Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 17. október 1993: „Ætla verð- ur, að þær umræður, sem fram hafa farið undanfarnar vikur um ferðakostnað á veg- um opinberra aðila, bílakaup á vegum opinberra aðila, risnukostnað og önnur hlunnindi, hafi orðið til þess að marka nokkur þáttaskil í þessum efnum og að héðan í frá verði ráðstöfun almanna- fjár í þessu skyni hófsamari en verið hefur um skeið. Ágúst Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, hafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum, að koma yrði þessum málum í þann farveg, að hálf þjóðin ærðist ekki. Þetta er rétt. Framferði manna í þessum efnum hefur verið með þeim hætti um nokkurt árabil að stór hluti þjóð- arinnar hefur reiðst mjög. Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, upplýsti í þessum umræðum, að núver- andi ríkisstjórn hefði í upp- hafi valdaferils síns sett ákveðið þak á kaupverð ráð- herrabíla. Þetta var skyn- samleg ráðstöfun og hefði þá þegar átt að ná til allra rík- isstofnana þ. á m. rík- isbanka.“ . . . . . . . . . . 19. október 1983: „Tapið á Bæjarútgerð Reykjavíkur er orðið svo gífurlegt, að borg- arstjóra og borgarstjórn Reykjavíkur ber skylda til að gera þær ráðstafanir, sem unnt er til þess að koma rekstri fyrirtækisins á skyn- samlegri grundvöll. Skatt- greiðendur í Reykjavík eiga kröfu til þess, að slíkar ráð- stafanir verði gerðar vegna þess að seilst verður ofan í vasa þeirra að lokum til að greiða þetta mikla tap. Í samræmi við þessi sjón- armið var ráðgjafarfyrirtæki fengið til þess að gera úttekt á stöðu og rekstri fyrirtæk- isins fyrr á þessu ári og á grundvelli niðurstöðu ráð- gjafaraðilans er nú verið að gera þær breytingar á yfir- stjórn Bæjarútgerðarinnar, sem taldar eru forsendur frekari átaka til þess að koma rekstri fyrirtækisins á viðunandi grundvöll.“ . . . . . . . . . . 18. október 1973: „Ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar hefur nú lagt fram sitt þriðja fjárlagafrumvarp. Þetta frumvarp ber glöggt vitni um það stjórnleysi, sem ríkir hér á landi við stjórn efnahags- málanna. Þó að sýnilegt hafi verið þegar á fyrstu mán- uðum á valdatíma þessarar ríkisstjórnar, að hún hafði lítinn skilning á fjár- málastjórn ríkisins, hefur sennilega fáa órað fyrir, að niðurstöðutölur fjárlaga- frumvarpsins yrðu komnar í 27,4 milljarða við framlagn- ingu þess nú, og líklega í 29,5 milljarða, þegar það verður afgreitt sem lög fyrir ára- mót. Sú verður niður- stöðutala þeirra, ef reiknað er með samsvarandi hækkun á frumvarpinu nú í með- förum þingsins og varð á frumvarpinu fyrir þetta ár á þinginu í fyrra.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. D ÓMUR Hæstaréttar í máli örorkulífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkis- ins, sem féll á fimmtudag, hefur valdið miklu umróti og framkallað harla stór- yrtar pólitískar yfirlýs- ingar. Dómurinn kemur enda í beinu framhaldi af einum umdeildasta hæstaréttardómi síðustu ára, sem kveðinn var upp í desember árið 2000. Þar komst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið og í andstöðu við stjórnarskrá að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka með þeim hætti, sem þá hafði verið gert um nokkurt árabil. Í niðurstöðu sinni byggði Hæstiréttur á 76. grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli í lögum tryggður réttur til að- stoðar, m.a. vegna örorku. Jafnframt byggði rétturinn á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þar sem mælt er fyrir um að menn skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án til- lits til stöðu sinnar, og ákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttmála, sem Ísland á aðild að. Í framhaldi af dómi Hæstaréttar í árslok 2000 lagði ríkisstjórnin fram frumvarp til laga, sem olli miklum deilum í