Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 45 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA JÓNSDÓTTIR, Mánabraut 6, áður Hamraborg 16, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laug- ardaginn 11. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 20. október kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð njóta þess. Hörður Jónasson, Sigrún Eliseusdóttir, Guðfinna Sesselja Solvåg, Halvdan Solvåg, Guðmundur Þorvar Jónasson, Sigrún Sigvaldadóttir, Jón Hersteinn Jónasson, Anna Kristjánsdóttir, Þorvaldur Rúnar Jónasson, Ragnhildur Karlsdóttir og öll ömmubörnin. Ástkær bróðir okkar, HALLDÓR Z. ORMSSON, Furugerði 13, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 13. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Jón Ólafur Ormsson, Aðalheiður Benedikta Ormsdóttir, Jón Ormar Ormsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR ÞORFINNSSON JÓNSSON, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar miðvikudaginn 15. október sl., verður jarðsung- inn frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 20. októ- ber kl. 14.00. Kristrún Þóra Gunnlaugsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Andrés Gunnlaugsson, Guðný Einarsdóttir, Sverrir Gunnlaugsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Birna Hafdís Gunnlaugsdóttir, Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, Helgi Hrafnkelson, Hjördís Gunnlaugsdóttir, Sigurður Júníus Sigurðsson, Sigurjón Gunnlaugsson, Ingunn Stefánsdóttir, Gunnlaugur Ú. Gunnlaugsson, Kristín Gísladóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Ásgeir Sölvason, Elva Gunnlaugsdóttir, Ásmundur Sigurðsson, Óttar Gunnlaugsson, Nanna Dröfn Sigurfinnsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og tengdasonar, ÓLAFS BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR, Hafnarstræti 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem hjálpuðu okkur við útförina. Ragnheiður Antonsdóttir, Björgvin Ólafsson, Karólína Baldvinsdóttir, Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir, Anton Ólafsson, Þorri og Sunna, Steinunn Ragnheiður Árnadóttir, Anton Baldvin Finnsson. Þau mistök urðu við vinnslu blaðsins laug- ardaginn 11. október að minningargrein dótturdóttur Þorsteins S. Jónssonar var birt með greinum um Rögnvald. Við biðjum aðstand- endur velvirðingar á þessum mistök- um. Allt er kyrrt og tunglsljósið gyllir hafið. Það er heiðskírt og fullt tungl er heiðursvörður langafa er hann keyrir um Skagafjörðinn í hinsta sinn, á leið sinni heim. En eins og hann sjálfur sagði, þá er hann ekki að kveðja fagra fjörðinn Skaga, því að í Blönduhlíð ætlar hann að hvíla um alla framtíð. Það er nú komið að því að kveðja hann afa, sem hefur verið fastur punktur í tilveru minni síðan ég fæddist. Þar á ég höfði að halla, þó hríðin byrgi sól, fjúki í fornar slóðir og fenni í gömul skjól. Alltaf verður mér hugsað til lang- afa og langömmu þegar ég heyri eða sé þessar ljóðlínur eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Því að afi og amma veittu lítilli stúlku ætíð skjól og öryggi og til þeirra var gott að koma. Hvert sem leið mín liggur í fram- tíðinni mun ég ætíð minnast þessara gömlu hjóna fyrir það sem þau gáfu mér. Þau kenndu mér það sem þau sjálf kunnu best. Að sýna öðrum gæsku og hjálpsemi. Engin orð finnst mér lýsa þeim betur. Mig langar að þakka langafa sam- fylgdina í 17 góð ár. Þakka honum fyrir að vera óþreytandi við að spila við mig, lesa fyrir mig, syngja með RÖGNVALDUR JÓNSSON ✝ RögnvaldurJónsson fæddist í Réttarholti í Skaga- firði 29. ágúst 1908. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 1. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Flugumýrar- kirkju 11. október. mér og hlusta á mig. Fyrir klapp á koll og koss á vanga. Fyrir að taka litlu höndina mína í stóru höndina sína. Fyrir að vera óendan- lega góður maður, og fyrir að vera ætíð hjá mér í anda. Fyrr, nú og alla mína framtíð. Steinunn Rögnvaldsdóttir. Það myndast tóma- rúm, þegar aldnir vinir kveðja, þeir, sem alltaf hafa verið til staðar, frá því maður fyrst man, fastir punktar í tilver- unni. Valdi frændi minn í Hvammi er látinn, eftir langt og farsælt ævi- starf, 95 ára að aldri. Valdi gerði ekki víðreist um dagana. Hann varð búfræðingur frá bændaskólanum á Hólum árið 1930, og helgaði síðan sveit sinni starfskrafta sína. Þar fann hann sér starfsvettvang og sína lífshamingju. Frá sléttlendinu í Réttarholti flutti hann upp í Hvamminn, þar sem þau Ebba stofnuðu sitt heimili. Þar háðu þau sína lífsbaráttu, tókust á við erfið- leika og höfðu sigur. Þau voru um- vafin stórum frændgarði, sem var þeim kær. Sólveig, móðir Valda, átti sitt heimili hjá þeim og bjó þar við ást og umhyggju. Frá Hvammi er fagurt útsýni