Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 47
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 47
POSTULARNIR höfðuþekkt meistarann nán-ar en aðrir og fylgthonum, og voru þvíótvíræðir leiðtogar í
augum hinna frumkristnu. Eftir
Golgata og himnaförina njóta
þeir enn sömu virðingar, en far-
ið er jafnframt að kalla aðra úr
lærisveinahópnum til ábyrgð-
arstarfa sökum þess að kirkjan
er tekin að vaxa hratt. Sjö
djáknar eru í þessu sambandi
nefndir í Postulasögunni, og 72
lærisveinar aðrir, sendir út með
tíðindin góðu. Einnig gæti hafa
spilað þar inn í – og trúlega er
það svo – að postularnir lögðu
flestir tiltölulega snemma út í
heim með fagnaðarboðskapinn
og við það myndaðist skarð á
heimaslóð, sem varð að fylla.
Við höfum undanfarið lesið
um hvert þeir fóru, og þótt trú-
boðinu hafi mestmegnis verið
stefnt að Gyðingum í dreifing-
unni, er ljóst að það hefur ekki
verið svo að öllu leyti. Í Armeníu
varð kristni t.d. gerð að ríkistrú
árið 301. Einnig bera margar
arfsagnir vitni um, að post-
ularnir voru gjarnan á ferð með-
al „villimanna“, en ekki siðaðra
þjóða.
Áhrif postulanna hér á landi
er víða að finna. Nöfn þeirra
urðu mörg hver æði vinsæl, og
eru enn, eins og komið hefur
fram, en órækasta vitnið er samt
frá kaþólskum tíma, þ.e.a.s. frá
upphafi kristni og fram að sið-
breytingu, 1550. Þar er ég að
tala um kirkjurnar, sem margar
hverjar áttu postulana að nafn-
eða verndardýrlingum. Guð-
brandur Jónsson (1888–1953)
tók saman lista um þetta, og er
niðurstaða hans sú, að Pétur
hafi tengst þannig 73 kirkjum
(nafndýrlingur 46 (auk reyndar
4 ásamt með Páli), vernd-
ardýrlingur 27), Jóhannes 28
(nafndýrlingur 11, vernd-
ardýrlingur 17), Andrés 18 nafn-
dýrlingur 10, verndardýrlingur
8), Bartólómeus 4 (nafn-
dýrlingur), Jakob eldri 4 (nafn-
dýrlingur 1, verndardýrlingur
3), Matteus 1 (nafndýrlingur),
postular allir 1 (nafndýrlingar),
og Tómas 1 (verndardýrlingur).
Listinn er annars þessi í fullri
mynd (stafsetning að mestu lát-
in halda sér, en ekki gert upp á
milli nafn- og verndardýrlinga).
Ekki er í öllum tilvikum ljóst við
hvaða kirkjustað nákvæmlega er
átt, og þar við bætist að sum
umræddra guðshúsa voru síðar
lögð af.
Pétur postuli: Akrar á Mýrum, Ásar
eystri í Skaftártungu, Ásgeirsá í Víðidal,
Bíldsfell í Grafningi, Bustarfell, Bær í
Borgarfirði, Dalur undir Eyjafjöllum,
Djúpadalur í Eyjafirði, Draflastaðir,
Einarsstaðir í Reykjadal, Ey í Land-
eyjum, Eyri í Arnarfirði (Rafnseyri), Eyri
í Seyðisfirði, Fell í Sléttuhlíð, Flatatunga,
Garðar á Álftanesi, Garpsdalur, Geld-
ingaholt, Gröf í Hrunamannahreppi,
Gunnarsholt á Rangárvöllum, Hagi í Holt-
um, Hallormsstaður, Háls í Fnjóskadal,
Heynes á Akranesi, Hof á Höfðaströnd,
Hof í Gnúpverjahreppi, Holt í Fljótum,
Hrafnagil, Hraungerði, Hvammur í
Hvammssveit, Höskuldsstaðir, Kalastaðir
á Hvalfjarðarströnd, Kálfatjörn á Vatns-
leysuströnd, Kálfanes, Kirkjuból á Rosm-
hvalanesi, Knappstaðir í Stíflu, Kolbeins-
staðir, Krossholt í Kolbeinsstaðahreppi,
Laufás, Laugarnes, Leirá í Leirársveit,
Leirubakki á Landi, Melar í Melasveit,
Miklabær í Óslandshlíð, Möðrudalur á
Fjalli, Mörk undir Eyjafjöllum, Næfur-
holt á Rangárvöllum, Reykholt í Reyk-
holtsdal, Sandvík í Flóa, Saurbær á Kjal-
arnesi, Selárdalur, Skarð á Skarðsströnd,
Skálholtsdómkirkja, Snæfjöll á Snæ-
fjallaströnd, Staðarfell á Fellsströnd,
Staðarhóll í Saurbæ, Staður í Aðalvík,
Svalbarð í Þistilfirði, Svínavatn, Tjalda-
nes, Úlfljótsvatn, Varmá í Mosfellssveit,
Vatnshorn í Haukadal, Villingaholt í Flóa,
Viðeyjarklausturskirkja, Víðimýri, Víði-
vellir, Vomúlastaðir (Ámúlastaðir), Vörðu-
fell á Skeiðum, Þverá í Laxárdal í Þing-
eyjarsýslu, Þvottá, Þönglabakki, Ögur.
