélagið Keðjan heldur fyrsta fund 20. október kl. 20 í Flug- virkjasalnum, Borg- artúni 22. Gestur fund- arins verður Guðrún Helgadóttir, rithöf- undur. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Blóðbankabílinn. Ferð- ir blóðbankabílsins: sjá www.blodbankinn.is Minningarkort Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apó- tekum. Gíró- og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), síma 560- 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnu- tíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560- 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu verslunarmiðstöðinni, Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500. Í dag er sunnudagur 19. októ- ber, 292. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin. (Matt.5, 33.)     Heiðrún Lind Marteins-dóttir fjallar um 10 ára afmæli hátekjuskatts- ins á frelsi.is. Hún byrjar á því að vitna í ályktun síðasta landsfundar Sjálf- stæðisflokksins frá því fyrr á þessu ári, en þar er hvatt til þess að há- tekjuskattur verði afnum- inn hið fyrsta.     Þá segir hún: „Í upphafiátti hátekjuskatt- urinn að ná til þeirra sem höfðu háar tekjur, líkt og nafngiftin gefur til kynna. Það hefur hins vegar komið í ljós að aukning skattbyrði hefur ekki einungis bitnað á fólki með háar tekjur, heldur hefur byrðin að jafnaði aukist á aðila sem inna af hendi mikla vinnu til að ná endum saman. Hér er e.t.v. um að ræða fólk sem er að koma sér fyrir í framtíðarhúsnæði, greiða námslán og koma ungum börnum sínum til manns.     Landsfundur Sjálfstæð-isflokksins hafði því á réttu að standa þegar ályktað var þess efnis að skattur þessi missi marks. Auk þessa er aðgerðin að dómi höfundar í þversögn við hugsjónir þeirra sem trúa á frelsi einstaklings- ins. Með hátekjuskatt- inum er verið að letja fólk og hefta það til að stunda vinnu sína af elju og iðju- semi. Þess má spyrja, hvort rétt sé að refsa fólki sem eykur arðsemi þjóðfélagsins á þennan hátt?     Vert er að benda á tværmikilvægar stað- reyndir til stuðnings nið- urfellingu hátekjuskatts. Í fyrsta lagi hefur þeim sem greiða hátekjuskatt fjölgað um helming frá því hann var settur á árið 1993. Í annan stað skilar umræddur skattur u.þ.b. 2 milljörðum króna í rík- issjóð á ári hverju. Eins og sjá má eru það sífellt fleiri sem fá bagga há- tekjuskattsins á bak sér. Það getur verið erfitt fyr- ir einstaklinga að missa aukinn skerf af tekjum sínum til ríkisins, vegna þess eins að sýna dugnað í starfi. En 2 milljarðar eru nánast sem dropi í haf ríkissjóðs. Það ætti að vera ríkinu nokkuð vandalaust, að safna þess- ari sömu upphæð með því að herða eilítið sultar- ólina eða ráðstafa rík- isreknum fyrirtækjum með sölu. Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi má einnig fljótt koma auga á óþarfa gjaldaliði sem hæglega gætu sparað því sem nemur hátekjuskatt- inum.     Hátekjuskatturinn hef-ur fyrir löngu runnið sitt skeið. Verið er að flækja skattkerfið að óþörfu og skattbyrðin leggst þyngst á þá sem sýna dugnað. Höfundi þykir miður að stjórn- arflokkarnir skuli heiðra hátekjuskatt á 10 ára af- mæli með því að blása í hann lífi enn á ný.