Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRFESTAR - GOTT TÆKIFÆRI FELLSMÚLI - WORLD CLASS HÚSIÐ Vegna væntanlegrar uppbygg- ingar World Class í Laugar- dalnum erum við með í sölu 1.769 fm húsnæði þeirra við Fellsmúla 28. Um er að ræða steinsteypt hús, byggt 1984. Skipting er þannig að neðri hæðin er 1.376 fm og efri hæð- in 395 fm. Húsið er í mjög góðu standi og var m.a. endur- múrað að utan og einangrað að innan fyrir um 6 árum. 80 sérbílastæði fylgja húsinu ásamt sameiginlegum stæðum, sem eru á sameiginlegri lóð sem liggur niður á Grensásveg. Húsnæðið er í dag innréttað sem líkams- ræktarstöð af fullkomnustu gerð, en gæti hentað undir margs konar starfsemi, svo sem heildsölu, verslun o.fl. Staðsetning er mjög góð og stendur húsið á sameiginlegri 12.264 fm lóð. Brunabótamat hússins er kr. 162.000.000. Upplýsingar gefur Ólafur B. Blöndal hjá Fasteign.is Sími 6-900-811. SÍMI 5 900 800 Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík FENSALIR MEÐ BÍLSKÚR Glæsilega innréttuð 4ra til 5 herb. íbúð á miðhæð í 3ja hæða húsi ásamt sérbyggðum bílskúr. Þvotta- hús í íbúð. Stærð íbúðar er 129,5 og bílskúr 32,0 fm. Stórar suður svalir. Sérsmíðaðar innréttingar. Áhv. hús- bréf 8.4 millj. Verð 19,9 millj. nr. 3571 BOGAHLÍÐ - LAUS Vorum að fá í einkasölu 3ja -4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt íbúðar- herbergi í kjallara. Vel staðsett. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Verð 12,9 millj. 3572 FREYJUGATA - AÐALHÆÐ Vorum að fá í einkasölu miðhæð í 3ja íbúða húsi. Hæðin er 120 fm. Húsið er virðulegt og vel staðsett í götunni. Verð 17,5 millj. FANNAFOLD M/BÍLSKÚR Mjög vandað og gott parhús um 154,0 fm. á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á hornlóð með stórri timburverönd í suðvestur. Útiarin. Snjóbræðsla í stéttum og bílaplani. Áhv. húsb. 7,2 millj. Verð 24,9 millj. nr. 3570 MÍMISVEGUR Góð 2ja herbergja íbúð í eftirsóttu húsi, frábær staðsetn- ing. Íbúðin er laus strax. Verð 10,5 millj. FYRIR ALDRAÐA - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ Fyrir 55 ára og eldri Rúmgóð og falleg 3ja herb. íbúð, tæpir 90,0 fm á 4. hæð í lyftublokk. Lagt fyrir þvottavél á baði, góð tvö svefnherbergi. Snyrtileg blokk, húsvörður. Laus Strax. nr 3999. SKÚLAGATA 60 ára og eldri. Glæsileg 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Lyfta í húsinu auk húsvarðar. Hús í góðu viðhaldi, nýmálað. Mjög rúmgóð um 84 fm. Verð 13,9 millj. nr. 4010 HÆÐAGARÐUR ALDRAÐIR Góð og rúmgóð 2ja herb. Íbúð á 3. hæð, suður. Íbúðin er í mjög góðu ástandi. Laus strax. Horníbúð, suður og austur. Ekkert áhvílandi. VERÐ 15,0 MILLJ. jöreign ehf Næsta tölublað af tímaritinu sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 25. október n.k. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 21. október kl. 16. Auglýsendur! Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Frítt til áskrifenda Morgunblaðsins! m TÍMARITUMMAT&VÍN270620035102003 Í A IT UM A m m TÍMARIT UM MAT & VÍN092003 3.TBL LOKATÖLUR úr laxveiðiánum streyma nú inn og liggja m.a. fyrir lokatölur úr vopnfirsku ánum þremur. Ljóst er að á þeim slóðum var veiðin mjög góð og borin að stórum hluta uppi af tveggja ára laxi úr sjó. Selá endaði með 1.560 laxa, sem er að vísu heldur lakara en í fyrra, 1.653, en frábær tala eigi að síður. „Þetta var frábært sum- ar í Selá og lax- inn að meðaltali mjög stór. Sjálfur missti ég eitt tröll sem tók rækjuflugu eftir Kristján Gíslason í Bjarnarhyl. Þeir höfðu verið að elta gárutúpur hjá mér og það er gríðarlega spenn- andi þegar þeir gera það. Þeir vildu hins vegar ekki taka, svo