Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 15
gerð sem gerði borgurum frá 25 löndum, sem öll eru múslimaríki að Norður-Kóreu undanskilinni, skylt að skrá sig sérstaklega við komuna til landsins, veita afrit af fingraför- um og hafa samband við yfirvöld fjörutíu dögum eftir komu sína. Kunnur pakistanskur ritsjóri, Ejaz Haider, lenti í vandræðum þegar hann uppfyllti ekki þessi skilyrði. Haider var í Washington í boði bandaríska utanríkisráðuneytisins og hafði aðstöðu í Brookings-rann- sóknastofnuninni. Dag einn þegar hann var að ganga inn í bygginguna var hann stöðvaður af tveimur vopn- uðum mönnum, sem tóku hann hönd- um fyrir þær sakir að hann sinnti ekki tilkynningaskyldunni. Að sögn Haiders hafði utanríkisráðuneytið fullvissað hann um að það væri óþarft. Það vildi Haider til happs að hann var í vinfengi við utan- ríkisráðherra Pakistans, sem einmitt var staddur í Washington. Yfir- maður Suður-Asíudeildar Brook- ings-stofnunarinnar, Stephen Cohen, gerði honum viðvart og Haider var látinn laus eftir að ráð- herrann hafði tekið mál hans upp við Ashcroft og hinn bandaríska starfs- bróður sinn, Colin Powell. Ella hefði Haider vafalaust verið vísað úr landi, eins og fjölmörgum öðrum. Cohen lét þau ummæli falla að hann hefði ekki búist við að verða vitni að því í sínu heimalandi að fólk væri stöðvað á götunni fyrir engar sakir og tekið höndum. Í maí síðastliðnum höfðu 2.747 er- lendir borgarar verið handteknir á grundvelli þessarar reglugerðar. Haldið í átta mánuði vegna útrunninnar vegabréfsáritunar Innflytjendalög í Bandaríkjunum heimila að innflytjendur séu hneppt- ir í varðhald til að tryggja að unnt sé að senda þá úr landi ef úrskurður fellur á þann veg. Síðustu misseri hefur fjöldi innflytjenda verið tekinn höndum samkvæmt þessari heimild. Þeir eiga ekki sama rétt á lögfræði- ráðgjöf og almennir fangar og 80% þeirra fá enga lögfræðiaðstoð. Í annarri nýútkominni bók, Taint- ed Legacy eftir William Schultz, for- stöðumann Bandaríkjadeildar mannréttindasamtakanna Amnesty, segir meðal annars frá máli Pakist- anans Ansers Mehmood. Vegabréfs- áritun hans var runnin út þegar hann var handtekinn í New York í byrjun október 2001. Daginn eftir var hann yfirheyrður af alríkislög- reglumönnum, sem töldu sig ekkert hafa á honum að græða. Þá var hann færður í handjárn, leggjárn og keðjubelti og fluttur í varðhaldsfang- elsi í Brooklyn. Þar settu verðir á hann tvenn handjárn og ein leggjárn til viðbótar, hrintu honum upp að vegg og neyddu hann til að hlaupa eftir löngum gangi þannig að járnin skárust í húð hans. Eftir tvær vikur var Mehmood leyft að hringja í eig- inkonu sína. Ekki náðist í hana og var Mehmood þá sagt að hann gæti reynt aftur eftir sex vikur. Hjónin fengu loks að hittast þegar hann hafði verið í haldi í þrjá mánuði. Þann tíma hafði hafði hann verið hafður í einangrun í gluggalausum klefa, þar sem tvær flúorperur voru látnar loga í loftinu allan sólarhring- inn. Að lokum var Mehmood ákærð- ur fyrir að nota ógilt almannatrygg- ingaskírteini og var hann sendur úr landi í maí 2002, nærri átta mánuð- um eftir handtökuna. Skýrsla sem unnin var af innra eftirliti dómsmálaráðuneytisins og kom út í júní staðfestir að fólki sem hefur engin sannanleg tengsl við hryðjuverk hafi verið haldið föngnu með þessum hætti, oft svo mánuðum skiptir, við óviðunandi aðstæður og án þess að fá að ræða við lögmenn eða ættingja. Í skýrslunni kemur fram að mikill fjöldi innflytjenda og erlendra ríkisborgara hafi verið tek- inn höndum eftir hryðjuverkin 11. september og að starfsmenn alrík- islögreglunnar hafi ekki lagt sig fram um að skilja að þá menn sem hafi verið teknir af handahófi og þá sem raunverulega léki grunur á að tengdust hryðjuverkum. Eru þau vinnubrögð harðlega gagnrýnd. Heimildir American Civil Liberties Union, AP, Cato Institute, BBC, The New York Review of Books, The Washington Post. öryggishagsmuna adalheidur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 15 #2 GÓ‹UR MATUR HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com Til sölu Falleg verslun með glæsilega og spennandi sérvöru, staðsett á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, til sölu af sérstökum ástæðum (veikindi eiganda). Upplagt tækifæri til að skapa sér sjálfstæða atvinnu í fallegu fyrirtæki og góðu umhverfi. Miklir möguleikar og vöxtur í arðbærri verslun. Góð vertíð framundan. Áhugasamir leggi inn helstu upplýsingar á auglýsingadeild Mbl., Kringlunni 1, R., eða á netfang book@isl.is fyrir 28. október nk. merkt: „Góð staðsetning“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.