“ STAKSTEINAR Hátekjuskattur Víkverji skrifar... UMGJÖRÐIN í kringum knatt-spyrnuleiki í Evrópu hefur tekið stöðugum breytingum á und- anförnum árum. Á árum áður var knattspyrna íþrótt verkamanna, sem gerðu sér dagamun með því að fá sér ölglas eftir hádegi á laug- ardögum og bregða sér á völlinn til að sjá tuttugu og tvo leikmenn elta bolta og skemmta sér. Fólk í milli- stétt fór einnig á völlinn og hélt með sínum liðum. Öflugar fylkingar mynduðust í kringum lið og einnig héldu ákveðnir trúarhópar með sín- um liðum. Miklir peningar hafa kom- ið inn í knattspyrnuna á síðustu ár- um og er íþróttin að verða afþreying hinna efnameiri. Nýir vellir hafa verið byggðir og þá með sérstökum herbergjum með gluggum sem snúa út að vellinum. Þessi herbergi eru orðin mjög eftirsótt, en það kostar mikið að komast í þau. Þar eru yf- irleitt ekki aðrir en milljónamær- ingar, en knattspyrnan hefur jafnt og þétt þróast í það að menn úr yf- irstétt, efnaðra fólk, streyma inn á völlinn þegar boðið er upp á stórleiki – mest til að sýna sig og sjá aðra fyr- ir leik í veislusölum og í leikhléi. Verð á aðgöngumiðum hefur rokið upp, þannig að verkalýðurinn kemst næst því að sjá leiki með því að horfa á framhlið vallanna þegar leikið er innan veggja þeirra. x x x VÍKVERJI telur að það sé jákvættað sem flestir mæti á völlinn. Það er eðlilegt að knattspyrnu- sambönd í Evrópu bjóði nokkrum þúsundum áhorfenda á völlinn, þeg- ar leikið er á völlum sem taka um og yfir 50 þús. áhorfendur. Það er aftur á móti óeðlilegt þegar búið er að koma út um 70% miða á leiki á velli, sem taka um 7.000 áhorfendur, áður en miðasala til hins almenna knatt- spyrnuáhugamanns hefst, eins og gerðist á Laugardalsvellinum, sem tekur aðeins 7.050 áhorfendur, þeg- ar Ísland og Þýskaland léku. Þá urðu almennir knattspyrnuáhorf- endur og fyrrverandi landsliðsmenn frá að hverfa fyrir boðsgestum. x x x VÍKVERJI brá sér til Hamborgará dögunum, þar sem umgjörðin í kringum leik Þýskalands og Íslands var stórglæsileg, eins og Þjóðverja er von og vísa. Víkverji varð einnig vitni að mikl- um breytingum sem hafa orðið í skemmtanahverfinu St. Pauli síðan hann var þar á ferð sem ungur sjó- maður á árum áður. Veitingastaðir sem voru þá vinsælir við Reep- erbahn og nærliggjandi götur eru ekki lengur til, aðrir hafa komið í staðinn. Það er afar eðilegt að breyt- ingar verði á Hamborg eins og öðr- um borgum. Glaumbær, Vetrargarð- urinn, Sigtún og Klúbburinn eru ekki starfrækt lengur í Reykjavík. Herbertstrasse er þó á sínum stað, en nú eru það ekki grænir veggir sem loka götuna af, heldur rauðir. Á þá eru að sjálfsögðu komn- ar auglýsingar, eins og á svo marga auða fleti í borgum og bæjum. Þar eins og á mörgum stöðum í Ham- borg hafa orðið breytingar síðan Víkverja lék forvitni á að vita, hvað boðið væri upp á í götunni. Morgunblaðið/Einar Falur Áhorfendur í Hamborg. 