Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLA nefndar mennta- málaráðuneytisins, ,,Stytting náms til stúdentsprófs“ er góður grunn- ur að umræðu um íslenska mennta- kerfið og leiðir til að bæta það. Skýrsluna ber að þakka og vert er að hrósa því vinnuferli sem mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, hefur ákveðið í kjölfarið. Yfirlýst markmið þess er að gefa almenn- ingi og fagaðilum vægi í ákvarð- anatökunni, setja fram sjónarmið sín og taka þátt í málefnalegum umræðum. Ég styð það út af fyrir sig að stytta námstíma til stúd- entsprófs með hliðsjón af því að við verðum að líta á íslenskt menntakerfi sem hluta af al- þjóðlegri heild og innihald náms, uppbygging og árangur þess þarf að taka mið af því. Til þess ber líka að líta að gildi stúdents- prófsins hefur breyst. Það hafði áður töluvert gildi á vinnumarkaði, en er nú talið sýna góða almenna menntun og vera fyrst og fremst áfangi á leið til frekara náms. Innihald og tilgangur námsins Það sem ég slæ hins vegar var- nagla við er að ætla styttingunni að vera einhverja allsherjarlausn á ýmsum landlægum vandamálum skólakerfisins eins og miklu brott- falli nemenda. Sama er að segja um hagkvæmnisrökin sem tínd eru til. Ef ekki tekst að draga úr brottfallinu þá er ólíklegt að nokk- uð sparist við styttingu námstíma til stúdentsprófs. Meginályktun höfunda skýrslunnar er sú að ekki sé sjáanlegur ávinningur af lengri námstíma íslenskra nemenda, hann mætti því stytta, en þeir leggja ríka áherslu á mikilvægi þess að auka skilvirkni kerfisins. Í lokaorðum skýrslunnar er á þessu hnykkt, þar sem segir að þótt skipulagsbreyting hafi verið aðal- viðfangsefnið, sé ekki síður mik- ilvægt að ræða tilgang og innihald náms. Mat á áhrifum styttingarinnar á að vera að finna í skýrslunni, en satt best að segja vekur umfjöllun hennar og allir fyrirvararnir sem gerðir eru fleiri spurningar en hún svarar og miklar efasemdir um hvort þetta sé þarfasta og brýn- asta verkefnið í íslensku skólakerfi – að ráðast í enn eina breytinguna á skipulagi þess. Ekki brýnasta viðfangsefnið Svokallaður Dakar-hópur var á öndverðri skoðun og taldi á næstu árum brýnast að beina sjónum að innra starfi skóla á öllum skóla- stigum. Hópurinn samanstóð af 22 körlum og konum, sem áttu það sameiginlegt að starfa að eða fjalla um menntamál í starfi sínu, hafa haldgóða þekkingu, reynslu og yfirsýn á því sviði og áhuga á framgangi menntamála. Hópurinn var kvaddur til á síðasta ári í þeim tilgangi að fjalla um markmið yf- irlýsingar frá UNESCO-ráðstefnu í apríl árið 2000 um ,,Menntun fyr- ir alla“, sem hverju aðildarlandi ber að skilgreina hvernig það hyggst ná fyrir árið 2015. Í skýrslu menntamálaráðuneyt- isins um yfirlýsinguna og vinnu hópsins er skilgreint hvernig til hefur tekist að uppfylla sex mark- mið hennar hér á landi og hvað þurfi að gera á næstu árum til þess að halda megi því fram að markmiðum hennar hafi verið náð. Hópurinn varð sammála um hvaða þætti íslenska menntakerfisins þurfi að styrkja á næstu árum. Um það markmið, að auka gæði menntunar á öllum sviðum og tryggja að allir nái markverðum og mælanlegum árangri, einkum á sviði læsi, stærðfræði og lífsleikni, var einhugur um þá niðurstöðu, að ekki þyrfti að breyta skipulagi skólahalds á Íslandi til að ná þeim, heldur væri brýnast að beina sjón- um að innra starfi