Jón postuli [þ.e.a.s. Jóhannes]: Bakki í
Öxnadal, Eyjardalsá í Bárðardal, Eyri í
Bitru, Eyvindarmúli í Fljótshlíð, Fell í
Kollafirði, Flatey á Breiðafirði, Hafra-
fellstunga, Garður í Kelduhverfi, Helga-
fell (klausturkirkjan), Hólmur við Elliða-
ár, Hvammur í Hvammssveit,
Innrihólmur á Akranesi, Kirkjuból í Skut-
ulsfirði, Kross í Landeyjum, Kvenna-
brekka, Meðalfell í Kjós, Miðfell í Hruna-
mannahreppi, Mosfell í Grímsnesi,
Prestbakki í Hrútafirði, Reykjavík (Vík),
Saurbær (Bær) á Rauðassandi, Skarð á
Skarðsströnd, Spákonufell, Staður í
Grindavík, Stórhóll (Espihóll), Svalbarð á
Svalbarðsströnd, Tröllatunga, Víðivellir.
Andrés postuli: Ás í Hálsasveit, Bræðra-
tunga, Haukadalur, Háls í Hamarsfirði,
Hof á Kjalarnesi, Ketilsstaðir á Völlum,
Melar í Melasveit, Ofanleiti, Ólafsvellir,
Ríp, Sandfell í Öræfum, Sjávarborg, Teig-
ur í Fljótshlíð, Tjörn í Svarfaðardal, Urðir
í Svarfaðardal, Vatnshorn í Haukadal,
Þorleiksstaðir í Skagafirði, Þönglabakki.
Barlam postuli [þ.e.a.s. Bartólómeus]:
Otrardalur, Reykhólar, Sámsstaðir í Hvít-
ársíðu, Upsir í Svarfaðardal.
Jakob postuli eldri: Arnarbæli á Fells-
strönd, Innrihólmur á Akranesi, Þerney
með Sundum, Öxnhóll í Hörgárdal.
[Pétur og Páll postular: Hrísar í Helga-
fellssveit, Hvanneyri í Andakíl, Njarðvík
syðra, Skinnastaðir.]
Mattheus postuli: Fagranes.
Thómas postuli: Garður í Kelduhverfi.
Postular allir: Miklagarður í Eyjafirði.
Þannig hefur litli hópurinn úr
Galíleu náð að tengjast okkur
um óraveg í tíma og rúmi, og er
því samofinn menningarsögu
landsins. Það er sko ekki ónýtt.
Út í heim
Áhrif postulanna voru mikil á fyrstu öld, um
það ber kirkjusagan vitni, og nokkrum ár-
hundruðum síðar mátti greina „fingraför“
þeirra enn víðar um heim. Sigurður Ægisson
lítur á það í dag, einkum hvað snertir eyjuna
lengst í norðurhöfum, Ísland.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
MINNINGAR
Kynni mín við
Magnús Ögmundsson
hófust um 1960 í Rafha
á þeim tímum sem Axel
heitinn Kristjánsson réð þar ríkjum.
Rafha var fjörugur vinnustaður þar
sem menn ræddu hin ýmsu málefni í
kaffi- og matartímum.
Þar var fjölsetinn bekkurinn því
þetta var stór vinnustaður.
Meðalaldurinn var talsvert hár því
menn gátu unnið vel fram yfir sjö-
tugt ef heilsan leyfði. Þarna vann
Magnús og hafði sínar ákveðnu
skoðanir á málum. Ég lenti í því að
vinna við hlið hans í nokkra mánuði
og það var því ánægjulegt að end-
MAGNÚS
ÖGMUNDSSON
✝ Magnús Ög-mundsson fædd-
ist á Syðri-Reykjum í
Biskupstungum 25.
maí 1908. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli í Reykjavík 3.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Hafnar-
fjarðarkirkju 13.
október.
urnýja kynnin við hann
þegar hann gerðist
gangavörður í Öldu-
túnsskóla 1965, þar
sem ég starfaði sem
yfirkennari.
Magnús varð strax
vinsæll hjá nemendun-
um. Öldutúnsskóli var
einn fjölmennasti skóli
landsins um þessar
mundir með yfir 800
nemendur. Það er
mjög mikilsvert að sá
starfsmaður sem sinnir
gangavörslu hafi gott
lag á nemendum, sem
þyrpast út úr mismunandi skemmti-
legum kennslustundum í frímínút-
um. Það var því í ýmsu að snúast hjá
gangaverði en Magnúsi fórst það
sannarlega vel úr hendi. Hann gekk
fljótlega undir nafninu afi og bar það
nafn vel. Sjaldan sá maður Magnúsi
bregða og hann kom sínu fram með
ákveðni en lagni og það var oft með
ólíkindum hvað krakkarnir hlýddu
honum í einu og öllu.