ég setti á þessa litlu rækju og sökkti flugunni. Þá kom þessi hrikalega negling og laxinn kom strax upp að mér til að skoða mig og kanna að- stæður. Svo tók hann feiknaroku og stökk og var af. Þetta var svona 22–24 punda tröll, leginn hængur,“ sagði Rafn Hafnfjörð, umsjónar- maður innlendrar veiðileyfasölu í Selá. Hofsá var skammt undan með alls 1.481 lax. Það er nokkru lakara en í fyrra, en þá veiddust 1.911 lax- ar. Sumartalan þykir eigi að síður mjög góð og sérstaklega þegar smálaxabresturinn er skoðaður. Mikið var af stórlaxi í ánni og með- alþyngd eftir sumarið líklega nærri 10 pundum. Tveir 20 punda Vesturdalsá kom kannski á óvart með aðeins 190 laxa, en Lárus Gunnsteinsson, einn leigutaka árinnar, sagði það ekkert að marka, varla hefði verið bleytt færi í ánni í september nema til að veiða bleikju. „Það var töluvert af laxi í ánni og margir stórir. Það veiddust m.a. tveir 20 punda í sumar. Við er- um hins vegar að minnka veiði- álagið á ánni þannig að heildar- tölur segja ekki neina sögu um hvað gekk af laxi,“ sagði Lárus. Hann bætti við að sjóbleikja hefði „haugast inn“ í sumar og vel yfir þúsund stykki hefðu veiðst. „Uppúr miðjum júlí gátu menn bara farið og veitt eins og þeir vildu af vænni bleikju. Það var eng- in sjóbleikjuþurrð í Vesturdalsá, þvert á móti var meira af henni en oft áður,“ bætti Lárus við. Veiði var slök í Fossálum á Síðu í haust og aðeins milli 40 og 50 birt- ingar dregnir á þurrt. Í blálokin veiddist þó einn stór, 12,5 punda fiskur sem tók spón í Syðri ál. Þetta var sá stærsti úr ánni í haust. Klakveiðimenn sem drógu á í Eystri Rangá fengu meira en lax í netin sín. Í Tunguvaði kom m.a. 6 punda bleikjuhængur og sjóbirt- ingur sem vó milli 3 og 4 pund. Hann var hirtur í soðið, en er hann var slægður í heimahúsi fannst í honum heilleg fullvaxin hagamús! Gott sumar í Vopnafirði Margir stórir laxar veiddust í ám á Norður- og Norð- austurlandi, eins og þessi 20 pundari í Vatnsdalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? DÓTTURFYRIRTÆKI Alcoa í Ástralíu var nýlega valið í hóp þeirra tíu ástralskra stórfyrirtækja sem þykja hafa staðið sig best í því að axla samfélagslega ábyrgð. Fyr- irtækið RepuTex útnefnir á hverju ári áströlsk stórfyrirtæki sem þykja hafa skarað fram úr á þessu sviði. Veitt eru verðlaun í fjórum flokk- um; fyrir stjórnun, umhverfis- stefnu, stefnu í málefnum nærsam- félaga og fyrir starfsmannastefnu. Námafyrirtæki í eigu Alcoa í Ástralíu var einnig nýlega veitt verðlaun fyrir árangur á sviði heilsuverndar og öryggismála, svo- kölluð MINEX-verðlaun. Þau eru veitt árlega af samtökum námafyr- irtækja þar í landi. Að mati RepuTex hefur Alcoa í Ástralíu staðið sig best allra þar- lendra stórfyrirtækja í því að rækta gott samband við nærsamfélög. Fyrirtækið vermir sjötta sætið þeg- ar heildarniðurstaða í öllum fjórum flokkum er reiknuð út en alls nær úttekt RepuTex til 100 ástralskra stórfyrirtækja, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Alcoa. Wade Hughes, upplýsingastjóri umhverfis-, heilsuverndar- og ör- yggismála hjá Alcoa, sem starfað hefur mikið að undirbúningi álvers Alcoa í Reyðarfirði, segir að við- urkenningarnar skipti fyrirtækið miklu máli. „Það er það sem við ger- um, ekki það sem við segjum, sem skiptir máli. RepuTex og Minex hjálpa okkur að skilja hvernig starf- semi okkar er vegin og metin af fólki sem stendur utan fyrirtækis- ins. Við lítum svo á að viðurkenn- ingarnar séu til marks um að við er- um að stefna í rétta átt,“ segir Hughes. Alcoa fær verðlaun fyrir ör- yggismál Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.