skóla á öllum skólastigum. Hugmyndir um stytt- ingu námstíma til stúdentsprófs voru þá í umræðunni eins og nú og afstaða hópsins gegn skipulags- breytingum var m.a gegn þeim hugmyndum sem forgangsaðgerð. Nýju grunnskólalögin voru sett 1996 og nýjar aðalnámskrár fyrir öll skólastig 1999 og reynslan sýn- ir að á meðan slíkar breytingar eru í undirbúningi og vinnslu eru mörg önnur verk- og viðfangsefni lögð á hilluna. Dakar-hópurinn var sammála um að umbætur ættu að rúmast innan núverandi laga, reglugerða og aðalnámskrár, en leggja bæri áherslu á starfshætti og vinnu- brögð, kennsluaðferðir og ýmsa þætti í útfærslu skólahalds, stuðla að auknu samstarfi, betri stuðn- ings- og sérfræðiþjónustu við nemendur, kennara og foreldra og skilvirkari vinnubrögðum. Af einstökum þáttum sem sér- staklega þótti þarft að huga að var að draga úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Gefa þyrfti drengjum og nemendum af erlend- um uppruna sérstakan gaum, efla starf umsjónarkennara í fram- haldsskólum, auka tengsl við for- eldra fram til 18 ára aldurs nem- enda og auka náms- og starfs- ráðgjöf fyrir nemendur á öllum skólastigum með áherslu á sam- vinnu við foreldra. Þessar niðurstöður og sjónarmið sem eiga sér marga fylgismenn valda því að margir gagnrýna rök- in fyrir því að stytta nám til stúd- entsprófs og að ráðast í þá breyt- ingu á skipulagi, sem styttingin fyrst og fremst er. Ávinningur af styttingu námstímans? Rökin fyrir styttingu námstím- ans er að finna í litlum bæklingi, sem ráðuneytið gaf út núna á dög- unum um leið og samnefnda skýrslu, sem sjálf geymir fyrst og fremst tölfræðiupplýsingar og reifar ýmis álitaefni sem taka þarf afstöðu til. Ég ætla að mjög skiptar skoð- anir séu um gildi og vægi ýmissa raka sem talin eru til í bækling- unum, svo sem ætlaðrar hagræð- ingar af styttingu námstímans. Ávinningur er sagður fyrir nem- endur og foreldra þeirra vegna minni kostnaðar við styttra nám og þjóðhagslegur vegna aukinnar framleiðni því ungt fólk kæmist ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Gert er ráð fyrir sparnaði í húsnæðis- málum því einum árgangi færri nemendur þyrfti að hýsa og fyrir betri nýtingu á fjármunum sem veitt er til skólanna. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla er viðurkennt sem vandamál hér á landi og sem samanburðarþjóðir okkar glíma ekki við í sama mæli og um það segir að ,,kannanir bendi til að langur námstími eigi þátt í því að nemendur hverfa frá námi í framhaldsskólum“ og stytt- ing námstímans um heilt ár sé því líkleg til að draga úr því. Í nið- urlaginu er lögð áhersla á að ekki sé ætlunin að draga úr gæðum náms og kennslu, haft verði að leiðarljósi að námskröfur til stúd- entsprófs verði engu minni en í samanburðarlöndum okkar, að ís- lenskir stúdentar séu samkeppn- isfærir í háskólanámi og að vanda eigi til endurskoðunar innihalds og skipulags náms til stúdentsprófs samhliða styttingu námsins. Sami ávinningur af markviss- um aðgerðum gegn brottfalli Nú er ekki að undra að margir spyrji í forundran hvers vegna í ósköpunum hafi ekki þegar verið ráðist í aðgerðir til að hindra hið gífurlega brottfall nemenda og innihald og skipulag námsins m.a. endurskoðað í því skyni. Minna brottfall leiðir til aukinnar þjóð- hagslegrar hagkvæmni og fram- leiðni skólanna og bættrar afkomu heimilanna með betri