Félagslíf kennara var með mikl-
um blóma og við settum á stofn
pöntunarfélag sem starfaði í nokkur
ár eða fram á tíma stórmarkaðanna.
Þar var Magnús hinn besti ráð-
gjafi því hann vissi nákvæmlega
hvað þessi eða hin vörutegundin
kostaði og hvar best væri að gera
innkaupin.
Vinnudeginum var sjaldnast lokið
við enda skóladagsins því Magnús
stundaði mikla garðrækt og mér
segir svo hugur að hann hafi verið
einn stærsti kartöflu- og grænmet-
isbóndinn á höfuðborgarsvæðinu um
tíma. Ég heimsótti hann stundum í
garðinn hans sem var fyrir ofan
kirkjugarðinn þar sem útsýnið er
einna fegurst yfir Hafnarfjörðinn.
Þarna lá hann á hnjánum í beðinu og
skóflaði kartöflunum upp á yfirborð-
ið. Það var ekki verið að bogra neitt
á þeim bæ.
Þegar Magnús hætti gangavörsl-
unni flutti hann nokkru seinna til
Reykjavíkur og sambandið slitnaði.
Þegar heilsan tók að bila fluttu hann
og Kristín, hans ágæta eiginkona í
63 ár, að Hjúkrunarheimilinu Skjóli
þar sem ég starfaði og þá endurnýj-
uðust kynnin aftur. Þar lést hann
síðan 95 ára gamall hinn 3. október
sl.
Að leiðarlokum þakka ég Magnúsi
góð kynni og sendi Kristínu, konu
hans, og sonum þeirra samúðar-
kveðjur.
Rúnar Brynjólfsson.
Þórhallur Árnason,
fyrrverandi bóndi á
Veðramóti í Norður-Múlasýslu, lést
á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
laugardaginn 4. okt. sl. Hann var
tengdafaðir minn í fimmtán ár. Ég
bjó hálft annað ár á Veðramóti á
heimili hans og Dýrleifar konu
hans. Þau hjónin tóku strax afar vel
á móti mér og ég var svo velkomin.
Ég kynntist því Halla, eins og hann
var oftast kallaður, allvel og náið.
Nú á kveðjustund koma svo ótal
margar minningar upp í hugann.
Þ. ÞÓRHALLUR
ÁRNASON
✝ Þorgrímur Þór-hallur Árnason,
fyrrum bóndi á
Veðramóti, fæddist í
Miðfjarðarnesseli í
Skeggjastaðahreppi
24. júlí 1918. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri 4. október
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akureyrarkirkju 10.
október.
Þær mun ég geyma og
ávallt minnast hans
með hlýju. Hann var
mikill ljúflingur og
mátti ekkert aumt sjá.
Þá var hann einstak-
lega barngóður enda
hændust börnin mín
að honum og undu sér
vel í hans návist. Einar
sonur minn varð hon-
um strax sem eitt af
afabörnunum og bar
þar aldrei skugga á.
Þegar dóttir okkar Ás-
geirs fæddist fékk hún
nafn afa síns Þórhalls.
Hann mjög stoltur af því. En Þór-
halla fékk auk nafnsins augnasvip
afa síns en hann hafði sérlega fal-
leg, móbrún augu, oft ljómandi af
glettni. Margar voru stundirnar
sem hann passaði nöfnu sína. Sonur
okkar Angantýr Ómar fékk líka að
njóta afa síns og ósjaldan smeygðu
litlir puttar sér í höndina hans afa
til að skoða veröldina með honum.
Þegar Halli og Dilla fluttu til
Akureyrar saknaði hann verkefna,
útivistar og hreyfingar og gerðist
þá blaðberi hjá Degi. Hann var við
það í mörg ár og finnst mér ótrú-
legt að oft hafi verið kvartað um
seinlæti og vanrækslu í hans hverfi.
Margar ferðirnar áttu þau hjón
austur á Strönd í Veðramót en þar
dvöldust þau yfirleitt lengi og oft á
sumrin. Það var þeirra paradís sem
þau höfðu lag á að láta barnabörnin
njóta með sér enda var þeim mikið
fagnaðarefni að komast í sveitina.
Þá var það mikið gleðiefni að halda
jólin með þeim. Á aðfangadags-
kvöld voru þau hjá okkur og kom þá
í ljós að börnin vildu gleðja afa og
ömmu, því að þau fengu alltaf álíka
marga pakka og barnabörnin. Á
jóladag var alltaf hangikjöt í Hrísa-
lundi hjá þeim og stórkostlegt kaffi-
hlaðborð um miðjan daginn.
Heilsu Þórhalls fór að hraka fyrir
nokkrum árum þannig að hann
þarfnaðist sjúkrahjálpar en lengst
var hann heima og sinnti Dýrleif
um hann af mikilli natni og hlýju.
Halli, ég þakka þér fyrir allt, þú
snertir streng í hjarta mér sem
mun aldrei gleymast. Guð varðveiti
þig.
Halla Angantýsdóttir.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.