Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 33 niðurstaða hins nýja hæstaréttardóms, því að með henni eru tekin af öll tvímæli um túlkun hins fyrri dóms að þessu leyti. Margir töldu einmitt að mestu tímamótin, sem fælust í þeim dómi, væru þau að Hæstiréttur legðist gegn tengingunni við tekjur maka yfirleitt og sneri þannig við þeirri hugsun, sem verið hefur ríkjandi allt frá upphafi almannatrygginga hér á landi, að ástæðulaust væri að greiða peninga úr opinberum sjóðum til þeirra, sem ekki þyrftu sannanlega á þeim að halda til að kom- ast af. Þetta hefur m.a. verið stefna Morgun- blaðsins, og þá m.a. með þeim rökum, að þá peninga, sem þannig væri hægt að spara, ætti að nota til að hækka bætur til hinna, sem á þeim þyrftu að halda. Í ljósi þessarar niðurstöðu hljóta menn líka að verða að skoða þau stóru orð, sem féllu á Al- þingi á föstudag, einkum og sér í lagi í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um að rík- isstjórnin hafi vitandi vits reynt að brjóta stjórnarskrána aftur og sýnt „einbeittan brota- vilja“. Aðvaranir um brot á eignarrétti? Um fyrningu krafna öryrkja er Hæstirétt- ur sammála ríkis- stjórninni. Stjórnar- andstöðuþingmenn héldu því aldrei fram í umræðunum 2001 að sá þáttur laganna færi í bága við stjórnarskrá. Þar hafði stjórnarand- staðan fremur uppi sanngirnisrök en lögfræði- leg rök. Loks er það spurningin um lögmæti þess að gera hina nýju skerðingarreglu laganna aft- urvirka í tvö ár. Þar telur Hæstiréttur að lögin hafi brotið eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Það er hins vegar í bezta falli misminni hjá Össuri Skarphéðinssyni þegar hann segir í Morgunblaðinu í dag, laugardag, að þetta hafi verið eitt aðalatriðið í málflutningi stjórnarand- stöðunnar á sínum tíma. Þegar lesið er í gegn- um þingtíðindin frá þessum tíma fer ekki á milli mála að það var aukaatriði, þótt bæði Össur og Steingrímur J. Sigfússon töluðu um afturvirkni laga. Í stjórnarskránni er raunar aðeins talað um skattalög varðandi afturvirkni, enda styðst Hæstiréttur ekki við þá grein stjórnarskrár- innar, heldur ákvæðið um friðhelgi eignarrétt- arins. Þannig sagði Össur: „Í öðru lagi, og það er mál sem skiptir verulega miklu en hefur fengið ótrúlega litla umræðu, þá er eitt af því sem hér er að gerast sú staðreynd að verið er að leggja fyrir [frumvarp] sem hefur í för með sér aft- urvirkni, þ.e. með frv. ríkisstjórnarinnar er lagt til að þegar menn fara að greiða öryrkjum bæt- ur aftur í tímann verði fyrstu tvö árin, þ.e. frá núverandi dagsetningu til byrjunar ársins 1999, beitt þeirri skertu tekjutryggingu sem er að finna í frv. hérna. Og, herra forseti, síðan hve- nær hefur [Sjálfstæðisflokkurinn] verið sér- staklega talsmaður þess að beita afturvirkni með þessum hætti? Þetta er eitt af því sem við höfum fært inn í umræðuna. Ég hef spurt [háttvirta þingmenn Sjálfstæðisflokksins] um það hvernig á því standi að þeir treysti sér til að flytja þetta fram og ég hef engin svör fengið. Ég hef bent á það í umræðunni, herra for- seti, að einmitt á Þingvöllum 1994 lofuðum við breytingum á stjórnarskránni sem við upp- fylltum síðan 1995 og þar inni eru einmitt ákvæði um afturvirk lög. Ég spyr, herra for- seti: Hvernig stendur á því að Sjálfstfl. reynir ekki einu sinni, aðspurður, að útskýra hvernig hann treystir sér til þess að gera þetta?“ Steingrímur J. Sigfússon sagði: „Ég er þeirr- ar skoðunar að frv. sé stjórnarskrárbrot líklega á þrennan hátt. Í fyrsta lagi að framlengja áfram þá skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka sem Hæstiréttur hefur að mínu mati dæmt ólöglega. Í öðru lagi að hafa íþyngj- andi lagaákvæði afturvirk. Og í þriðja lagi lít ég svo á að verið sé að gera eign öryrkjanna upp- tæka með því að bera við fyrningu á fjár- munum sem ranglega og sannanlega og með lögleysu hafa verið af þeim teknir. Allt eru þetta stjórnarskrárbrot. Það að taka eign manna án þess að almannahagsmunir krefjist, og það á ekki við hér, er stjórnarskrárbrot. Lög eiga ekki að vera afturvirk með íþyngjandi hætti.