nýtingu á tíma og fjármunum nemenda og foreldra. Rökin fyrir markvissum aðgerðum gegn brottfalli nemenda eru öll þau sömu og nú eru færð fram fyrir styttingu námstímans. Það er oft talað um 35–40% brottfall, en sannleikurinn er sá ef marka má margnefnda skýrslu að það er mun meira í almennu bók- námi og stúdentsnámi, eða heil 58%. Aðeins 42% þeirra sem hefja bóknám til stúdentsprófs ljúka því. Meðalfjöldi þeirra nemenda á fyrsta námsári var árin 1992–2000 4.631, en meðalfjöldi brautskráðra stúdenta á sama árabili aðeins 1.963. Brottfallið hefur þó verið mun minna í starfsnámi, en mun- urinn á fjölda þeirra sem hefja starfsnám og ljúka því er að með- altali 36% á árabilinu 1995–1999. Ekki er ætlunin að rengja efn- islega tilvitnunina hér að framan úr litla bæklingnum um tengsl brottfalls og lengdar námstíma, en mér finnst ástæða til að árétta að orðalagið er jafnlítið afgerandi og niðurstöður kannana gefa tilefni til og í skýrslunni sjálfri er því ekki haldið fram að stytting náms- tíma geti leitt til minna brottfalls. Aðgerðir gegn brottfalli úr námi Það er ekki mörgum íslenskum rannsóknum til að dreifa á þessu sviði. Meginheimildin er skýrsla þeirra Kristjönu Stellu Blöndal og Jóns Torfa Jónassonar um rann- sókn þeirra á brottfalli úr námi; Afstaða til skóla, félagslegir og sálfræðilegir þættir; útg. í nóv 2002. Í niðurlagi skýrslu þeirra er fjallað um forspár um brottfall og þar segir m.a. að ekki komi á óvart að fyrri námsárangur spái fyrir um það, en skv. niðurstöð- unum virðist jafnframt miklu skipta að nemendunum finnist þeir fá stuðning frá foreldrum sínum til náms og að þeir upplifi sam- ræmi á milli eigin námsvals og áherslna foreldra sinna. Auk þess skipti afstaða til náms máli. Þá benda höfundarnir á að hægt sé að bregðast við með að hjálpa nemendum að finna hvar vilji þeirra og áhugi liggi, að sumu leyti með því að breyta umhverfi eða skipulagi skólans og að sumu leyti með því að hafa áhrif á stuðning í nánasta umhverfi þeirra. Ein megináhersla Framsókn- arflokksins árum og áratugum saman er að tryggja jafnrétti til náms. Kosningastefnuskrá flokks- ins sl. vor bar þessu glöggt vitni, en þar var m.a. lögð áhersla á að draga úr brottfalli nemenda úr framhaldsskóla og í ályktunum síðasta flokksþings Framsókn- arflokksins er bent á þá leið gegn brottfallinu að stórauka náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum í sam- vinnu við atvinnulífið. Niðurstöður rannsókna þeirra Guðbjargar Stellu og Jóns Torfa sýna að mínu mati jafnframt augljósa þörf fyrir aðkomu foreldra að ráðgjöf og stuðningi við nemendur og erlend- ar kannanir margar hafa sýnt fram á mikilvægi stuðnings þeirra jafnt og stuðnings innan veggja skóla. Stytting námstíma – brottfall nemenda úr námi Eftir Jónínu Bjartmarz Höfundur er alþingismaður og formaður Heimila og skóla, lands- samtaka foreldra. PÁLL Þórhallsson lögfræðingur skrifar ritdóm um bók mína „Um for- dæmi og valdmörk dómstóla“ í Morgunblaðið 12. október sl. Í lok greinar sinnar segist Páll myndu bera spurningar/ athugasemdir sínar fram við mig í tíma ef hann væri svo lán- samur að setjast aftur á skólabekk hafandi val milli tveggja lagadeilda, eins og hann orðar það. Um leið og ég þakka Páli vinsamleg ummæli um bók mína og mig ímynda ég mér að hann sé staddur í tíma hjá mér hér á síðum Morgunblaðsins og