Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 283. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lokakafli Njálssögu Myndasagan Blóðregn kemur út á morgun 36 Eivör Pálsdóttir Hefur unnið sér nafn fyrir frábæran söng B12 Sælkeri á sunnudegi Pasta með salsiccie- og rósmarínsósu B8 BÖRN með einhvers kon- ar þroskafrá- vik eiga mest á hættu að verða lögð í einelti en 27% barna með slík vandamál eru lögð í ein- elti á móti 14% annarra barna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem náði til 10.000 norrænna barna á aldrinum 2–17 ára. Börn sem eru ofvirk, með geðraskanir eða eiga við offituvanda að stríða eru í mestri hættu á að verða fyrir einelti. Jón Páll Hallgrímsson, ráðgjafi hjá Regnbogabörnum, segir að flestir ein- staklingar sem leita til Regnbogabarna eigi við einhvers konar þroskafrávik að stríða. „Það er eins og það sé ekki um- burðarlyndi hjá landanum fyrir einhverju sem er öðrvuvísi,“ segir Jón Páll og bætir því við að það megi rekja beint til sam- skiptahátta fullorðins fólks. „Samfélagið hér hefur breyst svo mikið og kröfurnar eru orðnar svo miklar. Bilið milli fólks hefur breikkað töluvert. Í staðinn fyrir að þjappast saman og vera góð hvert við annað þá er fólk umtalsillt og bregst jafn- vel illa við ef einhverjum gengur vel. Þetta smitar út frá sér og til barnanna,“ segir Jón Páll. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að það er mikill munur milli Norðurlandanna á fjölda barna sem lögð eru í einelti. Ísland er þar næstneðst í röðinni en hér er gert ráð fyrir að um 10% barna séu lögð í ein- elti. Í Svíþjóð er þessi tala 7% en 23% í Finnlandi. Um 19% danskra barna eru lögð í einelti og 15% norskra. Norræn rannsókn á einelti Um 10% barna hér sæta einelti Börn sem eru með ein- hvers konar þroskafrávik eru í mestri hættu UM sex hundruð menn undir forustu Ítala vinna nú við dýrustu framkvæmdir Íslandssögunnar uppi á hálendi Austurlands. Þessir starfsmenn veifa vegabréfum 27 þjóða og tala enn fleiri tungumál og eiga fátt annað sameiginlegt en að vinna við að reisa virkjun og að geta ekki borið nafn staðarins fram. Enginn er kominn á þennan kuldalega en til- komumikla stað til að setjast að og njóta nátt- úrufegurðarinnar. Stefnan er sett á að safna peningum og koma sér heim. Því er gullgrafarablær á Kárahnjúkum þótt sumir hafi þurft að grafa eftir sínu gulli sokka- lausir og illa skóaðir. „Maður er hérna bara til að græða, ekkert annað,“ segir Faustino Silva, fjörutíu og eins árs Portúgali. Hann segist hafa tvö þúsund evrur á mánuði sem séu tvöföld, jafnvel þreföld laun sem trésmiður á borð við hann fær í Portúgal. Uppgrip fyrir Silva, en óvíst hvort verkalýðs- hreyfingin telur það sanngjarnt eða reglum samkvæmt fyrir tíu tíma vinnu á dag, sex daga vikunnar. Sömu sögu virðist vera að segja af öll- um sem rætt var við. Þetta er vel borguð vinna, oftast er talað um tvöföld laun miðað við heima- landið en misvel borguð eftir hvaðan menn koma. Að því ógleymdu að víða er enga vinnu að fá. Silva er þó ekkert óánægður. Hann segist vera vanur að vinna að svona stórverkefnum, í vinnubúðum í framandi landi. „Svona vinna er alltaf erfið. Aðstæður eru ekki svo slæmar mið- að við margt sem ég hef kynnst.