“ Þannig má segja að stjórnarandstaðan hafi varað ríkisstjórnina við að hún kynni að fara á svig við stjórnarskrána í þessu efni, en sú við- vörun var hvorki aðalatriði né sett fram með skýrum hætti. Ríkisstjórnin og meirihluti Al- þingis byggði auðvitað m.a. á ráðgjöf færustu lögfræðinga, sem töldu að lögin stæðust stjórn- arskrána í þessu atriði eins og öðrum. Raunar verður ekki séð af samtölum við lögfræðinga, sem birtast í Morgunblaðinu í dag, laugardag, að það hafi legið í augum uppi að Hæstiréttur myndi dæma með þessum hætti, heldur kemur dómurinn þeim fremur á óvart. Styrking félagslegra réttinda? Bæði Össur Skarp- héðinsson og Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður Öryrkjabanda- lagsins, hafa talið nýja hæstaréttardóm- inn styrkja hin svokölluðu efnahagslegu og fé- lagslegu mannréttindi. Ragnar sagði í Morgun- blaðinu í gær, föstudag: „Frá mínum bæjar- dyrum séð sem sérstaks áhugamanns um að koma því á framfæri að efnahagsleg og fé- lagsleg mannréttindi eru jafngild pólitískum og borgaralegum réttindum, þá er þetta auðvitað mjög merkilegur dómur og skref í þá átt að þvinga Alþingi og framkvæmdavaldið til að skilja að við getum ekki flokkað mannréttindi í fyrsta, annan og þriðja flokk eins og kjöt- skrokka.“ Össur sagði í þinginu í gær, föstudag: „[Dómurinn] staðfestir nefnilega að félagsleg réttindi njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.“ Þetta verða að teljast hæpnar ályktanir. Dómurinn verður ekki skilinn öðruvísi en svo, að með fyrri dómi Hæstaréttar hafi orðið til ákveðin kröfuréttindi, sem ekki megi skerða, og verður þá ekki séð að það skipti öllu máli hvernig þau kröfuréttindi urðu til, enda vísar Hæstiréttur ekki til ákvæða stjórnarskrárinnar um félagsleg réttindi í þessu efni, heldur til verndar eignarréttarins, sem telst til hinna klassísku frelsisréttinda í stjórnarskrá. Þvert á móti virðist Hæstiréttur nú í raun- inni hægja á sér á þeirri braut, sem hann lagði út á með fyrri dómnum, þ.e. að dæma út frá hinum félags- og efnahagslegu réttindum. Ef rétturinn hefði staðfest þá túlkun á fyrri dómn- um, að ekki mætti skerða tekjutryggingu ör- yrkja með tilliti til tekna maka, hefði Alþingi væntanlega talið sig hafa mun minna svigrúm til að ákveða hvernig félagslegri aðstoð við til- tekna hópa yrði háttað í framtíðinni hvað þetta varðar. Nú segir Hæstiréttur hins vegar skýrt, að þingið fari með fjárstjórnarvaldið og það sé löggjafans að ákveða, hvernig hátta eigi þeirri opinberu aðstoð, sem öryrkjum sé látin í té. Hins vegar má skilja á dómnum, sé hann skoð- aður í samhengi við fyrri dóminn, að svigrúmi þingsins séu sett þau takmörk, að bætur megi ekki skerða svo mikið vegna tekna maka að bótaþeginn verði algerlega upp á maka sinn kominn fjárhagslega. Þessi niðurstaða er í betra samræmi við sjón- armið þeirra, sem hafa viljað gera greinarmun á pólitískum og borgaralegum réttindum ann- ars vegar og efnahags- og félagslegum rétt- indum hins vegar, en sú túlkun á fyrri dómn- um, sem stjórnarandstöðuflokkarnir, Ragnar Aðalsteinsson og fleiri hafa haldið á lofti vel á þriðja ár. Hún er sömuleiðis í betra samræmi við það viðhorf, sem enn má teljast hefðbundið í vestrænum lýðræðisríkjum, að það sé löggjaf- ans að ráða því hvernig verknaðarskyldum rík- isvaldsins sé fullnægt, m.a. hvernig eigi að upp- fylla félagslegar og efnahagslegar þarfir, en dómstóla að standa vörð um frelsisréttindi í