Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurjón Her-bert Sigurjóns- son bakarameistari fæddist á Ísafirði 3. mars 1913. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 30. sept- ember síðastliðinn. Hann var yngstur tíu barna hjónanna Rósu Jóhannsdóttur úr Húnavatnssýslu, d. 1959, og Sigur- jóns Sigurðssonar sjómanns sem fórst 1914. Herbert kvæntist 22. des. 1934 Björgu Bergþórs- dóttur frá Flatey á Breiðafirði, f. 9. júlí 1913, d. 14. maí 1995. Björg og Herbert eignuðust tvö börn, Ingu Þóru og Sig- urjón Herbert og ólu upp fósturson- inn Einar Ingþór Einarsson. Björg og Herbert eignuðust sjö barnabörn, tvö eru búsett í Noregi og þrjú í Dan- mörku. Barna- barnabörnin eru fimmtán. Þau bjuggu á Ísa- firði til ársins 1948 en fluttu þá til Reykjavíkur. Útför Herberts var gerð frá Fossvogskirkju 7. október. Elsku afi minn. Með vísdómsorðunum: „Segðu ekki með sorg; hann er dáinn, segðu með gleði; hann lifði,“ læt ég hugann reika til gamalla end- urminninga. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og ömmu og ákaf- inn ævinlega mikill að komast sem fyrst inn til ykkar. Manstu þegar ég hljóp í gegnum glerhurðina á Rauðalæknum? Ég varð að komast inn áður en þú næðir að opna. Þér brá eins og hinum en eins og alltaf hélst þú ró þinni. Ég fékk alltaf mikla athygli og þið eydduð alltaf miklum tíma í mig. Þegar ég var lítil var litlum lófa oft stungið í þína heitu og tryggu hönd og ann- aðhvort gengið niður í búð til Ragga, þótt nóg væri af kökum og öðru góðgæti heima hjá ykkur, eða farið í sund, oftast bara við tvö en stundum með bræðrum mínum, Önna frænda og strákunum hans. Þú gekkst eiginlega aldrei afi minn, þú dansaðir hálfpartinn, flautandi eða syngjandi. Þú varst stæltur og flottur maður, líka eftir að þú eltist. Ég var alltaf svolítið montin af að eiga svona flottan afa. Líkaminn bar þess vitni að þú varst íþróttamaður á yngri árum. Þú gerðir það gott í glímu, fótbolta og í frjálsum íþróttum. Ég fékk stundum að vera með þegar þú sýndir listir þínar. Skemmtilegustu minninguna á ég frá Ísafirði, þegar heimamenn spiluðu fotbolta við brottflutta Ís- firðinga og við barnabörnin þín öskruðum áfram afi, áfram afi! svo hátt og lengi að það tók radd- böndin nokkra daga að jafna sig. Nokkrum árum seinna fór ég að iðka íþróttir og fimleika. Þá varstu ekki seinn afi minn að gefa góð ráð og æfa með mér úti í garði helj- arstökk, handahlaup o.fl. æfingar. Þú varst mjög músíkalskur, elsku afi minn, og ég held að það hafi glatt þig mjög, þegar ég byrj- aði að læra að spila á píanó, þú sast allavega frá fyrstu stund og söngst fullum hálsi, þótt ég spilaði hvorki rétt né fallega. Ég man enn þegar ég spilaði Kostervalsinn í fyrsta sinn fyrir þig, þú fórst strax í dansstöðu og dansaðir allt lagið á enda og ljómaði af þér ánægjan. Þú varst upptekinn af að ég til- einkaði mér kunnáttu ömmu um málun, hvort sem það var að mála á léreft eða silki. Þú varst svo stoltur af henni og hennar list- hæfileikum. Ég heyrði þig oft segja; hún amma þín hefði átt að fæðast 50 árum seinna, þá hefði hún fengið tækifæri til að þróa hæfileika sína. Ég var ákaflega heppin að eiga svona ömmu og afa, sem gáfu mér svo mikið af sjálfum sér og voru svo upptekin af því sem ég tók mér fyrir hendur. Manstu afi, þegar þú kenndir mér á bíl? Þú fórst með mig út á Álfta- nes og á gamla veginn út að Reykjavíkurflugvelli. Við æfðum og æfðum og þar kom þolinmæði þín og rólegheit sér vel. Eftir um það bil hálft ár bauðst þú bróður mínum og ömmu í bíltúr. Nú skyldu þau fá að sjá hversu flink ég væri orðin. Það vildi nú ekki betur til en að ég náði ekki einni beygjunni á Álftanesveginum og ók út í móa. Þú fórst of hratt í beygjuna, Bergþóra mín, var allt sem þú sagðir með rólegri röddu. Ég vona, að fyrir mig Guð vilji gjalda þér gleðina og ástina margþúsundfalda. Mér finnst sem ég haldi í höndina þína, í hjartanu ógleymdar minningar skína. En sofðu, já sofðu í ró. (Pétur Pálsson.