Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L EIKHÓPURINN hefur unnið leikgerðina frá grunni undir stjórn leikstjórans Aino Freyju Järvelä og að- stoðarleikstjórans Hrefnu Hall- grímsdóttur. Leikendur í sýningunni eru fimm, Agnar Jón Egilsson, Jón Páll Eyj- ólfsson, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Kristjana Skúladóttir og Vala Þórs- dóttir. Tónlist er frumsamin af Ingi- björgu Stefánsdóttur og Halli Ing- ólfssyni, búninga gerir Guðrún Lárusdóttir, lýsingu Alfreð Sturla Böðvarsson, Hreyfingar útfærði Jó- hann Freyr Björgvinsson og Ragn- heiður Gestsdóttir yfirfór og sam- hæfði texta. Aðrar áherslur Fyrir rúmum 10 árum var frum- sýnd í London leikgerð Christophers Hamptons eftir sögunni og fór hún víða, var meðal annars sviðsett af Þjóðleikhúsinu á sviði Íslensku óper- unnar í ársbyrjun 1991. Tvær kvik- myndir voru gerðar um svipað leyti sem báðar nutu vinsælda. „Við ákváðum eftir að hafa lesið leikgerðina og síðan söguna sjálfa að gera okkar eigin leikgerð með nokk- uð breyttum áherslum,“ segir Aino Freyja. „Þetta er dálítið öðruvísi. Leikarar nálgast hlutverk á annan hátt en dansarar,“ segir Aino og leiðréttir um leið þann þráláta misskilning að hún sé dansari sem hafi byrjað að leika. „Ég er lærður leikari en lærði líka dans árum saman í Listdansskól- anum. Í Dansleikhúsi með Ekka hef ég sameinað þetta tvennt, leikinn og dansinn. Það er reyndar talsvert mikið dansað í þessari sýningu en það er ekki nútímadans, heldur sam- kvæmisdansar sem eiga vel við and- rúmsloftið og persónurnar sem verk- ið fjallar um.“ Hættuleg kynni kom út í Frakk- landi árið 1782 og var fyrsta skáld- saga höfundarins Choderlos De Laclos. Bókin er skrifuð í formi sendibréfa sem persónurnar skrifa hver annarri. Þar segir af aðalsfólk- inu Valmont greifa og greifafrúnni Merteuil sem bæði eru gerspillt og leita sér fróunar í að táldraga ungar sálir og leiða á vit spillingarinnar. Þráður sögunnar snýst í sem stystu máli um að Valmont og Merteuil gera með sér samning um að hann tál- dragi Cecile, unga stúlku sem á að ganga í hjónaband með fyrrverandi elskhuga greifafrúarinnar sem hún vill koma höggi á og vílar ekki fyrir sér að eyðileggja sálarheill ungu stúlkunnar. Valmont er reyndar önn- um kafinn við að táldraga siðprúða eiginkonu, Tourvel að nafni, en gerir það þó fyrir orð greifafrúarinnar að skjóta þessu viðviki inn í þétta dag- skrá sína, enda eru þau fyrrum elsk- endur og ekki laust við að enn kraumi í þeim glæðum. „Þau geta auðvitað alls ekki viðurkennt það fyr- ir hvort öðru því þá væru þau að gefa eitthvað af sjálfum sér. Á milli þeirra er stöðug valdabarátta og þau væru að gefa of mikið færi á sér með því að viðurkenna tilfinningar sínar,“ segir Jón Páll sem leikur Valmont. „Áður en við byrjuðum að æfa í haust þá settum við leikurunum fyrir að lesa öll bréfin í bókinni sem per- sóna þeirra skrifaði sjálf og fékk frá öðrum. Þegar þau mættu á fyrstu æf- ingu vissu þau nánast allt um per- sónuna sína og hafa síðan fengið að vita meira frá hinum leikurunum því í öðrum bréfum er oft sagt frá hinum persónunum. Þau höfðu því allan bakgrunn persóna sinna á hreinu við upphaf æfinganna í stað þess sem al- gengara er í vinnu leikarans að þurfa að skapa persónunni bakgrunn útfrá þeim upplýsingum sem finna má í leikritinu. Texti verksins er síðan ýmist fenginn úr bréfunum sjálfum sem við þýddum eða samtölin hafa orðið til í spuna enda eru engin sam- töl í bókinni. Við höfum því í rauninni samið leikgerð sýningarinnar frá grunni,“ segir Hrefna Hallgríms- dóttir leikkona og aðstoðarleikstjóri í sýningunni. Sakleysi og spilling „Við ákváðum að hafa aðeins fimm persónur sögunnar í leikgerðinni. Með því leggjum við áherslu á and- stæður sögunnar, fegurð og ljótleiki, sakleysi og spilling. Okkar útgangs- punktur í vinnunni hefur verið að þarna er fólk sem hefur ekkert að gera, en nægan tíma og fullt af pen- ingum. Hvað gerir svona fólk? Laclos er að benda á að spilling aðalsins stafi af þessu en jafnframt er hann aðsýna hve unga fólkið er vanbúið til að tak- ast á við spillinguna því uppeldi þess og menntun er svo takmarkað og verndað. Cecile hefur t.d. verið lokuð inni í klausturskóla og þekkir ekkert til klækja fólks á borð við Valmont og Merteuil. Hún lærir þó hratt og allt bendir til þess að hún muni feta í fót- spor þeirra eftir vígslu í heim spill- ingarinnar,“ segir Aino Freyja. „Útlit sýningarinnar er tímalaust þótt búningar minni á fágun 18. ald- arinnar með gimsteinum og flúri. Persónurnar þérast og hreyfingar þeirra eru stílfærðar en við vildum samt halda því alveg opnu að allt sem gerist í verkinu gæti gerst í dag. Þetta er tímalaust efni og sagan á fullt erindi við okkur.“ Sígild spilling Morgunblaðið/Árni Sæberg Vala og Kolbrún Anna í hlutverkum Merteuil og Cecile. havar@mbl.is Dansleikhús með Ekka frumsýnir á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld nýja leik- gerð frönsku 18. aldar skáldsögunnar Hættuleg kynni eftir Choderlos De Laclos. Leikstjóri er Aino Freyja Järvelä.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.