Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lynghálsi 4 110 Reykjavík Sími 594 5050 Fax 594 5059 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali VANTAR FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR • 3ja og 4ra herb. íbúðir í nágrenni Digranesskóla í Kópavogi. Staðgr. í boði fyrir réttar eignir. • Gott einbýli í GARÐABÆ OG NÁGRENNI, má vera tvíbýli. • Góða 3ja herb. á ca 13-14 millj. OPIN STAÐSETNING. • 3ja herbergja í Dísaborgum/Goðaborgum ca 12 millj. • 4ra herb. í SMÁRAHVERFI í lyftublokk ca 14 til 16 millj. • 3ja herb. í 103-108 HVERFINU. • 3ja herb. á 10-11 millj. í BREIÐHOLTI eða GRAFARVOGI. • Rað-, par- eða einbýlishús með útsýni í SALA- eða Lindahverfinu í Kópavogi. Verðhugmynd 30 millj. +/- Elís Árnason sölufulltrúi Gsm 824 5007 Viggó Sigurgeirsson sölufulltrúi Gsm 824 5066 www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Smáralind - 1. hæð Opið 14-17 lau. og sun. Sími 565 8000 OPIÐ HÚS - Sörlaskjól 50 107 Reykjavík NÝTT á skrá! Sérhæð með SJÁVARÚTSÝNI! Í dag milli kl. 13:00 og 15:00 verður opið hús í Sörlaskjóli 50 í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða glæsilega 4ra herb. efri sérhæð. Stórt eldhús, tvö svefnherb. (hægt að hafa þrjú) og tvær samliggj. stofur. Svalir til vesturs. Gott geymsluris ásamt geymsluskúr á lóð. Guðjón og Elín taka vel á móti áhugasöm- um! Verð 17,5 millj. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Huggulegt 2ja hæða parhús, innst í lokaðri botnlangagötu. Húsið er 176,2 fm að stærð auk bílskúrs sem er 27,5 fm. Þrjú til fjögur svefnherbergi, nýlegt parket á stof- um og nýleg eldhúsinnrétting. Fal- legur suður garður. Sérlega góð staðsetning í barnvænu hverfi. V. 21,9 m. 5791 HEIÐNABERG 9 - GÓÐ STAÐSETNING OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 OPIÐ mánud.-fimmtud. frá kl. 9-18, föstud. frá kl. 9-16. Sími 588 9490 Greniás 3 - Garðabæ Í dag frá kl 14.00 til 16.00 er opið hús að Greniás 3 Um er að ræða 172 fm raðhús á 2 hæðum með útsýni til suðurs og vesturs. Húsið afhendst fullbúið að utan með steinsalla áferð og grófjafnaðri lóð. Að innan skilast hús- ið fokhelt. Á efri hæðinni verður eld- hús, borðstofa, stofa, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og innbyggður bílskúr. Á neðri hæðinni er gert ráð fyrir þremur svefnherbergjum, baðherbergi og geymslu. Húsið er til afhendingar strax Verð 16,0 millj. Sölumenn Lyngvík fasteignasölu verða á staðnum. OPIÐ HÚS - OPIÐ HÚS Félag Fasteignasala- Sími 588 9490 Sigrún Gissurardóttir lögg. fasteignasali jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, GISTIHÚS Gistihús í fullum rekstri á svæði 105 í Reykjavík til sölu Húsnæðið er 600 fm á annarri og þriðju hæð, fullinnréttað og að mestu leyti ný tekið í gegn. Í húsnæðinu er 75 fm húsvarðaríbúð, 8 stúdíóíbúðir og 12 tveggja og þriggja manna herbergi, tveir morgunverðarsalir sem geta tekið 45 manns í mat. Öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi. Upplýsingar gefur aðeins Dan Wiium í síma Kjöreignar eða 896 4013. ÓLAFSGEISLI 26 - OPIÐ HÚS Sýnum í dag á milli kl. 14 og 16 glæsilegar sérhæðir fullfrágengnar að utan og tilbúnar til innréttingar að innan. Rúmgóðar íbúðir með geymslu og góðum bílskúr alls 197 fm. Íbúðirnar njóta bæði óviðjafnanlegs út- sýnis yfir hinn glæsilega golfvöll GR og ósnortna náttúruna þar umkring. Hönnun húsanna tekur mið af staðsetningunni þar sem útsýni og birta eru í aðalhlutverkum. Sölumenn á staðnum veita frekari upplýsingar. Rannsóknarsvæðið við Aðalstræti stækkað án heimildar Rúst í hótelkjallara kemst ekki á heimsminjaskrá SJÁLFSTÆÐISMENN spurðu í borgarstjórn á fimmtudaginn hver hefði veitt heimild til að stækka rannsóknarsvæði fornminja þar sem grafið er fyrir hótelbyggingu á horni Aðalstrætis og Túngötu í miðborg Reykjavíkur. Málið hefði aldrei verið rætt í borgarráði og ekki hefði einu sinni verið upplýst um fund fordyris við austurvegg skálarústar eftir að svæðið var stækkað. Jafnframt kom fram að þessar rústir eiga takmarkaða möguleika á að komast á heims- minjaskrá UNESCO þar sem þær verða í kjallara þjónustubyggingar. „Það hefur komið fram í þessum umræðum að borgarstjóri hefur ekki hugmynd um hvað þarna var að gerast. Hann getur ekki svarað neinni spurningu sem um þetta mál er borin fram hér. Það liggur líka ljóst fyrir að menn fengu ekki upplýsingar um þetta fyrr en sjálf- stæðismenn báru fram spurningar um þetta í borgarráði og skriflegt svar kom frá