stjórnarskránni, s.s. tjáningarfrelsi og eignar- rétt, og tryggja að ríkisvaldið gæti taumhalds- skyldna sinna með því að ganga ekki á þessi réttindi einstaklinganna. Hvor leiðin er betri? Ástæða er til að ítreka þá afstöðu Morgunblaðsins í þessu efni, sem kom fram í Reykjavíkurbréfi, sem skrifað var stuttu eftir að fyrri hæstaréttardómurinn, sem hér er til umræðu, féll: „Um afstöðu Morgunblaðsins til t.d. menntamála, heilbrigðismála og velferð- arkerfisins almennt ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða. Blaðið hefur alla tíð verið talsmaður sam- hjálpar og velferðarkerfis sem tryggi að allir hafi í sig og á, heilbrigðiskerfis sem veiti öllum góða þjónustu og menntakerfis sem sjái öllum fyrir góðri menntun. Um þessi markmið er raunar enginn ágrein- ingur á Íslandi fremur en í öðrum vestrænum ríkjum. Hitt er allt annað mál hvort menn vilja stjórnarskrárbinda réttinn til þessara gæða og setja þannig í hendur dómstóla að túlka hvern- ig eigi að uppfylla hann. Það hvort afurðir vel- ferðarkerfisins, t.d. menntun, fjárhagsaðstoð við fatlaða og sjúka, heilbrigðisþjónusta eða fé- lagslegt húsnæði, séu fullnægjandi og svari þörfum fólks er eilíft skilgreiningaratriði enda vilja þarfirnar stundum vaxa í takt við viðleitn- ina til að fullnægja þeim. Um leiðirnar til að fullnægja þessum þörfum ríkir ágreiningur og hann er fyrst og fremst pólitísks eðlis. Til þessa hefur ríkt nokkuð almennt samkomulag á Vest- urlöndum um að það sé hlutverk stjórnmál- anna, löggjafans, að skilgreina með hvaða hætti þessum gæðum sé úthlutað. Það er a.m.k. al- varlegt umhugsunarefni, hvort ástæða er til að draga dómstólana inn í þá umræðu.“ Í framhaldi af þessu má velta því fyrir sér, hversu víðtækt gagn það hafi gert baráttu ör- yrkja á Íslandi fyrir mannsæmandi kjörum að þá kjarabaráttu hefur að hluta þurft að heyja fyrir dómstólum. Ekki ber að gera lítið úr þýð- ingu þeirra tveggja hæstaréttardóma, sem hér eru til umræðu, en þegar grannt er skoðað fjalla þeir í raun um frekar afmarkað efni, snerta hagsmuni fárra einstaklinga og ekki þeirra, sem verst eru settir, heldur fremur þeirra, sem betur komast af. Það blasir raunar við að Öryrkjabandalagið hefur náð miklu áþreifanlegri og víðtækari árangri, sem gagnast miklu fleiri umbjóðendum þess, með samn- ingnum, sem gerður var við ríkisvaldið í marz síðastliðnum og kveður á um hækkun grunnlíf- eyris allra öryrkja frá og með næstu áramótum, aldurstengingu bóta og aukin tækifæri fyrir ör- yrkja í atvinnulífinu. Þar er farin hin hefð- bundna pólitíska leið samninga við fram- kvæmdavaldið, sem síðan leggur tillögur að lagabreytingum og auknum fjárveitingum fyrir löggjafarvaldið. Í slíkum samningum fer vænt- anlega ekkert á milli mála og ekki þarf að túlka neina dóma til að komast að niðurstöðu. Meg- instoð öryrkja í þessum samningum við rík- isvaldið eru ekki lagakrókar, heldur almenn- ingsálit, sem er þeim og málstað þeirra hliðhollt, og þar af leiðandi sú röksemd, sem stjórnmálamenn taka alla jafna mest mark á; að ef þeir standa ekki við loforð sín og samn- inga verða þeir óvinsælir og eiga á hættu að ná ekki endurkjöri. Morgunblaðið/Árni Torfason Krakkar á leið heim úr skólanum á Patreksfirði. Þvert á móti virðist Hæstiréttur nú í rauninni hægja á sér á þeirri braut, sem hann lagði út á með fyrri dómnum, þ.e. að dæma út frá hinum félags- og efnahagslegu rétt- indum. Ef rétturinn hefði staðfest þá túlkun á fyrri dómn- um, að ekki mætti skerða tekjutrygg- ingu öryrkja með tilliti til tekna maka, hefði Alþingi vænt- anlega talið sig hafa mun minna svigrúm til að ákveða hvern- ig félagslegri aðstoð við tiltekna hópa yrði háttað í fram- tíðinni hvað þetta varðar. Laugardagur 18. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.