Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EF ÉG finn fyrir söknuðihlusta ég á tónlist frálandinu mínu – Gíneu. Umleið og tónarnir flæða umherbergið líður mér betur. Tónlistin er svo stór hluti af lífi mínu og uppruna,“ segir gíneski trommu- leikarinn Lansana Camara Sagatala hæversklega og strýkur varlega yfir skinnið á uppáhalds Djembetromm- unni (bongótrommunni) sinni. Lansana hefur lánað gestinum lít- inn koll. Hann situr ásamt Orville Pennant dansara á rúminu. Öðrum sætum er ekki til að dreifa í snyrti- legu kjallaraherbergi Lansana í Breiðholtinu. Orville útskýrir hvern- ig heimsókn Lansana hingað til lands bar að höndum. „Ég hef lagt mig fram um að kynna afrískan dans og tónlist fyrir Íslendingum alveg frá því að ég kom hingað fyrst frá New York fyrir tólf árum. Einn liður í því hefur verið að sækja mér þekk- ingu og ferðast til landa víðs vegar í Afríku. Ég hef hrifist mest af Gíneu af öllum þessum löndum. Menning Gíneu-búa er í mínum huga einhver upprunalegasta Afríkumenningin.“ Orville útskýrir að með Gíneu eigi hann ekki við Gíneu-Bissá heldur ná- grannaríkið Gíneu á vesturströnd Afríku. „Ég kynntist Lansana þegar ég fór í annað skipti til Gíneu til að læra dans. „Pabbi hans, Sekouba Camara, var kennari danskennarans míns og Lansana einn af undirleik- urunum á námskeiðinu mínu.“ Svíar ekki opnir Orville segist hafa byrjað að kenna Lansana ensku eftir að hann kom til Íslands fyrir ári. Lansana talar hægt, velur hvert orð af kost- gæfni og grípur til frönskunnar ef mikið liggur við. Hann segist hafa verið nýkominn úr vinnuferð til Sví- þjóðar, Þýskalands og Skotlands þegar hann kynntist Orville í Gíneu árið 2000. „Vinur minn er dansari í Svíþjóð. Hann bauð mér að koma til Svíþjóðar til að vinna árið 1999. Við fórum þangað bæði ég og konan mín. Dóttir okkar, sem er núna sex ára, varð eftir hjá stórfjölskyldunni í Gí- neu. Konan mín heitir Fanta Camara og er bæði söngkona og dansari.“ Andlitsdrættir Lansana verða al- varlegri þegar hann segir frá því að hann hafi því miður fengið takmark- að að gera í Svíþjóð. „Við kynntumst heldur ekki mörgum Svíum í Sví- þjóð. Svíar virtust ekkert sérstak- lega mikið fyrir að blanda geði við ókunnuga. Engu að síður þótti mér gaman að koma til Svíþjóðar og ekki síður til Þýskalands og Skotlands á leiðinni aftur til Gíneu.“ Fimm trommur undir Lansana er beðinn að segja svolít- ið frá sjálfum sér. „Ég er fæddur og uppalinn í höfuðborg Gíneu – Conakry. Mamma mín, Mariam Sylla, er söngkona. Pabbi er virtur danskennari. Við vorum upphaflega sjö systkinin. Ég átti þrjá bræður og þrjár systur. Eftir að eitt af eldri systkinum mínum dó erum við bara sex eftir. Fjölskylda mín er ósköp venjuleg á gíneskan mælikvarða. Við höfðum alltaf til hnífs og skeiðar – sultum aldrei eins og sumir,“ segir Lansana. Hann fékk ungur áhuga á tromm- um. „Ég byrjaði að æfa mig á því að berja á botninn á tómum djúsbrúsa þegar ég var svona níu eða tíu ára. Ef mig misminnir ekki var ég tólf ára þegar ég bað um að fá að fara til kennara.“ „Pabbi þinn var alveg á móti því – ekki satt?“ skýtur Orville inn í um- ræðuna. „Jú, jú, mikið rétt. Hann Blóðrautt sólarlag, taktfastur trommuleikur og iðandi afró-dans langt norður í Atl- antshafi. Orville Pennant gerði sér lítið fyrir og færði Afríku í Austurbæ síðasta vetur. Með gíneska trommu- leikarann Lansana Camara Sagatala sér við hlið ætlar hann að halda áfram að kynna afríska menningu fyr- ir Íslendingum í vetur. Anna G. Ólafsdóttir settist niður með tvímenningunum í Breiðholtinu á dögunum. Trommurnar eru sjaldan fjarri vinunum Lansana og Orville. Orville (annar frá vinstri í efri röð) tók þátt í námskeiði í Gíneu þar sem þátttakendur ferðuðust milli þorpa og lærðu dansa af þorpsbúum. Með honum á myndinni eru konur úr einu þorpinu (neðri röð) og aðstoðarkonur námskeiðshaldarans (efri röð). Lansana kemur úr þekktri gíneskri listamannafjölskyldu. Djúsbrúsi var fyrsta hljóðfærið GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is 100 HEPPNIR KAUPENDUR FÁ BÓKINA ÓKEYPIS! Ef þú ert viðskiptavinur Íslandsbanka geturðu keypt nýjustu Harry Potter bókina í forsölu í hraðbönkum Íslandsbanka. Tveimur til þremur dögum fyrir útgáfudag verður bókin svo send heim til þín. Hundrað heppnir kaupendur gætu hitt á töfrastund og fengið bókina endurgreidda. Þess vegna getur borgað sig fyrir aðdáendur Harry Potters að freista gæfunnar. Í S LANDSBANKI Hvar sem þú ert Freistaðu gæfunnar í hraðbankanum! Forsala á Harry Potter og Fönixreglunni í hraðbönkum Íslandsbanka Penninn–Eymundsson keyrir bækurnar út á eftirfarandi svæðum: Höfuð- borgarsvæðið (nema Kjalarnes), innanbæjar á Akureyri, Akranesi, Keflavík, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Bókin er send með pósti á aðra staði. F í t o n F I 0 0 7 9 7 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.