vil því freista þess að svara honum um þau efni sem hann langar til að við ræð- um í tímanum. Afturvirkar reglur Páll spyr, hvort það sé óumdeil- anlegt, að það fái ekki staðist í rétt- arríki að dómstólar setji afturvirkar lagareglur. Nefnir hann þar til sög- unnar, að í stjórnarskránni segi til dæmis einungis að refsilög og skatta- lög megi ekki vera afturvirk; þar sé ekkert almennt bann við afturvirkni laga. Því er hér til að svara, að þær regl- ur stjórnarskrárinnar, sem Páll nefnir, eru settar til að binda hendur löggjafans við lagasetningu. Við hlið- ina á þeim gildir svonefnd lögmæt- isregla, sem segir nokkurn veginn, að ekki megi skerða eignir og rétt- indi nema með settum lögum. Þá gildir einnig stjórnarskrárbundin regla um birtingu laga. Í henni felst að lögum verði ekki beitt nema þau hafi verið birt almenningi. Það er ekki útilokað tæknilega, að lög sem Alþingi setur geti að einhverju leyti orðið afturvirk. Svo gæti til dæmis orðið með löggjöf, sem ætlað er að ívilna mönnum án þess að slíkt sé gert á kostnað annarra. Af þessum reglum leiðir meðal annars að laga- regla, sem hefði það markmið að ívilna einum manni á kostnað annars, verður ekki sett með afturvirkum hætti. Tökum dæmi. Nú er heimilt að íslenskum lögum að verðtryggja fjárskuldbindingar. Mætti Alþingi setja í dag lög, sem kvæðu á um að í stað verðtryggingar í skuldbind- ingum, sem stofnaðar hafa verið eftir 1. janúar 2002, skuli koma 1% árs- vextir á óverðtryggða upphafs- fjárhæð skuldbindingar? Svarið er neitandi, þó að hvorki sé um refsilög né skattalög að ræða. Ef tveir menn deila um atburð eða réttarstöðu á ákveðnu augnabliki í fortíðinni og afturvirk lög eru sett til að ákveða niðurstöðuna er klárlega brotinn réttur á þeim aðilanna sem sætir skerðingu réttinda sinna. Regla um þetta verður dregin af þeim meginreglum sem hér voru nefndar. Í því tilviki sem við Páll er- um að ræða um er svo í viðbót nauð- synlegt að hafa það í huga, að dóm- stólar fara ekki að stjórnlögum með neitt vald til að setja lagareglur. Það vald er í höndum löggjafans. Reglur stjórnarskrár, sem að þessu lúta, varða meðferð þess valds. Mismunandi meginreglur um sama tilvik? Svo er að sjá, sem Páll telji mig hafna því í bók minni, að „megin- reglur laga“ og „eðli máls“ teljist til réttarheimilda. Þetta var skrítið að lesa. Svo er alls ekki. Ég tek það víða fram í bókinni, að leita verði til þess- ara heimilda, þegar settum lögum sleppir. Það sem ég hef hins vegar sagt er að við hljótum að ganga út frá því, að ekki sé unnt að finna margs konar mismunandi meginreglur laga um sama tilvik og að eðli hvers máls sé eitt. Þar hafi menn ekki úr mörg- um jafn góðum „eðlum“ að velja! Í samhengi við þetta er svo nauð- synlegt að árétta, það sem fram kem- ur í bók minni með skýrum hætti, að leitin að heimild réttarins þarf ekki að vera einföld eða augljós. Okkur getur meira að segja hreinlega greint á um í einstöku tilfelli hvaða heimild eigi við. Það er því ekki ná- kvæmt að skilgreina skoðanir mínar á þann hátt að ég telji alltaf hægt að komast að „áreiðanlegum“ nið- urstöðum. Vafamálin eru tíð í lög- fræðinni og í þeim má finna kveikju að flestum ágreiningsmálum sem rata til dómstóla. Ég segi bara: Markmið hvers og eins lögfræðings, sem fengið hefur verið valdið til að skera úr, er eitt og aðeins eitt; hann á að finna