þinginu. Frumvarpið byggðist á áliti starfshóps, sem ríkisstjórnin fékk til að meta niðurstöðu Hæstaréttar. Þar var gert ráð fyrir að lágmarksbætur til öryrkja í hjúskap yrðu hækkaðar um 25.000 krónur á mánuði, en engu að síður áfram gert ráð fyrir ákveðinni skerðingu vegna tekna maka, þó með öðrum hætti en áður. Jafnframt var kveðið á um að leiðrétting vegna skerðingar bóta vegna tekna maka yrði greidd fjögur ár aftur í tím- ann, en ekki lengur, og var þar vísað til fyrn- ingarákvæða laga. Fyrir þessi fjögur ár yrði annars vegar greidd full og óskert tekjutrygg- ing vegna tveggja ára, en fyrir seinni tvö árin yrði látin gilda hin nýja skerðingarregla og var þar vísað til þess að í ársbyrjun 1999 hefðu ný lög, sem gerðu ráð fyrir skerðingu vegna tekna maka, tekið gildi, en árin 1994–1998 hefði reglugerðarákvæði um skerðinguna skort laga- stoð. Hæstaréttardómurinn í árslok 2000 hefði ekki fellt þau lagaákvæði úr gildi, heldur ein- göngu þann þátt þeirra, sem gerði tekjutrygg- inguna lægri en svo, að stæðist 76. grein stjórn- arskrárinnar. Starfshópur ríkisstjórnarinnar taldi að þetta myndi ekki leiða til þess að neinn glataði réttindum, sem hann hefði notið þessi tvö ár, og því yrði ekki í neinu tilviki um íþyngjandi afturvirka ákvörðun að ræða. Afturvirk og íþyngjandi lög Hæstiréttur kemst nú að þeirri niður- stöðu að með því að miða leiðréttingu bót- anna seinni tvö árin við hina nýju skerðing- arreglu hafi eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar verið brotið. Lagaákvæðið, sem um ræddi, hafi ekki staðizt stjórnskipunarlög og því ekki mátt beita skerðingarreglu þess. „Eftir uppsögu dómsins áttu örorkulífeyrisþegar þannig kröfu til að fá tekjutryggingu greidda eftir meginreglunni, sem fram kom í 4. mgr. 17. gr., án skerðingar vegna tekna maka allt fram til þess, er lög nr. 3/2001 tóku gildi. Þessi kröfuréttindi örorkulífeyrisþega njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verða ekki skert með afturvirkri og íþyngj- andi löggjöf. Þótt ákvæði laga nr. 3/2001 um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka séu bótaþegum hagfelldari en eldri ákvæði fela þau engu að síður í sér lægri bætur en þeir áttu rétt á samkvæmt meginreglunni um óskertar bætur og geta í því ljósi ekki verið ívilnandi,“ segir í forsendum dóms Hæstarétt- ar. Dómur Hæstaréttar er auðvitað nokkurt áfall fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis, rétt eins og fyrri dómurinn. Það er að sjálfsögðu alltaf alvörumál ef lög eru ekki talin standast stjórnarskrána og ríkið verður að greiða háar fjárhæðir til að bæta fyrir brotin. Hitt er svo annað mál, eins og vikið verður betur að hér á eftir, að það er fráleitt að halda því fram að rík- isstjórn eða Alþingi hafi vísvitandi brotið stjórnarskrána. Slíkar ásakanir eru raunar svo alvarlegar, að stjórnmálamenn hljóta að hugsa sig afar vandlega um áður en þeir láta þær út úr sér. Að sjálfsögðu fagna samtök öryrkja þessum dómi, rétt eins og þau fögnuðu hinum fyrri hæstaréttardómi. Öryrkjar hafa staðið í mikilli baráttu fyrir bættum kjörum og um það er varla deilt að full ástæða er til að leita leiða til að bæta hag örorkulífeyrisþega. Auðvitað fagna samtök öryrkja hverju skrefi í þá átt. Í baráttu, þar sem öryrkjar hafa oft haldið því fram að ekki sé hlustað á röksemdir þeirra, skiptir það auðvitað miklu máli að æðsti dómstóll landsins taki einum rómi undir kröfu þeirra, jafnvel þótt það sé aðeins að hluta til. Tekjutenging er heimil Hinn nýi hæstarétt- ardómur fjallar um lögin, sem sett voru í janúar 2001 í fram- haldi af fyrri dómnum. Þrjú meginatriði þess- ara laga koma við sögu í dómnum; í fyrsta lagi sú spurning, hvort Alþingi hafi yfirhöfuð mátt skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka, að fyrri hæstaréttardómnum gengnum, í öðru