yfir héraðið og í baksýn standa Blöndu- hlíðarfjöllin vörð. Þangað er einnig hlýlegt heim að líta og þangað lágu margra leiðir, fólk laðaðist að þeim hjónum og allir voru velkomnir. Valdi eignaðist snemma bíl, áður en slíkt tæki varð almenningseign. Hann greiddi götu margra, enda gott til hans að leita. Á milli heimilanna á Uppsölum og í Hvammi greru ekki götur. Sólveig í Hvammi og Bjarni á Uppsölum voru hálfsystkin og með þeim var afar kært. Þar ríkti því bæði frændsemi og vinátta. Ég hændist ung að þess- um frænda mínum og leit upp til hans. Árið 1934 hóf Valdi kennslu við Barnaskóla Akrahrepps. Gísli Gott- skálksson í Sólheimagerði var kom- inn þar til starfa sjö árum fyrr. Þeir frændur áttu saman langt og farsælt starf við barnakennslu í Akrahreppi, í 25 ár, allt til ársins 1959 að Gísli lét af störfum vegna veikinda, þá 59 ára. Lengst af var farskóli, en þegar skólabílar voru í ferðum var Valdi einnig bílstjóri. Atvikin höguðu því þannig, að þegar Gísli frændi minn veiktist, þá kom ég inn í hans starf og fór að kenna með Valda. Hann leiddi mig fyrstu skrefin og var mín stoð og stytta. Á okkar samstarf bar ekki skugga, en það stóð aðeins í sex ár. Vorið 1959 veiktist hann og kom ekki aftur til kennslustarfa. Þá tæp- lega 57 ára með 31 árs kennslu að baki. Tónlistin átti sinn sess í lífi Valda. Hann var organisti við Flugumýrar- og Miklabæjarkirkjur um árabil, einnig söng hann með Karlakórnum Heimi í 50 ár og var þar drjúgur liðs- maður. Hann naut félagsskaparins og skynjaði gildi hans fyrir okkar samfélag. Valdi missti föður sinn er hann var aðeins átta ára gamall. Sólveig, móð- ir hans, bjó eftir það í húsmennsku í Réttarholti með litla drenginn sinn og veitti honum gott uppeldi og ríku- lega ástúð. Sólveigu er þannig lýst: „Allir er sáu og kynntust henni hlutu að hrífast af hógværð hennar, ljúf- mennsku, góðvild, hjartahlýju og hreina bjarta svip, hún heyrðist aldr- ei segja ljótt orð, aldrei hallmæla neinum og aldrei kvarta um eigin hag.“ Við sem þekktum Valda í Hvammi eigum auðvelt með að heimfæra þessa dýrmætu eiginleika yfir til hans. Hann var góðmenni, hann var prúðmenni. Hann vildi öll- um vel og lagði ætíð góðum málum lið. Hann var prúður til orðs og æðis og enga átti hann óvildarmenn. Allir töluðu vel um Valda, og ég hygg, að þeim sem kynntust honum, hafi þótt vænt um hann. Nú er lífshlaupinu lokið. Blöndu- hlíðin kveður góðan son. Hvammur- inn drúpir höfði. Nú eru Valdi og Ebba ekki lengur í Hvammi. Við sem eftir stöndum þökkum fyrir okkur og látum dýrmætar minningar fylla upp í tómarúmið. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir og Konráð Gíslason frá Frostastöðum. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og sambýliskona, SÓLVEIG FELIXDÓTTIR, frá Höskuldsstöðum, Akrahreppi, síðast til heimilis að Sléttuvegi 7, lést á krabbameinsdeild Landsspítalans þriðju- daginn 14. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. október kl. 13.30. Jón Ingi Guðmundsson, Jakobína Björg Halldórsdóttir, Jóhanna S. Guðmundsdóttir, Efemía Mjöll Guðmundsdóttir, Bjarni Friðriksson, Stefán Viðar Guðmundsson, Kristey Jónsdóttir, Álfheiður Hörn Guðmundsdóttir, Sigurfinnur Jónsson, Védís Hlín Guðmundsdóttir, Hildur Dögg Guðmundsdóttir, Guðmann Kristjánsson, Berglind G. Guðmundsdóttir, barnabörn, Bjarnar Kristjánsson. Elsku Sibbi, ég get varla trúað því að þú sért fallinn frá. Það er svo sárt að vita það að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur. Við eig- um öll eftir að sakna þín svo mikið, það er ekki hægt að lýsa því með orðum. Þú skildir svo margar skemmtilegar minningar eftir þig. Það var hægt að ræða marga hluti við þig sem fáir skildu. Ég man alltaf eftir því þegar ég var að kynnast þér fyrst og þú varst að skutla mér heim þá sástu mann sem var stopp hinum megin á akreininni með aðvörunarljósin á SIGURBJÖRN GUÐNI SIGURGEIRSSON ✝ SigurbjörnGuðni Sigur- geirsson fæddist í Reykjavík 1. desem- ber 1981. Hann lést hinn 20. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 30. september. þá snerir þú við og keyrðir yfir umferðar- eyjuna til að athuga hvort þú gætir ekki hjálpað honum. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum í kring- um þig og reyndir að gera gott úr öllu ef eitthvað kom upp á. Það verður tómlegt í vinahópnum án þín, þú gafst okkur öllum svo mikið af þér með þínum skemmtilega húmor og nærveru. Bros þitt og hlátur þinn voru alveg einstök, þú áttir engan þinn líka. Vonandi veistu hvað okkur þótti vænt um þig. Guð geymi þig, elsku Sibbi minn, von- andi líður þér betur þar sem þú ert núna. Ég vil votta aðstandendum alla mína dýpstu samúð og megi guð hjálpa ykkur í gegnum þessa erfiðu þraut. Rúna Lind. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.