1000 kossa nótt ER ég var að lesa gagnrýni Skarphéðins Guðmunds- sonar um nýjasta disk Bubba okkar Morthens, „1000 kossa nótt“, sá ég að gagnrýnandinn greip til þess, sem nokkuð sjálfsagt þykir, að bera hann saman við síðasta disk þessa lista- manns. En mér finnst í þessum sífellda saman- burði, að svona margsjóað- ur listamaður sem Bubbi er væri orðinn yfir það hafinn að vera dæmdur á þennan hátt. Það er nefnilega þannig að við gleðjumst yfir hverri nýrri útgáfu sem út kemur, og í umfjöllun um hvert verk ber okkur að skoða verkið sem slíkt, en ekki sí- fellt að vera með saman- burð. Stefán Bj. Sigurvalda- son, stefanbs@mi.is Dagskráin á RÚV ÉG má til með að skrifa nokkur orð um dagskrána hjá ríkissjónvarpinu. Til að byrja ætla ég að þakka fyr- ir þá þætti sem bera af í dagskránni. Þeir eru Sopr- anos, Frasier, Svona var það og Good morning Miami. Mér finnst breskir þættir bera af og vildi ég óska að fleiri þættir með Taggart, Stóra vinningnum og Verksmiðjulífi yrðu á dagskrá aftur. Síðasta vetur voru nokkrir breskir þættir á dagskrá sem voru meiri- háttar, ásamt danska þætt- inum Nikolaj og Julie. Von- andi sjáum við þá þætti aftur. En ég er orðinn dauð- leiður á þessum sífelldu endursýningum. Þetta er komið út í algjörar öfgar. Hér fyrr á árum var Vel- vakandi fullur af kvörtun- arbréfum yfir dagskrá RÚV og væri það enn í dag ef það væru ekki kominn fjöldi annarra rása til að horfa á. RÚV kemst því upp með lélega dagskrá því sennilega er enginn eftir til að kvarta yfir dagskránni nema ég. Að lokum: Hvenær kem- ur Breiðbandið suður fyrir land? Sjónvarpsáhorfandi. Ott/lite ER einhver sem selur Ott/ lite-lampana eða perur sem passa í þá? Fyrirtækið sem hét Ljóslifandi á Suður- landsbraut er hætt starf- semi og ég hef ekki getað endurnýjað perur í lamp- ann. Þeir sem gætu gefið þessar upplýsingar hafi samband í síma 896-1847. Ingi. Horn af sófa í óskilum HORN af sófasetti fannst á Reykjanesbraut. Sá sem týndi því hefur sennilega verið á leið til Suðurnesja. Upplýsingar gefnar í síma 821 7677. Dýrahald Köttur í óskilum ÞESSI fallegi bröndótti fressköttur kom í hús í Þingholtunum fyrir rúmum tveimur vikum, í veðrinu vonda sem þá var. Hann er ómerktur en með far eftir ól. Hann er mjög blíður og góður. Þeir sem þekkja köttinn eða vita hvar hann býr eru beðnir að hafa sam- band í síma 551-0539 eða hafa samband við Kattholt. Dimma er týnd DIMMA týndist frá Sigur- hæð 7, Garðabæ, sl. þriðju- dag. Hún er ekki mikil úti- kisa og er frekar ómann- blendin. Hún er kolsvört með nokkur hvít hár á hálsi og grönn. Hún er ólarlaus og ómerkt. Hennar er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við Dimmu hafi sam- band í síma 565 7417 eða 820 7417. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Rætt um landsins gagn og nauðsynjar. LÁRÉTT 1 gegnt, 8 í vondu skapi, 9 ber birtu, 10 blása, 11 ákvæði, 13 huglausum, 15 rok, 18 svarar, 21 erfðafé, 22 verkfærið, 23 rótarleg, 24 aflóga. LÓÐRÉTT 2 skammt frá, 3 röð af lögum, 4 hyggst, 5 flat- fótur, 6 ofsareiðar, 7 nöf, 12 meis, 14 ránfugl, 15 pest, 16 skjall, 17 orma, 18 hetjudáð, 19 sátan, 20 jaðar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bjarg, 4 fákæn, 7 lokka, 8 líkur, 9 sæl, 11 siða, 13 vani, 14 leiti, 15 fínt, 17 tekt, 20 aga, 22 rófur, 23 lítil, 24 afræð, 25 aflar. Lóðrétt: 1 bælis, 2 aukið, 3 glas, 4 fell, 5 kikna, 6 narri, 10 æfing, 12 alt, 13 vit, 15 firma, 16 næfur, 18 eitil, 19 telur, 20 arið, 21 alda. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.