“ Kalsastörf við Kárahnjúka Morgunblaðið/Kristinn  Daglaunamenn á fjöllum/B1 & 4–7 BANDARÍSKIR alríkislög- reglumenn hafa yfirheyrt tví- tugan námsmann sem talinn er hafa komið dúkahnífum og öðr- um grunsamlegum hlutum fyrir í tveimur farþegaflugvélum, er varð til þess að fyrirskipuð hef- ur verið leit í öllum bandarísk- um farþegaflugvélum, sem eru alls um sjö þúsund talsins. Í yfirlýsingu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu segir, að rannsókn málsins bendi til að ekki stafi frekari hætta af námsmanninum. „Það er ekkert sem bendir til þess, að þetta mál tengist á nokkurn hátt hryðju- verkum,“ sagði talsmaður bandaríska heimavarnaráðu- neytisins. Pakkar sem innihéldu dúka- hnífa, leir, bleikiklór og hót- unarbréf fundust við reglu- bundna leit í tveimur vélum flugfélagsins Southwest á fimmtudaginn. Leitað var í öll- um 385 vélum félagsins, en ekki fundust fleiri pakkar. Michael Barr, sem stjórnar þjálfun flugöryggisráðgjafa í háskólanum í Suður-Kaliforníu, segir að það sé að öllum lík- indum of djúpt í árinni tekið hjá lögregluyfirvöldum að fyr- irskipa leit í öllum bandarískum farþegaflugvélum. „Þetta er einhver sem vill benda á, að þrátt fyrir að öryggisgæsla á flugvöllum eigi að heita hert hafi hann getað farið með dúka- hnífa um borð,“ segir Barr. Embættismenn taka í sama streng og segjast telja að náms- maðurinn hafi ekki haft hryðju- verk í huga, heldur einungis viljað ögra samgöngu- öryggisstofnuninni (TSA), sem sett var á fót í þeim tilgangi að auka öryggi á bandarískum flugvöllum í kjölfar hryðjuverk- anna 11. september 2001, þegar dúkahnífar voru notaðir til flugrána. Haft er eftir heimild- armönnum að námsmaðurinn hafi undanfarna mánuði sent TSA bréf þar sem hann hafi sagst ætla að afhjúpa bresti í samgönguöryggiskerfinu í Bandaríkjunum. Fyrirskipa leit í sjö þús- und farþegaflugvélum Washington. AFP. NUNNUR úr Góðgerðarreglunni á Indlandi ganga yfir Péturstorgið í Vatíkaninu í gær, en búist er við á fjórða hundrað þúsund rómversk- kaþólskum pílagrímum til Rómar í dag til að fylgjast með þegar Jó- hannes Páll páfi II tekur móður Teresu, sem lést fyrir sex árum, í tölu hinna blessuðu, sem er fyrsta skrefið í að hún verði gerð að dýr- lingi. „Hún var dásamleg mann- eskja, svo sannarlega guðsgjöf. Hún hugsaði einungis um annað fólk,“ sagði einn pílagrímanna. Enginn hefur komist jafn fljótt í tölu hinna blessuðu og móðir Ter- esa. Syam Prasad Babu, fyrrver- andi járnbrautastarfsmaður á Ind- landi sem kvaðst hafa læknast af nýrnasjúkdómi eftir að hafa beðið til móður Teresu skömmu eftir að hún lést, var kominn til Rómar frá Kalkútta. „Móðir Teresa hugsaði um mig,“ sagði hann.Reuters Móðir Teresa í tölu hinna blessuðu GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hét því í gær að veita Filippseying- um aðstoð við að koma lögum yfir íslamska upp- reisnarmenn í samtökun- um Abu Sayyaf og leggja ríkjum í Suðaustur-Asíu lið í að uppræta Jemaah Islamiyah, samtök sem tengd eru hryðjuverka- samtökum Osama bin Ladens, al-Qaeda. „Stjórn mín og stjórn ykkar vinna að sama markmiði. Við munum koma lögum yfir Abu Sayyaf,“ sagði Bush er hann ávarpaði filipps- eyska þingið í gær, fyrstur bandarískra for- seta í rúm 40 ár. Bush sagði ennfremur, að Bandaríkjamenn myndu veita aðstoð við endurnýjun og umbætur á filippseyska hernum, sjá um þjálfun hermanna og leggja fram fjárhagsaðstoð. Forsetinn tók ekki fram hversu há sú aðstoð yrði. Bush heitir aðstoð Manila. AFP. George W. Bush ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.