lagi ákvæðin um fyrningu krafna örorku- lífeyrisþega vegna áranna 1994–1996, og í þriðja lagi ákvæðin um að skerða endurgreiðsl- una vegna áranna 1999 og 2000 til samræmis við hina nýju skerðingarreglu laganna. Í umræðum um lagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar á Alþingi í janúar 2001 stóðu megindeil- urnar um fyrsta atriðið. Stjórnarandstaðan hélt því mjög eindregið fram að dómur Hæstaréttar þýddi, að slík skerðing væri óheimil. Þetta kemur skýrt fram t.d. í ræðu Össurar Skarp- héðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði: „Í fyrsta lagi felst í [frumvarpinu] áfram- haldandi heimild til að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka. Dómur Hæstaréttar segir hins vegar fortakslaust að það sé óheimilt og þetta standist ekki hin nýlegu mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar. Með þessu [frum- varpi] er enn verið að skerða það sem Hæsti- réttur hefur úrskurðað að séu stjórnar- skrárvarin, einstaklingsbundin réttindi öryrkj- anna.“ Seinna í sömu ræðu sagði Össur: „Þeir lesa dóminn eins og skrattinn les Biblíuna og halda því blákalt fram að meining meirihlutans hafi verið þveröfug við það sem kemur fram. En það eru hvergi í forsendum dómsins, sem er að- allega að finna í IV. og V. kafla, vísbendingar um að Hæstiréttur telji tengingu bóta við tekjur maka vera í lagi. Aftur á móti finn ég þar fjölmargar vísbendingar, fjölmargar yrð- ingar sem sýna ótvírætt fram á hið gagnstæða.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir þessa skoðun og taldi það stjórnarskrárbrot að „framlengja áfram þá skerðingu tekjutrygg- ingar vegna tekna maka sem Hæstiréttur hefur að mínu mati dæmt ólöglega“. Um þetta atriði urðu svo harðar deilur, að forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sá sig knúinn til óvenjulegra bréfaskrifta við Garðar Gíslason, forseta Hæstaréttar. Halldór spurði í bréfi sínu hvort dómur Hæstaréttar þýddi að „almennt sé andstætt stjórnarskránni að kveða í lögum á um slíka tekjutengingu“. Frá Garðari barst bréf, þar sem fram kom að svarið við spurning- unni væri nei, í dóminum væri „aðeins tekin af- staða til þess, hvort slík tekjutenging eins og nú er mælt fyrir um í lögum sé andstæð stjórn- arskránni“. Í rökstuðningi Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns fyrir kröfu öryrkja fyrir dómi í seinna málinu, sem hér um ræðir, var lögð megináherzla á að skerðingin með tilliti til tekna maka væri andstæð stjórnarskránni. Nið- urstöðu Hæstaréttar frá árinu 2000 yrði aðeins breytt með því að breyta stjórnarskránni. Í hin- um nýuppkveðna hæstaréttardómi kemur hins vegar afdráttarlaust fram sú afstaða, að sú túlkun eigi ekki rétt á sér. Í forsendum dóms- ins segir þannig: „Alþingi fer með fjárstjórnar- valdið samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar, sem mælir fyrir um það, að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjár- lögum eða fjáraukalögum. Þannig er það verk- efni löggjafans að ákveða, hvernig háttað skuli þeirri opinberu aðstoð, sem öryrkjum er látin í té. Svigrúmi löggjafans í þessu efni eru sett þau takmörk, að dómstólar eru bærir til að meta, hvort lagasetning um þau málefni sam- rýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Í áðurnefndum dómi Hæstaréttar var því slegið föstu, að skerðing tekjutryggingar örorkulífeyr- isþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998, hefði brotið í bága við stjórnar- skrárvarinn rétt þeirra til félagslegrar aðstoð- ar. Þessari tilteknu skerðingu varð því ekki við komið. Þótt dómsorð hafi verið samhljóða kröfugerð Öryrkjabandalags Íslands í málinu ber að túlka það í ljósi forsendna dómsins sjálfs. Ekkert í þeim veitir tilefni til þeirrar ályktunar, að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu ör- yrkja til skerðingar, en því valdi eru þó settar þær skorður, sem að framan er lýst.