Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. „HALDIÐ áfram að gera eitthvað,“ sagði Bjartur í Sumarhúsum er hon- um ofbauð letin og lætin í drengj- unum. „Það verður að gera eitthvað fyr- ir okkur,“ segja bændur. „Guðni, þú verður að gera eitthvað.“ „Þið þarna fyrir sunn- an, þið verðið að gera eitthvað.“ „Við bíðum eftir því að þið gerið eitthvað.“ Þetta er söngur bóndans ár og síð og alla tíð. Aðrir eiga að gera það fyrir þá! Gera það hvað? Jú, halda áfram að borga með þeim svo „byggð haldist í landinu“! Hvers konar byggð? Jú, þessi gamla sem viðheldur of- og af- beit, jarðvegsrofi og gróður- og jarð- vegseyðingu. „Ekkert getur komið í stað sauð- fjárbúskapar,“ tönglast bændur á, dag eftir dag, en eru náttúrulega bara spauga og grínast í þeirri von um að einhverjir taki nú samt trúna. Það er VÍST hægt að halda uppi byggð í landinu þótt fjárbúskapur minnki um helming. Því fleiri „Héð- insfirðir“ því betra. Það vantar nefnilega fleiri eyðidali til útivistar, skógræktar og sumarbústaðabyggð- ar. Svo bíða allar eyðimerkurnar eft- ir okkar grænu fingrum. Það er tími til kominn að fara að snúa dæminu við. Ekki meiri beit, hvorki í við- kvæmum hlíðum landsins né á há- lendi þess. Alla beit í hólf. Nú viljum við, þéttbýlisfólkið, líka fá landið til afnota. Tími rollunnar er liðinn. Nú eru nýir tímar. Því miður eru hvorki KEA né kindur lengur „inn“. Og þið, bændur, vitið sjálfir ósköp vel hvað þarf að gera. „Grisja í stétt- inni“. Hvað með 75 ára og eldri bændur, með konur um 67 ára? (Er það ekki reglan?) Ættu þau ekki að fara á ellilaun eins og aðrir? Hvað með þessa 1400 „hobbybændur“ sem eru með 1–199 ærgildi? Svo má gleyma nýliðun í stéttinni um sinn. Sem sagt: Færri og stærri bú, og frjálsa samkeppni án styrkja úr vös- um skattgreiðenda. (Fjárbændur eru jú ekki skattgreiðendur þar sem þeir fá ekki nógu há laun, eða hvað?) Nú er nóg komið af beingreiðslum og fé á fjöllum. Hver var að tala um að lækka skatta? Það mætti lækka þá um 10–15 milljarða á ári, bara með því að fella niður beingreiðslur og aðra styrki til bænda. En því miður. Bændur halda áfram að bera sig illa. Nú þegar hafa alþingismenn tekið við sér og eru byrjaðir að sækja um aukinn fjár- stuðning fyrir bændur. Þetta er einn allsherjar grátkór í öllum fjölmiðlum daginn út og inn. Enginn munur á flokkum. Allir með sömu áherslurn- ar. „Bjargið bændum.“ Íslendingar! Eftir örfáar vikur verður málið í höfn. Einu sinni enn fá bændur að- gang að þessum fáu krónum ykkar sem enn verða hugsanlega eftir í ykkar hálftómu vösum. Eina ölmusu enn, takk! Eru allir sáttir við þetta? P.S Hefur einhver heyrt í alþingis- manni sem telur að það þurfi að hjálpa kjúklinga- og svínakjötsfram- leiðendum? Eru þeir ekki í sama vanda? Og nú vilja nautakjötsframleið- endur líka fá ölmusu eins og hinir. Hvar endar þetta? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. melteigur@simnet.is Vakna þú, sofin þjóð! „Geriði eitthvað“ Frá Margréti Jónsdóttur kennara og húsfrú á Akranesi VIÐ Íslendingar teljum okkur kristna þjóð. Eða mælist það einung- is á yfirborðinu? Þegar freistingarn- ar mæta okkur er siðferðisstuðullinn oft nokkuð lágur og við lokum aug- unum gagnvart einni og einni yfir- sjón. Hvar er virðingin og verð- mætamatið? Hvernig stendur á því að hið illa í heiminum er eins sterkt í dag og við ráðum af innlendum og erlendum fréttum? Úti í heimi blasa hörmung- arnar alls staðar við, allar þessar eyðileggingar og pyntingar. Gleym- um við kenningum Krists sem hann breiddi út um heimsbyggðina fyrir 2000 árum? Spurningarnar eru áleitnar og erfiðar. Það þarf víðast hvar að breyta hugarfarinu og snúa þessari öfugþróun við. Við skulum biðja á hverjum degi fyrir sannri far- sæld og friðsæld um allan heim. Í Biblíunni segir frá veginum þrönga sem liggur til lífsins. Sá breiði liggur til glötunar. Og hvað þýðir það fyrir manninn þótt hann eignist allan heiminn en fyrirgerir sálu sinni? Eiturnautnirnar vaða uppi sem slóð á eftir fólki sem er afvegaleitt og brýtur alvarlega af sér. Áfengið er besta vopn þeirra sem byggja hús sín á sandi. Við Íslendingar verðum að taka á áfengismálunum. Áfengis- neyslan leiðir til eiturlyfjaneyslu en ekki öfugt. Komum í veg fyrir að ungmenni okkar umgangist áfengið, hvað þá allt of ung. Aðgengið er þeim allt of auðvelt og fæstir kippa sér upp við það. Allt of margir fremja ófyrirgefanleg ódæði í ölæði og fórn- arlömbin eru yfirleitt líka undir áhrifum áfengis þegar þau verða fyr- ir óbætanlegu líkamlegu tjóni. Ger- endur bera fyrir sig minnisleysi þeg- ar þeir mæta fyrir dómarann og ætlast til miskunnar. Höfum orð meistarans í heiðri og eflum andlegt líf. ÁRNI HELGASON, Neskinn 2, 340 Stykkishólmi. Hugleiðing Frá Árna Helgasyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.