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku afi minn, ég hef svo margt að þakka þér og ömmu. Takk fyrir allt sem þið voruð fyrir mig og mína. Þín Bergþóra. Dagur er að kveldi kominn í lífi Herberts. Hebbi eins og hann var kallaður náði háum aldri eða níutíu árum er hann féll frá 30. sept- ember sl. Hugljúfar minningar á ég um þennan góða dreng. Ég átti því láni að fagna að starfa með honum á námsárum mínum í fyr- irtæki föður míns. Herbert var bakari, hann var fagmaður í sínu fagi, trúr starfi sínu í hvívetna. Margir kostir prýddu þennan öðling þó að fátt eitt sé nefnt. Stundvísi Herberts til sinna starfa var viðbrugðið, hann var einstakt snyrtimenni hvar sem hann fór yf- ir völl. Hann var næmur á þarfir unglingsins og bauðst til að taka vinnuvaktir þegar á þurfti að halda. Herbert var góður íþrótta- maður á sínum yngri árum, enda var atgervi hans allt á þannn veg. Hann stundaði knattspyrnu í knattspyrnufélaginu Herði á Ísa- firði, en fimleikar voru hans grein. Síðast sá ég hann ganga á hönd- um, þá sjötugan eftir langan vinnudag og fór hann létt með drjúgan spotta. Herbert eignaðist samhenta og góða fjölskyldu sem ég átti því láni að fagna að kynnast, en grunnur að henni var yndisleg eiginkona hans Björg Bergþóra Bergþórs- dóttir fædd í Flatey á Breiðafirði. Ég kynntist Beggu eins og hún var kölluð þegar ég kom á þeirra fallega heimili á Rauðalæk 15. Þar fór hlý kona um híbýli og tók drengnum eins og hún hefði þekkt hann í áratugi. Ekki verður allt rakið hér í stuttri grein en minn- ingin er sterk um þessi sómahjón. Herbert upplifði að missa konu og son á árinu 1995 og var það há- öldruðum manni mikil reynsla, en hann gekk uppréttur eftir sem áð- ur. Guð blessi góðan dreng. Við hjón þökkum fyrir samveruna og biðjum aðstandendum öllum Guðs blessunar. Bjarni og Rín. SIGURJÓN HERBERT SIGURJÓNSSON Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku Herbert minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Helga. HINSTA KVEÐJA ✝ Tryggvi Marías-son fæddist á Faxastöðum í Grunnavíkurhreppi í Norður-Ísafjarðar- sýslu 25. júní 1930. Hann lést á Landspít- alanum 10. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Marías Þorvaldsson f. 13. maí 1895, d. 7. ágúst 1956 og Sigríður Jónsdóttir, f. 26. apr- íl 1894, d. 20. septem- ber 1974. Tryggvi kemur úr stórum systkinahópi, ellefu alsystkini og fimm hálfsystkini. Tryggvi var í sambúð með Guð- björgu Hallgrímsdóttur frá Siglu- firði, d. í október 1997. Dóttir þeirra er Kristín, f. 1969, dóttir hennar er Birgitta Ósk, f. 1988. Síðustu 10 ár var Tryggvi í sambúð með Ellýju Þórðar- dóttur frá Vest- mannaeyjum og bjuggu þau saman í Kópavogi. Fjölskyldan flutti til Ísafjarðar 1939. Tryggvi flutti til Reykjavíkur í kring- um 1965. Tryggvi var mikið inni í Ísa- fjarðardjúpi á bænum Ármúla. Hann var til sjós á yngri árum en lengst af var hann vörubílstjóri. Útför Tryggva fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað, en í hjarta mínu er mikil sorg og söknuður. Við áttum margar góðar stundir saman í gegnum árum. Það var alltaf svo gaman að fara með þér vestur og heimsækja Rósu og Jóa á Ármúla. Þegar ég var lítil komst þú oft í heim- sókn í Fannarfell, þar sem ég bjó með mömmu, ég man að krakkarnir sögðu alltaf „Kristín, stóri maðurinn er að koma í heimsókn“. Þú varst stór, yfir 2 metrar og krökkunum fannst þú eins og risi. Ég var svo glöð að sjá þig. Þú vannst þá fyrir Ístak og komst alltaf á vörubílnum, það fannst mér svaka gaman. Ég ferðað- ist mikið með þér á græna vörubíln- um. Einu sinni vorum við á leiðinni til Reykjavíkur frá Mjólkárvirkjun og þú borðaðir hákarl alla leiðina og ég var að kafna af lyktinni, þér fannst þetta mikið fyndið. Síðustu árin starfaðir þú fyrir Klæðningu og voru það ánægjuleg ár hjá þér í starfi. Við áttum frábærar stundir saman á Mallorca ég, þú, Ellý og Birgitta í júní 2000, þú komst í heimsókn til okkar og við héldum uppá 70 ára af- mælið þitt saman. Þú kynntist Ellý fyrir 10 árum síð- an, þið hafið átt góð ár saman og þið áttuð líka vel saman, þið spiluðuð bæði á harmonikku og þegar við komum í Lundarbrekku var fjör. Fjölskylda Ellýar, vinir og vanda- menn tóku þér vel og vil ég þakka þeim öllum fyrir að hafa verið þér svona góð. Elsku pabbi, þú hringdir í mig 5. maí sl. Þá var ég stödd hjá Mása í Ólafsvík, ég heyrði á þér að eitthvað var að. Í fyrstu vildir þú ekkert segja mér, sagðir að þú talaðir bara við mig á morgun, en þegar ég bað þig um að segja mér hvað væri að sagðir þú að þú værir kominn með krabbamein. Það var mikið áfall, ég hélt að þú myndir verða hjá mér alltaf en auð- vitað kveðjum við öll, það er það eina sem er öruggt. Pabbi, þú ert búinn að vera svo duglegur að ég á ekki orð um það, ég keyrði þig á spítalann mánudaginn 6. október, þú varst orðinn svo slappur þá og versnaðir dag frá degi, þar til þú kvaddir föstudaginn 10. október. Ég vil þakka lækninum þínum og starfsfólki á 11-E, allir voru þér svo góðir. Sofðu rótt, pabbi minn, þar til við hittumst á ný. Þín dóttir Kristín Þ. Tryggvadóttir (Didda). TRYGGVI MARÍASSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.