þá heimild sem hann telur helst eiga við. Hann má ekki telja sér trú um, að hlutverk hans sé að setja reglu um tilvikið, eins og sumar kenningar vilja segja honum. Það er reyndar athyglisvert í því sem Páll segir, að starfsemi dómstóla við mótun réttarreglna einkennist af því að þeir þurfi að rökstyðja niður- stöður sínar og rökstuðningurinn þurfi að falla að réttarhefðinni. Hvað er hann hér að segja? Einfaldlega, að dómstólar séu bundnir af réttar- heimildum (þ.m.t. meginreglum lag- anna eða réttarhefð ef menn vilja frekar), þegar þeir komast að nið- urstöðum í einstökum málum. „Framsæknar“ lögskýringar Í grein Páls kemur fram, að hann virðist aðhyllast sömu hugmynd og margir aðrir lögfræðingar, að heim- ilar séu „framsæknar“ lögskýringar, en með því er átt við að lagatexti geti þýtt eitt í dag en annað á morgun. Slíkar skýringar séu að minnsta kosti heimilar þegar um ræðir ákvæði stjórnarskrár og sáttmála um mannréttindi. Þau ákvæði hafi inni að halda knappar meginreglur, sem kalli beinlínis á útfærslu og túlk- un af hálfu dómstóla. Nefnir hann dómaframkvæmd Mannréttinda- dómstóls Evrópu til sögunnar og tel- ur að í henni megi finna fjölmörg dæmi um að ákvæði hans séu útfærð og þau túlkuð með þeim hætti sem ógjörningur hefði verið að sjá fyrir við gerð hans. Telur hann að með þessu hafi dómstóllinn lagt mikið af mörkum til að tryggja vernd grund- vallarréttinda í aðildarríkjunum. Fara verður nokkrum orðum um þá aðferðafræði, sem Páll lýsir með þessum hætti. Þegar sett eru ákvæði í stjórnlög (eða sáttmála), sem ætlað er að vernda réttindi á tilteknu sviði, er það oftast gert með almennri reglu, eins og Páll segir. Það er fjarri öllu lagi að hugsa sér, að höfundar regl- unnar hafi getað gert sér í hugarlund öll tilvik sem hugsanlega gætu komið upp, þar sem á regluna reyndi. Þeir hafa raunar ekkert verið að reyna það. Þeir voru einmitt að setja al- menna reglu, með þeirri tilætlan, að henni yrði beitt um hin mismunandi tilvik, sem upp gætu komið í fjöl- skrúðugu mannlífinu. Það er auðvit- að hlutverk dómstólanna að túlka regluna, þegar á hana reynir í hinum margvíslegu tilvikum og beita henni í samræmi við þá túlkun. Það fær ekki staðist, að telja þá smíða nýja reglu í hvert sinn sem þeir beita henni á til- vik, sem „ógjörningur var að sjá fyr- ir“, þegar reglan var sett. Taka má dæmi. Tjáningarfrelsi er verndað bæði í íslensku stjórn- arskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt beinum texta ákvæðanna felur þetta í sér réttinn til að tjá skoðanir sínar. Hugsum okkur að við dómstólana reyni á til- vik, þar sem manni hefur verið skip- að með lögum að halda einhverju ákveðnu sjónarmiði fram um ákveðið málefni ef hann tjái sig um það á ann- að borð; sjónarmiði, sem getur verið andstætt hans eigin. Í ákvæðunum um tjáningarfrelsi er ekki tekið fram berum orðum, að bannað sé að leggja slíka skyldu á menn. Samt er ekki nokkur vafi á, að túlkun ákvæðanna felur það í sér, að óheimilt sé að leggja svona skyldu á menn, sem tjá sig. Með túlkun sinni er dómstóllinn ekki að auka við regluna, hann er ein- faldlega að beita henni. Dæmið er ekki fjarlægara en svo, að íslensku tóbaksvarnarlögin hafa inni að halda ákvæði af því tagi sem dæmið ráð- gerir. Á hinn bóginn má vera að tak- Lánsamur á skólabekk Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.