borgarminjaverði. Á bak við það svar skýlir borgar- stjóri sér og hann getur ekki svar- að neinu frekar um málið,“ sagði Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og deildi hart á Þórólf Árnason. „Ef svara er þörf verður svara að sjálfsögðu aflað,“ sagði borg- arstjóri og fannst málflutningur Björns í þessu máli honum ekki til framdráttar. Sagði hann sjálfsagt að svara fyrirspurnum sem Kjart- an Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafði lagt fram um þennan fund og þessa framkvæmd. Það yrði gert skrif- lega. Að öðru leyti einkenndist málflutningur sjálfstæðismanna af hártogunum. Kjartan gerði alvarlegar athuga- semdir við að rúst fordyrisins var fjarlægð án þess að nokkuð væri fjallað um málið af kjörnum fulltrúum. Slíkt gæti dregið veru- lega úr gildi minjanna. Björn sagði borgarstjóra ekki átta sig á hvaða kröfur ætti að gera til rannsókna og vísindalegra vinnubragða þegar staðið væri að svona framkvæmdum. Þórólfur vissi ekki hvað pólitísk stefnu- mörkun væri í málum eins og upp- greftri fornminja. Í minnispunkt- um Fornleifanefndar ríkisins frá því í febrúar hefði verið lagst gegn því að stækka rannsóknarsvæðið til austurs. Yrði það gert yrðu að fara fram miklar rannsóknir á svæðinu. „Ég spyr aftur: Hvar er heimildin fyrir þessum rannsóknum í austur? Hver veitti heimildina ef borgar- stjóri veit ekki einu sinni um það? Hvað vita þá aðrir um það?“ Merkustu menningar- verðmæti í Reykjavík Stefán Jón Hafstein, borgar- fulltrúi R-listans, sagðist hafa átt samtal við borgarminjavörð sama morgun og borgarstjórnarfundur fór fram. Hann hefði ekki ástæðu til að ætla af því samtali að styr hefði staðið um hvernig gengið var fram í þessu máli. Aðferðin sem beitt var væri fullkomlega viður- kennd og hefði verið beitt við svip- aðar aðstæður. „Ég tel hins vegar eðlilegt vegna þeirra þungu ásak- ana og þeirrar umræðu sem hér hefur farið fram, að borgarráð kalli borgarminjavörð á sinn fund og fái nánari upplýsingar,“ sagði Stefán og þar með ætti umræðan að fara fram á upplýsingum sem menn hefðu en ekki getgátum. Björn vitnaði aftur í bréf Forn- leifanefndar ríkisins frá því í febr- úar. Þar segir að ef áhugi sé fyrir hendi að fá minjar á heimsminja- skrá sé ekki viðunandi að minj- arnar séu varðveittar í kjöllurum hótela eða verslana. Björn sagði að þrátt fyrir þessar upplýsingar hefði R-listinn haldið stefnu sinni um hótelbygginguna til streitu. „Þar með er tekin pólitísk ákvörð- un um það að búa ekki þannig um hnúta, þegar litið er til þessara merkustu menningarverðmæta í okkar Reykjavíkurborg, höfuðborg landsins, að búa ekki þannig um hnútana, þrátt fyrir þessa ábend- ingu sem hér kemur fram, að þær geti notið þeirrar virðingar sem menningarminjar eiga að njóta þegar menn vilja mest með þær gera.“ SNORRI Olsen tollstjóri í Reykja- vík telur ekki ólíklegt að tollstjóra- embættið muni breyta vinnubrögð- um sínum í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar í máli Móa ehf. og lánardrottna félagsins, þar sem kröfu Móa um staðfestingu á nauðasamningi var hafnað. Toll- stjóri átti 49 milljóna kr. almenna kröfu í þrotabú Móa, en fulltrúi hans mætti ekki á fund hinn 2. júní sl. þar sem fram fór atkvæða- greiðsla um nauðasamninginn. Snorri segir að samkvæmt lög- um samþykki tollstjóri aldrei frumvarp um nauðasamninga og jafngildi fjarvera hans á slíkum fundum því að hann greiði atkvæði á móti nauðasamningi. Á umrædd- um fundi 2. júní gerðist það að umsjónarmaður með nauðasamn- ingsumleitunum lækkaði kröfu tollstjóra niður í 25,5 milljóna kr. forgangskröfu á grundvelli at- hugasemda Móa, þannig að at- kvæðavægi tollstjóra lækkaði úr 6,759% í 4,4949%. Hæstiréttur áleit þessa ákvörðun umsjónar- manns hins vegar ranga og hefði 49 milljóna kr. krafa tollstjóra átt að standa óbreytt. Vissara að mæta á fundi „Auðvitað læra menn af þessu en þetta sýnir manni það, að þó þetta hafi gengið hingað til, er vissara að mæta á fundi til að tryggja sína hagsmuni, alla vega þegar um svona stórar fjárhæðir er að ræða,“ segir Snorri aðspurð- ur um fjarveru tollstjóra á fund- inum. Hann lítur svo á að hefði fulltrúi sinn mætt á fundinn og haldið fast við kröfur tollstjóra, hefði kröfu Móa væntanlega strax verið hafnað á lægra dómsstigi, en héraðsdómur staðfesti nauðasamn- inginn og var þeirri niðurstöðu síð- an hnekkt í Hæstarétti. Dómur gæti haft áhrif á vinnubrögð tollstjóra FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.