“ Þetta verður í raun að teljast merkilegasta STAÐA ALÞINGIS Þegar lýðveldi var stofnað á Ís-landi 1944 var þjóðarbúskapur-inn afar veikburða og stofnanir lýðveldisins voru vanmáttugar á marg- an hátt. Þetta var skiljanlegt. Íslend- ingar voru fátæk þjóð á þessum árum. Að vísu komst þjóðin í mikla peninga í stríðinu en nokkrum árum eftir stríð sóttu miklar efnahagsþrengingar að. Á þessum árum skipti miklu að menn sneru bökum saman en því miður varð kalda stríðið til þess að þjóðin skiptist í tvær stríðandi fylkingar og átök þeirra mótuðu íslenzk stjórnmál að verulegu leyti næstu 50 árin á eftir. Á þessum tíma voru nærtækari við- fangsefni en þau að ígrunda verka- skiptingu á milli Alþingis og fram- kvæmdavalds. Völd og áhrif voru í höndum tiltölulega fárra manna, helztu forystumanna stjórnmálaflokkanna. Það skipti engu, hvort um pólitísk mál var að ræða eða málefni atvinnu- og viðskiptalífs. Stjórnmálamenn voru allsráðandi til sjós og lands. Líklegt má telja, að fyrsti íslenzki ráðherrann, sem tók við völdum fyrir tæpum eitt hundrað árum hafi notið mikillar virðingar meðal landsmanna og að töluverð áherzla hafi verið lögð á að efla stöðu hans. Og ekki ósennilegt að áhrifa þeirra viðhorfa hafi enn gætt gagnvart ríkisstjórn og ráðherrum, þegar komið var fram að lýðveldis- stofnun fjörutíu árum seinna. Nú erum við Íslendingar meðal rík- ustu þjóða heims og höfum stöðugt sótt fram undanfarna áratugi. Eins og eðli- legt má teljast hefur athyglin jafn- framt beinzt að öðrum viðfangsefnum, sem skipta sköpum fyrir þjóðfélag okk- ar eins og t.d. samskipti Alþingis og framkvæmdavalds, sem Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur gert að umtalsefni hér í blaðinu að undanförnu. Þeim umræðum af hans hálfu ber að fagna enda um að ræða einn af grundvallarþáttum lýðveldis- ins. Í grein hér í blaðinu sl. fimmtudag segir Sverrir Hermannsson í tilefni af forystugrein í Morgunblaðinu um þetta mál sl. sunnudag: „Að halda því fram, að Alþingi hafi verið sniðgengið á fyrstu áratugum lýðveldisins umfram það, sem gerzt hefur síðari árin, eins og Morgunblaðið gerir, er sama og að segja, að Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson hafi verið minni þingræðis- sinnar en núverandi ofstjórnarmenn!“ Það mun áreiðanlega hlýja mörgum sjálfstæðismönnum af Viðreisnarskól- anum um hjartarætur að Sverrir Her- mannsson skuli með þessum hætti telja sig knúinn til að taka upp hanzkann fyrir Ólaf og Bjarna, sína gömlu for- ystumenn, þótt leiðir hans og flokks þeirra hafi skilið löngu seinna. Hins vegar er ljóst að það var ríkur þáttur í lífsstarfi bæði Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar að draga úr því gífurlega valdi, sem safnazt hafði á hendur stjórnmálamanna í þeirra tíð og þar með til framkvæmdavaldsins og þeim varð töluvert ágengt. Það var einmitt undir lok Viðreisn- aráranna, sem umræður um stöðu Al- þingis gagnvart framkvæmdavaldinu hófust að ráði og í þeim efnum má ekki gleyma hlut Eysteins Jónssonar, sem verið hafði formaður Framsóknar- flokksins en var forseti Sameinaðs Al- þingis á árunum 1971–1974. Þeir sem fylgdust með störfum Alþingis á síðari hluta Viðreisnaráranna muna eftir merkum umræðum á milli Bjarna og Eysteins um stöðu Alþingis og störf á þeim árum. Þeir voru ekki sammála um leiðir til þess að styrkja stöðu þingsins en þeir voru sammála um þau mark- mið. Í þessum umræðum hefur Morgun- blaðið leyft sér að fjalla um þróun þess- ara mála út frá sjónarhóli nokkurra áratuga. Sverrir Hermannsson hefur meira tekið mið af pólitískri baráttu líðandi stundar. Kannski er skoðana- munur hans og blaðsins fyrst og fremst fólginn í þessari ólíku nálgun að um- ræðuefninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.